Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Hundrað ár frá því Pierre Loti skrifaði
PECHEUR D ISLANDE
um frönsku sjómennina á íslandsmiðum
Hundrað ár eru liðin
síðan skáldsagan um
frönsku sjómennina við
íslandsstrendur, „Péc-
heur d’Islande“ eftir
Pierre Loti, kom út og
lifir enn góðu lífl í
heimsbókmenntunum
sem sígilt verk. Hún
var fijótlega þýdd á
fjölda tungumála,
kvikmyndir voru gerð-
ar eftir henni — þögul
mynd 1926 og talmynd
1934 — og Qöldi rita
hefur verið skrifaður
um söguna, höfundinn,
fyrirmyndir söguhetj-
anna, staði sem fyrir
koma og kynni Lotis af
íslandssjómönnunum á
Bretagne.
Pierre Loti, sem var
þegar orðinn frsegur
rithöfundur 1886 er
hann sendi frá sér
þessa bók, kom aldrei
til íslands eða á miðin
kring um landið þar
sem hluti af sögunni
gerist. hykir það
merkilegt þar sem allar
aðrar sögur hans, um
40 talsins, eru skrifað-
ar eftir persónulega
dvöl og reynslu á við-
komandi stað. En bók-
in um íslandssjómenn-
ina varð þó einna frœ-
gust. Þar kemur á móti
að hann var sjálfur sjó-
liðsforingi sem lengst
af œvi sinnar sigldi um
höfin og unni mjög
hafinu, sem segja ma
að sé ein höfuðpersón-
an í skáldsögunni.
Hann persónugerir
þetta úfna skelfilega
haf við íslandsstrend-
ur sem seiðir til sín sjó-
mennina og skapar
þeim örlög. Og hœgt er
að rekja kynni hans af
sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra i Pa-
impol og þorpunum á
norðurströnd
Bretagne, þaðan sem
þeir sigldu á hverjum
vetri áleiðis á ísland-
smið. Um líf bretónsku
aði hann tvœr sögur,
Bróðir minn Tves 1883
og Pécheur d’Islande
1886. Nýlega var þessi
saga, sem í íslenskri
þýðingu Páls Sveins-
sonar menntaskóla-
kennara hlaut nafnið Á
íslandsmiðum, lesin í
íslenska útvarpinu af
sr. Páli Pálssyni, syni
Pierre Loti, höfnndur wgnnnir Pécheur d’Islande,
með sonum sinum.
mennimir héldu ekki norður í
óveður og vosbúð á skútunum sín-
um af því undur hafsins drægju
þá þangað, heldur af því að það
var þeirra brauð og fjölskyldumar
lifðu á því. Þeir áttu ekki annarra
kosta völ. Skáldsagan er því öll í
anda höfundarins, þótt hver per-
sóna eigi sér sína fyrirmynd og
hvert atriði, sem menn hafa þóst
geta rakið gegnum dagbækur
hans og annað, eigi sér stoð í
veruleikanum.
Sögupersónurnar
áttu fyrirmyndir
Nokkru eftir að Pécheur d’Is-
lande kom út lét höfundurinn
sjálfur hafa eftir sér: „Yann,
Gaud, Sylvestre, öll eru þau eftir-
myndir raunveruleikans. Öll eru
þau enn á lífi.“ Lærðar ritgerðir
hafa verið skrifaðar um fyrir-
myndir Lotis, sem menn eru þó
ekki alveg sammála um, hversu
mjög sögupersónumar líkjast fyr-
irmyndunum og hve mikið í þeim
sé frá Loti sjálfum. Upphafið á
sögunni um bretónsku sjómennina
á íslandsmiðum og þeirra fólk
má rekja til ársins 1882, þegar
Pierre Loti var heima í Frakklandi
og skip hans Surveillant í flota-
stöðinni Brest á Bretagne-skaga.
Þar sá hann einn góðan veðurdag
unga stúlku niðri á þilfarinu sem
ásamt fjölskyldu sinni var að
heimsækja bróður sinn, háseta um
borð. Faðir stúlkunnar var einn
af fískimönnunum sem á þessum
slóðum gengu undir nafninu ís-
lendingamir af því að þeir eyddu
að minnsta kosti sex mánuðum ár
hvert við Islandsstrendur. Þessi
bretónska stúlka var „svo falleg
að eftirtekt vakti“, skrifar hann
í dagbók sína. „Hún hafði þessa
klassísku fegurð, líktist mynda-
styttu, með stolt í stómm augun-
um, sem heillaði mig.“ Og sem
svo oft áður heillaðist Loti alger-
lega af fallegri konu og elti hana
Hætt er við að nútíma-
fólki á íslandi, þar sem
ríkir bókmenntahefð
hinnar beinu frásagnar, þyki þessi
aldargamla skáldsaga nokkuð
rómantísk, tilfinningasöm og íkju-
kennd. En þetta em einmitt ein-
kennin á verkum Lotis, sem var
skáld og einmitt frægur fyrir
meðferð sína á slíku efni. Þar er
gengið út frá því að sársaukinn
og sorgin sé hin hliðin á ástinni.
Að geta fundið til sé forsenda
þess að geta elskað. Og sagan
fjallar vissulega um ástina, um
myndarlega íslandssjómanninn
Yann sem verður ástfanginn af
útgerðarmannsdótturinni Gaud,
en tregðast við að ganga í hjóna-
band af því að hann veit að hann
er gefinn Rán, sem muni sækja
hann einn úfinn vetrardag á
miðunum við ísland. Sex dögum
eftir brúðkaupið heldur hann á
miðin þar sem hafið sækir feng
sinn. Saman við vefst sagan af
hinum bretónska sjómanninum
Sylvestre, sem eins og allir ungir
menn á þeim tíma í sjávarþorpun-
um, er tekinn í sjóherinn og send-
ur til að beijast í fjarlægum álfum
og fellur í bardaga í Tonkin, sem
við þekkjum nú betur sem aðra
vígvelli, Víet Nam. Báðar bíða
þær Gaud og amma Silvestres i
allsleysi heima, eins og svo marg-
ar sjómannskonumar á þeim tíma.
Með töfrum ímyndunarafls síns
og hugmynda auðgi umskapaði
Loti í skáldsögu sinni þessa sjó-
menn, hásetann og fiskimanninn,
lyfti þeim og gerði þá að söguhetj-
um og ákveðnum persónugerðum
í heimsbókmenntunum. Og þótt
lýsingamar á þessu ógnvekjandi
norðlæga hafi megi rekja til frá-
sagna bretónanna, þá var það
Pierre Loti sjálfur sem hafið heill-
aði svona. Hann lýsir því einmitt
hvemig hann sem ungur drengur
trúði því að hafið mundi taka
hann, eins og hann lýsir í skáld-
sögunni. Og síðar kynnist hann
því oft í ofsa sínum á siglingum
um heimshöfin. En bretónsku sjó-
Hotel Michel, þar sem Pierre Loti bjó i
Paimpol og þar laettar hann sögnhetjnna
Gaud búa í skáldsögu sinni. Húsið stend-
ur enn við aðaltorgið í gamla bænum í
Paimpol.
Heimili systkynanna Guiaumes og Ce-
lestines, sem talin eru fýrirmyndir að
elskendunum í skáldsögu Lotis. Þau
bjuggu í fiskiþorpinu Pors-Even.
heim í litla fiskiþorpið nálægt
Paimpol. Þótt þessi fátæka fiski-
mannsdóttir virtist af öðrum heimi
en hann, rauk hann daginn eftir
heim til hennar í litla steinbæinn
og bað hennar sér fyrir konu. Hún
reyndist þá lofuð íslandsfiski-
manni sem var að sinna sínum
veiðum norður í höfum og hafnaði
honum. Loti var alveg niðurbrot-
inn, hitti hana þó tveimur árum
síðar að því er segir í dagbókum
hans, en þá aftur til að kveðjast
með tárum. Þetta ástarævintýri,
ef hægt er að kalla það svo, og
heimsóknir hans í fiskimannabæ-
ina varð kveikjan að sögunum um
fólkið sem þar bjó.
Þá hafði Loti áður kynnst og'
stofnað til vináttu við bretónska
sjómanninn Pierre le Cor, sem var
fyrirmyndin að Yves í fyrri skáld-
sögunni, Mon frere Yves, og heim-
sótt fjölskyldu hans. Og skömmu
áður hafði hann svo líka kjmnst
fyrirmyndinni að Yann Gaos, sem
flestir telja að hafi verið sjómaður-
inn Guyome Floury i sögunni
Pécheur d’Islande. Þótt menn
virðist ekki vita nákvæmlega
hvaða stúlka þetta var sem hann
segir frá í dagbókinni, þá er það
talin vera Celestine systir hans,
enda til lýsingar af henni. Og þau
bjuggu með fjölskyldu sinni í litla
fiskimannaþorpinu Pors Evan við
Paimpol.
Guyome Floury varð handgeng-
inn Loti. Saga sem ekki hefur
verið hægt að staðfesta segir að
Guillaume Floury hafi bjargað lífi
Lotis á hættustund, án þess að
það sé tilgreint nánar. Vitað er
að Guyome Floury var á íslands-
miðum á skútunni Alice vertíðina
1878, en var síðan tekinn í flot-
ann, þar sem hann lenti á sama
skipi sem Loti. í febrúarmánuði
1882 heldur hann til veiða við
Island á skútunni La Marie og er
aftur háseti á henni á vertíðinni
1884. Síðan heldur hann áfram
að vera á íslandsmiðum sem há-
seti og sem þriðji stýrimaður á
l’Anais 1885 og 1886, á Cham-
penoise 1887-1889, á Hirondell
1890, sem annar stýrimaður á
Provenche 1891, á Aristide-Mari-
e-Anne 1892 og á Gauloise 1893,
Sainte-Anne og Mouette 1895 og
síðan lýkur hann ferli sínum sem
íslandssjómaður á d’Eclair 1896
og 1897. Hann hefur því getað
kynnt rithöfundinum lífið um borð
í fiskiskútunum. Stóri Yann, eins
og hann var kailaður, kvæntist
aldrei og lést 1899, hvarf ekki í
hafið við íslandsstrendur eins og
söguhetjan, heldur á björgunar-
æfíngu heima við Pors-Evan.
Þótt ekki komi það fyrir í skáld-
sögunni þá hafði sjómaðurinn,
sem margir telja fyrirmynd þriðju
sögupersónunnar, Sylvestre, einn-
ig verið á skútum við ísland, á
gólettunni La Marie 1883. Sá var
frændi stóra Yanns, Sylvestre
Floury. Hann var tekinn í flotann
1883 og í Bien Hoa í Saigon þetta
sama vor. Eftir að hafa verið
háseti um borð í Pluvier, Mous-
queton og Schamrock dvelst hann
í Indókína fram á sumarið 1885
og er því á sömu slóðum á sama
tíma og Pierre Loti á árunum
1883-85, þótt þeir séu ekki á sömu
skipum. En þá er Loti einmitt að
skrifa Pécheur d’Islande. Hann