Morgunblaðið - 11.03.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11.MARZ .19.86
3
ísafjörður:
Gamalt timburhús
eyðilagðist í eldi
Nágranni varð óviljandi valdur að eldinum
ísafirði, 10. mars.
UM EITTLEYTIÐ aðfaranótt síðastliðins sunnudags kom upp eldur
í gömlu forsköluðu timburhúsi á Mjógötu 7a á ísafirði. Guðmundur
Fylkisson lögreglumaður, sem heiðraður hafði verið nokkrum stund-
um áður fyrir frækilega framgöngu í brunanum sem hér varð helg-
ina á undan, varð eldsins var ásamt Pálmari S. Gunnarssyni lögreglu-
manni, þar sem þeir voru á eftirlitsferð um miðbæinn. Um sama
leyti og lögreglumennimir létu vita um eldinn var hringt úr nærliggj-
andi húsum, en þar sem engin næturvarsla er á slökkvistöð ísafjarð-
ar, hljóp Guðmundur Fylkisson frá brunastaðnum yfir á slökkvistöð,
sem er í um það bil 100 m fjarlægð. Þar var Bragi Beinteinsson
yfirlögregluþjónn búinn að opna allar hurðir svo Guðmundur gat
ekið fyrsta brunabQnum beint á vettvang um það leyti sem fyrstu
brunaliðsmennina bar að. Mikill eldur var í húsinu og tók það
slökkviliðið um hálfa klukkustund að ráða niðurlögum hans.
Eigendur hússins Mjógötu 7a eru því að eldur kviknaði. Hann reyndi
ung hjón sem eru að flytja til
Færeyja. Voru þau komin til
Reykjavíkur en móðir húsbóndans
hafði verið fyrr um daginn að tæma
húsið og ganga frá svo að mjög lítið
brann af innanstokksmunum en
húsið sjálft er mjög illa farið af
vatni, eldi og reyk.
Við fyrstu rannsókn virtistísém
um íkveikju væri að ræða. Nú liggur
fyrir að 27 ára maður sem býr í
nágrenninu fór f heimildarleysi inn
í húsið og varð óviljandi valdur að
að slökkva eldinn, en þegar það
tókst ekki fór hann í næsta hús og
gerði viðvart.
Mikil óvissa og óþægindi fylgja
því að engin vakt skuli vera að
nóttu til á slökkvistöðinni. í þessu
tilfelli, eins og í síðasta bruna, verða
lögreglumenn lykilmenn í björgun-
ar- og slökkvistörfum, en mikilvægt
er einmitt að þeir geti sinnt þeirri
öryggisgæslu sem þeim er ætlað
þegar álíka atburðir verða.
- Úlfar
V' f
.
MorKunblaðið/Ölfar
Lögreglumenn við rannsókn á brunastað og I forgrunni er brunið
innbú úr húsinu. Bragi Beinteinsson yfirlögregluþjónn er fremstur,
Óskar Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður er lengst til vinstri á
myndinni og Ólafur Arnar Ólafsson lögregluvarðstjóri fyrir miðju.
Kaupfélag
Svalbarðseyrar:
Ferfram á
greiðslu-
stöðvun í
mánuðinum
Akurejrrij 10. marz.
KAUPFELAG Svalbarðseyrar
mun fara fram á greiðslustöðvun
síðar í þessum mánuði.
Forráðamenn fyrirtækisins vinna
nú að því að kanna stöðuna. „Við
erum í uppgjöri og afstemmningu,"
sagði Karl Gunnlaugsson, kaup-
félagsstjóri, í samtali við Morgun-
blaðið í dag. Að sögn Karls getur
greiðslustöðvun gilt í fimm mánuði
mest. „Í þijá mánuði til að byija
með og síðan er hægt að fá hana
framlengda um tvo mánuði — við
munum örugglega reyna að fá
stöðvun í allan þennan tíma,“ sagði
Karl. Hann sagði enn ekki ljóst hve
miklar skuldir fyrirtækisins væru
en það ætti að verða ljóst eftir
u.þ.b. hálfan mánuð.
Kaupfélagið skuldar enn öllum
starfsmönnum sínum laun fyrir
janúarmánuð. 1. febrúar tók Kaup-
félag Eyfirðinga við starfseminni á
Svalbarðseyri en fáeinir starfsmenn
eru enn í starfí hjá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar. Þeir hafa ekki
fengið greidd laun frá áramótum.
Brotist inn
hjá Vöku
Brotist var inn í félagsheimili
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, aðfaranótt laugardags-
ins síðastliðins.
Ekki er ljóst hver tilgangurinn
með innbrotinu var, en farið var í
trúnaðarskjöl, sem þama voru, og
engu stolið nema nýlegri ritvél, sem
fannst í porti á bak við húsið. A
staðnum voru geymd ýmis gögn
varðandi stúdentaráðskosningar,
sem fram fara í Háskóla íslands í
dag, þriðjudag. Innbrotið var kært
til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem
vinnu nú að rannsókn málsins.
Loðnuyeiðum
er að ljúka
LOÐNUVEIÐUM á yfirstand-
andi vertíð er nú að ljúka. Alls
eru um 8.000 lestir óveiddar úr
áður ákveðnum kvóta.
Veiðamar nú miðast nær ein-
göngu við hrognafrystingu, þar sem
loðnan er orðin mjög horuð og.
verðlítil til bræðslu. Nokkrir bátar
eiga eftir smávegis af kvóta sínum,
en Grindvíkingur GK, sem vinnur
og frystir hrognin um borð, á eftir
tæpar 3.000 lestir. Þá hafa nokkrir
bátar fengið leyfí til að veiða nú
upp í úthlutun fyrir næstu vertíð
og byggist það á því, að nýta
möguleg verðmæti betur með fryst-
ingu hrogna.
Dráttarbátur-
inn að Goða-
fossi í dag
KANADISKI dráttarbáturinn
Irving Cedar verður kominn að
Goðafossi suðaustur af Hvarfi
um hádegi í dag. Honum hefur
seinkað talsvert vegna veðurs.
Hofsjökull var við Goðafoss í
gærkvöldi á leið sinni fiá Bandaríkj-
unum til íslands og var þá þokka-
legt veður á þessum slóðum, um 5
vindstig af suðsuðvestri og ástandið
um borð í góðu lagi.
Goðafoss hefur nú verið á reki
suðaustur af Hvarfi síðan um miðja
síðustu viku er öxull í vél bilaði.
Áætlað er að það taki dráttarbátinn
um 10 daga að draga Goðafoss til
hafnar í Everett við Boston. Farmur
skipsins er frystur fiskur, en honum
er ekki talið hætt við skemmdum,
þar sem frystivélar skipsins, eins
og flest allur útbúnaður þess, eru
í ágætu lagi.
Svínalæri 247 kr. kg.
Svínabógar 245 kr. kg.
Svínahryggir 470 kr. kg.
Svínakótilettur 490 kr. kg.
Svínahakki m/beini 325 kr. kg.
Svínasnitchel 525 kr. kg.
Svínaguliasch 475 kr kg.
Svínalundir 666 kr. kg.
Svinaspekk 1 1 O kr. kg.
Svínaskankar 96 kr. kg.
Svínalifur 1 25 kr. kg.
Svínahakkafillet 420 kr. kg.
Svinahamb.hr. 508 kr. kg.
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 686511
Grípið tækifærið
V2 svínaskrokkar
6.7
30 kg á 225 kr. kg tilbúnir í
frystinn. Hvergi lægra verð
Okkarljúff. hangikj.læri,
aðeins 425 kr. kg.
Frampartar 265 kr. kg.
Útb. hangilæri 435 kr. kg.
Útb. hangiframpartar
. 375 kr. kg.
London lamb, læri útb.,
aðeins435 kr. kg.