Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U.MARZ 1986
1
Til útleigu nk. fimmtudag á bensínstöðvum OLÍS á Stór-Reykjavíkursvæðinu
einnig ýmsum góðum videóleigum á landsbyggðinni.
Dynasty allsstaðar no. 1.
Dreifing á landsbyggðinni
TEFLI H/F S.686250.
Síðumúla 23, R.
Signrður G. Thorodd-
sen í fyrsta sæti
PROFKJöR Sjálfstæðisfélags
Bessastaðahrepps fór fram 7. og
8. mars. Þetta er í fyrsta sinn
sem prófkjör fer fram hjá Sjálf-
stæðisfélaginu og tóku 125
manns þátt i því. 'Urslit urðu
þessi:
í fyrsta sæti varð Sigurður G.
Thoroddsen lögfræðingur með 90
atkvæði. í öðru sæti varð Erla
Sigurjónsdóttir oddviti með 76
atkvæði. Guðrún G. Bergmann hús-
móðir varð í þriðja sæti með 64
atkvæði, Birgir Thomsen rafeinda-
virki í fjórða sæti með 60 atkvæði,
í fimmta sæti varð Þorgeir Bergs-
son vélatæknifræðingur með 58
atkvæði, í sjötta sæti Einar Ólafs-
son hreppstjóri með 54 atkvæði og
Birgir Guðmundsson véla - og
rekstrartæknifræðingur með 46
atkvæði í sjöunda sæti. Guðmundur
G. Gunnarsson verktaki varð í átt-
unda sæti, með 43 atkvæði, í níunda
Háskóli íslands:
sæti varð Ársæll Gunnarsson bif-
vélavirki með 36 atkvæði, í tíunda
og ellefta sæti Jóhann Jóhannsson
bókari og Sigurður Siguijónsson
'oyggingameistari með 30 atkvæði,
og í tólfta sæti Sigfríður Erla Ingv-
arsdóttir húsmóðir með 23 atkvæði.
Modelsmíði er heillandi tómstundagaman, sem stundað er af
fólki á öllum aldri.
Vönduðu plastmódelin frá REVELL fást nú i geysilegu úrvali:
Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestir og hús í öllum
mögulegum gerðum og stærðum.
TÓmSTUnDRHÚSIS HF
laugauegHBlReyfciauik $=21901
Sjálfstæðismenn í Miðneshreppi:
Signrður Þ. Jóhanns-
son efstur
Sandgerði, 10. mars.
SJÁLFSTÆÐISMENN í Miðnes-
hreppi efndu til prófkjörs um
helgina til uppstillingar á fram-
boðslista fyrir sveitarsljórnar-
kosningarnar í vor. 260 manns
greiddu atkvæði þannig að í sjö
efstu sætunum lentu: 1. Sigurður
Þ. Jóhannsson matsmaður, 226
atkvæði. 2. Sigurður Bjarnason
vigtarmaður, 241 atkvæði. 3.
Reynir Sveinsson rafverktaki,
226 atkvæði. 4. John E. K. Hill
lögreglufulltrúi, 220 atkvæði. 5.
/ Pl ••• •
profkjon
Guðjón Ólafsson málaranemi,
207 atkvæði. 6. Jón Erlingsson
forstjóri, 190 atkvæði. 7. Alma
Jónsdóttir húsmóðir, 177 at-
kvæði.
Samkvæmt prófkjörsreglunum
er kosning í þrjú efstu sætin bind-
andi. Sjálfstæðismenn eiga nú tvo
fulltrúa í hreppsnefnd Miðnes-
hrepps, þá Jón H. Júlíusson og
Gunnar Sigtryggsson, sem hvorug-
ur gáfu kost á sér til endurkjörs.
— Jón
Prófkjör Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps:
Kosið í dag
KOSNINGAR til Stúdentaráðs og
Háskólaráðs fara fram í Háskóla
íslands í dag. Kjörstaðir opna
kl. 9.00 og verða opnir til 18.00.
Fjórir listar eru í kjöri: A-listi
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, B-listi vinstri manna,
C-listi Umbótasinnaðra stúdenta
og E-listi Manngildissinnaðra
stúdenta. Síðastnefndi listinn
býður ekki fram til Háskólaráðs.
Kjörstaðir verða sem hér segir:
Heimspekideild í Ámagarði, við-
skiptafræði (2. ár) í aðalbyggingu,
guðfræði, jarðfræðiskor og lyfja-
fræði í aðalbyggingu, viðskipta-
fræði (3. og 4. ár) í Odda, lagadeild
í Lögbergi, verkfræði- og raunvís-
indadeild (utan líffræði og jarð-
fræðiskor) í VR-2, viðskiptafræði
(1. ár) í Ijarnarbæ, hjúkrunarfræði,
læknisfræði (3., 4., 5. og 6. ár) og
^tannlæknadeild í Hjúkrunarskóla
íslands (2. hæð), líffræðiskor, og
læknisfræði (1. og 2. ár) á Grensás-
vegi 11 og sjúkraþjálfun á Vitastíg
8.
Þrjú skip
seldu erlendis
ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn í Bretlandi og Þýskalandi á
mánudag. Vegna mikils fram-
boðs á fiski í Þýzkalandi var
verð þar lágt, en þokkalegt í
Bretlandi.
Heiðrún ÍS seldi alls 127,4 lestir,
mest karfa í Bremerhaven. Heildar-
verð var 4.758.800 krónur, meðal-
verð 37,37. Karlsefni RE seldi 247
lestir, mest karfa í Cuxhaven.
Heildarverð var 9.055.900 krónur,
meðalverð 36,66. Þá seldi Skarðs-
vík SH 103,2 lestir, mest þorsk í
Hull. Heildarverð var 5.857.900
krónur, meðalverð 56,75.
LOKSINS — LOKSINS — LOKSINS
eru þeir komnir aftur hinir sívinsælu
Dynasty-þættir