Morgunblaðið - 11.03.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
9
TSit.amaika2iilin.rL
tattisgötu 12-18
Mitsubishi Lancer GLX1985
Grásans. Ekinn aöeins 18 þús. km.
Gullfallegur bíll. Verö 370 þús.
IMazda 323 Hatchback 1984
Blásan. Ekinn 40 þús. km. 5 dyra. Verð
295 þús.
|Mazda RX 7 1980
Grásans. Hkinn afleins 38 þús. km.
Gullfallegur sportblll. Verð kr. 345 þus.
Mikil sala
Vantar nýlega bíla
á staðinn.
Drappl. Ekinn 36 þús. km. 4ra dyra
fallegur jeppi. Verö 1050 þús.
BMW 318i 1985
Sem nýr. Ýmsir aukahlutir.
Verð 665 þús.
Nissan Cherry 1.5 GL '84
Bill í sérflokki. Verð 310 þús.
Daihatsu Runabout 1980
Gott eintak. Verð 145 þús.
Volvo 245 GL station '82
Gullfallegur bíll. Verð 390 þús.
Honda Prelude 1980
Bill í sérflokki. Verð 260 þús.
Subaru 4x41983
Fallegur bill. Verö 370 þús.
SAAB 99 GL1983
Ekinn 35 þús. km. Verð 350 þús.
Honda Accord EX1982
3ja dyra. Verð 360 þús.
Suzuki Pox 1983
Gott eintak. Verð 280 þús.
Nissan Cherry 1983
Faliegur bíll. Verö 240 þús.
VW Golf CL1982
Grænsans. Verð 235 þús.
Galant station 1980
Blásan. Verð 170 þús.
Lancer 1.31983
Grásans. Verð 240 þús.
Nissan Charry 1980
Góöur bfll. Verö140þús.
Fegurðardrottning
íslands 1986
Fegurðardrottning
Reykjavíkur 1986
verða krýndar
í Broadway
um miðjan maí nk.
Þátttakendur:
, Allar ábendingar um þátttakendur eru vel þegnar.
Stúlkurnar þurfa að vera á aldrinum 18—25 ára.
Allar ábendingar þurfa að berast sem fyrst til
undirritaðrar.
Stuðningsaðilar:
Þau fyrirtæki sem óska eftir að styðja keppnina
og þátttakendur með einum eða öðrum hætti, eru
beðin að senda tillögur sínar til skrifstofu Broad-
way.
Forkeppnin:
Þeir aðilar úti á landi sem óska eftir að halda
keppnir í sínum byggðarlögum geta nú gert það í
samvinnu við Broadway.
Allar nánari upplýsingar um framangreind atriði
gefur Jana Geirsdóttir, framkvæmdastjóri keppn-
innar, á skrifstofu Broadway, Skipholti 35, sími
68-73-70 og Sóley Jóhannsdóttir, Dansstúdíói
Sóleyjar, sími 68-77-01.
MISS
/VORLD
VIISS EUROPE
Óhagstæður viðskiptajöfnuður
Mánuðina janúar-nóvember 1985 fluttum við út verðmæti fyrir
29.795 milljónir króna (20.732 m. kr. á sama tíma 1984). Á
sömu mánuðum síðastliðins árs fluttum við hinsvegar inn verð-
mæti fyrir 33.922 m. kr. (23.588 m. kr. á sama tíma 1984). Af
framangreindum tölum sést að viðskiptajöfnuður okkar hefur
verið og er verulega óhagstæður. Staksteinar staldra við þetta
efni í dag og nokkur þingmál, er því tengjast.
Eyðsla og
skuldasöfnun
Fáar þjóðir eru jafn
háðar millirflijaverzlun
og við íslendingar. Við
flytjum út verulegan
hluta þjóðarframleiðslu
okkar og inn hærra hlut-
fall heildarneyzlu okkar
en flestar aðrar þjóðir.
Viðskiptakjör okkar við
umheiminn vega þvi
þungt á vogarskál lífs-
kjara í landinu. Það
skiptir okkur meira máli
en flestir hyggja, hvaða
verð við fáum fyrir út-
fluttar afurðir og þjón-
ustu okkar og hver kaup-
máttur útflutningstekna
okkar er, þegar innfiutt-
ur varningur eða þjón-
usta eiga í hlut. Verzlun-
in gegnir því mikilvægu
hlutverki, sem snertir
mjög almenn Ufskjör í
landinu.
Það er hinsvegar ekki
góðs viti að við höfum
um nokkurt árabil flutt
inn verulega meira, að
verðmæti, en kaupmátt-
ur útflutningstekna okk-
ar hefur staðið til. Erlend
skuldasöfnun, sem sligar
þjóðarbúið í dag, er því
ekki alfarið tengd fjár-
festingu í landinu.
Aukinnút-
flutningnr -
betri mark-
aðsstaða
Það er mjög mikilvægt
að ná, fyrr en siðar, við-
skiptajöfnuði út á við.
Æskilegasta leiðin að
því marki er að efla út-
flutningsframleiðslu
hvers konar og styrkja
markaðsstöðu hennar
erlendis. Sama máli
gegnir um íslenzkan
samkeppnisiðnað og
stöðu hans á heimamark-
aði.
Nýlega var lagt fram
á Alþingi stjóniarfrum-
varp um Útflutningsráð
íslands, sem hafa á það
hlutverk að koma á auk-
nu samstarfi fyrirtækja,
samtaka og stjómvalda i
málum, er lúta að eflingu
útflutnings, og veita út-
flytjendum alhliða þjón-
ustu og ráðgjöf i þvi
skyni að greiða fyrir og
auka útflutning á vöm
og þjónustu. Útflutn-
ingsráð á að vera opið
öllum aðilum, sem flytja
út vörur og þjónustu eða
afla gjaldeyris á annan
hátt, svo og samtökum
atvinnugreina. Af hálfu
stjómvalda eiga aðild að
Útflutningsráði, verði
frumvarpið samþykkt,
fuUtrúar viðskiptaráðu-
neytis, utanrikisráðu-
neytis, iðnaðarráðuneyt-
is, landbúnaðarráðuneyt-
is og sjávarútvegsráðu-
neytis.
Eifnisatriði frumvarps-
ins verða ekki rakin frek-
ar. Það ber hinsvegar
vott um vaknandi vilja
stjóravalda, hagsmuna-
aðila í útflutningsfram-
leiðslu og alls almennings
um æskilegt samátak til
að efla útflutningsfram-
leiðslu okkar og styrkja
markaðsstöðu hennar.
Framleiðni -
sölu- og mark-
aðsmál
Fram er komin tillaga
til þingsályktunar, sem
þingmenn úr fjórum
þingflokkum flytja
(fyrsti flutningsmaður
Gunnar G. Schram), um
átak til að auka fram-
leiðni islenzkra atvinnu-
vega. Tillagan gerir ráð
fyrir því að ríkisstjómin
leiti eftir samvinnu við
heildarsamtök vinnu-
markaðarins nm að
hrinda af stað átaki til
að auka framleiðni is-
lenzkra atvinnuvega.
Markmið tillögunnar em
m.a. að leggja grundvöli
að meiri hagvexti og
stuðla að jafnvægi í efna-
hagsmálum.
Onnur tillaga, flutt af
sextán þingmönnum
(fyrsti flutningsmaður
Ami Johnsen), felur rik-
isstjórninni, ef samþykkt
verður, að beita sér fyrir
samstarfi þriggja ráðu-
neyta og aðila vinnu-
markaðarins „að skipu-
leggja nám og starfs-
þjálfun á sviði sölu- og
markaðsmála innan
lands og utan, jafnhliða
sérstökum aðgerðum til
að afla þekldngar á
mörkuðum. Markmiðið
verði að koma á í skóla-
kerfinu og viðskiptalíf-
inu vitæku námi i sölu-
mennsku, markaðsöflun,
áróðurs- og augiýsinga-
tækni og samningagerð".
Þá liggur og fyrir
Alþingi tillaga (frá Gunn-
ari G. Schram) um að
skora á ríkisstjómina að
láta fara fram könnun á
gerð fríverzlunarsamn-
ings við Bandaríkin með
hliðsjón að þvi „hver yrði
viðsldptalegur hagur af
slíkurn samningi fyrir is-
lenzka atvinnuvegi og
útflutningsstarfsemi".
Hér er engan veginn
tæmandi upptaling á
þingmálum er snerta út-
flutningsframleiðslu og
markaðsstöðu. Þessi
dæmi nægja þó til að
sýna að skilningur og
áhugi á þessum mikil-
vægu þáttum, sem varða
kjarastöðu og efnaliags-
legt sjálfstæði þjóðarinn-
ar í næstu framtið, er
vaxandi, sem betur fer.
Betri horfur
Síðustu vikur hefur
orðið breyting til hins
betra í viðsldptakjörum
okkar. Verð á freðfiski
og saltfiski hefur hækk-
að en olíuverð lækkað.
Miðað við ríkjandi verð-
lag virðast viðskiptakjör
hafa batnað um rúmlega
2% miðað við liðið ár.
Hinsvegar er óvíst, hvort
hið háa verð á þorsk-
blokk í Bandaríkjunum
helzt.
Meðfylgjandi tafla
sýnir þróun viðskipta-
kjarafrá 1972.
HEIMILISLÆKNIR
Hef opnað læknastofu
í Domus Medica Egilsgötu 3.
Viðtalstími virka daga kl. 10—12 og 13.30— 15.00.
Tímapantanir og vitjanabeiðnir í síma 1 16 66.
Símaviðtalstími virka daga kl. 9—10 í síma 1 16 66.
Skráning hjá Sjúkrasaml. Reykjavíkur og á læknastofu minni.
Ólafur Friðrik Magnússon læknir.
Sérgrein: heimilislækningar.
Metsölublcid á hverjum degi!