Morgunblaðið - 11.03.1986, Síða 15
MGRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
15
Það þarf að leitast við að
stýra byggðaeyðingu á Islandi
eftir Vigfús B. Jónsson
Á sl. ári voru samþykkt ný lög
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum. Þeir, sem ókunnug-
ir eru landbúnaðarmálum, kunna
að halda að með löggjöf þessari
hafí vandamálin í sambandi við
landbúnaðinn verið leyst í eitt skipti
fyrir öll. Svo mikið er víst, að eftir
gildistöku laga þessara dró mjög úr
umræðunni um landbúnaðinn og
sömuleiðis lægði hávaða þeirra
radda, sem hæst höfðu haft um
landbúnaðarmálin og rætt þau með
litlum skilningi og takmörkuðum
velvilja. Sjálfír eru bændur löngum
næsta hljóðir, hversu sigurstrang-
legt sem það er í okkar kröfugerðar-
þjóðfélagi. Um neftida löggjöf má
margt gott segja, þótt ekki sé hún
allskostar frekar en mörg önnur
mannanna verk, því ef grannt er
að gáð þá fer því víðs fjarri, að hún
leysi megin vandamál landbúnaðar-
ins, sem sé markaðsmálin. Öllu
heldur gerir hún ráð fyrir því, að
framtíð hinna hefðbundnu land-
búnaðargreina sé nær einvörðungu
háð innanlandsmarkaðinum. Það
hlýtur því að vera mikilvægt að sá
markaður drabbist ekki niður og
því spyija menn nú: Hvers vegna
hefur ekki verið gert meira fyrir
innanlandsmarkaðinn nú að undan-
fömu, en raun ber vitni?
Nú nýlega hefur hnífnum verið
beitt í anda þessara laga og skorið
á mjólkurframleiðsluna við hið
svokallaða sölumark. Í því sam-
bandi fínnst eðlilega mörgum, að
réttlætið hafí mjög hrokkið fyrir
borð eins og oft áður varðandi bú-
mörk þegar þeir, er virt hafa bú-
mörkin, eru nú látnir gjalda þeirra,
sem fram úr þeim hafa farið, í
framleiðslumagni. Að sjálfsögðu
var aðgerða þorf og ekki hægt um
vik, þó hlýtur það að vera nær ófyr-
irgefanlegt að framkvæma áður-
nefnda aðgerð á langdrægt hálfti-
uðu framleiðsluári í stað þess að
framkvæma hana í upphafi þess.
Það hefði sparað mjólkurframleið-
endum mikla fjármuni. Sú aðgerð,
sem hér um ræðir, hlýtur að verða
afdrifarík, enda blasir það við að
þeir, sem að mjólkurframleiðslunni
standa eru of margir til að geta
Iifað á henni mannsæmandi lífí. Hið
sama má segja um þá, sem sauð-
fjárrækt stunda, ef ekki tekst að
fínna viðunandi markað fyrir dilka-
kjötið erlendis, en líkur til þess eru
því miður í neðri mörkum. Það er
því ljóst að þeim hlýtur að fækka,
sem hinar hefðbundnu búgreinar
stunda ogþað í náinni framtíð.
Margir gera sér vonir um það,
að nýbúgreinar geti komið í staðinn
fyrir samdráttinn í hinum hefð-
bundnu. Slíkt er þó því miður senni-
lega óskhyggja fremur en raun-
verulegur möguleiki og skal ég í
því sambandi t.d. benda á að físki-
ræktin, sem margir hafa bundið
miklar vonir við, bændum til handa
virðist nú gréinilega vera að renna
f hendur annarra en þeirra.
Reyndar er uppbyggingin í þeirri
grein hröð um of og laus í reipum
svo miðað sé við þá þekkingu og
fagfólk, sem fyrir hendi er í því
sambandi. En það er önnur saga.
Vonandi getur loðdýraræktin náð
útbreiðslu til sveita, en um hana
er það þó að segja, að hún er
hagkvæmust sem næst fóðurstöðv-
unum við sjávarsíðuna og e.t.v. er
vafasamt að dreifa loðdýrabúunum
á sama hátt og mjólkurbúunum á
sínum tíma. Það tekur mun lengri
tíma að breyta rótgrónum atvinnu-
háttum, en margur hyggur og þótt
bændastéttin geti að ýmsu leyti nýtt
Vigfús B. Jónsson
betur möguleika sína, þá bendir
margt til þess að megin vandamál
hennar nú muni bara flytjast til í
þjóðfélaginu og þá auðvitað inn á
hinn almenna vinnumarkað í
landinu. Þeim tilflutningi.mundi að
sjálfsögðu fylgja ei lítil byggðaeyð-
ing, en það er bara ekki sama hvar
og hvemig hún verður. Eyðing
byggða er ekki nýtt fyrirbæri á
íslandi, er jafnan næsta stjómlaust,
og því tfmi til kominn, að menn láti
ekki lengur kylfu ráða kasti, heldur
geri sér Ijóst að skipulagslaus flótti
frá byggðum er ekki það sama og
skipulagt undanhald. Ef það kæmi
fyrir nú eða í náinni framtíð að
eftirspum eftir vinnuafli ykist að
mun t.d. við sjávarsíðuna, þá er
mikil hætta á því að stórar skriður
gætu fallið óreglulega úr hinni ís-
lensku bændabyggð með ófyrirséð-
um afleiðingum. Eg hygg að ekki
sé ágreiningur um það, að nýta
landsins gæði á skynsamlegan hátt,
„Mér sýnist því nauðsyn
bera til þess að búa til
hvata í þá veru að af-
skekktar, kostarýrar
og illa uppbyggðar
jarðir fari í eyði öðrum
fremur. Sá hvati gæti
verið á þá lund að fólk-
inu, sem slíkar jarðir
byggir, gæfist kostur á
að selja þær ríki eða
sveitarfélögum á ein-
hveiju viðunandi verði
svo það geti fremur
komið sér fyrir á öðrum
vettvangi. Menn verða
að gera sér það ljóst að
margt fólk getur ekki
hætt búskap án þess að
fá umtalsvert verð fyrir
jarðir sínar.“
hvar sem þau er að fínna. Þá nýt-
ingu getum við framkvæmt með
öðmm hætti, en forfeður okkar og
formæður, svo er tækni og þekk-
ingu fyrir að þakka. En til þess að
slík nýting geti farið fram, þá er
nauðsynlegt að halda hinum hefð-
bundna byggðahring umhverfís
landið eins lítið skertum og við
verður komið.
Það er ljóst að ekki er sama,
hvort í eyði fellur kostarýr jörð með
litlum mannvirkjum, eða vel upp-
byggð góðjörð, sem búið er að
leggja mikið fjármagn í. Mér sýnist
því nauðsyn bera til þess að búa
til hvata í þá veru að afskekktar,
kostaiýrar og illa uppbyggðar jarðir
fari í eyði öðrum fremur. Sá hvati
gæti verið á þá lund að fólkinu, sem
slíkar jarðir byggir, gæfist kostur
á að selja þær ríki eða sveitarfélög-
um á einhveiju viðunandi verði svo
það geti fremur komið sér fyrir á
öðrum vettvangi. Menn verða að
gera sér það ljóst að margt fólk
getur ekki hætt búskap án þess að
fá umtalsvert verð fyrir jarðir sínar.
Það er augljóst að fyrst farið var
út í hina miklu stjómun á land-
búnaðarmálum, þá verður í sumu
tilfelli að stjóma þeim út í gegn,
en ekki bara í annan endann. Eg
held t.d. að ef við þurfum að bíta
í þann beiska bita að minnka sauð-
fjárstofninn til móts við innanlands-
markaðinn, þá beri að taka gróður-
far landsins inn í myndina og stefna
á það, að sauðfjárbúskapurinn fari
sem mest fram þar sem gróðurfarið
er best, en sem minnst þar sem
landið er meira og minna örfoka.
Á þann hátt gætum við töluvert
jafnað metin varðand hinna stóm
skuld, sem við eigum að gjalda
gróðurlendi landsins, eftir meira en
11 alda búsetu og óvægilega um-
gengni í harðri lífsbaráttu liðinna
alda. Með þvílíkri tilfærslu á sauð-
fjárbúskapnum í landinu gætum við
aukið hagkvæmni hans og í ýmsu
falli styrkt hinn hefðbundna
byggðahring umhverfís landið og
vil ég í því sambandi nefna bænda-
byggðir Norður-Þingeyjarsýslu,
sem sumar eru í hættu staddar, en
þar er hvað best undir fjárbú í öllu
landinu.
Sumum kann að þykja nokkurrar
svartsýni gæta í því, sem hér að
framan greinir, varðandi styrkleika
hins íslenska stijálbýlis. Ég minni
því á að aldrei hefur það þótt sigur-
stranglegt að vilja ekki horfast í
augu við staðreyndir. Ég minni líka
á hitt að vandamál bændastéttar-
innar í dag em ekki bara hennar
vandamál, heldur allrar þjóðarinnar
og ber þvíað taka á þeim sem slík-
um.
Höfundur er bóndl á Laxamýri og
varaþingmaður fyrir Norður-
landskjördæmi eystra.
SIEMENS
3!
*
iHægt er að velja sogkraft
Istiglaust frá 250 W upp
11000W.
Fjórföld síun.
I Fylgihlutir geymdir í vél.
Stillanleg lengd rörs.
Sjálfinndregin snúra.
jGömlu góðu SIEMENS-
|gæðin.
Super911
ryksugan
Lítið inn til okkar:
Smith og Norland
Nóatúni 4,
s. 28300.
Við hjá Veisluréttum tökum að okkur að sjá
um veislur, bæði stórar og smáar, svo sem
fermingarveislur, afmælisveislur og fl. og fl.
F A G M E N N
Wterkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Nánari uppl. í símum 19969 — 10340
VEISLURETTIR
Geymið auglýsinguna
Aðalfundir deilda
KRON
verda sem hér segir:
4. og 5. deild
Aðalfundur mánudaginn 17. mars kl. 20.30 í
hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin,
Fossvogur, Blesugróf, Neðra-Breiðholt og Selja-
hverfi. Auk þess Norðurland og Austurland.
Félagssvæði 5. deildar: Efra-Breiðholt, Árbær,
Ártúnsholt og Grafarvogur, Mosfellssveit og Kjal-
arnes.
1-deild
Aðalfundur þriðjudag 18. mars kl. 20.30 í
Hamragörðum, Hávallagötu 24.
Félagssvæði 1. deildar: Seltjarnarnes, Vesturbær
og miðbær, vestan Snorrabrautar. Auk þess
Hafnarfjörður.
2. og 3. deild
Aðalfundur miðvikudag 19. mars kl. 20.30 í
Afurðasölu SÍS, Kirkjusandi.
Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitishverfi,
Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suður-
land og Vestmannaeyjar.
Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi, Klepps-
holt, Heima- og Vogahverfi, Vesturland og Vest-
firðir.
6. deild
Aðalfundurfimmtudaginn 20. mars kl. 20.30 í
fundarstofu Stórmarkaðarins, Skemmuvegi 4a.
Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær og
Suðurnes.
Dagskrá skv. félagsiögum. Sjá einnig augiýs-
ingar í verslunum KRON.
KAUPFELAG REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS