Morgunblaðið - 11.03.1986, Page 19
+
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1;1.MARZ 1986
19
WALCHSEE
kr. 21.859.-*
WALCHSEE ER NÝR SUMARSTAÐUR
FLUGLEIÐA í AUSTURRÍKI
Walchsee er lítið tírólskt þorp í Austurríki, örskammt frá landamærum
Vestur-Þýskalands. Nafn sitt dregur þorpið af stóru og fallegu stöðuvatni sem
það stendur við.
I Walchsee eiga stórar og smáar fjölskyldur sæla daga. Þeir sem leita hvíldar
og endurnæringar geta slakað á í rólegu og þægilegu umhverfi. Fyrir þá
athafnasömu eru næg verkefni. Vatnið er skemmtilegur leikvangur og í þorpinu
eru m.a. tennisvellir, keilu- og minigolfvellir. Þá er tilvalið að leigja bíl og
heimsækja Salzburg, Innsbruck eða Munchen. Aðeins 400 km eru til Vínarborg-
ar og 450 km til Feneyja á Ítalíu.
Flugleiðir bjóða farþegum sínum ýmsa möguleika í gistingu, á íbúðahótelum
og gistihúsum. Flogið er í beinu áætlunarflugi til Salzborgar, þar sem rútur og
bílaleigubílar bíða farþeganna.
Fararstjóri í Walchsee er Rudi Knapp.
* Miðað við verðtímabilið 3. júlf til 21. ágúst 1986. Verð fyrir einstakling, miöað við 2 í íbúð á
Ibúöahótelinu llgerhof í 2 vikur, og flug báðar leiðir.
HERSDORT
kr. 23.568.-*
NÝR SÆLUREITUR Á LANDAKORJ1NU
Flugleiðir kynna nýjan sumarstað í Vestur-Þýskalandi: Dorint-sumarhúsaþorpið
við Biersdorf, nálægt Bitburg í Suður-Eifelhéraði.
Umhverfið er fallegt og friðsælt. Sumarhúsin standa í skógivaxinni hlíð og er
gott útsýni þaðan yfir vatnið Stausee. Bátaleiga er við vatnið og hægt er að
læra á seglbretti. Sumarhúsagestir geta farið í minigolf, leikið tennis innanhúss
og utan, synt í stórri sundlaug og skroppið í gufubað á eftir. Þarna eru auk
þess tveir fyrsta flokks veitingastaðir, bar, diskótek og keilusalur.
I boði eru íbúðir og 2 herbergja sumarhús. öll húsakynni eru nýleg og vönduð.
Farþegar á leið til Biersdorf fljúga til Luxemborgar, en þaðan er innan við
klukkustundar akstur til Biersdorf. Hægt er að velja á milli þess að fara með
rútu eða leigja bíl. Við mælum með síðari kostinum, því það gefur sumarleyfinu
meira gildi. Frá Biersdorf er stutt að fara til borga eins og Brussel, Kölnar,
Frankfurt, Mainz og Strassborgar. Þá er örskammt niður í Móseldalinn.
íslenskur fararstjóri er til aðstoðar og skipuleggur skoðunarferðir.
* Miðað viö verötímabilið 15. mal til 21. júní 1986. Verð fyrir einstakling, miðað viö 2 I (búð I 2 vikur, og ftug báðar leiðir.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500.
Upplýsingasími: 25100
FLUGLEIÐIR