Morgunblaðið - 11.03.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.03.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNÖLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 Fjölskyldufaðirinn heimtur úr helju. Með konu sinni Ingunni Björgvinsdóttur og yngsta barninu Arndísi Oddfríði IV2 árs í stofunni á heimili þeirra að Dalbraut 1 í Hnífsdal. þeim til trafala og tók svolítinn tíma að ná því af, en um leið og hægt var að henda því útbyrðis tókst Jóni Aðalsteini að flækja sig nógu vel í því til að við gátum dregið hann viðstöðulaust að skip- inu og kippt honum innfyrir." Stefán Þór skipstjóri sagðist full- yrða það að ef björgunametið hefði ekki verið við hendina þá hefðu þeir aldrei náð manninum inn aftur, hann var hinsvegar ekki jafn sannfærður um ágæti kappklæðnaðarins. Hann sagði að vísu að fatnaðurinn væri mjög góður skjólfatnaður, en hann drykki í sig mjög mikinn sjó og hefði það án efa átt þátt í hvað „Markúsametið og klæðnaður- inn frá Kapp björguðu lífi mínu“ — segir Jón AðalsteinnSæbjörnssonsemhrökkútbyrðisí stormi og 8—10 stiga frosti á rækjumiðunum við Kolbeinsey ísafirði, 8. mars. „MARKÚSARNETIÐ og kappklæðnaðurinn björguðu örugglega lífí mínu,“ sagði Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson 2. vélamaður á rækjuveiðiskipinu Guðmundi Einarssyni frá Hnífsdal, en Jón Aðalsteinn hrökk útbyrðis þegar bilun varð í kraftblökk, sem notuð var við töku vörpunnar á rækjumiðunum norð-vestur af Koibeinsey um tíuleytið að kvöldi sl. föstudags. Það var vaxandi veður, komin 7— 8 vindstig af norðaustri, og 8— 10 stiga frost, þegar skipverjar voru að taka trollið í síðasta sinn áður en halda átti heim. Mjög góður afli var í trollinu, 6—7 Iest- ir, og var búið að hífa einn poka með um 700 kg um borð. „Ég stóð við borðstokkinn," sagði Jón Aðalsteinn í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins á heimili hans í Hnífsdal, „og var að segja 1. vélamanni til við að hífa inn belg- inn, þegar rópur sem strengdur var frá stýrishúsi á spilkopp við hvalbak losnaði að aftanverðu og dróst í sjóinn. Ég varð á milli borðstokksins og rópsins. Þrýsti hann svo að baki mínu að ég missti andann, en um leið skutlað- ist ég útfyrir. Mér skaut upp nokkra metra frá bátnum, spark- aði strax af mér stívélunum og svamlaði að trollinu, sem lá út frá bátnum. Ég reyndi að halda mér þar, en vegna sjógangs og veltu bátsins var ég ýmist á floti eða í kafi. Félagar mínir köstuðu til mín björgunarhring, en ég komst ekki í hann, þeir reyndu líka að henda til mín spottum en það dugði ekki heldur. Þá var það að þeir hentu til mín björgunar- netinu Markúsi, sem ég gat vafíð utan um mig og var ég dreginn um borð. Ég var orðinn dálítið þrekaður, en ekki kaldur nema á fótunum og þakka ég það kappklæðnaðin- um frá Sjóklæðagerðinni, sem ég var nýbúinn að kaupa mér, allt nema sokkana.“ Stefán Þór Ingason, skipstjóri á Guðmundi Einarssyni, sagðist hafa séð þegar Jón Aðalsteinn hvarf fyrir borð með fæturna upp í loftið og höfuðið niður. En högg- ið var svo snöggt, að Jón Aðal- steinn fór heilan hring í loftinu og kom niður á fætuma 2—3 metrum frá bátnum þar sem hann hvarf í öldumar. Honum skaut þó nánast strax upp aftur og byijaði að svamla að bátnum. Fyrstu viðbrögðin vom þessi klassísku að henda út björgunar- hring, en Jón Aðalsteinn sem er bæði mjög þrekinn og mikið klæddur komst alls ekki í hring- inn. Þá var hlaupið eftir björgun- ametinu sem geymt var undir hvalbaknum. En skrúfað lokið á hólknum sem geymir netið var M.s. Guðmundur Einarsson sem keyptur var hingað fyrr á þessum vetri er í eigu Rækjuverksmiðjunnar hf. í Hnífsdal. Skipið var fyrst á hefðbundnum togveiðum, en var nú í fyrsta rækjuveiðitúrn- um. Á skipinu er 6 manna áhöfn. i I Ljótt mar er á baki Jóns Aðalsteins eftir kaðalinn. Átakið var svo mikið að hann missti andann á því andartaki sem hann kastað- ist í stórum hring út fyrir borðstokkinn. Jón Aðalsteinn átti vont með að athafna sig í sjónum. Hann sagði einnig að Jón Aðalsteinn væri óvenjulega hraustur maður og hefði það átt sinn þátt í að svo giftusamlega fór. Skipstjórinn sagði að ástæðan fyrir óhappinu væri að vökvaskiptir í kraftblökk hefði bilað þannig að blökkin byijaði fyrirvaralaust að slaka út af sér. Við það dróst trollið frá skipinu með fyrrgreindum afleið- ingum en rétt eftir að Jón Aðal- steinn skaust útfyrir slitnaði kað- allinn. Eftir að Jón Aðalsteinn var kominn um borð reyndu skipvetj- amir að ná inn vörpunni, en pokinn slitnaði frá og þar með allur aflinn. Mest allur rækjuveiðiflotinn var þama á svæðinu og að hífa um svipað leyti. Hélt flotinn í var undir Grímsey, en ms. Guðmund- ur Einarsson hélt til ísafjarðar og kom þangað um miðjan dag í dag, laugardag. Farið var með Jón Aðalstein í Fjórðungssjúkrahúsið á ísafírði til læknisskoðunar. Þar kom í ljós að hann var með skurð á efri vör, brotnað höfðu í honum tvær framtennur og að hann var marinn þvert yfír bakið eftir kaðalinn. Að rannsókn lokinni fékk hann að fara heim. Stefán Þór Ingason skipstjóri vildi koma þeim tilmælum á fram- færi við sjómenn, að þeir staðsettu Markúsametið á heppilegum stað í skipinu og æfðu sig í notkun þess, um leið og hann vildi beina þeim tilmælum til framleiðenda að þeir hönnuðu lok plasthólksins sem geymir netið þannig, að ná mætti því af með einu handtaki. - ÍJlfar Höfn í Hornafirði: Prófkjör sjálfstæðis- manna stendur yfir PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna á Höfn í Homafirði vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor fer fram 10.—16. mars. Tíu gefa kost á sér í prófkjörinu. Þau eru eftirtalin, dregið var um röðina á prófkjörslistanum: 1. Magnús Jónsson, garðyrkju- maður, Smárabraut 14. 2. Einar B. Karlsson, verkstjóri, Hlíðartúni 20. 3. Óli Bjöm Þorbjömsson, skip- syóri, Hlíðartúni 21. 4. Högni Snjólfur Kristjánsson, nemi, Kirkjubraut 20. 5. Eiríkur Jónsson, verkstjóri, Hólabraut 7. 6. Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Hlíðartúni 11. 7. Egill M. Benediktsson, verslun- armaður, Austurbraut 15. 8. Páll Guðmundsson, bifreiðar- stjóri, Norðurbraut 1. 9. Gunnar Pálmi Pétursson, bif- vélavirkjameistari, Kirkjubraut 56. 10. Sturlaugur Þorsteinsson, verk- fræðingur, Fiskhóli 7. Kjörstaður verður opinn í Sjálf- stæðishúsinu efri hæð frá mánudegi til föstudags klukkan 20.30 til 22, og frá 14 til 19 á laugardag og sunnudag. Atkvæðisrétt hafa allir stuðningsmenn listans sem kosn- ingarétt hafa á kjördegi. Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo menn af 7 í hreppsnefnd, Unnstein Guðmundsson sem ekki gefur kost á sér að þessu sinni og Eirík Jóns- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.