Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 22
22
MDRGUNBLADIÐ,ÞRIDJUDA0UR11.MARZ1986
Blöð í Tyrklandi:
Nefna Kúrda sem
banamenn Palme
Ankara, Tyrklandi, 10. mars. AP.
TYRKNESK blöð skýrðu frá því
á laugardag, að grunur léki á,
að eftirlýstur Kúrdi ætti aðild
að morðinu á Olof Palme.
Þrjú blöð í Istanbul, Hurriyet,
Milliyet og Tercuman, birtu á laug-
ardag myndina, sem sænska lög-
reglan hefur dreift, og einnig mynd
af Kúrdanum Cemal Bayik, sem þau
sögðu, að sænska lögreglan leitaði
að. Kom fram í þeim, að sænska
lögreglan hefði leitað upplýsinga
hjá tyrkneskum yfirvöldum um
Bayik og tvo menn aðra, Haydar
Kaytan og Ismet Dogru, en þeir eru
allir í Kúrdíska verkamannaflokkn-
um, marxískum flokki, sem einnig
er kallaður Apocus. Sögðu blöðin,
AP/Símamynd
Þegar klukkan sló 12 á hádegi hljóðnaði ys og þys hversdagsins og um alla Svíþjóð minntust menn
Olofs Palme, forsætisráðherra, með einnar mínútu þögn. Þessi mynd var tekin í sænska þinginu. Blómin
fyrir miðri mynd eru í sæti Palme. _______________
Svíar heiðra minningu
Palme með mínútuhögn
Stokkhólmi, 10. marz. Frá Claus von Howstein fréttaritara Morgunblaðsins.
SVÍAR heiðruðu minningu Olofs
Palme með einnar mínútu þögn
á hádegi í dag. Allt athafnalíf
stöðvaðist og einnig leitin að
morðingja Palme.
Af tæknilegum ástæðum treystu
forráðamenn stálverksmiðju sér
ekki til að stöðva hjól framleiðsl-
unnar og ákváðu í staðinn að veita
eitthundrað þúsundum sænskra
króna, um 600.000 íslenzkra, í
minningarsjóð Palme, en það er sú
upphæð, sem tapast hefði við fram-
leiðslustöðvun.
Þúsundir Stokkhólmsbúa höfðu
tekið sér stöðu er mínútuþögnin
hófst á hádegi. Öll umferð í næsta
nágrenni stöðvaðist. Þá var mikill
mannfjöldi samankominn fyrir utan
heimili Palme í gamla borgarhlutan-
um.
A hádegi var hringt öllum kirkju-
klukkum Svíþjóðar. Sinfóníuhljóm-
sveit lék við minningarathöfn í
þinghúsinu og leiðtogar stjóm-
málaflokkanna minntust Palme
með ræðuhöldum. Að sögn lögregl-
unnar voru sjö af hveijum 10 bif-
reiðum á götum úti stöðvaðar, en
gefín hafði verið undanþága frá
stöðvunarbanni á hraðbrautum.
Lögreglan hefur nú fengið um
10.000 vísbendingar í leitinni að
morðingja Palme og auglýsti hún í
dag eftir fleiri vitnum. Fólk, sem
var við frumsýningu myndar um
Mozartbræðuma ásamt Palme-
hjónunum, hefur verið beðið að
gefa sig fram og einnig menn, sem
voru í næsta nágrenni á þeim tíma,
sem morðið var framið. Lögreglan
hefur einskis orðið vísari í leitinni
að morðingjanum.
Þingkosningar í Kólumbíu:
Frjálslyndi flokkurinn með forystu
Bogota, Kolumbíu, 10. mars. AP.
ALMENNAR þingkosningar
voru í gær, sunnudag, í Kolumb-
íu og samkvæmt síðustu tölum
frá talningunni hefur Fijálslyndi
flokkurinn, stærsti flokkurinn á
þingi, fengið flest atkvæði.
Vinstrisinnaðir skæruliðar gerðu
ýmislegt til að hræða fólk frá
að kjósa.
Þegar aðeins höfðu verið talin
3% atkvæðanna hafði Frjálslyndi
flokkurinn fengið um 46,6% atkv.,
íhaldsflokkurinn 36,6%, Frelsis-
hreyfíngin 7,8% og Föðurlandssam-
bandið 2,1% en það er flokkur
kommúnista og þeirra skæruliða,
sem virt hafa samninga við stjóm-
völd. 13 milljónir manna voru á
kjörskrá en ekki var búist við, að
meira en helmingur neytti kosn-
ingaréttarins.
Litið er á kosningamar sem próf-
stein á fylgi almennings við þá
stefnu Belisario Betancurs, forseta,
að náða skæruliða og gefa þeim
upp sakir gegn því að þeir leggi
niður vopn. Samkvæmt stjómar-
að fjórði Kúrdinn, Baki Karer, fé-
lagi í flokknum, sem hafði gagnrýnt
flokksforystuna og verið dæmdur
til dauða fyrir vikið, hefði sagt
sænsku lögreglunni, að þremenn-
ingamir bæm ábyrgð á dauða
Palme.
Apocus-flokkurinn átti sök á
mestu hryðjuverkunum áður en
herinn tók völdin í Tyrklandi árið
1980 og þeir félagar í honum, sem
víkja út af flokkslínunni, eru yfír-
leitt sviptir lífí. Tveir þeirra voru
drepnir í Svíþjóð og höfðu þá sænsk
stjómvöld hörð orð um þessi hryðju-
verkasamtök. Tyrknesku blöðin
sögðu, að höfuðstöðvar þessa flokks
væru í Sýrlandi og Írak en útibú í
Svíþjóð, Grikklandi, Vestur-Þýska-
landi og Frakklandi.
Lögregluyfírvöld í Svíþjóð og
embættismenn Alþjóðalögreglunn-
ar vilja ekkert um þessar stað-
hæfíngar segja.
skránni má Betancur ekki bjóða sig
fram aftur fyrir flokk sinn, íhalds-
flokkinn, en gengi hans mun ráðast
af friðaráætlunum forsetans. Þeir,
sem gagnrýna forsetann, segja, að
vopnahléið hafí aðeins gefíð skæru-
liðum tækifæri til að fá fleiri í lið
með sér, þjálfa þá og koma upp
nýjum búðum.
Irakar taka
mikilvæg-
fjöU
Nikósíu, 10. marz. AP.
ÍRAKAR sögðust hafa lagt til
meiriháttar gagnsóknar i ná-
grenni borgarinnar Sulaymaniy-
ah á norðausturvígstöðvunum á
sunnudag. Árangurinn hafi ekki
látið á sér standa, því þijár hern-
aðarlega mikilvægar hæðir hafi
verið endurheimtar úr klóm ír-
ana.
Útvaipið í Bagdað sagði að
enginn Irani væri lengur í augsýn
frá hæðunum, sem þeir hertóku í
áhlaupi 25. febrúar sl. Stríðsyfirlýs-
ingar írana gefa annað til kynna.
Irakar héldu því einnig fram að
þeim hafí tekizt að hrekja mest allt
íranska herliðið frá Faw-skaganum.
íranir segjast enn halda a.m.k. 850
ferkílómetra svæði á Faw. Af hálfu
beggja stríðsaðilda var greint frá
hörðum bardögum á Faw-skagan-
um, bæði á landi og í lofti. Íranir
sögðust hafa skotið niður tvær ír-
askar herþotur.
Stjórnklefi Challeng-
er-feijunnar fundinn
Kanaveralhöfða, 10. mars. AP.
JARÐNESKAR leifar nokkurra geimfaranna um borð í geim-
feijunni Challenger og hlutar af áhafnar- og stjórnklefa feijunnar
hafa verið sótt á hafsbotn, að því er heimildarmenn innan
Kennedy-geimvísindastöðvarinnar segja, en talsmenn Geimvís-
indastofnunar Bandaríkjanna (NASA) kveðast ekki ætla að greina
frá aðgerðum á hafsbotni fyrr en þeim er lokið, af tillitssemi við
ættingja geimfaranna.
Það gæti tekið nokkra daga,
að því er embættismenn sögðu,
þegar tilkynnt var á sunnudag að
jarðneskar leifar geimfaranna
hefðu fundist í braki geimfeijunn-
ar, 30 metra undir yfírborði Atl-
antshafsins, um 24 km norðaustur
af Kanaveralhöfða.
Þær leifar, sem fundist hafa
af geimförunum, og hlutar af
stjómklefanum voru fluttar til
Kanaveralhafnar á laugardags-
kvöld og Iíkin flutt á spítala á
flugherstöð um 40 km suður af
Kanaveralhöfða, að því er hermt
hefur verið.
Ónafngreindur heimildarmaður
segir að björgunarskip sjóhersins,
USS Preserver, hafí komið til
hafnar aðfaranótt sunnudags og
þar hafí Bob Overmyer, sem er
fyrrum geimfari og aðili að rann-
sókninni á orsökum slyssins á
geimfeijunni, og aðrir embættis-
menn NASA tekið á móti skipinu.
Starfsmenn sjúkdómafræði-
stofnunar sjóhersins hófu að
rannsaka leifar geimfaranna í
dag.
Fimm menn og tvær konur lét-
ust þegar Challenger sprakk, 73
sekúndum eftir flugtak 28. jan-
úar. Talmenn NASA sögðu að
beðið hefði verið með að tilkynna
að lík áhafnarinnar væru fundin
vegna fjölskyldna þeirra, en
meðlimir nokkurra fjölskyidna
sögðu að tilkynningin hefði komið
þeim í opna skjöldu.
Tony Smith, yngri bróðir flug-
mannsins Mike Smith, sagði að
fjölskyldu sinni hefði verið greint
frá því á föstudag að stjómk'.efínn
væri fundinn en ekki hefði verið
minnst á að leifar geimfaranna
hefðu fundist.
Bruce Jarvis, faðir geimfarans
Gregory Jarvis, sagði í viðtali við
sjónvarpsstöðina „WCPX-TV" að
það hefði verið léttir að frétta að
leifar sonar síns hefðu fundist, en
lýsti óánægju sinni yfír því að
hann hefði frétt það í sjónvarpi.
Mark Weinberg, talsmaður
nefndarinnar, sem Reagan,
Bandaríkjaforseti, skipaði til að
rannsaka slysið, sagðist ekki geta
dæmt um það á þessari stundu
að hvaða gagni þetta kæmi fyrir
rannsóknina, en bætti við að öll
gögn kæmu að notum.
Leitarskip sjóhersins fann brak
úr flugstjómarklefanum og leifar
áhafnarinnar með hljóðbylgjum
og kafarar staðfestu að það væri
rétt, að því er sagði í tilkynningu
NASA.
Hugh Harris, talsmaður NASA,
kvaðst engar upplýsingar geta
gefið um ástand flugstjómarklef-
ans eða geimfarana, né heldur
hvort fundist hefðu leifar allra
geimfaranna.
Flug- og hljóðriti vom í klefan-
um og ættu að geta gefíð ábend-
ingar um orsök slyssins, en ekki
er vitað hvort upptökumar hafa
skemmst.
Það veltur á veðri, vindum og
sjógangi hversu vel gengur að ná
braki og leifum áhafnarinnar af
hafsbotni. Síðustu viku var öldu-
gangur slíkur að tafði fyrir leit.