Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 23

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 23 AF/Símamynd Soares ásamt Mitterrand, Frakklandsforseta, eftir embættistökuna. Soares er fyrsti portúealski forsetinn úr röðum óbreyttra boreara frá árinu 1926. Portúgal: Stórmenni við emb- ættistöku Soaresar MARIO Soares sór í dag embætt- iseið sinn sem forseti Portúgals, sá fyrsti úr röðum óbreyttra borgara frá árinu 1926. Þjóð- höfðingjar og önnur stórmenni víðs vegar að úr heimi voru við- stödd athöfnina. Fimm þjóðhöfðingjar, átta for- sætisráðherrar, þrír varaforsetar og margir aðrir háttsettir fulltrúar erlendra þjóða voru viðstaddir embættistökuna og af þeim sökum var öryggisgæsla portúgölsku lög- reglunnar meiri en áður eru dæmi um. Alls um 7.500 lögreglumenn gættu þess, að ekkert færi úrskeið- is. _ I ræðu, sem Soares flutti við embættistökuna, lagði hann áherslu á, að hann ætlaði sér að vera „for- seti allra Portúgala" og ekki draga taum neins eins stjómmálaflokks. „Ég mun gera allt, sem ég get til að tryggja pólitískan stöðugleika og núverandi minnihlutastjóm á allan minn stuðning," sagði Soares, sem einnig minntist félaga síns og vinar, Olofs Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Soares hefur í dag átt viðræður við ýmsa þjóðarleiðtoga, t.d. Mitter- rand, Frakklandsforseta, Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, og Bush, varaforseta Bandaríkjanna, og þeir og aðrir embættismenn hafa einnig notað tækifærið til að talast við um ýmis mál. Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, var fulltrúi ís- lensku ríkisstjómarinnar en einnig var boðið til Jóni Baldvini Hanni- balssyni, formanni Alþýðuflokksins, en Soares er varaforseti Alþjóða- sambandsjafnaðarmanna. Ránið á frönskum sjónvarpsmönnum í Beirút veldur stjórn Mitterrands hugarangri: Ræningjarnir fúsir til viðræðna við stj órnarandstæðing Beirút, 10. marz. AP. ÖFGAFULL shítasamtök, Jihad, sögðust enga ábyrgð bera á hvarfi fjögurra franskra sjón- varpsmanna, sem rænt var í Beirút á laugardag, en af hálfu frönsku stjórnarinnar er nú gerð áköf tilraun eftir diplómatískum leiðum til að tryggja frelsi fjór- menninganna. Jihad-samtökin sendu frá sér myndir, sem þau sögðu vera af Frakkanum Michel Seurat, sem þau kváðust hafa tekið af lífi í síðustu viku. í bréfi, sem fylgdi myndunum, var því vísað á bug að samtökin stæðu á bak við ránið á sjónvarps- mönnunum. Maður, sem kvaðst hringja í nafni samtakanna, hafði samband við vestræna fréttastofu á sunnudag og sagði þau hafa Frakkana fjóra í haldi. Sjónvarpsmennimir eru starfs- menn frönsku stöðvarinnar An- tenne-2. Þeim var rænt eftir að þeir höfðu myndað fund rótttækra shítasamtaka, flokks Guðs. Ránið er framið aðeins viku fyrir frönsku þingkosningarnar, en stjóm Jafnað- armannaflokksins er spáð ósigri í þeim. Stjómin sendi þijá fulltrúa til Miðausturlanda í gær til að freista þess að fá mennina lausa. Yfirvöld í Teheran vildu þó ekki veita þeim áheyrn og neituðu þeim um vegabréfsáritanir. Það veldur frönsku stjórninni hugarangri að meintir ræningjar fjórmenninganna segjast aðeins vilja ræða við óháðan milligöngu- mann, sem hóf að eigin fmmkvæði tilraunir til að fá sjónvarpsmennina leysta úr haldi; svo og fjóra Frans- ara aðra, sem verið hafa í haldi mannræningja um skemmri eða lengri tíma. Hér er um að ræða franska hjartalæknirinn Razah Raad, sem fæddur er í Líbanon. Hann héit til Sýrlands í gær og hefur dregið upp málamiðlunartil- lögu, sem hann mun leggja fyrir helztu leiðtoga shíta í Líbanon, Nabih Berri, dómsmálaráðherra í stjóm Amins Gemayel, og Mo- hammed Hussein Fadlalla, valda- mesta trúarleiðtoga shíta. Tillaga Raad gerir ráð fyrir því að mildaðir verði dómar yfir fimm írönskum hryðjuverkamönnum, sem reyndu að ráða Bakhtiar, fyrrum forsætis- ráðherra írans, af dögum í París 198°. Andstæðingar NATO halda fund í Madrid Madrid, 10. mars. AP. ANDSTÆÐINGAR aðildar Spán- verja að Atlantshafsbandalaginu fylktu liði þúsundum saman í lystigarði í Madrid á sunnudag til að hlusta á ræður og tónlistar- flutning gegn NATO og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Óháða fréttastofan „Europe Press“ sagði að um 70 þúsund manns hefðu safnast saman, en aðstandendur fundahaldsins sögðu að hálf miljón hefði verið viðstödd. Stjóm Felipe Gonzalez, forsætis- ráðherra, hvetur Spánveija til að styðja ákvörðunina um áframhald- andi aðild að NATO án þess að herafli Spánar verði tekinn inn í varnarbandalagið í þjóðaratkvæða- greiðslunni á miðvikudag. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, 10. mars. AP. BANDARÍSKI dalurinn hækkaði skyndilega gegn flestum helstu gjaldmiðlum heims á gjaldeyris- mörkuðum í dag, þrátt fyrir lækkun vaxta í Bandaríkjunum. Er þessi hækkun talin stafa af kaupum spákaupmanna. Þannig kostaði breska pundið 1,4425 dali, en kostaði fyrir heigi 1,4610. Gengi dals gagnvart nokkmm öðmm gjaldmiðlum var sem hér segir, innan sviga gengið frá því á föstudag. Dalurinn kostaði: 2,2785 vestur-þýsk mörk (2,2325) 1,9332 svissneska franka (1,8875) 7,0075 franska franka (6,8650) 2,5740 hollensk gyllini (2,5215) 1.548,50 ítalskar límr, (1.518,50) 1,3995 kanadíska dali, (1,4055). uníc TERMOSTAT með fjarvísun fyrir loft og vatn 40 60 Stöðugt eftirlit er vörn gegn skaða = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER III Ijlliltt Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljiðsíðan Höganas fyrirmynd annarreflísa S HÉÐINN S S0JAVEGI2, REYKJAVIK SfDROG STERK DEKK FYRIR VÉLAR OGTÆKI Við kappkostum að hafa ávallt til afgreiðslu flestar dekkjastærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá V-Þýskalandi, Japan, Belgíu, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sér- pöntum „Massiv“ og „Trukush“ dekk með stutt- um fyrirvara. 18x7-8......... 16 pr 18x7-8.......... 14 pr 500-8 .......... 8 pr 600-9 .......... 10 pr 650-15 ......... 12 pr 10,5/11-20 .... 10 pr 650-10 ......... 10 pr 23X9-10......... 16 pr 700-12 ......... 12 pr 27x10-12 .... 12 pr 27x10-12 . . . . . 14 pr 12,0-18 . . . . . . 12 pr 550-15 . . . 8 pr 750-15 . . 14 pr 815-15 . . 12 pr 825-15 . . 14 pr 250-15 . . 16 pr 600-15 . . . 8 pr 16,9/17-28 . . . . 10 pr Eigum einnig fyrirliggjandi flestar stærðir dekkja fyrir fólksbifreiðar. /4usturbakki hf. BORGARTÚNI 20. SÍMI 2 84 11 BJARNI DAGUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.