Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
29
Breytingar á tollalögum:
Tollar á fólksbif-
reiðum lækka enn
Stj ór narfrumvarp varð að lögum sama dag og það var lagt fram
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, mælti í gær fyrir stjórnar-
frumvarpi, sem ætlað er að tryggja að fólksbifreiðir með 2000 rúm-
sentimetra slagrými eða minna lækki í verði um 30%. Frumvarp
þetta tengist ráðstöfunum í ríkisfjármálum til þess að greiða fyrir
gerð kjarasamninga, sem ætlað var að lækka vísitölu framfærslu-
kostnaðar um 1,5%. Það er nánast leiðrétting á lögum, sem sett vóru
fyrir skemmstu um sama efni, en síðari athuganir leiddu í ljós, að
þau skiluðu ekki fyllilega þeim verð- og vísitöluáhrifum, sem kjara-
sáttmálinn gerði ráð fyrir.
í kjölfar breytinga á tollalögum lækka bílar í verði - og kannski
fjölgar þeim líka eitthvað á götunum.
Þetta nýja stjómarfrumvarp
sigldi hraðbyri gegn um sex umræð-
ur á Alþingi í gær, þijár umræður
í hvorri þingdeild, og varð að lögum
sama dag og það var formlega lagt
fram.
Framsaga fjár-
málaráðherra
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra, hóf framsögu sína með
því að gera grein fyrir lögum nr.
3/1986 um ráðstafanir í ríkisfjár-
málum til þess að greiða fyrir gerð
kjarasaminga. Liður í þeim aðgerð-
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að gera Safnahúsið við
Hverfisgötu í Reykjavík að dóm-
húsi fyrir Hæstarétt íslands er
starfsemi Landsbókasafns og
Þjóðskjalasafns flytzt úr húsinu.
Alþingi felur ríkisstjóminni jafn-
framt að hefja sem fyrst undir-
búning að nauðsyniegum breyt-
ingum á húsinu svo að það fái
þjónað sem bezt hlutverki sínu
sem dómhús Hæstaréttar ís-
lands.“
Þannig hljóðar tillaga til
þingsályktunar sem Jón Sveins-
um hafí verið að að lækka verulega
tolla á smærri bifreiðum, sem ætlað
var að tryggja 30% verðlækkun
fólksbifreiða með 2000 rúmsenti-
metra slagiými eða minna. Jafn-
framt hafi verið að því stefnt að
lækka vísitölu framfærslukostnaðar
um 1,5%. Vóru tollar almennt lækk-
aðir um 30% og bifreiðagjald fellt
niður af minnstu bifreiðum.
Ljóst er hinsvegar nú að breyt-
ingar þær á tollum og bifreiðagjaldi,
sem gerðar vóru með fyrrgreindum
lögum, skila ekki fyllilega þeim
verð- og vísitöluáhrifum, sem að
var stefnt. Til þess að svo megi
son (F.-Vl) flytur.
I greinargerð kemur fram að
ekki hafi enn verið tekin ákvörðun
um framtíðamotkun þessa virðu-
lega húss, Safnahússins við Hverf-
isgötu. Hæstiréttur íslands hafi
lengi búið við ófullnægjandi húsa-
kost og aðbúnað. Vinnuaðstaða
dómara og starfsfólks sé langt frá
því að teljast boðleg æðsta dómstóli
réttarríkis. Flutningsmaður segir
Safnahúsið henta Hæstarétti vel.
Vitnað er til samþykkta bæði Dóm-
arafélags íslands og Lögmannafé-
lags íslands um þetta efni.
verða og ríkisstjómin standi að sínu
leyti fyllilega við kjarasáttmálann
er lagt til með þessu nýja fmmvarpi
10% tollalækkun bifreiða og breyt-
ing á álagningu bifreiðagjaldsins,
þann veg, að það verði lagt á í sjö
flokkum á bilinu 0-32%. Með þess-
um ráðstöfunum á að vera tryggt,
sagði ráðherrann, að vísitala fram-
færslukostnaðar lækki um 1,5% og
verð á minnstu bifreiðum um 30%.
Sérstakt gjald af bifreiðum verð-
ur ekkert upp að 700 kg eigin þyngd
og 1000 rúmsentimetra sprengju-
rými. Milli 701-800 kg þyngd og
1001-1300 sprengirými verður 5%
gjald. Milli 801-900 kg þyngd og
1301-1600 rúmsentimetra sprengi-
rými 9%, 901-1100 kg þyngd og
1601-2000 rúmsentimetra sprengi-
rými 13%, 1.101- 1300 kg þjmgd
og 2001-2300 rúmsentimetra
sprengirými 20%, 1.301-1500 kg
þyngd og 2301- 3000 rúmsenti-
metra sprengirými 28% og yfír
1500 kg þyngd og 3000 rúmsenti-
metra sprengirými 32%
Umræður í efri deild
Stefán Benediktsson
(Bj.-Rvk) kvaðst ekkert hafa við
frumvarpið sjálft að athuga, svo
upphaflegum tilgangi verði náð.
Hinsvegar væri ekki úr vegi að
ræða stöðu þingmanna gagnvart
upplýsingum frá ráðunejdum, íjóð-
hagsstofnun og öðrum ráðgefandi
aðilum. í þessu máli hafi upplýsing-
ar ekki rejmzt traustar eins og sjá-
ist á þessu leiðréttingarfrumvarpi.
Þingmaðurinn taldi rétt að þingið
dragi til sín upplýsingar af þessu
tagi frá fleirum en einum aðila.
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir (Kl.-Rvk) sagði efnislega að
gerðir lqarasamningar skömmtuðu
láglaunafólki, sem að stórum hluta
væru konur, skammarlaun. Hún
væri ekki sátt við þessa samninga
og hefði því setið hjá við atkvæða-
greiðslu um fyrra frumvarp, tengt
samningunum. Sú afstaða væri
óbrejitt varðandi þetta frumvarp.
Ragnar Arnalds (Abl.-Nv) taldi
klúðursmál á ferð, sem kosta myndi
ríkissjóð 100 m.kr. í útgjöldum.
Frumvarpið kæmi ekki því lág-
launafólki til góða, sem hvort eð
er hefði ekki ráð á bílakaupum.
Verðlækkun eldri bifreiða, sem
fylgdi í kjölfarið, kæmi fólki í koll,
sem þá þyrfti að selja til að greiða
t.d. húsnæðisskuldir.
Eiður Guðnason (A.-Vl) sagði
m.a. efnislega, að verðniðurfærsla
á öðrum vörum en bifreiðum hefði
komið láglaunafólki betur. Hinsveg-
ar væri á það að líta að þessar
tollalækkanir gerðu fólki auðveld-
ara eftir en áður að eignast bifreið,
og bifreiðin væri nánast almenn-
ingseign á íslandi. Frumvarpið væri
leiðrétting til að standa við kjara-
sáttmála ríkis, verkalýðsfélaga og
vinnuveitenda. Þess vegna væri
sjálfsagt að samþykkja það. Þing-
menn í stjómarandstöðu ættu ekki
að vera það málefnablindir að þeir
geti ekki stutt mál, sem horfðu til
hins betra, vegna þess eins, að það
væri flutt af ríkisstjóminni.
90% innf lutningsins
smærri bifreiðir
Þorsteinn Pálsson sagði mistök
við fyrri afgreiðslu byggða á þvi
að fyrirliggjandi upplýsingar hafí
gefið til kynna annars konar sam-
setningu í innflutningi bifreiða en
síðar hafí komið á daginn. Um 90%
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar
um sveitastjórnir var samþykkt
til þriðju umræðu í neðri deild
Alþingis í gær. Nafnakall var
viðhaft um 1. gr. frumvarpsins
og var það samþykkt með 22
atkvæðum gegn 2. 11 þingmenn
greiddu ekki atkvæði og nokkrir
af innfluttum bifreiðum væri vel
undir 2000 rúmsentimetra að slag-
rými. Frumvarp þetta mjmdi því
fyrst og fremst koma þeim til góða
er minni bifreiðir kejrptu. Stórar
bifreiðir væru innan við 10% inn-
flutningsins og hefðu ekki afger-
andi áhrif um kostnað ríkissjóðs af
þessum ráðstöfunum.
Frumvarpið gekk síðan til neðri
deildar, þar sem stjómarandstæð-
ingar gerðu efnislega sams konar
athugasemdir og í efri deild. Að
auki spurðist Kjartan Jóhannsson
(A.-Rvk.) fyrir um það hvemig rétt-
indum öryrkja yrði háttað í framtíð-
inni hvað bifreiðakaup varðar, en
þeir njóta nú sérstakra ívilnana.
Fjármálaráðherra sagði, að ekki
hefði gefíst tóm til að kanna það
mál áður en frv. var lagt fram, en
það yrði athugað við fyrsta tæki-
færi.
Að umræðunum loknum var frv.
samþykkt og sent ríkisstjóminni,
sem lög frá Alþingi.
voru fjarverandi. Það voru þeir
Friðjón Þórðarson (S.-Vl.) og
Garðar Sigurðsson (Abl.-Sl.), sem
greiddu atkvæði á móti greininni.
Fram kom í umræðunum, að
þegar ganga átti til atkvæða um
frv. sl. miðvikudag voru ekki nægi-
lega margir þingdeildarmenn við-
staddir. Varð þá að samkomulagi
milli stjómarliða og stjómarþing-
manna að heimila, að atkvæða-
greiðsla og 3. umræða færu fram í
gær. Gengið var til atkvæða, sem
fyrr segir, en 3. umræðu frestað.
Karvel Pálmason (A.-Vf.) gagn-
rýndi þessa málsmeðferð og kvaðst
hafa verið reiðubúinn að cifgreiða
frumvarpið, eins og samkomulagið
gerði ráð fyrir, en gæti hins vegar
ekki stutt afgreiðslu þess á miðviku-
dag. Óskaði hann eftir því við forseta
neðri deildar, að 3. umræða yrði
ekki nk. miðvikudag. Forseti kvaðst
eiga eftir að taka afstöðu til þess
hvenær umræðan yrði lejrfð.
Við atkvæðagreiðsluna óskaði
Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) eftir
því að brejrtingartillaga meirihluta
félagsmálanefndar við 6. gr. fmm-
varpsins, þar sem verkefni sýslu-
nefnda eru falin sveitarfélögum, yrði
ekki tekin fyrir fyrr en við 3. um-
ræðu og varð forseti við því. At-
kvæðagreiðslu um flestar breyting-
artillögur Iljörleifs Guttormssonar
(Abl.-Al.) og Steingríms J. Sig-
fússonar (Abl.-Ne.), svo og breyt-
ingartillögu Gunnars G. Schram
(S.-Rn) var einnig frestað til 3.
umræðu.
Heimild til fasteigna- og skipasölu:
Háð löggildingu dómsmálaráðuneytis
Löggilding að undangengnu próf i
Fram hefur verið lagt stjómarfrumvarp um fasteigna- og skipa-
sölu. Meðal nýmæla í frumvarpinu er, að gert er að almennu
skiljrði fyrir löggildingu til þessa starfs, að viðkomendur, aðrir
en hæstaréttar- og héraðslögmenn, þurfi að standast sérstakt
próf samkvæmt ákvæðum, er dómsmálaráðuneytið setur með
reglugerð. Engum er heimilt að annast kaup, sölu eða skipti á
fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra, nema hann
hafi fengið til þess löggildingu dómsmálaráðuneytisins eða leyfi
samkvæmt lögum nr. 47/1938.
Skilyrði löggildingar er m.a. að
hafa íslenzkan ríkisborgararétt,
hafa heimilisfang hér á landi, vera
íjárráða og hafa forræði fyrir búi
sínu, hafa staðist próf, svo sem
að framan segir, leggja fram
tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar
og tjóns, sem viðskiptamenn við-
komandi kunna að verða fyrir af
hans völdum og dómsmálaráðu-
nejdið ákveður.
Meðal nýmæla í frumvarpinu
eru:
* Lejrfi til sölu fasteigna og skrán-
ingarskyldra skipa skal veitt af
dómsmálaráðunejdi (en ekki lög-
reglustjóra eins og nú er), saman-
ber og framangreint.
* Löggildingargjald er háð
ákvæðum laga um aukatekjur rík-
issjóðs.
* Fasteignasalar og hafí réttindi
og beri skyldur sem opinberir sýsl-
unarmenn, þ.á m. varðandi brot í
starfí, starfsvernd, æruvemd og
þagnarskyldu.
* Fasteignasalar skulu haga störf-
um „í samræmi við góðar við-
skiptavenjur og þeir skuli gæta
þess að aðila séu ekki settir ólög-
mætir, óeðlilegir eða ósanngjamir
kostir í samningum".
* Þeir skulu tryggja sér ótvírætt
umboð hjá réttum aðila, er felur
honum umsýslu varðandi fasteign
eða skip.
* Mun skýrari ákvæði em um
skyldur fasteigna- og skipasala
til upplýsingaöflunar og samning-
ar greinargerðar, „svo sem
gleggstur grundvöllur fáist til að
viðkomendur geti gert sér grein
fyrir verði eignar". Gert er ráð
fyrir að ráðuneyti geti mælt fyrir
um notkun staðlaðra eyðublaða.
* Lagt er til að fasteignasali
annist sjálfur samningu skjala í
ríkara mæli en nú er. „Að baki
býr m.a. það viðhorf, að fasteigna-
sali beri persónulega ábyrgð á
störfum við fasteignasölu og verði
henni ekki skipað með þeim hætti,
að félag með takmarkaðri ábyrgð
reki fasteignasölu."
* Dómsmálaráðuneyti getur sett
nánarí ákvæði í reglugerð um
stöðu, störf og starfshætti fast-
eignasala.
* Lagt er til að fasteignasalar fái
einkarétt á að nefna sig fast-
eignasala eða skipasala að því
viðlögðu, að það varði við refsingu
fyrir aðra að nefna sig þessum
nöfnum.
Safnahúsið við Hverfisgötu:
Dómhús fyrir Hæstarétt?
Neðri deild Alþingis:
Sveitarslj órnarfrum-
varpið til 3. umræðu