Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 35

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 35 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Fiskur (19. febr.—19. mars) ogLjón (23. júlí—23. ágúst). Hér á eftir verður oinungis fjallað um hið dæmigerða fyrir þessi stjömumerki. Vinur þinn í Fiskamerkinu og Ljóninu getur einnig haft önnur merki sterk sem breyta stöðunni fyrir hann persónulega. Ólik merki Fiskurinn og Ljónið eru ólík merki en reynslan sýnir að þau laðast oft hvort að öðru. Vatn ogEldur Ljónið er stöðugt, úthverft eldsmerki. Með því stöðuga er átt við að Ljónið er ákaflega fast fyrir og þijóskt. Hið út- hverfa gefur vísbendingu um það að Ljónið er opið og ein- lægt merki. Eldurinn táknar síðan að það er hlýtt, lifandi og kraftmikið. Ljónið er skap- andi merki sem þarf hreyf- ingu, líf og athafnasemi. Fisk- urinn er breytilegt, innhverft vatnsmerki. Með því breyti- lega er átt við að Fiskurinn er sveigjanlegur og hvikull. Hið innhverfa gefur vísbend- ingu um það að Fiskurinn er móttækilegur og lifir mikið í eigin heimi. Vatnið táknar síð- an að hann tilfinningamikill og næmur. Konungur Til að sjá dæmi um samband þessara merkja ættum við kannski að heimsækja þá fé- laga Ljónshjarta konung og Víðólf ráðgjafa hans. Ljóns- hjarta er fremstur allra kon- unga hér á jörðu. Hann heldur glæsilega hirð, er gjöfull, stór- huga og hugrakkur. Eins og allir konungar er hann ráðrík- ur og stjómsamur og veit vel af valdi sínu. Ljónshjarta vill að gleði ríki í höll sinni og oft heidur hann glæsilegar veisl- ur. Hann á það til að vera yfirþyrmandi og tillitslaus. En ef slíkt hendir er það aldrei af illum hug, því Ljónshjarta er göfuglyndur konungur og vili f raun engum illt. Það gerist bara stundum að hann gleymir sér. Víðólfur ráðgjafi hans er þó alltaf til staðar og gefur honum góð ráð. Vitringur Víðólfur er mildur maður og vitur. Þegar hann er ekki við hlið Ljónshjarta situr hann oft upp í tumi sfnum og grúskar f bókum. Sagt er um Víðólf að hann geti brugðið sér f allra kvikinda líki og víst er það að á yngri árum gerði hann víðreist um heiminn. Vinátta Sumir segja að það sé undar- legt að herkonungnum og hinum milda vitring skuli lynda saman. En er það svo skrítið? Á meðan Víðólfur er við hirðina getur hann óáreitt- ur stundað rannsóknir sfnar. Víðólfur virðist einnig hafa sérlega gott lag á Ljónshjarta. Hann andmælir engu af því sem Ljónshjarta segir en getur samt fengið hann til að breyta viðhorfum sfnum. Ljónshjarta hlustar yfirleitt ekki á nokk- um mann, en hann virðist hlusta á Víðólf. Ég held að það sé vegna þess að hann óttast ekki að Víðólfur taki frá honum völdin. Hann finnur að Víðólfur lætur honum eftir að stjóma. Ég held einnig að innst inni dáist þeir að hvor öðrum. Víðólfur kann vel að meta kraft, einlægni og stað- festu Ljónshjarta og Ljóns- hjarta dáist að víðsýni og rík- um skilningi Víðólfs. Þar sem þeir em ólíkir verða þeir þó að vinna að því að halda samvinnu sinni góðri. Víðólfur ætti a.m.k. að vita að konung- ar reiðast oft ráðgjöfum sfnum og kasta þeim fyrir ljónin. .... ................................................................... ................................... :~.y: :.............:..................................................;. X-9 DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tígulgosa gegn fjórum hjörtum suðurs: Astur gefur; enginn á hættu. Norður , ♦ D64 VÁIO ♦ 9763 ♦ ÁD72 Vestur ¥G3 | ♦ KG10842 ♦ 108654 Austur ♦ Á10972 ♦ K82 ♦ D-KG93 ♦ Súður ♦ KG853 ¥ D9654 ' ♦Áö ♦ - Vestur Norður Austur Suður — — 1 spaði 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Er hægt að vinna spilið með bestu vöm? Áður en við svömm þvf skul- um við skoða hvemig spilið gekk fyrir sig í raun þegar það kom upp í keppni í Bandaríkjunum: Sagnhafi drap útspilið með ás í borði og henti tígli niður í laufás. Spilaði síðan hjartaás og meira hjarta á drottninguna, þegar austur setti lítið. Spilaði svo spaðagosa. Austur var í vanda. Hann sá fram á það að ef hann dræpi á spaðaásinn yrði hann annað hvort að gefa slag á spaða eða lauf. Hann gaf því, en það var aðeins frestun á vandanum, þvf í næsta slag var hann inni á trompkóng og þurfti að hreyfa svartan lit. Hann valdi að spila litlu laufi, en sagnhafi henti þá spaða heima og spilið var í höfn. Það hefði engu máii skipt þótt vestur hefði átt laufkónginn, því þá myndi aðeins einn slagur tapast á spaða. Þá getum við svarað spum- ingunni. Austur gat hnekkt spil- inu með því að ijúka upp með hjartakóng og spiia sig út á hjarta, þegar sagnhafi fór í trompið. FERDINAND l -1, :L-S ■iubc> \ ; v i yv T 'W? ( A 1986 United Feature Syndicate.lnc. iillliiii i I ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: SMAFOLK I HOPE YOU REALIZE THAT HÁLLEY‘5 COMET WON'TBE N/ISIBLEFORAT LEA5T ANOTHER MONTH... THEN WHY AM I 5TAHPING OUT HERE NOU) FREEZING TO PEATH?” NOBOPY TELLS ME ANYTHIN6 EITHER, BUT1 LIKE IT THAT WAY.. Ég vona að þú skiljir að Af hveiju stend ég þá hér Enginn segir mér ..eitt! Halley-halasfjarnan verð- úti og er að fijósa í hel?!!! ur ekki sýnileg fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð__ Það segir mér enginn neitt heldur, en mér likar það vel... Umsjón Margeir Pétursson Þessi skák var tefld á hraðskák- mótinu sem fram fór á þriðjudags- kvöidið: Hvítt: Harry Schiissler (Svíþjóð), Svart: Yasser Seirawan (Bandarfkjunum), 1. d4 — d6, 2. c4 - e5, 3. Rc3 — g6, 4. Rf3 — Bg7, 5. dxe5 — dxe5, 6. Dxd8+ - Hxd8, 7. e3 - c6, 8. b3 - e4?, 9. Rd4 - f5, 10. Ba3 - Kc7, 11.0-0-0-Rf6. Seirawan er langt á eftir í liðs- skipan og var refsað grimmilega fyrir það: 12. Rdb5+! — cxb5, 13. Rxb5 - Kb6, 14. c5+ - Ka6, 16. Hd4 og svartur gafst upp, þvf hann er óveijandi mát í næsta leik. Það er ekki á hveijum degi sem Seirawan fær slíka út- reið, jafnvel ekki í fimm mfnútna skák.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.