Morgunblaðið - 11.03.1986, Page 40

Morgunblaðið - 11.03.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR ll.MARZ 1986 t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSTA kjartansdóttir, Follsmúla 4, andaðist í Reykjalundi 8. mars sl. Ingveldur Hilmarsdóttir, Jón Ingvarsson, Erlendur Ingvar Jónsson, Kjartan Örn Jónsson, Ásta Unnur Jónsdóttir. t Móðir okkar og stjúpmóðir, GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR, Grettisgötu B7a, lóst fimmtudaginn 6. mars á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. mars kl. 15.00. Sigurbjörg Snorradóttir, Guðmundur Snorrason, Egill Snorrason, Snorri P. Snorrason, Halldór Snorrason. t KRISTfN EINARSDÓTTIR frá Prestshúsum, Mýrdal, er látin. Börn og tengdabörn. t Elskuleg dóttir okkar og systir, MARÍA ÓSK JÓNSDÓTTIR, Urðarstfg 6, Hafnarfirði, sem lést í barnadeild Landspítalans 5. mars sl., verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 12. mars kl. 13.30. Hrönn G. Gunnarsdóttír, Jón OddurJónsson, Anna Lovfsa Jónsdóttir, Friðrlk Auðunn Jónsson, Jón OddurJónsson. t ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR, áður til heimllls á Öldugötu 13, Hafnarflrðl, andaðist að Hrafnistu miðvikudaginn 26. febrúar. Jarðarförin hefur fariðfram. Slgurður Einarsson, Steinn T ryggvason, Kristín Þráinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN BJÖRNSSON, Hringbraut 52, Keflavfk, lést 8. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, KJARTAN TÓMASSON, Skjólbraut 11, lést að morgni 9. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Lilja Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON, Sólvallagötu 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. mars kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Karólfna J. Lárusdóttir, Lárus Sigurðsson, Valdfs Atladóttir, Karólfna Lárusdóttir. Málfríður Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 21. mars 1923 Dáin 28. febrúar 1986 Þann 28. febrúar lést í Borgar- spítalanum frænka mín, Málfríður Guðmundsdóttir eða Fríða, eins og hún var kölluð af okkur sem þekkt- um hana best. Það er erfítt að trúa að Fríða sé ekki lengur á Berg- þórugötu 59. Hún hafði veikst skyndilega, þá nýkomin heim úr lagningu, en það var henni mikils virði að vera vel til höfð. Mínar fyrstu minningar um Fríðu eru einmitt í gegnum slíkt. Þegar hún var að setja í permanett. Ég var ekki gömul þegar Fríða setti perma- nett í mitt slétta hár, hvað mér fannst ég vera mikil dama þegar ég hljóp upp til mömmu, en upp segi ég, því Fríða átti heima á mið- hæðinni á Bergþórugötu 59 alla mína bemsku. Hún var því mikið meira en frænka fyrir mér. Hún fylgdi alltaf minni fjölskyldu. Það var gott að hafa hana og hennar fjölskyldu í húsinu þegar ég svo fór að búa á fyrstu hæðinni. Það vom famar margar ferðir upp til Fríðu bæði af mér og mínum strákum að fá lánað hitt og þetta eins og gerist hjá ungri frú sem gleymir ýmsu. Það var sjaldan sem Fríða gat ekki bjargað því. Þeir sögðu líka oft strákamir mínir; við fömm bara til Fríðu. Svo eftir að við fluttum suður í Garðabæ, endaði bæjarferðin oft á Bergþómgötu 59. Og það er lítil Lóa sem geymir vel naglalakk og varasalva sem Fríða gaf í einni bæjarferðinni. Elsku Geir, Geirsi, Gugga og Guðrún, tengdaböm og bamaböm ykkar. Innilegustu samúð vottum við ykkur öllum. A.L. Marinósdóttir. í dag er gerð frá Dómkirkjunni útför frú Málfríðar Guðmundsdótt- ur, en hún andaðist í Borgarspítal- anum föstudaginn 28. febrúar síð- astliðinn. Málfríður fæddist að Korpúlfs- stöðum 21. marz 1923, dóttir hjón- anna Bjamveigar Guðjónsdóttur og Guðmundar Þorlákssonar, síðar bónda að Seljabrekku, Mosfells- sveit. Þann 2. febrúar 1946 giftist Málfríður eftirlifandi manni sínum Geir Herbertssyni, prentsmiðju- stjóra, og eignuðust þau fjögur mannvænleg böm: Geir, f. 4. júlí 1946, vélfræðingur við Búrfells- virkjun, giftur Ónnu Sólmunds- dóttur, og eiga þau tvo syni, Guðjón og Kjartan Orra; Guðjón, f. 3. desember 1951, dáinn 9. september 1967; Guðbjörg, f. 1. marz 1956, gift Hálfdáni Örlygssyni, prentara, og eiga þau þijár dætur, Evu, Fríðu og Hildi; Guðrún, f. 11. maí 1964, menntaskólanemi. Á heimili þeirra Fríðu og Geirs var ætíð gaman að koma enda bæði mjög gestrisin, hreinskiptin ogglaðvær. Fríða var fríð kona og mörgum góðum kostum búin. Hún var mjög bamgóð og vildi helst vera sem mest í návist bama sinna og bama- bama. Við hjónin nutum þessa einnig, því að hún var alltaf boðin og búin að gæta bama okkar og hafa þau á sínu heimili er okkur lá á. Böm okkar hlökkuðu alltaf til að fara til Fríðu frænku, eins og þau kölluðu hana. 1. janúar 1971 gerðist Fríða starfsmaður Borgarspítalans og gegndi því starfí til æviloka. Hún naut þessa starfs mikið. Þau Fríða og Geir urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa yngri soninn, Guðjón, haustið 1967, en hann lést af slysförum. Guðjón varð öllum harmdauði enda góður og hlýr drengur. í dag er við kveðjum Fríðu þökk- um við henni mikla vináttu og tryggð er hún sýndi okkur alla tíð og biðjum Guð að blessa þessa góðu konu. Hrefna og Arni M. Jónsson Góð og elskuleg kona er látin. Kona sem öllum var hlýtt til er hana þekktu. Hún lagði aldrei illt til nokkurs manns. Enginn gat kynnst henni án þess að fínna mannkærleik hennar. Langt um aldur fram kveður hún og lýtur í lægra haldi fyrir þeim, sem alltaf sigrar að lokum. Eftir stöndum við hryggar í huga og reynum að sætta okkur við orðinn hlut, en það er erfítt, því hún sýndi okkur aldrei annað en hjartagæsku og hlýju, allt frá því að við vorum lítil böm. Fyrir það þökkum við henni í dag um leið og við óskum henni alls hins besta i nýjum heimi. Fríða var gift móðurbróður okk- ar, Geir Herbertssyni. Þau og böm þeirra hafa alltaf skipað sérstakan sess í hugum okkar. Heimili þeirra var okkur ávallt opið eins og reynd- ar öllum öðrum. Hjá Fríðu og Geir leið gestum eins og heima hjá sér. Þar var gott að koma. Hér áður fyrr var það hápunktur jólanna að fara niður á Bergþórugötu og hitta þau. Þar voru böm ekki fyrir og aldrei of mikið af þeim, hversu há- vær sem þau urðu. Okkur er í dag hugsað til frænda okkar og bama hans. Sorg þeirra er mikil, en þeir sem hafa átt mikið hljóta einnig að missa mikið. Minn- ingin um góða konu mun lifa áfram í hugum þeirra sem syrgja hana. í lífinu vega sorgin og gleðin salt eins og hinn mikli viskumaður Kahlil Gibran bendir okkur á í ljóða- bókinni Spámanninum: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefiir hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hugaþinn, ogþú muntsjá, aðþúgrætur vegna þess, sem var gleði þín. Nú þegar Fríða hefur kvatt hlað- ast minningamar upp. Flestar eru þær tengdar bemsku okkar. Er foreldrar okkar voru erlendis hér áður fyrr, vom Fríða og Geir ávallt tilbúin að gæta okkar. Hjá þeim voru ekki boð og bönn, heldur reynt að fara að með lagni og góðu. Það var því alltaf tilhlökkunarefni að fá að vera hjá þessum góðu hjónum. Það iýsir Fríðu vel, að enda þótt hún hafí átt flögur böm sjálf og nóg hafí verið að snúast hjá henni, taldi hún ekki eftir sér að gera öðrum bömum greiða. Það voru ófá skiptin, sem við systumar skörtuð- um grímubúningum, náttfötum eða einhveiju öðru fati sem Fríða hafði saumað. Allt bar það merki sér- stakrar natni og vandvirkni. Jóla- pakkamir frá henni voru sérstakir og fátt gladdi bamshugann meir. Var það vegna þess að innihald þeirra var sérstakt og allt öðruvísi en það sem aðrir áttu. Einnig var auðfundið að gefíð var af ánægju, en Fríða var ætíð veitandi en ekki þiggjandi. Okkur systmnum þótti alla tíð mjög vænt um Fríðu og framan af héldum við að hún væri frænka okkar. Við urðum því von- sviknar þegar við komumst að því, aðsvovarekki. Fríða var falleg kona. Hún var grannvaxin, hafði fallega húð, fal- t Þökkum af alhug samúð og vlnarhug við andlát og útför, INGIBJARGAR ELÍSABETAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Vik f Mýrdal. Ólafur Jónsson, Sigriður Ólafsdóttir. legt hár, var ávallt mjög fín og vel til fara. Hennar fallega framkoma varð til að undirstrika hversu lagleg hún var, en hún var brosmild, rólynd og dagfarsprúð svo af bar. Minn- umst við þess að hafa sem litlar telpur setið hugfangnar við að dást að þessari fallegu og góðu konu. 011 vissum við að Fríða var ekki heilsuhraust, en samt sem áður kom andlátið á óvart. Ef til vill hefur hún fundið fyrir einhveijum að- draganda, en vegna tillitssemi hennar við aðra er erfítt að vita hvort svo hafí verið. Við systumar sendum Geir frænda okkar, bömum hans, tengdabömum og bamabömum innilegar samúðarkveéjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Skarðið sem nú hefur mjmdast er stórt og það verður ekki fyllt. Fríða var gull af manni og hennar er sárt saknað. Farþú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Ólaf ía og Hertha Árnadætur Siglufjörður: Ný barnafata- verslun opnuð Bráðvantar fólk í fisk Siglufirði, 7. mars. HÉR á Siglufirði var opnuð í dag ný versiun, Verslunin Nes, og mun hún aðallega hafa á boðstól- um barnafatnað og sportfatnað. Eigandi hennar er Margrét Þórð- ardóttir. Verslunin er til húsa í Aðalgötu 6 sem var lengi vel eign Haralds Böðvarssonar. Það er verið að endurlífga Aðalgötuna neðan til og líst mér vel á að bæjarlífíð færist nær sjónum. Nú er feikilega mikil vinna hér á Siglufírði og bráðvantar fólk til fískvinnu. Hér er unnið fram eftir öllum kvöldum og um helgar líka. — Matthías V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.