Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
41
Olafur G. Ragnarsson
Hátúni - Minning
Fæddur 16. desember 1970
Dáinn 27. febrúar 1986
Ólafur Gunnar Ragnarsson lést
þann 27. febrúar af völdum áverka
sem hann hlaut í bflslysi tæpri viku
fyrr eða föstudaginn 21. febrúar.
Komst hann aldrei til meðvitundar
eftir slysið.
Ólafur fæddist 16. desember
1970, sonur hjónanna Maríu Val-
garðsdóttur og Ragnars Gunn-
laugssonar, bónda að Hátúni í
Seyluhreppi. Ólafur var nemandi í
9. bekk Varmahlíðarskóla í Skaga-
firði og hefði lokið grunnskólaprófí
á komandi vori.
Hvílík sorg — hvílíkur harmur,
nú á þessum sólbjörtu febrúardög-
um, þegar skyndilega er sem myrkt
sé af nótt. Sláttumaðurinn slyngi
kominn á kreik og heggur nú skarð
í hóp lífsglaðra unglinga í grunn-
skóla sem eiga allt lífið framundan.
Óskiljanlegt segjum við og mælum
fátt á meðan við reynum að fóta
okkur á ný. Hve oft er ekki óskiljan-
leiki augnabliksins yfirþyrmandi.
Óli var sérstaklega félagslyndur
og vinsæll í nemendahópnum, ætíð*
ferskur og lífsglaður og jákvæður,
hafði sérstaklega gaman af allskyns
ærslum og tuski á fyrstu skólaárun-
um, þéttur á velli og sterkur vel.
Nemendur sem komnir eru að því
að ljúka sínu skyldunámi velta
vissulega fyrir sér atvinnumögu-
leikum og áframhaldandi skóla-
göngu. Hugur Óla var snemma
fanginn við búskapinn, sem hann
stundaði af eftirtektarverðum
dugnaði með foreldrum sínum í
Hátúni. Þar sá hann framtíð sína
á hinu myndarlega býli sem fjöl-
skyldan hefur reist í miðju þessa
fagra héraðs.
Við flytjum, fyrir hönd nemenda
og starfsfólks Varmahlíðarskóla,
þakklæti og innilegustu samúðar-
kveðjur til foreldra og systkina og
allra aðstandenda sem nú eiga um
sárt að binda vegna látins ástvinar.
í hjörtum okkar lifír björt og fögur
minning um góðan og flekklausan
ungling. Sérstakar kveðjur sendir
einnig Svanhildur, dóttir okkar.
Helga og Páll,
Varmahlíð.
Tiparsjólihimna hár,
heyr mitt kvak frá iægsta inni,
þó að ég sé smærri en smár,
og smæðar minnar sárt til finni.
Græddu þegna þinna sár,
þrautastundum svo að linni,
svo ei streymi sorgartár,
svo að birti í veröldinni.
(Helgi Gíslason)
Menn setti hljóða þegar fréttist
um hið sviplega slys sem hinn ungi
drengur varð fyrir föstudaginn 21.
febrúar sl. En hann lést á Borgar-
spítalanum í Reykjavík fímmtudag-
inn 27. febrúar sl.
Það er okkur hulin ráðgáta þegar
svo ungur og efnilegur drengur er
burt kallaður með svo sviplegum
hætti og hér varð.
Foreldrar Ólafs heitins eru María
Valgarðsdóttir og Ragnar Gunn-
laugsson, Hátúni, Skagafírði. Þar
ólst hann upp ásamt 3 systkinum
og í skjóli afa og ömmu.
Allir þeir sem fæðast inn í þennan
heim geta eigi vikist undan því að
dauðinn kemur í heimsókn fyrr eða
síðar. Það er eins víst og að nóttin
kemur á eftir deginum. Það er svo
óráðin gáta hversu lengi hver og
einn fær að lifa í þessum heimi.
Dauðinn getur verið velkominn
þeim sem lifað hafa langan dag,
eiga við heilsuleysi að stríða og eru
þrotnir að kröftum og heilsu. En
þegar dauðinn kemur með svo svip-
legum hætti og hér varð skiljum
við ekki. Já, við skiljum ekki þegar
ungur drengur í blóma lífsins er
burtu kallaður. Það hefur stundum
verið sagt að þeir sem guðimir elski
deyi ungir.
Ég var við guðsþjónustu í Glaum-
bæjarkirkju á nýársdag sl. og
skammt frá mér sat þessi frændi
minn er hér er kvaddur.
Það rifjast upp, að á þessum
döpru dögum, að mér varð hugsað
þá er ég horfði á þennan unga pilt
í kirkjunni að það væri gleðiefni
hvað hann væri hneigður til búskap-
ar og myndi feta ötullega í fótspor
feðra sinna í Hátúni. Þeir hafa gert
það býli að einu stærsta og myndar-
legasta í Skagafírði, landinu öllu,
og íslenskri bændastétt til sóma.
En vegir Guðs eru órannsakan-
legir, enginn veit hvenær kallið
kemur eða hver verður næstur,
verður það ég eða verður það þú,
lesandi góður? Allt frá því ég man
fyrst eftir mér, já, reyndar löngu
fyrr, hefur staðið traustur frænd-
garður í Hátúni mér og mínu ætt-
fólki til halds og trausts. Þar óx úr
grasi stór og mannvænlegur bama-
hópur hjá þeim hjónum Steinunni
Sigurjónsdóttur og Jónas Gunnars-
syni, langömmu og langafa Ólafs
heitins. Blessuð sé minning þeirra
hjóna.
Að lokum flyt ég Ragnari og
fjölskyldu, Gunnlaugi og fjölskyldu,
Valgarði og fjölskyldu svo og öðrum
ættingjum og vinum, innilegar
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni og bið algóðan Guð
að styrkja þau öll í þeirra miklu
sorg.
Blessuð sé minningin um góðan
dreng.
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt jafti sviplega og nú.
Aldrei er svo svart yfir sorgarranni,
að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M J.)
Sigurður Haraldsson
Vegna mistaka í prentun eru
þessar greinar birtar aftur. Biður
blaðið aðstandendur og lesendur
afsökunar á mistökunum.
Minning:
Sigurður Vigfús-
son, ritsíjóri
Fæddur 1. desember 1898
Dáinn 4. febrúar 1986
Eftir langan og oft strangan
vinnudag hefír þessi góðvinur minn
nú fengið laun verka sinna og
horfíð úr þessari veröld til annarrar,
þeirrar sem hann beindi vegfarend-
um á um nær hálfrar aldar skeið.
Ég veit að tilhlökkun hefír ríkt og
svo þekkti ég Sigurð að hann var
ekki í vafa um hvert för hans
stefndi. Hamingja hans var sú að
hann fékk að kynnast frelsara sín-
um og þeim krafti sem guðs orð
er hveijum þeim manni sem við
því tekur. Hann sá það svo glöggt
að mannslífíð var alltof dýrmætt til
að glata því og þess vegna varði
hann lífi sínu til að benda öðrum á
þau dýrmæti sem hann hafði fundið
í Jesú Kristi. Um fjölda mörg ár
var hann ritstjóri Kristilegs viku-
blaðs sem hafði svo óteljandi mörg
og góð áhrif út um land allt. Flutti
landsmönnum hinn sanna kristin-
dóm um náð og miskunn Drottins
hveijum þeim sem snéri sér til hans.
Fögnuður Sigurðar yfír því að
Drottinn leiddi hann þennan veg
var mikill. Því fékk ég að kynnast
og á þeim vettvangi urðu okkar
fyrstu kynni sem aldrei setti neinn
skugga á. Um landið fór hann og
hélt kristilegar samkomur og boðaði
fagnaðarerindið og alls staðar þar
sem hann mætti mönnum á fömum
vegi var boðunin sterk bæði í hinu
fallega brosi hans og einbeitni í
boðun. Guði sé lof fyrir slíkan
boðbera og mættu þeir vera fleiri
því sannarlega þarf þjóðin á vakn-
ingu að halda á þessum tíma þar
sem allskonar glæpir og fíkniefni
vaða uppi og taka leiðsögu, en fólk
gefur sér minni tíma til að sinna
andlegum efnum í dansi sínum
kringum gullkálfinn. Það sýnir
þjóðlífíð okkur. Þessi straumur frá
því besta og sannasta var Sigurði
áhyggjuefni eins og fleiri boðberum
Krists. Og bænir hans fyrir betra
þjóðfélagi voru margar og einlægar.
Hann kynntist því á hveijum degi
að bænin er sterkasta afl í veröld-
inni. Megi störf Sigurðar í landi
voru færa þjóðinni styrk í vanda-
samri vegferð.
Sigurður var Snæfellingur og oft
leitaði hann þangað á ferðum sín-
um. Honum þótti vænt um land
sitt og þá ekki síst æskubyggð. Við
hittumst því oft og eins bar fundum
okkar saman í Reykjavík. Fyrir þau
samskipti er ég mjög þakklátur og
minningu þessa góða drengs geymi
ég allar stundir. Marga stund var
ég með honum í kirkjunni okkar
og alltaf fór ég styrkari og vissari
af hans fundi. Þar var ekkert ef.
Ekkert nema vissa. Hann vissi
hvemig frelsarinn reisti hann við
og að benda öðrum á leiðina var
hans þökk fyrir leiðsögn hans sjálfs.
Ég kveð því þennan vin minn
einlægri kveðju og með ósk um að
þjóðin mín mætti feta í hans fót-
spor. Ástvinum hans sendi ég inni-
legar kveðjur.
Árni Helgason
OlafurÞ. Jónsson
Akureyri - Minning
Fæddur 8. september 1903
Dáinn 1. mars 1986
Ég var komin á unglingsaldur
þegar ég sá Þorstein frænda í fyrsta
sinn. Þá var hann fluttur úr
Fnjóskadalnum til Akureyrar. Ég
var eftirvæntingarfull að hitta
þennan frænda sem ég hafði heyrt
svo mikið talað um en aldrei séð.
Þær voru margar sögurnar sem afí
og amma höfðu sagt okkur systkin-
inum af fólkinu í Fnjóskadalnum
og lífínu þar, þegar þau voru upp
á sitt besta.
Pabbi og Þorsteinn fæddust báðir
í dalnum góða fyrir norðan. Þeir
vom systrasynir, áttu hvomgur
systkini, og ólust upp sem bræður.
Þegar þeir komust á fullorðinsár
skildu leiðir. Pabbi fór til náms og
fluttist að norðan en Þorsteinn
gerðist bóndi og tók við búi foreldra
sinna á Snæbjamarstöðum. Hann
hafði ekki einungis á höndum
umsjá búsins heldur sinnti hann oft
líka störfum innanhúss. Móðir Þor-
steins var rúmliggjandi síðustu árin
og hjúkmn hennar hvfldi að mestu
leyti á hans herðum, þótt hann
hefði einhveija hjálp af og til.
Þorsteinn giftist seinna eftirlifandi
konu sinni Helgu Daníelsdóttur,
einnig úr Fnjóskadal, en þau eign-
uðust engin böm. Eftir að Þorsteinn
fluttist til Akureyrar vann hann vð
skinnasútun í verksmiðjum Sam-
bandsins. Hann var því búinn að
skila dtjúgu ævistarfí þegar hann
hætti að vinna fyrir aldurs sakir.
Síðustu árin vann hann við bókband
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Þau fjögur ár sem ég var við nám
á Akureyri kynntist ég frænda og
Helgu náið. Þær vom ófáar ferðim-
ar mínar til þeirra á Gilsbakkaveg-
inn og var mér ætíð tekið þar með
þeirri vinsemd og hlýju sem ein-
kenndi þau bæði. Að vinnudegi
loknum fannst honum gott að líta
í bók og hann átti talsvert af bókum,
eða hann spilaði nokkur lög á orgel-
ið sitt, það var honum mikill gleði-
gjafí.
Að skólaárunum á Akureyri lokn-
um hitti ég Þorstein frænda ekki
jafti oft og áður, en alltaf bar hann
sömu umhyggjuna fyrir mér og
seinna minni fjölskyldu.
Skreytum
við öll tækifæri
^ Reykjavikurvegi 60, simi 53848. ^ Alfheimum 6, simi 33978.
Síðustu árin var frændi á elli-
heimilinu á Akureyri. Þangað flutt-
ust þau hjónin þegar heilsu Helgu
fór að hraka svo að hún þurfti að
vera undir læknishendi. Sjálfur var
hann ekki heilsuhraustur síðustu
árin en tók því með sama æðmleys-
inu og var svo ríkt í fari hans.
Mér er ljúft að minnast frænda
míns, og ég veit að þeir em margir
sem hugsa til hans nú. Hann var
virtur sökum mannkosta sinna og
dugnaðar jafnt af vinum sem sam-
starfsfólki.
Faðir minn, við systkinin og ailt
okkar fólk kveðjum hann nú með
þakklæti í huga.
Guðrún Jónsdóttir
Blómastofa
Frídfinm
Suðudandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni. r
Gjafavörur.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legstema.
S.HEL6AS0N HF
STEINSmlÐJA
SKEMMUÆGI 4Ö SÍMI76877