Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 42

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 París - Dakar kapp- akstur- klæddi hundur í heimi Það var mikið af þekktu fólki sem tók þátt í svonefndum París — Dakar kappakstri. Leiðin Iá að hluta um Sahara-eyðimörkina og þar mættu þátttakendum tíðum erfíðustu aðstæður sökum breyti- legs veðurfars. Meðal þátttakenda var Marianna Borg (fyrrverandi eiginkona Bjöms Borg) og vinkona hennar, Francoise Elby. Albert Monakó-prins var einnig meðal keppnismanna ásamt vini sínum Jean Pierre Marsan. Sá hundur sem valinn hefur verið best klæddir hundur heims, varð nýlega 35 ára. Hundurinn heitir Nuser og var upphaflega þekktur úr teikni- myndaflokki. Þegar farið var hinsvegar að framleiða Nuser leikfangabangsa fóru bomin að heimta föt á vininn. Það voru hinir ýmsu hönnuðir sem hófust handa og meðal þeirra voru Paco Rabanne, Givenchy, Giorg- io Armani, Casharel og Gucci. Sumar flíkumar vom það vel heppnaðar að þær voru stækk- aðar í mannsstærð og framleidd- ar í þúsundatali, þannig að það fínnast einhversstaðar mann- eskjur svipað klæddar og Nus- er... Vinkonurnar Marianne og Francoise í byrjun keppninnar, ánægðar og spenntar. Því miður heltust þær úr lestinni strax á fyrsta degi. Albert og Jean Pierre lentu fastir í miðri á og þurfti að toga þá vinina í land. Björn (t.v.) og Auðunn taka á móti símamynd. Lét setja demanta í allar tennurnar Fáskrúðsfirðingar í starf skynningn Þeir Bjöm Jónsson 15 ára og Auðunn Bjarki Finnbogason 16 ára voru í starfskynningu á Morgunblaðinu á dögunum. Þeir em báðir í 9. bekk gagnfræðaskólans á Fáskrúðsfirði og komu nokkra daga í bæinn til að kynna sér starfshætti á blaðinu. Sögðust þeir hafa skrifað nokkrar fréttir, en skemmtilegast hefði þó verið að fá að fylgjast með gangi mála eftir leik íslensku handknattleiksstrákanna við Dani. Þá kváðust þeir hafa komist f feitt, hafa til dæmis fengið að taka á móti myndum símleiðis Aðspurðir hvort dvöl þeirra hefði orðið til þess að þeir ætluðu sér nú eindregið að verða blaðamenn í framtíðinni vom þeir ekki á þeim buxunum, þó svo þeim hefði þótt ágætt að kynnast þessu. Þeir vom líka ekkert á því að yfírgefa Austurlandið í bráð, þó svo að líklega lendi þeir nú í að flytja sig aðeins um set þegar þeir fara í framhaldsskóla, en báðir stefna þeir að því að halda áfram námi að loknum gagnfræðaskóla. Hann Bemhard Saunders brosir breitt þessa dagana, enda nýbúinn að láta setja demanta í allar tennur. Þessi fjárfesting kostaði nokkra tugi milljóna og það eitt er víst að fólki verður mjög starsýnt upp í munn Bernhards þegar hann sýnir skrautið sitt. fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.