Morgunblaðið - 11.03.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.03.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U.MARZ 1986 Eyjafjöll: 50 metra breið skriða lokar veginum Holti undir Eyjafjöllum, 10. mars. SKRIÐA féll niður Steinafjall hjá Steinahelli kl. 9:00 í morg- un. Að því er best verður séð er hér um að ræða hrun vegna rigningarinnar úr skriðunni sem féll 1979 og aftur 1984. Lækur sem kemur niður hlíðina á þessum stað í vatnavöxtum hefur komið skriðunni af stað og komist á þann hátt í sinn gamla farveg. Mjólkurbílar komu vestan að til Steina kl. 9:10 í morgun en nokkrum mínútum síðar fór bfll austan að og kom þá að skriðunni sem var um 2 metrar á hæð á veginum á um 50 metra löngum kafla. Fyrst var óttast að bfll kynni að vera undir skriðunni og fór Sigurbergur Magnússon, bóndi á Steinum, ríðandi niður mýrarfenin fyrir neðan skriðuna til að kanna þetta. Til allrar hamingju reyndist svo ekki vera. Stór björg hafa hrunið niður hlíðina á milli staura í rafmagns- línunni, sem liggur þama um og stendur heil. Fljótlega eftir hádegi var vegurinn opnaður af vega- gerðinni en lækurinn og rigningin orsakar að leiðin er alls ekki örugg. Skriðan gæti haldið áfram að falla niður hlíðina. Fréttaritari. Morgunblaðið/RAX Unnið að viðgerð á þjóðveginum þar sem 50 metra breið aur- skriða lokaði honum i gærmorgun milli Varmahlíðar og Steina undir Eyjafjöllum. Stálfélagið selur eignir sínar: Iðnaðarráðuneytið telur að byggingarmarkaðurinn sé hruninn — seg’ir Leifur Hannesson stj órnarf ormaður >t DAG er auglýst eftir tilboðum í allar eignir íslenska Stálfélagsins og boðað til aðalfundar innan mánaðar þar sem fyrirtækið hefur ekki náð að koma áformum sínum fram að sögn Leifs Hannessonar stjómarformans félagsins. Framkvæmdir fyrirtækisins stöðvuðust fyrir tæpum tveimur ámm. Eignirnar, sem em til sölu em lóð í Hvassahraunslandi, 12 hektara eignarlóð með 612 fermetra þjónustu- byggingu og verksmiðjulóð í Straumshrauni við kvartmilubrautina sunnan Hafnarfjarðar. Er það leigulóð, sem að hluta til er afgirt ogjöfnuð sem vinnusvæði. í lögum var gert ráð fyrir því að ríkið ætti 40% hlutafjár í Stálfé- laginu, en þátttaka ríkisins var skilyrt og þau skilyrði hefur félag- inu ekki tekizt að uppfylla. Gert var m.a. ráð fyrir því að viðskiptabanki legði félaginu til rekstrarfé, en það hefur ekki fengizt. Því hefur ríkið ekkert greitt af hlutafjárloforðum sínum. Leifur Hannesson taldi að því hefði ekki borið skylda til þess, en hefði framlag ríkisins komið, hefði það vissulega örvað allan gangfélagsins. y Leifur Hannesson sao-Ai aó iðnað- arráðuneytið teldi, að íslenski bygg- ingarmarkaðurinn sé hruninn og að hann komi ekki til með að ná nema rúmum helming þess sem hann hefur verið undanfarinn ára- tug, á næstu árum.“ í þeim áætlun- um sem Stálfélagið hefur gert fyrir rekstri stálbræðslu er talið að verk- smiðjan þurfí að ná tveimur þriðju af markaði steypustyrktatjárr.s miðað við notkun hér á landi á síð- asta áratug þegar jafnvægi var í byggingarframkvæmdum. Iðnaðar- ráðuneytið gerir hins vegar ráð fyrir að markaðurinn verði á næstu árum helmingur þess sem hann var að meðaltali á sama tíma. „I ráðuneyt- inu virðast menn ekki reikna með fólksfjölgun á næstu árum og telja það staðreynd að virkjanir séu ekki fyrirsjáanlegar í náinni framtíð," sagði Leifur. Á aðalfundi félagsins verður tekin afstaða til tilboða í eignir fé- lagsins og þess hvort vilji sé hjá félagsmönnum til að halda áfram án þátttöku ríkisins. Leifur taldi það mundi verða torsótt, félagið hefur ekki fengið fyrirgreiðslu í bönkum og meðan hún fæst ekki er ekki hægt að nýta ríkisábyrgð til félags- ins, sem Alþingi hefur samþykkt. Ef raunhæf tilboð berast og inn- heimta hlutafjárloforða gengur vel þá á félagið fyrir skuldum. „Félagið getur haldið áfram tilvist sinni þó áformin sé lögð á hylluna í bili og tapast hafí hlutafé og fjármunum sem farið hafa í þjálfun starfs- manna í Svíþjóð. Tap sem verður vegna afgreiðslu sem félagið hefur fengið hjá stjómvöldum síðustu tvö ár. Stálfélagið á ekki kröfu á fjár- framlögum frá ríkinu en telur að orð skuli standa,“ sagði Leifur. Stálfélagið hf. er þriðja fjölmenn- asta hlutafélag landsins, telur um 1.100 hluthafa. Innborgað hlutafé er um 10 milljónir króna að núvirði, en ógreidd skuldbundin loforð nema að núvirði um 5 milljónum króna. Þá eru þessi skilyrtu loforð opin- berra aðila um 25 milljónir króna, en aldrei hafa verið greidd. Þannig taldi Leifur Hannesson að heildar- verð hlutafjár með þessum loforðum væri rúmlega 40 milljónir króna. Félagið fékk greiðslustöðvun í janúar síðastliðnum og taldi Leifur Hannesson að farið yrði fram á framlengingu hennar nú er hún rynni út í þessum mánuði. Nauðsyn- legt yrði að fá greiðslustöðvun áfram unz aðalfundur hefði tekið ákvörðun um framtíð félagsins og afstöðu til væntanlegra tilboða í eignir félagsins. Úrkoma mæld- ist 41 mm á Kirkjubæjar- klaustri MIKIL úrkoma var á sunnan- verðu landinu í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Mest mældist hún á Kirkjubæjarklaustri eða 41 mm, sem telst mjög mikið, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni. Ný lægð með svipaðri úrkomu nálgast landið sunnan úr hafi og verður hennar farið að gæta á sunnanverðu landinu síðdegis og aðra nótt. Skil sem fóru fremur hægt austur með suðurströndinni ollu þessari miklu úrkomu sem var að meðaltali 20 til 30 mm um sunnanvert landið. Sem dæmi má nefna að rigningin mældist 24,2 mm í Reykjavík sem telst mikið. Um það leyti sem aurskriðan féll milli Varmahlíðar og Steina undir Eyjafjöllum um níuleytið í gær- morgun gekk þar yfír suð-austan hvassviðri með stórrigningu sem olli leysingum í sjö stiga hita. Þjóð- vegurinn var opnaður fyrir allri umferð á ný skömmu eftir hádegi. Suðurlandsvegur fór aftur sund- ur seinna um daginn fyrir austan Mýrdalssand, skammt sunnan við Laufskálavörðu, vegna vatnavaxta. Samkvæmt upplýsingum frá vega- gerðinni verður gert við veginn í dag. Að öðru leyti var góð færð um allt Iand. Patreksfj örður: Sigurður Viggós- son efstur í skoðanakönnun Patreksfirði, 10. mars. SKOÐANAKÖNNUN fór fram sunnudaginn 9. mars meðal stuðnings- og félagsmanna Framsóknarfélags Patreksfjarð- ar. Niðurstöður urðu þær að efstur varð Sigurður Viggósson, í öðru sæti Jensína Kristjánsdóttir, í þriðja sæti Snæbjöm Gíslason og í fjórða sæti Ólafur Sæmundsson. Uppstill- inganefnd félagsins mun síðan raða endanlega á framboðslistann. Próf- kjör mun fara fram mjög fljótlega. Framsóknarmenn hafa tvo af sjö hreppsnefndarmönnum. - SÖL Framsóknarflokkurinn á Akureyri: Sigurður Jóhann- esson í fyrsta sæti Akureyri, 10. marz. SIGURÐUR Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar, var kjörinn í fyrsta sæti á lista Framsóknar- manna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri í vor, en kjörfundur var hjá Framsóknar- félaginu í bænum á laugardag. Kosið var um eitt sæti í einu, byijað á því fyrsta og hlaut Sigurður yfirgnæfandi meiri- hluta greiddra atkvæða í það sæti — nær öll atkvæðin. Kosning í átta sæti var bindandi. í öðru sæti í kjörinu varð Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir,_ bæjarfull- trúi, og í þriðja sæti Ásgeir Am- grímsson. Hann er nýr á lista Fram- sóknarmanna — en Jón Sigurðar- son, þriðji bæjarfulltrúi flokksins á yfírstandandi kjörtímabili, gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Fjórða í kjörinu varð Kolbrún Þormóðsdótt- ir, Þórarinn Sveinsson varð fimmti, Unnur Pétursdóttir sjötta, Sigfús Karlsson sjöundi og Ársæll Magn- ússon áttundi. Að sögn Gísla Kristins Lórenz- sonar, formanns kjömefndar, verð- ur raðað fljótlega í þau sæti á listan- um sem eftir eru, líklega í næstu viku. Rúmlega 100 manns mættu á kjörfundinn og tóku þátt í kosn- inguni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.