Morgunblaðið - 11.03.1986, Qupperneq 52
Óljóst hvað olli óhappinu á Reykjavíkurflugvelli:
Svörtu kassamir send-
’ir utan til rannsóknar
nFólk sýndi æðruleysi á hættustundu,“ segir Olafur
Olafsson landlæknir, sem var einn af 41 farþega
Flugslysanefnd og flugmála-
stjórn hafa ekki gefið upp neina
skýringu á þvi hvað olli óhappinu
á Reykjavíkurflugvelli í gær-
morgun, þegar Fokker-flugvél
Flugleiða, Arfara TF FLO,
hlekktist á í flugtaki. Ekki hefur
iieldur fengist nein skýring á
þvi hvers vegna ekki tókst að
stöðva vélina áður en hún fór út
af brautinni. Karl Eiriksson for-
maður flugslysanefndar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að rannsóknin væri allt
of skammt á veg komin til að
hægt væri að fullyrða nokkuð
um orsakir óhappsins.
Svörtu kassamir tveir, sem taka
upp samræður flugstjóra og flug-
"* tums annars vegar og mæla ástand
véla og tækja hins vegar, verða
sendir til Svíþjóðar og Bretlands í
dag til rannsóknar. Að sögn Karls
er tæknilega ókleift að rannsaka
kassana hér á landi.
Það eina sem gefíð hefur verið
upp á þessu stigi er að flugstjórinn
hafi heyrt hávaða og ákveðið af
þeim sökum að hætta við flugtak.
Ekki hefur fengist staðfest að um
hreyfílsbilun hafí verið að ræða.
íbúi í Einarsnesi, Kristján Birgisson
húsasmiður, sem varð sjónarvottur
að óhappinu, segist hafa heyrt
„rosalegan hvin“ þegar flugvélin
var komin tii móts við farþegaaf-
greiðsluna, eða tæpan þriðjung af
flugbrautinni. „Ég gerði mér strax
grein fyrir því að hljóðið kom frá
flugvélinni, því vatn gusaðist frá
henni hátt í loft upp,“ sagði Krist-
ján. Hann sagðist hafa fylgst stjarf-
ur með vélinni renna stjómlaust
brautina á enda, út fyrir flugvallar-
svæðið og staðnæmast loks á Suð-
urgötunni.
Mikil mildi var að engin umferð
var um þennan hluta Suðurgötunn-
ar þegar óhappið varð. Óskar Óla-
son yfirlögregluþjónn umferðar-
Friðgeir Bjami var ákærður fyrir
að hafa í september 1984 sent 73
grömm af amfetamíni hingað til
lands frá Hollandi og fyrir að hafa
um mánaðamótin mars/apríl 1985
jti* keypt 1.600 skammta af ofskynjun-
deildar lögreglunnar sagði að litlu
hefði munað að þama yrði stórslys.
„Ég vona bara að þetta atvik verði
til þess að nú þegar verði gripið til
ráðstafana varðandi umferðarör-
yggi við Reykjavíkurflugvöll," sagði
Óskar.
Það var ekki síður mildi að far-
þegar sluppu allir ómeiddir. Ólafur
Ólafsson landlæknir var einn af 41
farþegum Árfara. „Ég neita því
arlyfínu LSD í Amsterdam og sent
hingað til lands. Lögreglan lagði
hald á 1.129 skammta af LSD og
48,9 grömm af amfetamíni á heim-
ili hans í júlí 1985, en talið er að
hluti efnanna hafí týnst. í dómnum
ekki að það fór um mig þegar ég
áttaði mig á hvað var að gerast,
en í svona tilfellum er það oft frekar
eftir á_ að menn verða hræddir,"
sagði Ólafur. Hann sagði að það
hefði verið aðdáunarvert hversu
rólegir ailir farþegamir voru. „Það
heyrðist hvorki hósti né stuna á
meðan á þessu stóð og menn sýndu
mikið æðruleysi á þessari hættu-
stundu,“ sagði Ólafur Ólafsson.
er gengið út frá að ákærði hafi flutt
fíkniefnin til landsins í dreifingar-
skyni.
í dómsorði segir að ákærði skuli
sæta fangelsi í fímm ár, til frádrátt-
ar komi 12 dagar er ákærði sætti
gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar
málsins. Akærði greiði 50 þúsund
krónur í sekt tii ríkissjóðs og komi
fangelsi í 50 daga í stað sektar
verði hún eigi greidd innan 4 vikna
frá birtingu dómsins. Upptæk til
eyðingar skulu 1.129 skammtar af
LSD og 48,9 grömm af amfetamíni,
Sæmundur Guðvinsson blaðafull-
trúi Flugleiða sagðist ekki búast
við því að áætlun í innanlandsfiugi
Flugleiða færi úr skorðum næstu
daga þótt Árfari væri úr Ieik. Félag-
ið hefði þegar gert ráðstafanir til
að leigja Twin-Otter-vél í eigu
Flugfélags Norðurlands og enn-
fremur væri farið að huga að leigu
eða kaupum á nýjum Fokker.
Flugmenn á Arfara í þessari ferð
voru Ami Sigurbergsson flugstjóri
og Ásmundúr Eyjólfsson aðstoðar-
flugmaður.
en ofangreind efni eru nú í vörslu
dómsins. Þá var ákærða gert að
greiða ailan sakarkostnað, þar af
20 þúsund krónur í saksóknaralaun
til ríkissjóðs og 20 þúsund krónur
í málsvamarlaun til skipaðs veij-
anda, Amar Clausen hrl.
Guðjón Marteinsson, fúlltrúi í
Sakadómi í ávana- og fíkniefnamál-
um, kvað upp dóminn og fer hann
sjálfkrafa til Hæstaréttar. Ákærði
hefur einnig fyrir sitt leyti áfrýjað
til Hæstaréttar.
46,7 milljóna
tap á Eim-
skip í fyrra
Samdráttur í millilanda-
flutningum, aukning
í strandflutningum
TAP Eimskipafélags íslands nam
46,7 milljónum króna á árinu
1985, en árið á undan varð tap
af rekstri félagsins 57,3 milljónir
króna.
Rekstrartekjur félagsins á árinu
1985 voru 2.714 milljónir króna,
sem er um 30% aukning frá árinu
áður.
Flutningar ársins 1985 vom
samtals 704.000 tonn, sem er
tæplega 3% minna en árið á undan.
Innflutningur með skipum fé-
lagsins minnkaði frá fyrra ári um
tæpt 1% en útflutningur um 11%.
Veruleg aukning varð aftur á
móti í strandflutningum féiagsins
og jukust þeir um tæplega 60% frá
því árið á undan.
Félagið var að jafnaði með í
rekstri 17—18 skip á síðastliðnu ári
og starfsmenn voru að meðaltaii
748.
Á aðalfundi félagsins 18. mars
nk. mun stjóm félagsins gera það
að tillögu sinni að greiddur verði
10% arður til hluthafa og hlutafé
félagsins verði tvöfaldað með út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa.
Danskt skip
vélarvana
SEINT í gærkvöldi barst
Slysavamafélagi Islands til-
kynning um að danska flutn-
ingaskipið Eric Boeye væri
vélarvana skammt suður af
Dalatanga. Fimm manna
áhöfn er um borð í skipinu
og vom mennimir ekki taldir
vera í hættu er síðast fréttist
um miðnætti í gærkvöldi.
Togarinn Bjartur frá Nes-
kaupstað var þá kominn að
danska skipinu.
Að sögn Hannesar Hafstein,
framkvæmdastjóra SVFÍ, voru
um 7 til 8 vindstig á Dalatanga
í gærkvöldi og gekk á með hríð-
arbyljum. Ekki var þó talið að
hætta væri á ferðum. Eric
Boeye, sem er 295 brúttólestir
að stærð, var á leið til Seyðis-
fjarðar er bilun varð í vél skips-
ins, um eina og hálfa mílu fyrir
sunnan mynni Seyðisíjarðar.
Skipið lagðist fyrir ankeri og
eftir að tilkynning hafði borist
um að skipið ætti í erfiðleikum
var togarinn Bjartur, sem var
að leggja úr höfn á Norðfírði,
beðinn um að fara því til aðstoð-
ar ef á þyrfti að halda. Jafn-
framt var slysavarnasveitin
ísólfur á Seyðisfírði kölluð út í
öryggisskyni.
Morgunblaðið/Jú!íu8
Votar lægðirganga yfir
Bjarg úr aurskriðu, sem féll á Suðurlandsveginn
skammt undan bænum Steinum undir Eyjafjöll-
um í gærmorgun.
Hjá veðurstofunni fengust þær upplýsingar að
önnur lægð, full af raka, svipuð þeirri er olli
skriðufaUinu, sé væntanieg inn yfir suðurströnd-
ina seinni hluta dagsins í dag. Má því búast við
mddUi úrkomu í nótt þegar „blautustu" Iægðir,
sem hingað koma, taka hér land hvor á eftir
annarri. Sjá nánar bls. 48—49.
Þyngsti dómur í fíkniefnamáli til þessa:
Fimm ára fangelsi fyrir inn-
flutning á LSD og amfetamíni
KVEÐINN hefur verið upp í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamál-
um dómur í máli ákæruvaldsins gegn Friðgeir Bjarna Skarp-
héðinssyni, sem er fæddur 1960, fyrir innflutning á 1.600
skömmtum af LSD og 73 grömmum af amfetamíni. Friðgeir
var dæmdur i fimm ára fangelsi, 50 þúsund króna sekt og
gert að greiða allan sakarkostnað. Er þetta þyngsti dómur sem
kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi til þessa.