Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 14 AF INNLENDUM VETTVANGI EFTIR GUÐMUND MAGNÚSSON Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarfiokksins: Bjartsýnin hefur aukist en eldmóðinn skortir enn EKKI ER búist við mikluin tíðindum á aðalfundi miðstjómar Framsóknarflokksins, sem hefst í Reylqavík í dag- og lýkur á sunnudag. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, breytingar á lögum flokksins, skipulag flokksstarfsins, fjárhags- og útgáfumál og að sjálfsögðu stjómmálaviðhorfið í ljósi kjarasamninganna og komandi sveitarstjórnarkosninga. Blaðamönnum er heimiit að vera viðstaddir setningu fundarins og hlýða á yfirlitsræðu Stein- gríms Hermannssonar, forsætisráðherra og flokksformanns, en að öðru leyti er fundurinn lokaður fjölmiðlum. Framsóknarmenn koma bjart- sýnni til þessa fundar en þeir áttu sjálfir von á fyrir nokkrum vikum. Astæðan er að sjálfsögðu hinir giftusamlegu kjarasamningar, sem hafa styrkt ríkisstjómina í sessi og væntanlega aukið tiltrú kjósenda á báðum stjómarflokk- unum. Framsóknarflokkurinn hefur átt undir högg að sækja á undanfömum ámm og mánuðum, sem alkunna er, og uggur um að hann muni glata stöðu sinni sem næst stærsti stjómmálaflokkur landsins, hefur verulega sett mark sitt á umræður flokksmanna sín á milli og að nokkm opinberlega. Enn er mikill ágreiningur innan Framsóknarflokksins um stefnu og starf í veigamiklum málaflokk- um og raunar hefur á síðustu ámm komið í ljós, að skoðana- munur margra framsóknarmanna er búa á suðvesturlandi og hinna er búa úti á „landsbyggðinni" er svo mikill að þeir eiga naumast heima í sama stjómmálaflokkn- um. verulegrar endumýjunar sé þörf á þingliði flokksins. Ólík sjónarmið Ágreiningur framsóknarmanna innbyrðis snýst m.a. um stefnuna í landbúnaðarmálum og afstöðuna til atkvæðavægis eftir búsetu. Framsóknarmenn á suðvestur- landi em yfirleitt hlynntir því að landbúnaðarframleiðslan lagi sig að þörfum markaðarins og dregið verði úr ríkisstyrkjum til bænda, þótt skiptar skoðanir séu um leið- ina að því marki. Segja má, að þessi stefna hafi orðið ofan á í flokknum, en framkvæmd hennar bitnar víða illa á bændum, s.s. hinar hatrömmu deilur um bú- markið em til vitnis um. Búmarkið kemur ömgglega til umræðu á miðstjómarfundinum, en fullvíst má telja að Jón Helgason, land- búnaðarráðherra, komist „óskaddaður" frá þeirri viðureign. Framsóknarmenn í Reykjavík hyggjumanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Áhyg83ur af „íi»ynd“ flokksins Innan Framsóknarflokksins hafa menn talsverðar áhyggjur af því, að starf flokksins sé ekki nógu vel skipulagt og forystu- menn ekki nógu sviðsvanir í fjöl- miðlum. Óánægja þessi er áber- andi meðal ungra framsóknar- manna í Reykjavík og þeir beindu spjótum sínum mjög að Hauki Ingibergssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra flokksins, sem þeir töldu að stæði sig ekki nógu vel. Hann hefur nýlega látið af störf- um og Þráinn Valdimarsson situr nú í stól framkvæmdastjóra, en innan skamms mun Kristján Benediktsson, fráfarandi borgar- fulltrúi, taka við stöðunni. „Einræðishneigð“ Steingríms Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, er ótvíræður leiðtogi Framsóknarflokksins. Heita má, að vilji hans sé í lög í flokknum. Ýmsum framsóknar- mönnum finnst formaðurinn hins vegar of valdamikill og mörgum þeirra gremst það sem þeir kalla „einræðishneigð" hans. Þessi gagnrýni er t.d. áberandi meðal ungra framsóknarmanna í Reykjavík, en þó engan veginn einskorðuð við þá. Að því er fund- ið, að Steingrímur taki ákvarðanir einn eða í samráði við mjög fá- mennan hóp sér handgenginna manna, en leiti síður til þing- manna flokksins eða manna, sem kjömir hafa verið til trúnaðar- starfa fyrir flokkinn. Helstu ráðu- nautar forsætisráðherra eru taldir Þorsteinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjá SÍS, og Guð- mundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur, en einnig eru nefndir menn eins og Hákon Sigurgríms- son, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, og Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sj áyarútvegsráðherra. Á það er bent til skýringar á vinnubrögðum Steingríms að hann vantreysti mjög mörgum trúnaðarmönnum Framsóknar- flokksins, þ.á m. mörgum þing- mönnum. Ýmist telur hann þá ekki nógu hæfa eða að þeir hafí ekki „rétta skoðun" á viðfangs- efnunum hveiju sinni. Hann hefur sagt nánast berum orðum við einn alþingismann flokksins á þing- flokksfundi, að hann telji að við- komandi þingmaður eigi að draga sig í hlé. Á öðrum vettvangi hefur hann ótvírætt gefíð í skyn, að Frá aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í mars í fyrra. hafa verið ákaflega óánægðir með það misrétti, sem núverandi kjör- dæmaskipun hefur í för með sér. Þeir benda á, að flokkurinn hafi í síðustu þingkosningum hlotið 8.225 atkvæði í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi, en aðeins einn mann kjörinn. í Vestfjarða- Iq'ördæmi hafi flokkurinn fengið 1.510 atkvæði og tvo menn kjöma. Þama togast greinilega á miklir og ólíkir hagsmunir og deiluefni af þessu efni gæti orðið sprengiefni í flokknum. Hin ólíku sjónarmið í Fram- sóknarflokknum eru þó ekki alfar- ið bundin við búsetu manna. Innan flokksins hefur stefna stjómvalda í vaxtamálum t.d. sætt mjög harðri gagnrýni og líklegt er að i stjómmálaályktun miðstjómar- fundarins verði lögð áhersla á nauðsyn þess að raunvextir lækki. Meðal andstæðinga hins takmark- aða vaxtafrelsis banka og spari- sjóða em forystumenn Framsókn- arfélags Reykjavíkur (Alfreð Þor- steinsson og félagar), Páll Péturs- son, þingflokksformaður, og samheijar hans og gamalreyndir áhrifamenn í flokknum, s.s. Þór- arinn Þórarinsson fyrrverandi rit- stjóri Tímans. í flokknum eru hins vegar líka menn, sem vilja ganga enn lengra í vaxtafrelsi og raunar athafna- og viðskiptafrelsi al- mennt, en ríkisstjómin treystir sér til að gera. Einn kunnasti tals- maður þessa hóps er Bjöm Líndal, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, sem er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Þessir framsóknarmenn vilja, að flokkur- inn hasli sér völi hægra megin við miðju stjómmálanna og leggi höfuðáherslu á að ná til kjósenda í þéttbýli. í sumum áherslum sín- um svipar þeim jafnvel til fijáls- Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og formaður Fram- sóknarflokksins, hefur töglin og hagldimar í flokki sinum. Ólíklegt er að framkvæmda- stjóraskiptin ein sér breyti miklu, enda em það ekki aðeins skipu- lagslegir vankantar sem flokks- menn hafa áhyggjur af, heldur sjálf ímynd Framsóknarflokksins og ffamsóknarstefnunnar, eink- um meðal ungs fólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Og ýmsir telja, að til að breyta þessari ímynd þurfi flokkurinn að taka upp frjálslyndari stefnu óg velja sér nýja og „ferska" tals- menn. Málefni Tímans tengjast veru- lega umræðunni um flokksstarfið. Eftir „Nr-ævintýrið“ er blaðið orðið hreint flokksmálgagn á ný, en þykir ekki hafa komist á skrið hvorki í fréttaflutningi né stjóm- málaskrifum. Um framtíð blaðsins eru skiptar skoðanir í flokknum. Sumir vilja halda útgáfunni áfram í núverandi mynd, en aðrir vilja sameina það Alþýðublaðinu og stnfna jafnframt til víðtækrar fjölmiðlunar-samvinnu „félags- hyggjumanna". Sennilega munu málefni NT koma til umræðu á miðstjómarfundinum, því ýmsir flokksmenn telja að þörf sé á að skýra gjaldþrot blaðsins og 80 milljóna króna skuldir útgáfufé- lagsins, ekki síst í ljósi þess að óbreyttir flokksmenn lögðu til blaðsins milljónir króna af eigin fé. „Mestu afturhalds- mennirnir“ Framsóknarmenn hefðu að lík- indum viljað þingkosningar í vor eða haust, ef ekki hefðu tekist kjarasamningar af því tagi, sem raun varð á. Nú búa þeir sig hins vegar undir kosningar á næsta ári og ólíklegt að nokkrir þing- menn reyni að losna úr stjómar- samstarfínu fyrr. Hins vegar hefur það ekki farið leynt, að innan þingflokks framsóknar- manna eru menn misjafnlega án- ægðir með samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn og stjómarstefn- una, sem sumir telja að sjálfstæð- ismenn ráði alltof miklu um. Páll Pétursson, þingflokksformaður, er einn helsti formælandi hinna óánægðu, en einnig má nefna þingmennina Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson. „Hægri menn" í Framsóknarflokknum telja þá Pál, Ingvar og Stefán mestu afturhaldsmenn flokksins. Til hinna óánægðu má einnig telja Harald Ólafsson, þingmann flokksins í Reykjavík, sem m.a. hefur gagnrýnt vaxtastefnuna. Á milli þessara fjögurra manna og Steingríms Hermannssonar ríkir lítill samhugur og til vitnis um það má nefna opinbera gagnrýni forsætisráðherra á utanferðir Páls Péturssonar. Sagt er að Stein- grímur vilji ekki, að Haraldur Ól- afsson skipi fyrsta sætið á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu þingkosningum og telji Guðmund G. Þórarinsson hæfari til þingmennsku. Hvort til opinbers uppgjörs kemur er óvíst og bent á, að framsóknarmenn hafi verið lagnir við að miðla málum bak við tjöldin. Ekki uppgjör Rétt til setu á miðstjómarfundi Framsóknarflokksins nú um helg- ina hafa um 115 manns. Mið- stjómin er æðsta valdastofnun flokksins milli flokksþinga, sem em haldin á fjögurra ára fresti. Næsta flokksþing verður væntan- lega í haust. Sem fyrr segir er ekki búist við því að til tíðinda dragi á þessum fundi. Steingrímur Hermannsson fær því að öllum líkindum framgengt, sem hann kýs. Hins vegar telja fróðir menn ólíkiegt að aukin bjartsýni fram- sóknarmanna, sem vikið var að í upphafí, nægi til þess að menn komi fullir baráttuhugar frá mið- stjómarfundinum. Til þess eru andstæðumar í flokknum, póli- tískar sem persónulegar, enn of miklar, og óttinn við upplausn er sterkari en viljinn til að takast á við vanda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.