Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 42
 ■w 42 jecií H.mílii::!■>irjr=’;,r;-j{!„igi:.! j o;/ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. + Dóttir okkar, HELGA ROBERTS, er látin. Huld Gísladóttir Roberts, Geoffrey Roberts. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓSEPSDÓTTIR, Furugrund 38, Kópavogl, lést í Landspítalanum 12. mars. Sólrún Yngvadóttir, Ásmundur Guðmundsson, Óskar Yngvason, Guörún Hjaltadóttir, Þorgeir Yngvason, Þrúður Pálsdóttir, Eygló Yngvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir, SVEND OVE ANDERSEN, Safamýri 52, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. mars. Hólmfríður Pétursdóttir og börn hlns látna. + Móðirokkar, ÁSA ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR, lést á Sólvangi 13. mars. Guðrún Bjarnadóttir Árni Bjarnason, Reynir Bjarnason. + STEINVÖR VÉFREYJA KRISTÓFERSDÓTTIR, Langholtsvegi 13, andaöist í Borgarspítalanum 11. mars. Margrót Hannesdóttir, Theódóra Grfmsdóttir, Ágústa Hjálmtýsdóttir. + Uppeldissystir mín, ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 13. mars. Fyrir hönd aöstandenda, Gunnar Árnason. + Útför BJARGAR ERLENDSDÓTTUR, Meiðastöðum, Garði, verður í Útskálakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Erlendur Guðlaugsson. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama -------------—.. gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. ívar B. Þorgeirs- son — Kveðjuorð Fæddur 16. október 1976 Dáinn 5. mars 1986 Þóíokkarfeðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningamaryfir. (Bjami Jónss. frá Gröf) Með þessu fallega versi kveðjum við í hinsta sinn litla vininn okkar ívar, sem var jarðsunginn frá Hnífs- dalskapellu sl. miðvikudag. Ivar var aðeins níu ára gamall, sonur hjónanna Kristjönu Jónas- dóttur og Þorgeirs Jónssonar. Níu ár er ekki langur tími, en stundum nógu langur fyrir þá sem eiga við alvarleg veikindi að stríða. Þrátt fyrir langa sjúkdómssögu og mikla fötlun gaf hann okkur sem önnuðumst hann hér í Bræðratungu dýrmætar stundir og ómetanlegt veganesti, sem seint mun gleymast. Ivar var sólargeisli foreldra sinna og öllum þeim sem voru svo lánsöm að kynnast honum. Það er huggun í harmi að ívar hleypur núna Mskur og glaður þar sem sjúkdómar og sorgir þekkjast ekki. Langa minningargrein er ekki hægt að skrifa um ungt barn, en með þessum fátæklegum orðum viljum við þakka ívari fyrir sam- veruna. Elsku Kiddý, Brói og Sandra litla. Guð veri með ykkur, gefi ykkur styrk og sefí sárasta söknuðinn. Þið getið glaðst yfir minningunum um góðan dreng. Starfsfólk Bræðratungu Fanney Björns- dóttir - Minning Fanney Bjömsdóttir lést 28. febrúar sl. og var kvödd hinstu kveðju frá Langholtskirkju 6. marz. Hún fæddist 17. febrúar 1904 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Foreldrar hennar vom Bjöm Bjömsson ættaður frá Atlastöðum og Sigríður Jónsdóttir frá Kónsstöð- um. Þeim varð átta bama auðið og komust sex þeirra til fullorðinsára. Fanney var næst elst þeirra. Hún ólst upp í heimahúsum fram að tví- tugsaldri, fór því næst að Hóli á Dalvík og var þar í kaupavinnu í þrjú ár. Rúmlega tvítug lærði Fanney klæðskerasaum á Akureyri. Á síld- arárunum miklu fer hún til Siglu- fjarðar, þar kynnist hún Valgarði Þorkelssyni skipstjóra og gengu þau í hjónaband árið 1931. Þau flytjast til Hafnarfjarðar árið 1936 og búa þar í 5 ár áður en þau flytja til Reykjavíkur, á Bergstaðastræti 14, þar sem þau keyptu sér stóra og myndarlega íbúð. Þau bjuggu þar í 20 ár uns leiðir þeirra skildu. Böm Fanneyjar og Valgarðs em Sigurður, vaktmaður, Óskar Henn- ing, jámsmiður, kvæntur Kolbrúnu Karlsdóttur, Anna, gift Theodóri Ingólfssyni prentara, Valgarður, skrifstofuvélavirki, kvæntur Þór- unni Símsen og Fanney, auglýs- ingateiknarí gift Ólafi Óskarssyni. Það var árið 1961 sem ég kjmnt- ist Fanneyju, en þá flutti hún með tvö yngstu bömin sín á Ránargötu 7 a. Þegar ég raða saman minning- arbrotunum þá man ég að það setti að mér kvíða hvaða fólk flytti á miðhæðina. Svo hagaði til að á efsta stigapalli rishæðarinnar, þar sem við hjónin bjuggum með þijú ung böm, var íbúðin ekki aflokuð frá stigagangi og þar af leiðandi gat skapast ónæði fyrir aðra íbúa húss- ins. Sá ótti var ástæðulaus, Fanney var einstaklega góð við telpumar okkar, oft kom hún upp ef hún heyrði bamsgrát, til að hugga. Þegar sú fjórða bættist í hópinn, leit hún oft eftir henni, þegar hún svaf í vagninum í bakgarðinum og ég þurfti að skreppa frá. Eins og áður sagði þá lærði + Systir min og fööursystir okkar, GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Selfossi, er lést hinn 6. mars, verður jarðsungin frá Selvogskirkju laugar- daginn 15. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni sama dag kl. 12.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar láti Selfosskirkju njóta þess. Bjarni Sigurgeirsson, Sigurgeir Höskuldsson, Sigrún Arnbjarnardóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, Presthúsum, Mýrdal, er lóst 7. mars á heimili dóttur sinnar Steinum, Eyjafjöllum, verður jarðsett frá Reyniskirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGVARSSON, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. mars. larðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Klara Lambertsen, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðbjörg Petersen, Steinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. J9B Fanney klæðskerasaum. Hún vann við sauma á heimili sínu, fékk send heim verkefni frá klæðskerum sem hún vann fyrir. Þar sem samgangur var á milli heimilanna horfði ég oft á hana við vinnu sína, allt lék í höndum hennar og lærði ég margt handbragðið af henni. Einnig var hún fús að segja mér til þegar ég var að sauma á telpumar mínar. Oft gaf Fanney sér tíma frá sauma- skapnum til að grípa í hannyrðir og liggur margt eftir hana í þeim efnum. Fanney var bókelsk kona og víð- lesin. Þær voru ófáar bækumar sem hún lánaði mér úr bókaskápnum sínum. Hún átti allar bækur eftir Laxness sem þá voru komnar út og hvatti mig til að lesa bækur eftir hann, Fanneyju þótti ekki nóg að lesa bækumar, það þurfti að fjalla um efni þeirra að lestri loknum. Oft hlógum við saman og vorum ekki alltaf sammála um meðferð skáldsins á persónunum. Þetta skeið var áður en sjónvarpið kom til sögunnar og minnist ég þess líka hvað við vorum alltaf spenntar yfir framhaldsleikritunum í útvarpinu og ræddum um þau á eftir. Oft réðum við saman krossgátur og hlupum á milli íbúða þegar við vorum búnar að finna lausnir. Ásamt blöðum og bókum voru ævinlega krossgátur á náttborði Fanneyjar. Eftir að ég flutti frá Ránargöt- unni 1964 minnkuðu samskipti mín við Fanneyju en þau rofnuðu aldrei. Fanney var nett kona, heilsteypt og viljaföst. Hún var glaðlynd og vel til vina. Hún flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum, hafði ákveðnar skoð- anir, eigin skoðanir, var með af- brigðum heimakær og stundaði lítt félagslíf. Viðhorf Fanneyjar voru samofin því lífi sem hún lifði. Síð- ustu þrjú árin sem hún lifði bjó hún á heimili dóttur sinnar Önnu og tengdasonar. Víst er að yngri sonur þeirra hjóna saknar ömmu sinnar mikið, samskipti þeirra voru mjög náin og reyndist hún honum mikil 'stoð í hans veikindum. Að kveðjustund færi ég Fanneyju þakkir fyrir vináttu hennar og hugljúfar samverustundir. Fari hún í friði, friður Guðs sé með henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.