Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Viðræður við Rio Tinto fram á haust NÚ ER áætlað að viðræðum við Rio Tinto Zink Metals um byggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði ljúki um miðjan sept- ember í haust. Fjórði formlegi viðræðufundur RTZ Metals Ltd. og samninganefndar iðnaðarráðherra um byggingu verksmiðjunnar var haldinn í Reykjavík 10. og 11. þessa mánaðar. Þá var aðalforstjóri fyrirtækisins hér á ferð í boði iðnaðarráðherra 19.—21. febrúar og kynnti sér aðstæður hér á landi. Upphaflega var gert ráð fyrir að Ijúka mætti tilteknum áfanga í samningsgerðinni í þessum mánuði þannig að leggja mætti fram á Alþingi því er nú situr frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1982, um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Á viðræðufundunum í Reykjavík 10. og 11. marz var ákveðið að hverfa frá þessum áformum og stefna að því að ljúka samningagerðinni í heild næsta haust, þannig að undirritun allra samninga RTZ Metals og íslenzka ríkisins, svo og fylgisamninga, geti farið fram undir lok septembermán- aðar 1986, takist samningar milli aðila. Með því móti mætti leggja málið í heild fyrir Alþingi strax í upphafi þings næsta haust. I framhaldi verður síðan stefnt að því að semja um einstaka verk- þætti við byggingu verksmiðjunnar fyrir 1. janúar 1987 og að bygging- arframkvæmdir hefjist vorið 1987. Er þá við það miðað við að fram- leiðsla frá fyrsta ofni verksmiðjunn- ar (árleg framleiðslugeta 14.400 tonn af málmi) heíjist á árinu 1989 og að síðari ofninn (árleg fram- leiðslugeta 14.400 tonn af málmi) verði tekinn í notkun ári síðar, þ.e. 1990. Arnarflug framlengir frest til hluta- fjárkaupa ARNARFLUG hefur framlengt þann frest sem nýir hluthafa hafa til að kaupa viðbótarhiuta fé í fyrirtækinu um tíu daga. Áskriftarfresturinn átti að renna út á morgun, en hefur verið frestað til 24. mars. Sighvatur Blöndahl blaðafulltrúi Amarflugs sagði að stjómendur félagsins teldu sig hafa vissu fyrir því að verulegur hluti af hlutafénu gengi út. Fresturinn hefði verið framlengdur vegna óska frá nýjum aðilum sem komið hefðu fram síð- ustu daga og sýnt málinu áhuga. Viðræðunefndimar hafa ákveðið dagskrá viðræðufunda með ofan- greint í huga sem hér segir: Fimmti viðræðufundur í Reykjavík 22.-23. aprfl. Sjötti viðræðufundur í Bristol 21.—22. maí. Sjötti viðræðufundur í Reykjavík 30. júní—l.júlí. Sjöundi viðræðufundur í Reykjavík 30. júní—1. júlí. Áttundi viðræðufundur í Reykjavík 28.-29. júlí. Níundi viðræðufundur í Bristol 27.-28. ágúst. Tíundi fundurinn, sem gert er ráð fyrir að verði lokafundur, verður haldinn í Reykjavík um miðjan september, segir í frétt frá iðnaðar- ráðuneytinu. A fullri ferð VÉLSLEÐAR eru hið mesta þing í sveitum landsins og íbúar í þéttbýli nota þessi farartæki sömuleiðis mikið yfír vetrartímann til að komast á fjöll. Á dögunum fór fram í Mývatnssveit keppni vélsleðamanna og var hart barist. Myndin sýnir nokkra keppendur á fleygiferð. Fjármálaráðherra sýknaður: Ekkí fyrirframgreiðsla launa í verkfalli BSRB FJÁRMÁLARÁÐHERRA var í fullum rétti er hann ákvað að greiða rikisstarfsmönnum ekki fyrirfram laun 1. október 1984, þegar þeir höfðu boðað verkfall frá 4. október. Þetta er niðurstaða dóms, sem kveðinn hefur verið upp í Bæjar- þingi Reykjavíkur í máli Einars Ólafssonar gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. í niðurstöðu dómsins kemur meðal annars fram að Einar Ólafs- son gerði kröfu til dráttarvaxta af þeim launum fyrir vinnu sína í október, sem ekki voru greidd út fyrr en í nóvember, það er fyrir vinnu þann 31. október. Einar krafðist einungis vaxta af þeim dagvinnulaunum sem hann átti að fá samkvæmt eldri kjarasamningi, þeim sem í gildi var þann 1. októ- Útboð skipaflutninga varnarliðsins: Bandarísk stjórnvöld áfrýja ekki BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja ekki dómnum í máli skipafélagsins Rainbow Navigation á hendur ríkisstjórn- inni vegna útboðs skipaflutninga varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Ríkisstjórnin tapaði málinu í undirrétti og áfrýjunarrétti en átti kost á að áfrýja til fullskip- aðs áfrýjunarréttar eða hæsta- réttar. Áfiýjunarfrestur rann út í gær. Helgi Agústsson í sendiráði íslands í Washington sagðist hafa fengið þessar upplýsingar í bandaríska dómsmálaráðuneytinú í gær. Ráðu- neytis'menn hefðu ekki 'talið sig getað náð annárri niðurstöðu með áffýjun-en þegar liggur fyrir. Þeir segðust vera að athuga a**ar leiðir, en vildu ekki tjá sig nánar um það. Umhleyping- ar áfram SPÁÐ er umhleypingum fram yfír helgi, éljum af suðvestri og rigningu af suðaustri til skiptis á Suðvesturlandi. Norðanlands verður veður skaplegra og til muna minni úrkoma samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Þvi er þkki líklegt að sumarieik- föng einsogþríhjól það er stúLk- an leikur sér á’ vérði mikið í notkuúfeícm yfír helgi. ber. Með lögum frá 1954 um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna var lögfest undantekning á þeirri meginreglu á sviði vinnurétt- ar, að launþegi þurfí fyrst að láta vinnu sína af hendi, áður en hann öðlast rétt til gagngjaldsins, þ.e. fyrirframgreiðsla launa var ákveð- in. Þegar ákvæði þetta kom í lög höfðu ríkisstarfsmenn ekki verk- fallsrétt, en hann fengu þeir fyrst með lögum frá 1976. I þeim lögum er ekki að finna beint ákvæði um, hvemig fara skuli með fyrirfram- greiðslu launa, þegar verkfall er löglega boðað. Samkvæmt lögunum frá 1954 eru eingöngu föst laun greidd fyrirfram og samkvæmt lögunum frá 1976 eru föst laun ákveðin í kjarasamningi. Dómarinn bendir á að forsenda fyrir því, að föst laun skuli greidd fyrirfram, sé því sú, að í gildi sé kjarasamningur milli aðila um föst mánaðarlaun. í niðurlagi dómsins segir: Af hálfu stefnanda Einars Ólafs- sonar hafði launaliðum kjarasamn- ings verið sagt upp og verkfall boðað frá og með 4. október. Sátta- nefnd hafði þegar nýtt heimild um frestun verkfalls sbr. 22. gr. 1 nr. 29/1976 og sáttatillaga hafði verið felld af báðum deiluaðiljum. Ljóst var því, þegar til útborgunar októ- berlauna kom, að yfirgnæfandi lík- ur voru á, að verkfall skylli á þann 4. október. Verkfail hófst síðan eins og boðað hafði verið þann 4. október 1984, og skv. 14. gr. 1 nr. 29/1976 náði greiðsluskylda stefnda (ríkis- sjóðs) því ekki lengur en til þess dags. Föst laun þau, sem stefnandi fékk greidd fyrir 31. október 1984, voru ákveðin í kjarasamningi, sem gerður var þann 30. október 1984. Því hefur ekki verið haldið fram af hálfu stefnanda, að greiðslur skv. hinum nýja kjarasamningi hafí átt að gjaldfalla þann 1. október. Það, að laun skyldu greidd fyrir- fram allan mánuðinn árið 1977 þegar opinberir starfsmenn fóru í verkfall, telst ekki bindandi for- dæmi fyrir stefnda, enda girðir niðurstaða þessi ekki fyrir það, að stefnda hefði verið heimilt að greiða októberlaunin fyrirfram. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum steftianda í máli þessu. Eftir atvikum þótti rétt að máls- kostnaður félli niður. Dóminn kvað upp Sigriður Ólafsdóttir borgar- dómari. Útsýn og flugfélögin: Ferðakaupstefna í Broadway KYNNING á nýjungum á sviði ferðamála verður haldin í Broad- way sunnudaginn 16. mars næstkomandi. Verður kynningin með svipuðu sniði og gerist á ferðakaupstefnum erlendis og er hún haldin á vegum Ferðaskrifstofunnar Útsýnar, Flugleiða, Arnar- flugs, SAS og ýmissa erlendra aðila. „Forstjóri Útsýnar, Ingólfur Guðbrandsson, er nýkominn af — ITB — stærstu ferðakaupstefnu heims, sem stóð yfír í Beriín dagana 28. febrúar — 7. marz með þátttöku frá öllum heimsálfum og flestum löndum heims. Sýningin gefur gott yfirlit yfír hina íjölbreyttu ferða- möguleika víðs vegar í heiminum. Ingólfur var jafnframt fulltrúi ís- lands á fundi UFTTA, alþjóðasam- bands ferðaskrifstofa, þar sem fjall- að var um nýjustu þróun ferðamála, sem verða sífeilt rfkari þáttur í , atvinnu og neyzlu vestrænnaþjóða. Á forðakaupstefnunni f'Broad- jváý á sunnudaginn verður margt foaVitnilegt að sjá og heyra, urmúll döæklinga, korta og mynda til ókeypis áfhendingár,.. frá' ýmsum. löndum heims og bandmyndir í gangi, m.a. ný bandmyndkynning Utsýnar, sem kemur út af þessu tilefni. Sérhæft starfsfólk Útsýnar verður til leiðbeiningar um ferðaval, auk fulltrúa frá Flugleiðum, Amar- flugi, SAS og Almennum trygging- um. Þau lönd sem kynnt verða á kaupstefnunni, er m.a. Bretland, Norðurlönd, Þýzkaland, Austurríki, Portúgal, Spánn, Mallorca og Ibiza, Frakkland og Korsíka, Ítalía, ,þ. á m. Lignano, Bibione, Garda- yatn og nýja glæsilega hressingar- hótelið Savoia í heilsulindabæiyim Abario Terme, Grísku eyjamar4 Korfu og Krít, Tyrkland, seVn riú • dregur að sér fjölda ferðánianrta,..- ;Austurlönd §ær, Brazilía ög-Sorð- ur-Ameríka, þ. á m. Hawaii, en þangað verður heimsreisa Útsýnar í haust. Auk margháttaðs fróðleiks um lönd og ferðir í máli og myndum, verður tízkusýning, skemmtiatriði og boðið upp á smakk á ýmsu góð- gæti. Kaffiveitingar og drykkir verða til sölu á vegum Broadway. Allir gestir fá happdrættismiða, og er vinningurinn sumarleyfisferð með Útsýn. Dregið verður í happ- drættinu að sýningunni lokinni á sunnudag og vinningsnúmer birt í blöðum næsta dag. Sýningin verður opin kl. 13.30—17.00 á sunnudag. Útsýn efndi til slíkrar kynningar fyrst ís- lenzkra ferðaskrifstofa í fyrra, og komu þá á þriðja þúsund gestir. Nú verður sýningin íjölbreyttari, og barna kann síðustu sætunum -áð verða ráðstafað í margar, ferðir dítsýnar, sem ekki hafa æpðjafn, • eftíföóttar mörg.uaáanfarinór.4' í " « (FréttatHkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.