Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 50
m M.QRGUNBLADH), KÖSTUQAGUR14. MARZ1986 mnm „ þessi dcmantöhrlngur er taetur <x> fíngrinum á h&nni. 'Attu exi ?" Er gullfiskurinn ekki að verða of stór og feitur? Með morgunkaffinu Ég verð að segja þér sem dómnefndarformanni að ég er ekki lengur sömu skoðunar og í morgun þegar ég greiddi atkvæði með þér! T* HÖGNIHREKKVÍSI /, K&iuUK'/ÖLp ?" Hugleiðing um ríkisfjölmiðlana Útvarpið var svo vinsamlegt að senda okkur, neytendum sínum, fréttabréf á stofnanamáli með gíró- seðlinum. 10 fréttatímar á dag, mest endur- tekningar, voru okkur ekki nýjar fréttir. Ekki tel ég til bóta að fjölga gjalddögum. Er kannski hugsað sem smyrsl á hækkun ársgjalds. Astæðulaust, kæru vinir, ef svo er. Við sem glápum í aðdáun á hinn nýja stíl, okkur þykir seint ofgoldið. En getið þið ekki haft skárri mynd að baki fréttafólkinu? Er þetta sjón- varp Reykvíkinga? Fréttaliðið hefur gert einskonar hallarbyltingu. Hefur til að mynda tekið öll völd í morgunútvarpinu. Þulir mega ekki lesa fréttir þeir lesa þó betur en sumir fréttamenn- imir. Þeim liggur oft svo mikið á, að ætla mætti að þeim væri borgað eftir uppmælingu. Þeir tala stund- um um tímaþröng, þó útvarpið sé 17 stundir á sólarhring. Burt með tímaþröng, lengjum tímann! Nýi fréttastjórinn les fréttir í sjónvarpi flest kvöld. Hann hefur þó mörgu fólki á að skipa til þess ama. Ekki minnist ég þess að sr. Emil hafi lesið fréttir. Hrafn ætti að taka hann sér til fyrirmyndar í þessu efni. Ekki er hægt að þakka honum fyrir að láta Guðrúnu Skúladóttur og Sonju Diego hætta fréttalestri. Hver ræður húsum? Til hvers er útvarpsráð? í fyrstu sýndist svo, að veður- fræðingar væru ekki vissir um hvar þeir ættu að standa þegar flenni- stóru veðurkortin komu. Hveijir eru kostir hins nýja siðar? Nú kemur löng runa mannanafna f lok sjónvarpsfrétta með undirspili ritvélaglamurs. Fyrst verið er að þessu á annað borð væri e.t.v. við hæfi að sýna ekki hraðara en svo að vel mætti lesa nöfnin. Vel stóð Hrafti dagskrárstjóri fyrir sínu í áramótaskaupinu, eða skaupunum. Fyrra skaupið var með skárra móti, en til hvers þessi kjána- legu hlaup? Laddi ætti að reyna sig í hinu leikhúsinu, pólitíkinni. Til þess hefur hann alla burði miðað við reynslu annarra og vinsældir. Hápunkturinn var dansiball „þeirri stóru" sem dönsuðu fyrir þjóðina sína í fyrsta sinn. Og þó öll sveiflan kosti um eina og hálfa milljón króna. Hvað er milljón milli vina, nú til dags? Hrafn heldur líka sannfært okkur um það, að 350 þús. til Stuðmanna sé bara hlægilegt. Ekki fömm við að bjóða úrvali þjóð- arinnar uppá diskótek. Nú má fyrir alla muni ekki gleyma að bjóða Jóni Baldvin, Þorsteini Páls, Svavari, Dúnu og Tapað seðlaveski Lesandi hringdi: Sautján ára piltur tapaði seðlaveski með skilríkj- um og fleiru á Seltjamamesi í vik- unni. Kona fann veskið og hafði samband við heimili piltsins, en ekki tókst betur til en svo að síma- númer hennar skolaðist til. Er hún vinsamlegast beðin að gera aftur vart við sig. Guðmundi JB (ef flokkur hans verður þá enn á lífi) á næsta ára- mótaball. Það er engin meining að Steingrímur verði einn um að vekja aðdáun atkvæðanna með danskúnst sinni. Doktor Gunnlaugur er sjálf- sagður og Sigurður A., en einkenni- legt var að hann tók sveifluna alltaf til hægri. Þá em Ómar og co. komin í takt við líðandi stund. Betri vom samt Stiklumar. Meðstjómendur hans standa streittir á sínum pósti, en valið á þeim gæti þó orkað tvimælis eins og reyndar flest. Þetta var áhrifamikið framboðssjónvarp fyrir Davíð borgarstjóra og Kristínu varaformann. Biyndfs var líklega betri að spyija en svara, tókst þó sumt vel. En slíkt er aðdráttarafl frúarinnar að tylft ungra manna í Eyjum, hverfa frá nauðsynjastörf- um um hávertíð og fljúga á hennar fund færandi hinar bestu gjafir. Viðtöl Emis em að sínu leyti óborganleg, t.d. við piltinn sem söng hinn þjóðfræga og innblásna texta um Gaggó vest. Hinsvegar ber að hamra að hann var ekki í þeim „klæðnaði" sem hringlar í og ein- hversstaðar var frá sagt. Og nú bfðum við bara eftir millj- ónalaginu sem á að bera hróður íslands um lönd og álfur. Haraldur Guðnason Til sjónvarpsins Lísa hringdi og þótti rétt að færa myndaflokkinn „Hótel" fyrr á dagskrána á miðvikudögum. Einnig beindi hún því til sjón- varpsins að þættimir „Við feðgin- in“ verði aftur teknir til sýningar. 7184—1987 hringdi og þakkaði góða dagskrá undanfarið. Hann vildi þó gjaman fá að beija aftur augum gamlan norskan kunn- ingja, nefnilega Fleksnes, og uppátæki hans. Víkveiji skrifar Sessunautur Víkveija á leið heim frá Hollandi á dögunum var hollensk kona, starfsmaður ferða- skrifstofu í Rotterdam. Hún spurði margs um land og þjóð og fannst hvað merkilegast að við skyldum reyna að fínna íslenzk orð yfir allar nýjungar. Að íslendingar skyldu eiga sérstök orð yfír tölvur og tækniundur ýmiss konar fannst henni með ólíkindum, vildi helzt ekki trúa því að íslenzkan ætti orð fyrir „brake-dans“ og „vídeó". Hún sagði að áhugi fyrir íslands- ferðum færi mjög vaxandi í Hol- landi og þakkaði það einkum tízku- sveiflum í ferðaheiminum. Fyrir nokkrum árum hefðu Hollendingar sótt í sólina á Spáni og síðan hefði Grikkland tekið við. Nú byggist allt á heilsurækt og heilbrigðu lífemi og samhliða því væri orðið vinsælt að ferðast til landa þar sem náttúr- an væri óspjölluð, loftið ómengað, hægt væri að kynnast heimamönn- um og fara í gönguferðir á fyöll. Vel vissi kona þessi um snilld íslenzkra knattspymumanna víðs vegar í Evrópu og sérstaklega nefndi hún Pétur Pétursson oggóðu árin hans hjá Feyenoord í Hollandi. Einnig vissi hún um getu íslenzkra skákmanna, en hafði ekki hugmynd um að íslendingar kynnu eitthvað fyrir sér í handknattleik. Um ís- lenzku fegurðardrottninguna Hólm- fríði Karlsdóttur vissi hún ekkert, en sagði það ekki skipta svo miklu máli. Bóndi sinn vissi trúlega allt um hana. X X • X Islenska sjónvarpið sýndi, ein sjónvarpsstöðva, alla leiki lands- liðs þjóðar sinnar frá heimsmeist- arakeppninni í handknattleik í Sviss. Meira að segja var sjónvarpið gagngert opnað vegna þessa fímmtudaginn fyrir viku. Bjami Felixson og aðrir starfsmenn sjón- varpsins vom fljótir að átta sig á því hvar púls þjóðarinnar var þessa daga. Dagblöðin, sem flest höfðu full- trúa á keppninni í Sviss, stóðu frammi fyrir því að þurfa að fylgja í kjölfar sjónvarpsins. Var því reynt að taka verkefnið öðmm tökum en venjulega, að taka við þar sem sjón- varpið hætti og fylla upp í eyður sem sjónvarpið skildi eftir. Fram á það hefur margoft verið sýnt í könnunum erlendis að hlutverk blaðanna minnkar ekki þó sjónvarp sýni lifandi atburði á skjánum. Fólk vill fá að vita meira þó sjónvarpið hafi verið á staðnum. Hvað gerðist eftir að sýningu sjónvarps lauk, hvers vegna þetta eða hitt í leikn- um, hvað þýða úrslit í handknattleik fyrir framhald keppninnar og þar fram eftir götunum. XXX Björgunarsveitarmenn vom fljótir sem endranær er óskað var að þeir leituðu tveggja manna í grennd við Botnssúlur um síðustu helgi. Mennimir fundust fyrir há- degi á mánudag og amaði ekkert að þeim. Þeir hefðu sjálfir getað komist til byggða, en það vissu vandamenn þeirra ekki þegar óskað var eftir aðstoð hjálparsveita. A fjöllum þarf ekki mikið út af að bera svo slys verði og þau em fljót að gerast þar sem annars staðar. Því var óþarfi hjá öðmm mannanna, sem leitað var að, að tala af hroka um leitarsveitimar og segja að þær séu oft of fljótar á sér, gikkfljótar. Hins vegar leiðir þetta hugann að því hvort ekki sé hægt að koma fyrir talstöð af einfaldri gerð í skál- um fjallamanna. Einnig að því að víða erlendis er þeim, sem saknað er, gert að greiða kostnað við leitar- störf. XXX Viðmælandi Víkveija fjárfesti á dögunum í öryggisstól fyrir böm. Hann keýpti stól af Britax- gerð á benzínstöð, en eitthvað reyndist snúið að koma stólnum fyrir í aftursæti bifreiðarinnar. Leiðbeiningar fylgdu með og hresstist maðurinn heldur er í ljós kom að þama var að finna leiðar- vísi á íslenzku meðal fjölda annarra tungumála. Varð eftirleikurinn þá auðveldur. Fannst honum þetta til mikillar fyrirmyndar og tekur Vík- veiji undir það, Britax og Skeljung- ur, sem selja vömna hér á landi, eiga hrós skilið. XXX Upphækkanir til hraðahind- mnar er nú orðið að finna í nánast öllum íbúðarhverfum borg- arinnar — og veitir ekki af. Hins vegar vefst fyrir mönnum hvað kalla skuli fyrirbærið og víst er að „upphækkanir til hraðahindrunar" er ekki þjál nafngift. Á fundi um- ferðamefndar Reykjavíkur fyrir þremur vikum var rætt um þetta atriði og þar lagður fram eftirfar- andi listi yfir heiti, sem til greina kunna að koma sem heiti á „þúfum- ar“: „Alda, ás, bjalli, bóla, bumpa, bunga, býsn, gára, grandi, gúll, haft, hamla, hemill, hnúð, hnúður, hnýfill, hóll, hryggur, hæð, kofri, kryppa, kýli, kýll, refill, rindi, rimi, slagbrandur, stífla, stig, stopi, tálmi, úfur, ýstra, varta, þrándur, þrep, þremill, þrimill, þröm, þrös- kuldur, þúst, þykkildi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.