Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 52
"52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Erfiðleikar mjólkur- framleiðslunnar eftir Hákon Sigurgrímsson Mjólkurkvótinn hefur orðið mönn- um dijúgt umræðuefni síðustu vik- ur og minnist ég þess ekki að nokkurt eitt mál innan landbúnað- arins hafí vakið jafn miklar hrær- ingar hin síðari ár. Margra og misjafnra grasa kenn- ir í þessum umræðum en nokkur ^, atriði ganga þó eins og rauður þráð- ur í gegnum umfjöllunina. Ég mun í þessari grein raeða sum þeirra og leitast við að skýra nokkuð hvað að baki þeirra býr. Afleiðing- — ekki orsök Útreikningur fullvirðisréttarins eða mjólkurkvótinn, eins og hann er almennt kallaður, er umbúðalaus staðfesting á þeirri stöðu sem ríkt hefur í málefnum mjólkurfram- leiðslunnar undanfarin ár, stöðu sem allir hafa vitað um en fáir viljað horfast f augu við. Kvótinn er því afleiðing en ekki orsök í þessu máli. Mjólkurframleiðendur hafa búið wið framleiðslustjómun frá árinu 1979. í fyrstu tóku bændur stjóm- unina mjög alvarlega, þeir fengu útreiknað búmark og komið var á skörnmtun á kjamfóðri. Á tveimur ámm minnkaði fram- leiðslan úr 117 milljónum lítra árið 1979 í 103 milljónir árið 1981. Hins vegar hafði þetta kerfí þann megingalla að möguleikar voru ekki á að tilkynna hveijum einstökum bónda fyrirffam hve mikið hann mætti framleiða. Ástæðan var sú Mcað ekki var vitað fyrirfram hve miklir fjármunir yrðu til ráðstöfun- ar til þess að greiða mjólkina fullu verði og menn treystu sér ekki til að axla þá ábyrgð sem því fylgdi að áætla það. Hætt var við kjamfóðurskömmt- unina árið 1981 og í reynd varð þessi stjómun aðeins aðferð til þess að jafna niður eftirá þeim halla sem var á mjólkurframleiðslunni, þ.e. jafna niður því sem á vantaði að innlendi markaðurinn og útflutn- ingsbætumar nægðu til að greiða fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Vegna þess hve kerfið var laust í reipum sáu margir sér leik á borði að auka ffamleiðsluna í von um að fá a.m.k. hluta viðbótarinnar greiddan fullu verði en aðrir virtu hins vegar aðvaranir bændasam- takanna og drógu úr framleiðslu. Kerfíð gliðnaði smám saman, fram- leiðslan tók að aukast á ný og varð nímar 106 milljónir lítra árið 1983. Á milli áranna 1983 og 1984 fjölg- uðu bændur kúm sínum um eitt þúsund. Allir gátu séð til hvers það myndi leiða ekki síst þegar saman fór batnandi árferði. Segja má að það hafí verið mjólkin úr þessum kúm sem stóð fram af við lok síð- asta verðlagsárs, en það verðlagsár jókst framleiðslan enn og varð 111 milljónir lítra. Almanaksárið 1985 varð framleiðslan 115,8 milljónir lítra sem er 7,4 milljón lítra aukning frá árinu á undan. Þar af var aukningin 4,5 milijónir á 4 síðustu mánuðum ársins. Þessu veldur fyrst og fremst góðærið og það að enn hafí kúm ijölgað um nær 700. Samningurinn við ríkið Gamla búmarkskerfíð réð ekki við þessa þróun og því var óhjá- kvæmilegt að fínna nýja aðferð til að stjórna framleiðslunni. Með búvörulögunum sem sam- þykkt voru í júní sl. var landbúnað- arráðherra heimilað að gera samn- ing við Stéttarsamband bænda um ákveðið magn mjólkur sem ríkið ábyrgðist bændum fullt verð fyrir. í ágústmánuði var gerður samning- ur um að ríkið ábyrgðist verð á 107 milljónum lítra en það er því sem næst sama magn mjólkur og ffarn- leitt var árið 1983 áður en kýmar 1000 bættust í kúaflota lands- manna. Samningur þessi markar þátta- skil í framleiðslustjómuninni. Hann setur mjókurframleiðslunni skýr mörk sem gefa ekki færi á að fara út fyrir. Menn geta ekki lengur „gert út á kerfíð" eins og áður var. Jafnframt veitir samningurinn framleiðendum öryggi sem áður var ekki fyrir hendi. Um hvaö er deilt? Almenn ánægja ríkti meðal bænda sl. haust um samninginn við ríkið. Ég man ekki eftir einni ein- ustu gagnrýnisrödd þá í garð hans og á aðalfundi Stéttarsambandsins á Laugarvatni var samningurinn samþykktur með atkvæðum allra fundarmanna. Það er því ekki samningurinn sem deilum veldur nú heldur það hvemig mjókurmagninu — fullvirð- isréttinum — er skipt milli einstakra ffamleiðenda. Það er misskilningur sem fram kemur í grein eftir Tryggva Stein- arsson í Hlíð í Morgunblaðinu ný- lega að svæðabúmarkið sé „sérstakt hugarfóstur Stéttarsambands bænda". Þvert á móti hefur hug- myndinni um svæðabúmark frá upphafí verið tekið með nokkurri varfæmi hjá Stéttarsambandinu. Hugmyndin mun upphaflega vera komin frá bændum í Austur-Húna- vatnssýslu. Með svæðabúmarki hugðust menn tryggja bændum á einstökum landsvæðum tiltekinn framleiðslurétt og um leið tryggja vinnslustöðvum á þessum svæðum verkefni. Pálmi Jónsson þáverandi landbúnaðarráðherra skipaði nefnd til þess að kanna kosti og galla við slíka skiptingu sfðla árs 1982. Sú nefíid mælti með því að tekið yrði upp héraðabúmark og á aðalfundi Stéttarsambandsins árið 1984 var samþykkt að láta vinna tillögur um Hákon Sigurgrímsson „Það er því ekki samn- ingurinn sem deilum veldur heldur það hvernig mjólkurmagu- inu — fullvirðisréttin- um — er skipt milli einstakra framleið- enda“. Fyrri grein skiptingu heildarbúmarksins eftir svaeðum. Með nýju búvörulögunum var svo landbúnaðarráðherra heimilað að skipta umsömdu framleiðslumagni milli héraða. Fól ráðherra Stéttar- sambandi bænda og Framleiðslu- ráði að gera tillögur um skiptingu hins umsamda mjólkurmagns milli héraða og einstaklinga. Vandfundið réttlæti Það reyndist bæði tafsamt verk og erfítt að fínna leið til að skipta fullvirðisréttinum. Það var ekki vegna þess að allir hlutaðeigandi væru að gæta hagsmuna héraða sinna og kæmust þess vegna ekki að samkomulagi, eins og Tryggvi í Hlíð lætur liggja að í grein sinni. Ástæðan var hins vegar sú að hér var um frumsmíð að ræða sem engan veginn lá ljóst fyrir hvemig vera skyldi. Þegar menn komu heim ffá aðalfundinum á Laugarvatni var verkið að heita má óunnið. Aðeins lágu fyrir tillögur um sjálfa svæða- skiptinguna en skiptingu fram- leiðsluréttarins var lítið farið að ræða. Sú leið sem Laugarvatns- fundurinn lagði til, að leggja bú- markið 1980 til grundvallar, reynd- ist við nánari athugun ófær vegna þeirra miklu breytinga sem síðan hafa orðið á því hvar mjólkin er framleidd. Finna varð leið sem gerði hvort tveggja í senn, að tryggja þann rétt sem upphaflega búmarkið veitir en taka jafnframt nokkurt tillit til þeirra breytinga sem síðan hafa orðið bæði á búmarkinu og í dreif- ingu framleiðslunnar. Hér er ekki rúm til þess að skýra útreikning fullvirðisréttarins í ein- stökum atriðum. Það er mjög eðli- legt að um hann sé deilt því að í málum sem þessum er ekkert algilt réttlæti til og næstum óhjákvæmi- legt að einhveijir telji á rétt sinn gengið. Menn ættu því að hafa það í huga að reglugerðin er aðeins sett til eins árs og á þeim tíma hafa komið og munu koma fram vankantar sem unnt verður að sníða af fyrir næsta verðlagsár. Einnig ber að hafa í huga að eftir er að úthluta 6,5 milljónum lítra sem nota á til leiðréttinga. Margir eiga því eftir að rétta nokkuð hlut sinn. Höfundur er fromkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Kátír dagar á Selfossi Selfossi. HEFÐBUNDIÐ skólastarf var lagt niður í FjölbrautaskóLa Suðurlands í nokkra daga og teknir upp svonefndir „Kátir dagar“ þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum í gamni og alvöru. Meðal þess sem bryddað var upp á þessa kátu daga var snyrtinám- skeið þar sem þátttakendum var „ boðið upp á betra útlit. Þessi þáttur * fór fram á snyrtistofum hér í bæ. Skiptimarkaður var haldinn og nemendur kepptu við kennara í brids, auk þess sem fjöltefli var haldið. Kappganga var háð á götum bæjarins og vakin athygli á skemmtilegri íþróttagrein. Fjölmiðlun voru gerð skil og gefið út blað ásamt því að starfrækt var sjónvarpsstöð, „Sjónvarp KD“. Nemendur unnu upp fréttir úr skóla- og bæjarlífínu sem síðan voru sýndar í sérstökum fréttatíma. Fréttir teknar upp i sjónvarpi KD. Snorri Sigfinnsson við myndavél- ina, Soffía Stefánsdóttir les fréttirnar. Mýrdælingar með tilbúið efni fyrir átthagakynninguna: Guðbjörg Jónsdóttir, Sigriður Gunnarsdóttir, Olafía Guðbjörnsdóttir, Sigurður Ó. Eyþórsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Þetta var vinsælt af bæjarbúum, en nemendur komu fyrir sjónvarps- tæki í Vöruhúsi KÁ þar sem fólk gat fylgst með fréttatímunum. Starfshópur um athyglisverð uppátæki setti sér það markmið að setja heimsmet f mjólkurdryklq'u. Hópurinn fékk stuðning MBF sem lagði til mjólkina. Vöruhús KA og Fossnesti sáu fyrir diykkjarílátum. Nemendur voru síðan hvattir til að drekka sem mest þeir máttu dagana 27. og 28. febrúar. Alls innbyrtu nemendur 180 lítra af mjólk og ofan í þann sem mest teygaði í einu runnu 3 lítrar. Hvort nemendur hafa sett mjólkurdrykkjuheimsmet er ekki staðfest en tiltækið vakti verðuga athygli á mjólkinni og hollustu hennar. Kjörorð drykkj- unnar var: „Mjólk fyrir skólafólk." Átthagakynning var eitt af verk- efnunum sem nemendur unnu. Þeir mynduðu starfshópa úr hveiju byggðarlagi og unnu upp efni og vöktu með því athygli á sínu byggð- arlagi, mannlífi, umhverfí og at- vinnuháttum. Almenningi gafst síð- an kostur á að skoða það sem nemendur settu upp. Ekki var annað að sjá en Kátir dagar Fjölbrautaskólans bæru nafnið með réttu því hvar sem komið var voru nemendur önnum kafnir og léttir í lund. Það er ávallt vinsælt að bijóta upp skolastarfið og hafa skipulagi þannig að nem- endur sjálfír séu driffjöðrin starfs- ins. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.