Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986
53
Ólafsvík:
Pjörleg
fjöruferð
ólafsvík, 2. marz.
LAUGARDAGINN 22. febrúar
var farin héðan fjöru- og
skemmtiferö á vegum foreldra-
og kennarfélags Grunnskóla
Ólafsvikur. Lagt var af stað í
sól og blíðu frá skólanum
klukkan 13.00 og komið heim
síðari hluta dags.
Mjög fjölmennt var í ferðinni
og komu um eitt hundrað böm á
aldrinum 6 til 9 ára á fjörur ásamt
nokkrum fullorðnum. Farið var á
fjörur suður í Staðarsveit, þar sem
bömunum gafst tækifæri til að
skoða það, sem fyrir augu bar.
Þar nestaðist fólk einnig áður en
haldið var lengra. Þaðan var hald-
ið að Amarstapa þar sem styttan
af Bárði Snæfellsás var skoðuð
og er óhætt að segja að þessi
risavaxna gijóthleðsla Ragnars
Kjartanssonar, listamanns, hafi
vakið verðskuldaða athygli unga
fólksins. Frá Amarstapa var síðan
haldið til Ólafsvíkur og ekið fyrir
Jökul.
Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson
Bárður Snæfellsás gnæfir yfír hópinn, mikilúðlegur eins og fyrirmyndin.
Nestið etið á fjörukambinum. Á myndinni má meðal annarra
þekkja Ólaf Einarsson, útibússtjóra Hafrannsóknarstofnunar í
Olafsvík.
í blíðviðrinu Iiggur við að jökullinn speglist f blautum sandinum.
Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson
Það er ýmislegt hægt að gera f fjörusandinum, til dæmis er hann ágætis byggingarefni.
Breiðuvíkurhreppur:
Fleiri umsóknir um aðstöðu í
Amarstapahöfn en hægt er að sinna
Laugarbrekku, Breiðuvíkurhreppi, 23. febrúar.
TÍÐARFAR hefur verið mjög
gott það sem af er vetri, aldrei
komið snjór svo teljandi sé en
svell hafa verið á vegum um
langan tfma. En nú er þau að
hverfa og engin svell eru eftir á
túnum. Frost hafa verið mjög
væg. Frostið hefur orðið mest
11 stig hér. Samkvæmt gamalli
trú var Pálsmessa ekki upp á það
besta en Kyndilmessan spáði
ekki snjóum og þá ekki öskudag-
urinn, sem á að eiga sér 18
bræður á föstunni.
Landbúnaður
Bændur voru mjög ánægðir í
haust eftir gott sumar og góðan
heyfeng, en það voru mikil viðbrigði
frá undanfömum árum sem voru
mjög slæm. En nú skellur yfir
bændur ískyggilegur boði út af
offramleiðslu á mjólk, sem mörgum
sýnist að muni hafa mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir íslenskan land-
búnað. Þetta er hættuástand fyrir
bænduma og landið I heild.
Vonandi bera íáðamenn þjóðar-
innar gæfu til að spyma við fótum
og bjarga hefðbúndhum landbúnaði
• -4 farsælan hátt. Nú er dauft hljóð
'J bændum og.þegar bændur géta
ekki lengur ‘giaöst yfir góðu tíðar-
fari þá er illa farið.
Hvanneyrarveiki hefur orðið var
á nokkmm bæjum en veikin hefur
ekki verið á háu stigi og tekist að
lækna hana.
Útgerð
Tveir bátar stunda nú fískveiðar
frá Amarstapa. Bjami 9 tonn og
Laxdal 15 tonn. Báðir skráðir á
Amarstapa. Bátamir hafa róið með
línu og fiskað vel. Þeir munu vera
búnir að fá um 70 tonn af fiski
frá áramótum, en nú em þeir að
hætta með línu og fara með net.
Fiskinn kaupir Bjami Einarsson
sem er með fiskverkun á Arnar-
stapa. Hann hefur haft nægjanlegt
fólk hér úr sveitinni og næstu sveit.
Einn maður hefur róið á trillu
með færi nú í vikunni í veðurblíð-
unni og fiskað vel suma daga, allt
upp í eitt tonn.
Ég er búinn að eiga heima hér
síðan 1911 og hefur það aldrei gerst
fyrr í minni tíð að fiskveiðar hafi
verið stundaðar hér á þessum tíma
árs. 'frillubátaeigendur víðs vegar
að ssekjpst mikið eftir því að komast
. með báta síaa að Amarstapa í -vor
óg ecíi'iupisöknir komnar miklu
fieiri en-hægt er að sinna vegna .
■ þrengsia íhöfiiinni. . . /' '
Nú er mjög áríðandi að halda
áfram framkvæmdum við höfnina
til að báeta aðstöðu fyrir báta og
stækka plássið. Fólksfjölgun hefur
orðið í sveitinni frá fyrra ári, íjölgað
um 12 manns.
Framkvæmdir
Ingjaldur Indriðason á Stóra
Kambi ætlar nú að stækka fisk-
vinnsluhúsið hjá sér um 65 fer-
metra. Þessi viðbygging verður
gerð fyrir fískmóttöku.
Sverrir Jónsson á Hamarendum
er að setja upp refabú og fær hann
sennilega í dag 23 refí að byija með.
Veitingahúsið sem Hjörleifur
Kristjánsson á Amarfelli hefur
verið að byggja er fokhelt en ekki
er unnið við það nú sem stendur. í
vor verður væntanlega hafist handa
með að byggja Amtmannshúsið sem
byijað var á síðastliðið haust.
Félagslíf
Þorrablót var á vegum Breiðvík-
inga laugardaginn 15. febrúar. Það
var haldið að Lýsuhóli í Staðarsveit.
Staðsveitungar lánuðu félagsheim-
ilið, eins og þeir hafa gert áður
þegar þorrablótin hafa verið á
vegum Breiðvíkinga.
Fjölmenni var, 170—180 manns,
skemmtiatriði heimatilbúin að
vanda þóttu takast vel. Þorrablótið
fór vel fram í alla staði.
Þorramaturinn var fenginn hjá
Skagaver á Akranesi og þótti hann
mjög góður.
Skeglan er komin fyrir nokkru í
björgin á sínar varpstöðvar. Ég
heyrði hana syngja fyrst á annan
þorradag og man ég ekki eftir að
hún hafi komið svo snemma fyrr.
En nú er tíðarfarið óvenju gott og
leikur við menn og málley singj a.
Finnbogi G. Lárusson
Akranes:
Prófkjör Alþýðuflokks um helgina
ÁKVEÐIÐ hefur verið að við-
hafa prófkjör við val fulltrúa í
efstu sæti á framboðslista Al-
þýðuflokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Akranesi í ár og
fer það fram um næstu helgi,
laugardag og sunnudag 15. og
16. mars nk.
Kosið verður í Félagsheimilinu
Röst á Vesturgötu 53 báða dagana
írá kl. 14.00 ,tjl 20.00. Atkvæðis-
réttur í prófkjöri Alþýðuflokksins
erbundinn við 18ára aidur.
, IJndifbúniiígsnefnd prófkjörsins
var kosinn á félagsfundi í Alþýðu- .
' flotíksfélági Ákrariéss pg^raun”hún
hafa með höndum framkvæmd
próflqörsins. í nefndinni eru Bragi
Níelsson, Gíslína Magnúsdóttir,
Gunnar J. Siguijónsson, Kristján
Pálsson og Sveinn Kr. Guðmunds-
son.
Við undirbúning prófkjörsins
efndi nefndin m.a. til forkönnunar
meðal allra félagsbundinna Al-
býðuflokksmanna á Akranesi og
iskaði aftir ábendingum um’ein-
staklinga til þátttöku í þrófkjprinu.
Niðurstaðan af þeSsu starfi uipfnd-
arinnar varð sú að 12 einstaklmgar
gefa kost á sér T prófkjörí Alþýðu-
flokksins. ' •' • V’’
Þeireru:
Arnfríður Valdimarsdóttir,
verkakona. EIí Halldórsson,
verkamaður. Gisli S. Einarsson,
verkstjóri. Guðmundur Vésteins-
son, framkvæmdastjóri. Haukur^
Ármannsson, framkvæmdastjóri.
Ingvar Ingvarsson, ;rfirkennari.
Kjartan Guðmundsson, aðaltrún-
aðarmaður hjá 'íslenska járnblendi-
félaginu Jif. Kristín Knútsdóttir,
. nétnándi. Sigrlður Öladóttir, hijs-.
.móðir. Sigurjón Hannesson, vó-
smíðameistari. Steiuusn Jónsdótt-
ir, forstöðukona... tSyeínn. Ráfn
lagason, rennísmiður. V •