Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986
Myndin er tekin á æfingn á leikritinu Kitium eftir Steinunni Jóhann-
esdóttur. Það er Listaklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskólans á
Akranesi sem stendur fyrir sýningunni. Á myndinni eru leikarar,
höfundur og aðrir aðstandendur sýningarinnar.
Jörundur Jóhannes-
son sýnir í Jónshúsi
JÖRUNDUR Jóhannesson list-
málari opnaði málverkasýningu
í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
sunnudaginn 2. mars síðastliðinn.
Jörundur er búsettur í Dan-
mörku. Þetta er önnur sýning hans.
Jörundur byijaði sem landslagsmál-
ari og málaði mest sjávarmyndir
þar til hann aðhyltist súrrealisma.
Olíumálverkin 14 sem eru á þessari
sýningu eru öll í þeim stíl.
Sýningin stendur til 22. mars.
(Fréttatilkynning)
Leikritið Kitlur frumsýnt í
Fjölbrautaskólanum á Akranesi:
Eg reyni að gefa
unglingunum orðið
— segir Steinunn Jóhannesdóttir
höfundur og leikstjóri
„LISTAKLÚBBUR Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi fór
þess á leit við mig að fá að sýna leikrit mitt „Dans á rósum“ og að
ég yrði jafnframt leikstjóri þess. Þá sagði ég þeim frá þvi að ég
ætti annað leikrit í handraðanum sem fjallaði eimitt um unglinga
og ég taldi að væri frekar við þeirra hæfi. Þau vöidu það frekar"
sagði Steinunn Jóhannesdóttir leikari. Unglingaleikritið „Kitlur“
eftir Steinunni verður frumsýnt í
í dag, föstudag.
Steinunn sagði að fyrir nokkrum
árum hefði hún verið beðin um að
skrifa leikrit um íslenska nútíma-
unglinga og hefðu hún þá velt því
fyrir sér hvaða tökum hún gæti
tekið svo viðamikið verkefni. Hún
ákvað að leita fanga hjá unglingun-
um sjálfum. „Ég reyndi að skoða
unglingana eins og þeir eru núna.
Ég átti auðvelt með þetta þar sem
ég er unglingamóðir og var í tengsl-
um við hóp af unglingum. Auðvitað
sóttu minningar frá mínum eigin
unglingsárum einnig á mig“ sagði
Steinunn.
— Um hvað fjallar leikritið?
„Leikritið fjallar um fyrstu ást
fjögurra ungmenna, þeirra Ástu,
Hlyns, Benna og Lottu. Hugmyndin
varð til þegar ég var eitt sinn að
skoða mig um í Breiðholtinu. Ég las
í gegnum veggjarkrotið og sá þar
ýmis skilaboð. Þar kenndi ýmissa
grasa en ástaijátningamar voru
mest áberandi. Þama sá ég mörg
nöfn, en nöfnin fjögur, Ásta, Hlyn-
ur, Benni og Lotta, komu oftast
fyrir. Þar með var rammi leikritsins
ákveðinn. Ég hafði velt því fyrir
mér hvað væri merkilegast, hræði-
legast og yndislegast við unglings-
árin. Þama var svarið komið. Það
var auðvitað sjálfur kynþroskinn
og ástin. Fyrsta ástin."
„Þessir fjórir unglingar eiga sér
engar sérstakar fyrirmyndir.
Krakkamir eru mjög ólíkir, koma
frá ólíkum fjölskyldum og búa við
ólíkar aðstæður, en samt sem áður
eiga þeir mjög margt sameiginlegt.
Unglingamir eru að búa sig undir
lífið, hugsa mikið hver um annan
og framtíðina. Sýnd em átök þeirra
Fjölbrautarskólanum á Akranesi
á milli og átök þeirra við foreldra
sína. Skólinn kemur aðeins lítils-
háttar við sögu."
— Hvemig fannst þér að fylgjast
með æfíngum á leikritinu?
„Það var erfítt að setja þetta
leikrit saman og tók mig langan
tíma. Ég hef verið að vinna í því
síðastliðin þijú sumur. En það er
mjög gaman að sjá leikritið lifna
og sjá hvemig krakkamir hafa tekið
því.
Leikritið hefur lítið breyst á loka-
stiginu. Krakkamir hafa þó bent
mér á orð og orð sem ég hef síðan
breytt. En af því að leikritið hefur
verið lengi í smíðum hef ég komist
nær persónum þess og þær hafa
smám saman orðið sterkari og tekið
yfirhöndina. Kannski er þetta vegna
þess að ég byggði ekki á minni eigin
reynslu, en kannski vegna J>ess að
maður er alltaf unglingur. Ég reyni
að gefa unglingunum orðið og ég
held að það sé ekki allt of mikið
gert af því“ sagði Steinunn að
lokum.
Með aðalhlutverk fara Þóra Jóns-
dóttir, Bjami Ármannsson, Kristján
Kristinsson og Bjamheiður Halls-
dóttir. Alls taka 22 leikarar þátt í
sýningunni og þar af eru tveir
gestaleikarar, níu ára gamlir nem-
endur í Grunnskólanum á Akranesi.
Einnig koma fram fiðluleikari og
flautuleikari. Milli 30 og 40 manns
starfa við sýninguna og hafa nem-
endur Fjölbrautarskólans séð um
allt sem til þarf í sýninguna, bún-
inga, leikmynd, lýsingu o.fl.
Að lokum má geta þess að leik-
ritið Kitlur hefur verið tekið inn i
bókmenntakennslu í Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi.
Síöustu sýningar á
Reykjavíkursögum
ÁTTATÍU sýningar hafa nú
verið á Reykjavíkursögum Ástu,
sem Kjallaraleikhúsið hefur sýnt
að undanförnu, en nú eru aðeins
tvær vikur eftir. Sýningar verða
m.a. um helgina.
Leikgerð og leikstjóm annast
Helga Bachmann. Leikendur eru:
Emil Gunnar Guðmundsson, Guð-
laug María Bjamadóttir, Guðrún
S. Gísladóttir, Helgi Skúlason og
Þorsteinn M. Jónsson. Leikmynd
og búningar eru eftir Steinunni
Þórarinsdóttur, tónlist eftir Guðna
Franzson og lýsingu annast Sveinn
Benediktsson. —
»n í hlufyerki sinu
sögum Ástu“.
Iðnverkhf, byggingaþjónustan Nóatúni 17, hefur
flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að
Hátúni 6a (Fönixhúsið). Af þessu tilefni höfum við
opið um helgina 15. og 16. mars og sýnum fram-
leiðsluvörur 12 íslenskra fyrirtækja í byggingariðn-
aði. Húsbyggjendum og húseigendum gefst
hér tækifæri til að kynna sér allt er þarf til
húsbygginga og innréttinga á einum og sama
staðnum.
Affar vörur
á verksmiðjuverðs
Komið við um helgina og fáið upplýsingar
og ráðgjöf um verð og gæði íslenskrar
framleiðslu. Hafið teikningarnar með og
við leitum tilboða í alla byggingarþætti.
Gerum einnig bein tilboð í ýmsa verkþætti.
Veríð veikomin
ísfenskra
fyrírtækja:
■ Rammihf
l “PfiíiaSuðumesja
■ rre-X-TresmiA;a h * .
■ GJerborghf
■
™*<9«*Suðumesia
- lívSS**""
■SrTr09rá5®0'
■ Loftorkahf
■ Harpa hf
^mHl^rksmidianh/f
IÐNVERK HF
BYGGINGAÞJÓNUSTA
Hátúni 6a-Sími: 25945-25930
i.’PúTM'HBSrerr