Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 14. MARZ 1986 ----------------------,-------f-H------I---------------- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekiþáttur. Ég er fædd (stúlka) í vogarmerk- inu þann 7. október kl. 10.15 1962 í Reykjavík að kvöldi til. Mig langar til að biðja þig um að ráða fram úr þessari persónu fyrir mig og segja mér hvaða atvinnugrein hæfir mér best. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu." Svar: Þú hefur Sól og Merkúr í Vog, Tungl í Steingeit, Venus í Sporðdreka, Mars í Krabba, Krabba Rísandi og Vatnsbera á Miðhimni. Listrœn Sól í Vog táknar að þú ert félagslynd. Þú finnur sjálfa þig í gegnum félagslegt samstarf. Vog sem einangrar sig og starfar ekki með öðrum tapar lífsgleði og lífsorku. Þar sem Sólin er í 5. húsi í korti þínu þarft þú að fá útrás fyrir sterka sköpunarþörf og því er einhver listræn tjáning æskileg. Ef þú kemur ekki til með að starfa á listasviði ættir þú að fást við listsköpun í tómstundum. Sól, Venus í 5. húsi gefur einnig til kynna gott samband við böm og hæfileika til að starfa með bömum. Að öðru leyti má segja að þú leggur áherslu á að vera kurteis og tillitsöm og hefur sterka réttlætis- kennd. Varkár Tungl í Steingeit og Venus í Sporðdreka táknar að þú ert tilfínningalega íhaldssöm og varkár. í dagiegu lífí þarft þú öryggi og þú leitar öryggis í samböndum, t.d. hjóna- bandi. Þú ert tilfinningalega dul, en getur átt það til að vera misjöfn, ert ýmist til- finningaheit en átt síðan til að loka á tilfinningar þínar. Hlédrœgen kröftug Krabbi Rísandi og Mars í Krabba tákna að þú ert frekar hlédræg í framkomu en eigi að síður kraftmikil. Þú ert frekar varkár en gengur af ákveðni að þeim málum sem þú fæst við. Mars rísandi er ekki óalgeng staða hjá íþróttamönnum eða þeim sem þurfa að hreyfa sig mikið í daglegu lífi. Krabbi rísandi táknar einnig að þú ert næm á umhverfi þitt, ert um- hyggjusöm og hlý. Þú hefur hins vegar tilhneigingu til að setja skel í kringum þig og hleypa einungis fáum og góð- um vinum að þér. Félagslynd Ég vil ekki, í svo stuttum þáttum sem þessum, koma með ákveðnar fullyrðingar í sambandi við atvinnu. Þó má geta þess að störf að félags- málum ættu að henta þér (Vog). Þau störf gætu tengst uppeldismálum og kennslu (Krabbi og 5. hús). Ýmislegt í korti þínu bendir til list- rænna hæfileika. Tungl í Steingeit táknar hins vegar að þú ert jarðbundin og þarft öryggi í daglegu lífi og því er ekki víst að iistræn störf muni henta þér. Vog og Steingeit saman gefa vís- bendingu um hæfileika í fé- lagslegum stjómunarstörfum og stjómmálum. Að lokum má geta þess að þú hefur Júpíter á Miðhimni. Slík staða er algeng hjá fólki sem fæst við ferðamál, lögfræði, menntamál o.þ.h. :::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: — ::::::::::::::::: ::::::::: ::::::::: Cafífí/&/>//.. SrfPc/ r/í 7 prp sr/vp/ rvá/////. pw/vr. epvrsrsóur-. X-9 'AmrmnssM //P/vr/i yrMftl DYRAGLENS HAMNERENN ‘A EFTIR. OKKUR l ,.5L APPAPÚ AV J — HAMM ] ER. BAf2A SYNPA SÉ(2 T/L SKEMMT-j UNAR-J LJOSKA TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK N0THIN6? ITN / WHAT I ^ LOOKS LIKE MEANT YOU'RE UJAS BUILPIN6 A N0THIN6 ROCK LJALL / IMPORTANT i c V W FA5CINATINé...50MEB0PV U5ELE5S WATCHIN6 SOMEBOPY P0IN6 50METHIN6 UNIMPORTANT.. Hvað ertu að gera, Lalli? Ekki neitt? Mér sýnist þú Er þér sama þó að ég horfi Stórkostlegt... gagnslaus Ekkineitt vera að hlaða steinvegg. á? maður að horfa á m«nn Ég átti við að það væri að gera eitthvað ómerki- ekkert merkilegt. legt... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnir N/S í spilinu hér að neðan eru klunnalegar, enda samningurinn eftir því: al- slemma þar sem vantar KlOxxx í annan lykillitinn: Suður gefur. Norður ♦ D98 VG105 ♦ KD1098 ♦ ÁK Vestur Austur ♦ 532 ♦KIO ♦ D642 V 983 ♦ 754 *G32 ♦ 1098 ♦ 76542 Suður ♦ ÁG764 ♦ ÁK7 ♦ Á6 ♦ DG3 Vestur Norður Austur Suður 2grönd Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 7 grönd Allir pass Opnun suðurs á tveimur gröndum með fímmlit í spaða verður að teljast fremur vafa- söm, og ennfremur er leti norð- urs ekki til fyrirmyndar, að stökkva beint í ásaspumingu og láta svo vaða í 7 grönd. Sjö tígl- ar gæti hæglega verið betri samningur. Hvað sem því líður, þá virðist sem N/S hafi verið á skotskónum, því spilið vinnst auðveldlega vegna hagstæðrar legu ( spaðanum. En ekki má gleyma mannlega þættinum. Vestur spilaði út lauftíunni. Blindur átti slaginn og sagnhafi spilaði strax spaðaáttunni úr blindum. Austur lét kónginn umhugsunarlaust! Suður drap á ásinn og fullviss um að kóngur- inn hefði verið einn á ferð, svín- aði hann spaðaníunni í næsta slag. Austur fékk á tíuna og hafði uppskorið ríflega fyrir hugmyndaflug sitt. Spilamennska sagnhafa var kolröng. f fyrsta lagi er betra að byija á því að spila út spaða- drottningu, í þeim tilgangi að svína fyrir K10 í austur. Iöðru lagi hefði sagnhafi auðvitað átt að prófa tígulinn áður en hann svínaði fyrir spaðatíuna, því ef hann brotnar 3—3 þarf sagnhafi ekki nema þijá slagi á spaða. En sjónhverfing austurs var svo sannfærandi að suður nennti ekki að velta spilinu fyrir sér. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á hraðskákmótinu í Búnaðar- bankanum um daginn kom þessi staða upp ! skák þeirra Karls Þorsteins, sem hafði hvitt og átti leik, og Hollandsmeistarans, Pauls Van der Sterren. Hvítur er manni undir og svartur virðist kominn með gagnsókn, en Karl fann eina leikinn: 37. Re6! (Nú verður svartur mát eða tapar drottningunni) Rxe6, 38. Df7+ og svartur gafst upp. Mikhail Tal sigraði með yfirburð- um á hraðskákmótinu, en Jóhann Hjartarson varð annar. Af 16 þátttakendum voru 10 stórmeist- arar. Mótið var haldið af Starfs- mannafélagi Búnaðarbankans, ( tilefni af 50 ára afmæli þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.