Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 56
hÆbókhai^, ffguiiMfliMfe A NOTUNl te J Otönaðarbankinn FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Ankerið af kútter Ing- vari fundið? STEFÁN S. Skúlason, kafari, fann fyrir skömmu ankeri i sjón- um við Viðey, sem talið er vera af kútter Ingvari, sem fórst við eyna fyrir tæpum 80 árum. Það er Örlygur Hálfdánarson, bóka- útgefandi, sem staðið hefur straum af kostnaði við leit ank- ersins. „Ég er fullviss um að þetta er ankerið af Ingvari, þó endanleg niðurstaða þar um sé enn ekki fram komin. Það vill svo til að ég er fæddur í Viðey í húsi, sem byggt var úr fjölunum úr Ingvari, svo mér er þetta ankeri mjög kært á margan hátt,“ sagði Örlygur Hálfdánarson f samtali við Morgunblaðið. „Stefán hefur unnið mjög vísindalega að fleitinni af ankerinu, hann fékk upphaflega hjá mér upplýsingar um heimildir, sem gætu leitt hann á sporið og eftir að hafa farið jrfir þær, veðurfarslýsingar og strauma, má segja að hann hafi nánast gengið að ankerinu. Eg hef þegar rætt við þjóðmina- vörð og sagt honum frá þessum fundi og jafnframt að það væri ætlan mín að ankerið yrði flutt inn í Viðey aftur og varðveitt þar. Hann fagnaði því og lagði til að því yrði komið fyrir f kirkjugarðinum á stöpli og á hann sett plata með upplýsingum um Ingvarsslysið," sagði Örlygur. Ingvar strandaði við Viðey í af- takaveðri 7. apríl 1906 og fórust 20 menn með skipinu án þess að nokkurri aðstoð yrði við komið. Fjöldi Reykvfkinga og Viðeyingar horfðu á þennan hörmulega atburð og telja margir hann kveikjuna að stofnun Slysavamafélags íslands. Ankerið að komast á þurrt eftir tæp 80 ár á hafsbotni. Það er Stefán Skúlason, sem heldur við ankerið í gúmmíbátnum. Nýrnaveiki fannst hjá Vogalaxi og Pólarlaxi Nýrnaveikibakterian hefur fundist í hafbeitarlaxi frá Vogalaxi og Pólarlaxi. Varð hennar vart fyrir skömmu er niðurstöður fengust úr rannsókn Tilraunastöðvarinnar á Keldum á sýnum af klaklaxi frá síðasta hausti. Áður hafði fundist nýmaveiki i Kollafjarðarstöð- inni og hjá Sjóeidi í Höfnum. Nýmaveiki hefur ekki fundist í laxi í íslensku veiðiánum. Sigurður Helgason fisksjúk- dómafræðingur hjá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, sagði að rannsökuð hefðu verið sýni úr hátt í fjögur þúsund klaklöxum, úr eldisstöðvum, hafbeitarstöðvum og veiðiám. Nýmaveikibakterían hefði fundist í nokkrum klaklöxum frá Vogalaxi og Pólarlaxi, auk þess í laxi frá Kolla§arðarstöð. Engin sjúkdómseinkenni sáust í fyrr- nefndu stöðvunum og aðeins í ör- fáum löxum í Kollafírði. Sagði Sigurður líklegt að bakterían hefði borist í Vogalax með seiðum frá Koliafirði en með undanvillingum frá annarri hvorri stöðinni í Pólar- laxstöðina. Vogalax er hafbeitar- stöð Fjárfestingarfélags ístands í Vogum á Vatnsleysuströnd en Pól- arlax hf. er í Straumsvík. Ekki reyndust vera neinir sýktir klaklax- ar í Lárósstöðinni á Snæfellsnesi, en þar er fiskur af Kollaljarðar- stoftii, og ekki heldur í Elliðaánum. Þessar stöðvar hafa allar verið settar í dreifingarbann, en annað hefur ekki verið ákveðið um aðgerð- ir. Vonaðist Sigurður til að tekist hefði að eyða öllum hrognum úr smituðum fiski. Bjóst hann við að í framtíðinni yrði allur klakfiskur í þessum stöðvum rannsakaður og þannig rejmt að halda veikinni frá stöðvunum. Flugleiðir högn- uðust um 200 milljómr króna Stjómin leggur til að hlutafé verði þre- faldað með útgáfu jöfnunarhlutabréfa TÆPLEGA 200 milljóna kr. hagnaður varð af rekstri Flugleiða hf. á árinu 1985, sem samsvarar 3,4% af rekstr- artekjum. Á aðalfundi félags- ins, sem haldinn verður 20. mars næstkomandi, mun stjórnin leggja til að greiddur ATYR og einka- fyrirtæki saman í framleiðslu? í fjármálaráðunejdinu er verið að athuga hvaða Iagabreytingar þarf að gera til að aðrir en ríkið megi hafa áfengisgerð með höndum hér á landi, að sögn Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra og næsta forstjóra ÁTVR. Athugun þessi fer fram vegna erindis framleiðanda Icy vodka, Sprota hf., sem hefur óskað eftir samvinnu við ríkið um stofnun fyrirtækis með ýmsum einkaaðilum um framleiðslu á áfengi fyrir innlendan markað og til útflutnings. Höskuldur sagði að breyta þyrfti áfengislöggjöfinni og lögunum um ÁTVR til að þetta jrði heimilt. Hann sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar í þessu máli, en fjármálaráðherra myndi leggja álitsgerð um nauðsynlegar laga- breytingar fyrir ríkisstjómina. Höskuldur sagðist aldrei hafa litið á það sem lögmál að áfengisblöndun færi eingöngu fram hjá ríkinu — svo fremi sem hagsmunir ríkisins væru tryggðir að öðru leyti. Þetta kæmi því fyllilega til greina að sínu áliti. Sproti hf. vinnur að því að stofna öflugt fyrirtæki með þátttöku fyrir- tækja á sviði útflutningsverslunar, drykkjarvömiðnaðar og flutninga, ásamt Afengis- og tóbaksverslun ríkisins, sem legði aðeins fram átöppunaraðstöðu sína. Hugmyndin er að starfsemi fyrirtækisins verði tvíþætt. Annarsvegar sjái það um átöppun fyrir ÁTVR fyrir innan- landsmarkað, gæðaeftirlit, vöruþró- un, hönnun og framleiðslu umbúða. Hinsvegar væri það með framleiðslu til útflutnings og sölustarfsemi er- lendis. I hugmjmdum Sprota hf. um þetta verkefni kemur fram að allt eftirlit með framleiðslu og sölu þessa fyrirtækis yrði í höndum rík- isins. Sjá bls. 13: Icy vodka í brezkar fríhafnir. verði 10% arður af hlutafé og að hlutafé félagsins verði þrefaldað með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem Flugleiðir sendu frá sér í gær. Þar kom eftirfarandi einni fram: „Hagnaður á árinu nam 196,9 miílj. kr., eða samsvarandi 3,4% af rekstrartekjum félagsins, sem voru samtals 5.783 millj. kr. Itekstraraf- koman á hinni reglulegu starfsemi félagsins varð 37% lakari en árið áður, þ.e. að hagnaður fyrir fjár- magnskostnað varð 208,3 millj. kr., en var árið áður 329 millj. kr. reiknað á meðalverðlagi ársins 1985. HeildarQöIdi farþega var 784.501, eða 10,9% fleiri en 1984. Hins vegar urðu fraktflutningar 16,3% minni, eða 6.809 tonn, eink- um vegna umtalsverðs samdráttar í slíkum flutningum á Norður- Atlantshafsfiugleiðinni. Meðal- sætanýting árið 1985 var 77,4%. Á árínu störfuðu að meðaltali 1.607 starfsmenn hjá félaginu, og launagreiðslur námu samtals 949 millj. kr. í árslok áttu Flugleiðir sex þotur og §órar skrúfuþotur. Eiginflárstaða Flugleiða hefur batnað verulega, og er eigið fé nú bókfært á 286,6 millj. kr., þar af er núverandi hlutafé 35 millj. kr. Morgunbladið/Bjami „Eru íslensku lögin góð?“ spurðu þær Hanne (t.h.) og Elisabet íslensku blaðamennina sem biðu þeirra á Keflavíkurflugvelli • Stöllumar í Bobby Socks komu í gær: „Iðum í skinninu að heyra lögin“ „VIÐ erum mjög ánægðar með að vera komnar til íslands og iðum í skinninu að fá að heyra íslensku lögin. Eru þau góð? Jú, jú, auðvitað munum við syngja í sjónvarpinu á laugar- daginn.“ Söngkonumar Elisabet Andre- asson frá Svíþjóð og Hanne Krogh frá Noregi — betur þekktar sem Bobby Socks — gengu glaðbeittar út í rigninguna á Keflavíkurflug- velli síðdegis í gær, tvö brosmild stjömuljós sem lýstu upp dumb- unginn. Þær komu frá Osló í boði Flugleiða og sjónvarpsins til að lífga upp á úrslitahrínu sönglaga- keppni sjónvarpsins annað kvöld. Þær komu Noregi í fyrsta sæti í Evrópusöngvakeppninni á síð- asta ári. Norðmenn hafa kennt síðasta ár við Bobby Socks og sagt er að hver einasti maður í landinu kunni sigurlagið í keppn- inni í Gautaborg i fyrra, La det Swinge. Verð á ýsu- og þorskblokk og karfa hækkar um 5 til 7 sent „ÞAÐ hefur veríð mjög bagaleg- ur skortur á ákveðnum fiskteg- undum hjá Coldwater í Banda- ríkjunum að undanförnu, einkum á ýsu og karfa en einnig á öðrum tegundum. Verð á ýsu- og þorsk- blokk svo og karfa hefur veríð hækkað nýlega um 5 til 7 sent á pundið og vonir standa til að framleiðsla þessara tegunda fyrir Bandaríkjamarkað aukist vegna þessa. Ennfremur tel ég að eftir þessar hækkanir verði framleiðendur að endurreikna hagkvæmni af útflutningi þess- ara tegunda ferskra," sagði Frið- rík Pálsson, forstjóri SH, í sam- tali við Morgunblaðið. Friðrik sagði ennfremur, að nú- verandi fiskskortur mætti ekki standa lengi án þess að tjón hlytist af. Bandaríkjamarkaðurinn væri og yrði mikilvægasti markaður okkar fyrir frystan fisk og til þess yrðu menn að taka tillit. Hins vegar yrðu framleiðendur einnig að fá það fyrir vöruna, sem þeir þyrftu til að forð- ast taprekstur og því hefði það verið eðlileg þróun í kjölfar lækkunar dollars, að lögð væri áherzla á aðra markaði en f Bandaríkjunum. Síð- ustu verðhækkanir og fyrri hefðu í raun verið svar við lækkun dollars- ins og skorti á ákveðnum fiskteg- undum. Á markaði sem þessum væru hækkanir um 5 og 7 sent á pundið verulegar, en erfítt væri að þurfa að viðurkenna það, að þrátt fyrir þær gætu framleiðendur ekki rekið fyrirtæki sín án taps vegna lækkunar dollarans síðan fiskverð hefði verið ákveðið í febrúarbyijun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.