Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR14. MARZ1986
Búnaðarfélag Dyrhólahrepps:
Neyðarástand skapast
fáist ekki leiðrétting
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfrandi ályktanir frá Búnað-
arfélagi Dyrhólahrepps:
Fundur haldinn í Búnaðarfélagi
Dyrhólahrepps að Ketilsstöðum 15.
febrúar ’86 skorar á landbúnaðar-
ráðherra og Framleiðsluráð, að
endurskoða nýlega afgreitt fullvirð-
isbúmark í mjólk, til bænda í Vest-
^ur-Skaftafellssýslu. Vart verður
unað við svo mikla framleiðslu-
skerðingu og bendir fundurinn á
eftirfarandi {því sambandi.
1. Að fáir atvinnumöguleikar eru í
héraðinu, sem bætt geta bænd-
um upp þá miklu tekjuskerðingu
sem hér um ræðir, þar sem
landbúnaður er nær eina tekju-
greinin og mjólkurframleiðsla
aðal undirstaðan.
2. Lítið virðist vera tekið tillit til
þess í fullvirðisútreikningi að
viðmiðunarárin eru flest þau
erfíðustu um langan tíma hér
um slóðir og því iítt viðmiðunar-
hæf.
3. Þá átelur fundurinn harðlega
3». þau vinnubrögð, að setja á þessa
miklu framleiðsluskerðingu á
miðju framleiðsluári og bændur
því hagað framleiðslu sinni á
allt annan hátt en hefði fram-
leiðslumagni verið úthlutað
strax á haustnóttum.
4. Svo virðist sem lítið eða ekkert
tillit hafí verið tekið til þeirra,
sem sjálfviljugir drógu saman
framleiðslu, eftir beiðni Fram-
leiðsluráðs, eins þeirra sem í
uppbyggingu eru og hafa verið,
þeirra hagur verður eflaust al-
verstur. Þar er í flestum tilfellum
um verulegar skuldabyrðar að
ræða og lítil von fyrir dyrum ef
leiðrétting fæst ekki eða aðstoð
í öðru formi. Þá verða framleið-
endur sem átt hafa í erfíðleikum
með heilsufar kúa sinna á við-
miðunarárum sérlega illa úti þar
sem mjólkurmagn hefur þá í
mörgum tilfellum verið í lág-
marki. Þarna þurfa að koma til
vottorð dýralækna eða ráðu-
nauta til leiðréttingar.
5. Fundurinn bendir á í þessu
sambandi hvort ekki megi taka
fé úr Framleiðnisjóði landbúnað-
arins sbr. 2. málsgr. 37. gr. laga
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum. Þá telur fundur-
inn að auknar niðurgreiðslur á
mjólk myndu stórauka sölu.
6. Fundurinn vill undirstrika þá
staðreynd að landbúnaður á Is-
landi er langminnst styrktur af
öllum Evrópulöndum.
7. Fundurinn óttast mjög ef fram-
fylgt verður þeirri miklu skerð-
ingu á mjólkurframleiðslu sem
boðuð hefur verið, komi til veru-
legrar vöntunar á mjólk á fyrsta
verðlagssvæði er líða tekur á
Hljómleikar Lúðrasveit-
ar Stykkishólms
Styklcishólmi, 10. mars.
LÚÐRASVEIT Stykkishólms
efndi til tónleika í Félagsheimil-
inu hér í gær. Var mikið fjöl-
menni viðstatt og tók tónleikun-
um af miklum fögnuði. Tónleikar
þessir voru fjölbreyttir að efnis-
vali, og það eina sem ég saknaði
var að það vantaði á efnisskrána
íslensk lög, þvi við eigum svo
mikið af fallegum islenskum
lögum eftir mörg tónskáld. Það
var mikil ánægja að heyra hversu
hinir ungu og ágætu meðlimir
lúðrasveitarinnar hafa tekið
■►miklum framförum í vetur og
eru samvaldir og leiknir á hin
ýmsu hljóðfæri. Alls léku þarna
24 hljóðfæraleikarar og ágætur
var einleikur Sólveigar Guð-
mundsdóttur.
'Það er erfítt að gera upp á milli
hljóðfæraleikaranna, samtökin voru
góð og ótrúlegt hvað þeim tókst í
erfíðum viðfangsefnum. Það er því
mikill fengur fyrir Stykkishólm að
eiga svona sveit sem kemur fram
við ýmis hátíðleg tækifæri. Stjóm-
andinn, Daði Þór Einarsson, skóla-
stjóri Tónlistarskólans, hefir lagt
sig mjög fram og kemur það vel
fram í leik sveitarinnar. Hljóð-
færaleikaramir hafa lagt sig fram
enda til mikils að vinna því nú ætlar
lúðrasveitin að fara um Norðurlönd-
in Danmörku, Svíþjóð og Finnland,
heilsa upp á vinabæi Stykkishólms
og halda þar tónleika. Verður þetta
hálfsmánaðarferðalegíjúnímánuði.
Á tónleikunum í gær kom yngri
lúðrasveitin fram undir stjóm Haf-
steins Sigurðssonar tónlistarkenn-
ara og vakti hún fögnuð áheyrenda.
Báðum sveitunum var klappað lof
í lófa og þær kallaðar fram til
aukalaga.
— Arni
sumarið og menn búnir að fylla
í sinn mjólkurkvóta.
8. Þá leggur fundurinn áherslu á
þá staðreynd, að fáist ekki vem-
lega leiðrétting á fullvirðisrétti
í mjólkurframleiðslu í vestur-
Skaftafellssýslu hlýtur að skap-
ast neyðarástand á svæðinu,
sem bitna mun ekki einungis á
bændum en einnig þeim sem
hafa óbeint framfæri sitt af
landbúnaðarafurðum.
Fundur haldinn í Búnaðarfélagi
Dyrhólahrepps, 15. febrúar 1986,
skorar á þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis, að þeir beiti sér fyrir því
af alefii, að stöðvaður verði, allur
innflutningur landbúnaðarvara til
Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Ef það mætti verða til þess að létta
aðeins á þeirri miklu umfram fram-
leiðslu landbúnaðarvara sem nú er
í landinu.
Fundur í Búnaðarfélagi Dyr-
hólahrepps, haldinn að Ketilsstöð-
um 15. febrúar 1986, skorar ein-
dregið á Mjólkursamsöluna og
Mjólkurbú Flóamanna, að hefja nú
þegar framleiðslu, sölu og dreifingu
á */< 1 femum með venjulegri geril-
sneyddri nýmjólk. Þægilega út-
búnum til drykkjar, t.d. í nesti fyrir
skólaböm, böm í dagvistun, skyndi-
bitastaði, o.fl. En mjólk í þannig
pakkningum virðist einmitt vanta á
markaðinn. Fundurinn bendir á að
þetta yrði ódýrasti og hollasti
drykkjarkosturinn fyrir neytendur
og um leið sá þjóðhagslega hag-
stæðasti, mundi að öllum líkindum
stórauka mjólkursölu og þá um leið
minnka tannskemmdir og fl. kvilla.
Þá bendir fundurinn á þá staðreynd
að sumar af þeim drykkjarvörum
sem nú keppa við mjólkina, em
blandaðar rotvamarefnum og hlýt-
ur mjólkin að hafa þar yfírburði
hvað hollustu snertir.
Morgunblaðið/Emilía
Birna Karlsdóttir starfsmaður Byggingaþjónustunnar með „litla
lífvörðinn“ um hálsinn, öryggistæki fyrir aldraða og sjúka, sem
hægt er að senda boð með til stjórnstöðvar allan sólarhringinn.
Tryggingastofnun greiðir nú 70% af stofnkostnaði þessa tækis.
Fyrir aftan hana er eldvarnarstjómstöð til nota í stærri byggingum,
en stöðin hringir sjálf á siökkvilið ef boð koma frá reyk- og hita-
skynjurum staðsettum viða um bygginguna.
Sýning í Byggingaþjónustunni:
Fleiri fá sér bruna-
°g þjófavarnartæki
SÝNING á bruna- og þjófavöra-
um stendur nú yfir i húsakynn-
um byggingarþjónustunnar við
Hallveigarstíg. Rúmlega tutt-
ugu fyrirtæki sýna þar vörur
sínar, og fulltrúar frá Bruna-
málastofnun rikisins, Bruna-
varðafélagi Reykjavíkur, Eld-
vamaeftirliti Reykjavikur,
Landsambandi slökkviliðs-
manna, Lögreglustjóranum í
Reykjavik, Siglingamálastofnun
rikisins og Slökkvistöð Reykja-
vikur veita almenningi upplýs-
ingar og ráðgjöf.
Á sýningunni eru nokkrar teg-
undir slökkvi- og eldvamartækja,
þjófavamarkerfí, reykskynjarar og
hitaskynjarar, eldvamargler, auk
ýmissa efna á heimilum og stofn-
unum sem eru eldvarin svo sem
eldvarin gluggatjaldaefni, lökk,
málning, hurðahúnar og fleira. Þá
má sjá aðvörunarkerfí fyrir stofn-
anir og fyrirtæki sem tengd eru
mörgum vistarverum, kerfi sem
sjá sjálf um að hafa samband við
slökkvilið. Þama eru einnig þráð-
laus öryggiskerfí fyrir aldraða og
sjúka, lítil tæki sem sjúklingar
hafa á sér, og ef eitthvað kemur
fyrir þá, þrýsta þeir á tækið og
um leið kviknar ljós í stjómstöð
og aðstoð er send samstundis. Að
sögn Baldurs Ágústssonar sem er
með margs konar viðvörunartæki
á vegum fyrirtækisins Vara, hefur
almenningur í ríkara mæli fengið
sér margs konar þjófavamarkerfí
á undanfömum árum, til eru þráð-
laus þjófavamarkerfí sem gætt
geta um 300 fermetra húsnæðis,
og auk hljóðmerkja er hægt að
tengja þau við síma, þannig að þau
hringi í ákveðin númer ef óvæntur
umgangur eða hávaði á sér stað.
Byggingaþjónustan er opin
virka daga frá 10-18 og frá 14-18
um helgar meðan á sýningunni
stendur, en henni lýkur í vikunni
eftir páska.
Lögregluf élag Kópavogs mótmæl-
ir breytingum á skipan löggæslu
Á FÉLAGSFUNDI, sem haldinn
var í Lögreglufélagi Kópavogs
nýverið var mótmælt harðlega
þeim fullyrðingum fulltrúa
dómsmálaráðuneytisins í fjöl-
miðlum, að viðbrögð lögreglu-
manna við fyrirhuguðum breyt-
ingum á skipan lögreglumála á
höfuðborgarsvæðinu hafi verið
jákvæð.
í fréttatilkynningu frá Lögreglu-
félagi Kópavogs segir að félagið
mótmæli harðlega fyrirhuguðum
breytingum og hugmyndum um
sameiningu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu og telur að í þeim
felist skerðing á öryggi og þjónustu
við íbúa Kópavogs og vísar til ítar-
legrar greinargerðar sem Lögreglu-
félagið hefur samið um þessi mál.
Þá bendir fundurinn á að bæjar-
ráð og bæjarstjóm Kópavogs hafi
einróma mótmælt harðlega þessum
fyrirhuguðu breytingum á löggæsl-
9*
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
4
Egilsstaðir
Sjálfstæðismenn á Egilsstöðum lýsa eftir framboðum til prófkjörs
vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Tilkynningar berist Jónasi
Jóhannssyni, Brávöllum 9, sími 1465, fyrir kl. 18.00,16. mars nk.
Sjálfstæðisfólagið Egilsstöðum.
Seltirningar — félagsvist
Spiluö verður félagavist að Austurströnd 3, mánudaginn 17. mars
kl. 2Q,3CL Mætum s^m flest stundvislega.
- : Sljórnir.Sjálfstæðisfélaganna.
Patreksfjörður — prófkjör
Prófkjör Sjálfstaeðisflokksins á Patreksfirði, vegna sveitarstjórnar-
kosninga 31. mai, verður haldið laugardaginn 15. mars nk. i Félags-
heimili Patreksfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 18.00.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir 18 ára og eldri:
a) flokksbundnir sjálfstæðismenn,
b) þeir sem sækja um inngöngu i sjálfstæðisfélagið Skjöld fyrir lok
kjörfundar,
c) þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu.
Við hvetjum alla sjálfstæðismenn og stuðningsmenn þeirra til að
taka þátt i prófkjörinu.
Kjörnefnd.
Akranes
Almennur fundur verður haldinn í Sjálfstæöishúinu við Heiðargerði
mánudaginn 17. mars kl. 21.00.
Dagskrá:
Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri skýrir fjárhagsáætlun Akranes-
kaupstaftar fyrir árlð t986.
Bæjarfulltrúar-Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn.
‘ —Sjálfstaéóisféiögin Akranesi.
HFIMDAL1.UR
Heimsókn í Rangárþing
Farið verður í dagsferð i Rangárvallasýslu laugardaginn 15. mars
nk. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 9.00 árdegis og hádegisverður
snæddur á Hvolsvelli. Stórbýlið Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum verður
heimsótt og byggöasafnið i Skógum skoðað.
Þátttaka tilkynnist i síma 82900. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna.
Stjórn Heimdallar.
Sjálfstæðisfél. Kjalnesinga
heidur fund mánudaginn 17. mars i Fólkvangi kl. 20.30.
Dagskrá:
Komandl sveitarstjórnarkosningar.
- . . -' §tjÓrnio.\:'