Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986
27
Filippseyjar:
Nunnur reyna að
fá kommúnista til
að hætta andspyrnu
Manila, 13. mars. AP.
SAUTJAN nunnur héldu í dag til eynnar Samar og munu þær
freista þess að fá kommúnista til að leggja niður vopn. Skæru-
iiðar kommúnista hafa um langt árabil átt í útistöðum við stjórn-
arherinn.
Nunnumar fara í umboði
Corazon Aquino, forseta, og er
ætlan þeirra að sannfæra skæru-
liða að nú sé lag til að knýja fram
umbætur með friðsamlegum
hætti. Hafa þær fengið hersveitir,
sem kljást við skæruliða, til að
halda sig í stöðvum sínum meðan
á friðammleitan stendur.
Aquino hefur sagst ætia að lýsa
yfír sex mánaða vopnahléi í stríð-
inu við skæruliða, sem ekki hafa
þó enn þegið boð hennar. Ráð-
herrar í stjóm Aquino hafa lagt
til að sett verði á laggimar nefnd,
sem hafi það hlutverk að undirbúa
sakaruppgjöf skæruliða. Sakar-
uppgjöf yrði háð því skilyrði að
þeir legðu niður vopn. Talið er að
skæruliðar séu á bilinu 12—30
þúsund, en aðeins fáir þeirra séu
harðlínumenn.
Ferdinand Marcos, fyrmrn Fil-
ippseyjaforseta, gengur illa að
kaupa sér hús á Hawaii og skýrði
fulltrúi bandaríska vamarmála-
ráðuneytisins frá því að kostnaður
ríkisins vegna Marcosar sé orðinn
a.m.k. 450 þúsund dollarar, eða
um 20 millj. ísl. króna. Vistun og
varzla Marcosar og föruneytis
hans i Hickam-flugstöðinni hefur
þegar kostað um 250 þúsund
dollara, eða 10 millj. ísl. króna,
og þá var beinn kostnaður við að
flytja hersinguna og hafurtask
hennar frá Filippseyjum 200 þús-
und dollarar. Óljóst er hvort
Marcosi verði gert að greiða hluta
þessa kostnaðar, en inni í dæminu
em símasamtöl til útlanda og
reikningur vegna úttektar í þjón-
ustufyrirtækjum hersins í Hickaa
og Guam að upphæð fleiri þúsund
dollarar.
Reikningur í Sviss
Talsmaður nefndar, sem vinnur
að því að kanna „eigur" Marcosar,
sagði að í dag hefði verið upp-
götvaður bankareikningur í naftii
Marcosar í svissneskum banka og
væri á honum 800 milljóna dollara
innstæða, eða rúmlega 30 millj-
arðar ísl. kr. í gær var bönkum
skipað að „frysta inni“ allar eigur
fyrram ráðherra.
Bandarísk tollyfírvöld hafa
fallizt á að afhenda bandarískri
þingnefnd, sem kannar hversu
miklar eignir Marcos á í Banda-
ríkjunum, ljósrit af skjölum sem
Marcos hafði meðferðis á flóttan-
um frá Filippseyjum. Talið er að
þar sé að fínna ýtarlegar upplýs-
ingar um fasteignir hans og
bankareikninga. Þá em fulltrúar
stjómar Aquino komnir til Banda-
ríkjanna til að vinna að því að
stjóminni í Manila verði fengnar
eigur Marcosar þar í landi. Talið
er að fasteignir, sem Marcos hefur
keypt í Bandaríkjunum og víðar,
og innstæður á bankareikningum
í hans nafni, nemi að verðmæti
allt að 10 milljörðum dollara, eða
rúmlega 400 milljörðum íslenzkra
króna. Stjóm Corazon heldur því
fram að þessir fjármunir séu eign
fílippísku þjóðarinnar og vill því
komast yfír þær.
Fabian C. Ver, yfírmanni her-
afla Filippseyja í tíð Marcosar, var
í dag stefnt fyrir rétt á Hawaii
vegna meintra peningagreiðslna
til háttsettra manna í Manila i
sambandi við framkvæmdir á
vegum hersins, sem borgaðar
vom af hemaðaraðstoð Banda-
ríkjamanna.
Hjákona Marcosar
í vandræðum
Dovie Beams Devillagran, fyrr-
um hjákona Marcosar, hefur ósk-
að eftir greiðslustöðvun meðan
hún endurskipuleggur fjármál sín,
en hún er umvafín skuldum. I
umsókn sinni tilgreinir hún 110
lánardrottna, sem hún skuldar.
Skuldar hún átta fjármálastofn-
unum 3,3 milljónir dollara, þar
af Bank of America eina milljón
og Imperial Bank 900.000 dollara.
Frú Devillagran tilgreinir engar
eigur en ásamt manni sínum,
Sergio Devillagran, er hún talin
eiga fasteignir í Los Angeles og
nágrenni að verðmæti 7,7 milljóna
dollara. Em þær ýmist skráðar á
hennar nafn eða þeirra hjóna. Hún
var ástkona Marcosar á ámnum
1968—1970 og heldur þingmaður
því fram að landareign hennar í
Pasadena, sem á er 30 herbergja
glæsihús, sé keypt fyrir peninga,
sem Marcos lét henni í té. Frú
Devillagran er 53 ára og fyrrver-
andi kvikmyndaleikkona.
AP/Símamynd
Húseign, sem Ferdinand Marcos, fyrrum Filippseyjaforseti,
hefur fengið augastað á á Hawaii. Hefur hann staðið í
samningum við húseigendur en samkomulag ekki enn tekizt.
Húsið er í Manoa-hverfi í Honolulu.
, Stór-
rymingar-
sala
Tilboð þessaviku!!
Bolir150—195
Buxur 250—395
Peysur 250—350
Jogging peysur 250 kr.
Mikið úrval af skóm
Lakkskór m. háum og lágum hæl verð 395
Barnastrigaskór og stígvél verð 299
Strigaskór nr. 37—45 verð frá 890
Dra9tir~~verö kr. 950
Kuldaúlpur. Verð kr 1 oon
------- kar. lvær gerðir. Verð frá kr 290
r'290
Herrablússur. Verö tráyer0 kr. 1.490
Herra- og * 1.t90
Barnaioggrnggallar. 490
Herraskyrtur, m'k.ö urval . ve ^
í irx/al af barnasokkum. vero ________
-gængurverasett. Verð kr. 40
nespulopiioogr.Verð20kr------1-----------------_
------------------------ jqq Meknar kassettur.
Hiióntplbtur. vo^kn «^^^VerðivjW.
°g
Ódýra hornið
Verö frá kr. 10 — 200
Sælgæti, gjafavörur o.fl. o.fl.
Heitt á könnunni Greiöslukortaþjónusta
Við opnum kl. 10 árdegis
Vöruloftió
Sigtúni 3, sími 83075
Gluggatjaldaefni í geysilegu úrvali.
Verð frá 100 kr. rn.
Stórís-efni. Verð frá 125 kr. m.