Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 25
- M0RGUN8LABIÐ,-SUNNUDA€UR 23, MARZ1986 J$5 þurfa að hafa á valdi sínu í sjón- varpsvinnu, en í rauninni þurfa menn að búa yfir og geta nýtt miklu meiri tækni til að vinna á svo stóru leiksviði. Leikhúsmenn gera ódýrari myndir Svíar eru ekki bara að fá leik- húsleikstjórana til starfa til að fá fram meiri listræn gæði heldur líka til að spara. Þessir leikstjórar eru miklu fljótvirkari en „filmaramir", þ.e. þeir sem vinna litla undirbún- ingsvinnu með leikurum en taka ótrúlegt magn uppá filmu og eru svo óratíma í dýrum stúdíóum að klippa myndina á eftir. Leikhúsleik- stjóramir vinna allt öðmvísi. Undir- búningur utan stúdíós er miklu meiri, skipulagning betri, kvik- myndunartíminn því miklu skemmri og myndimar því ódýrari í fram- leiðslu. Vinnubrögð þeirra síðar- nefndu em þannig að notaðar em þijár upptökuvélar sem klippt er á milli á staðnum þannig að leikstjór- inn þarf að vita á stundinni hvemig hann vill hafa hvert myndskeið en getur ekki geymt slíkar ákvarðanir þar til seinna eins og vinnubrögð kvikmyndaleikstjóra gefa ráðrúm til, þannig er málið í hnotskum. Það má segja að reynsla mín af þessu sé sú að ég varð hlessa yfir hvað mér urðu þessi vinnubrögð við miðilinn sjónvarp auðveld en jafn- framt varð mér ljóst að möguleik- amir á listrænni útkomu í sjónvarpi em takmarkaðri en ef maður vinnur fyrir stórt leiksvið, enda leikhúsið kröfuharðari starfsvettvangur, krefst meiri tækni bæði af leikstjóra og leikumm. Þar er ekki hægt að endurtaka. Andartakið Stundum hefur maður hugsað um hlutskipti leiksviðsleikarans, allt sé þetta dautt þegar orðið er fallið, horfið að eilífu um leið og sýningin er búin, rétt eins og lífíð sjálft. Þetta er áleitin hugsun í heimi þar sem keppst er við að festa alit á fílmu eða skrifa niður og geyma. Mér fínnst stundum að við séum að dmkkna í öllu þessu geymslu- flóði, sorpi, en lífið sjálft, andartak- ið, sé einskis metið og á stöðugu undanhaldi. Er það þó ekki hin æðsta kúnst, að njóta augnabliks- ins? Hið hraða fjölmiðlaæði Það ríkir ákveðið kröfuleysi í menningarmálum hér á landi en menn em að vona að nú séum við að komast upp af botni lágkúmnn- ar. Um tíma var slakað á kröfum til fólks, fyrir um fímm ámm, þegar þetta hraða fjölmiðlaæði hófst. í stað hugarflugs komu hugarórar, fólk ruglaði saman ímyndunarafli og taugaveiklun, heilli hugsun var nánast útrýmt og vanhugsun eða hálfhugsun var hafín til vegs. Nú held ég að þetta geti ekki orðið verra og þeir tímar séu að renna upp að þetta fari að breytast hjá okkur. Einn angi af þessu fyrir- brigði er að frekja og ýtni er tekin fyrir dugnað sem er allt annar hlutur. Þetta er þekkt um allan heim en er held ég víðast hvar á undanhaldi. Sem dæmi um þessa þróun vil ég nefna að einu sinni vom samin og flutt erindi um ýmis mál sem kröfð- ust sérþekkingar. Þegar fjölmiðla- æðið hófst var málið afgreitt á annan veg. Fenginn er spyrill sem undirbúningslaust og af handahófí spyr þann fróða sem svo kannski aldrei fær tíma eða tækifæri fyrir spyrlinum til að komast að kjama málsins og enginn er bættari með slíkri málsmeðferð, spyrillinn, sá fróði eða almenningur. Þetta getur gengið út í slíkar öfgar að spyrlar hafa viðtöl hveijir við aðra um eigin málefni sem afar fáir hafa áhuga á. Mér fínnst líka áberandi á síðustu ámm að það er eins og flytjendur efnis hafí ekki lesið efnið, sem þeir Úr uppsetningu Brynju á Hárinu í Giaumbæ 1971. Á myndinni eru f.v. Hákon Þórisson, María Harðardóttir og Árni Blandon. „Dags hríðar spor“ eftir Valgarð Egilsson í leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur og Erlings Gíslasonar. Leikmyndateiknari var Siguijón Jóiiannsson. Á myndinni er f.v. Arni Blandon, Erlingur Gíslason og Benedikt Arnason. Helga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Brynja Benediktsdóttir í Inúk. Leikhópurinn samdi verkið ásamt Haraldi Ólafssyni og Brynja annaðist uppsetningu. Hópurinn ferðaðist um heiminn í boði 20 þjóð- landa á árunum 1974 til 78. Helga Valtýsdóttir og Brypja Benediktsdóttir í Hunangsilmi eftir Shelangh Delaney sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1965 til66. Þetta leikrit er til í útvarpsupptöku. Hlutverk móðurinnar sem Helga Valtýsdóttir lék var síðasta hlutverk hennar, bæði á sviði og í útvarpi. Úr „Tíu tilbrigðum" eftir Odd Björnsson í leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur. Hún gerði einnig leikmynd og búninga. Verkið var sýnt í Nemenda- leikhúsi Þjóðleikhússins 1968. Myndin sýnir Mar- gréti Helgu Jóhannsdóttur og Sigurð Skúlason í hlutverkum sínum. em að flytja, til enda, og bijóta það því alltaf niður þannig að hlustend- ur ná aldrei innihaldi þess sem verið er að koma á framfæri. Það er með öðmm orðum búið að strika út bakþankann, sem alltaf þarf að vera fyrir hendi eigi meiningin að skila sér, menn mega ekki lengur vera að því að vinna og undirbúa sig. Þetta hefur líka sett sitt mark á listræn vinnubrögð. Það er niður- lægjandi fyrir leikara t.d. að þó hann bæti þekkingu sína og fæmi þá er eins og það skipti engu máli. Sem dæmi um þessa þróun vil ég nefna Bretland. Þar var áður sú leikhúshefð að leikarar fengu að vaxa að visku og þroska í sínu starfi í glímu við fjölbreytileg verk- efni. Nú er öldin önnur. Ungt fólk er tekið og gjörnýtt í samskonar verkefnum í kvikmyndum þar til það passar ekki lengur í slík hlut- verk, þá er því vikið til hliðar. Af- leiðingin kann að verða sú að eftir nokkurn tíma eigi Bretar ekki leik- ara sem hafa náð að þroskast eins og t.d. Sir Laurence Olivier og Vanessa Redgrave. Allt gengur nú svo hratt fyrir sig, fólk stígur uppá stjömuhimininn með ógnarhraða og malar þá gull fyrir framleiðandann en er svo vikið til hliðar fyrir nýrri stjörnu. Þannig nær enginn leikari þroska. Þetta er þróun sem ég vona að ekki komi hér á landi. Hlutskipti mitt sem leikstjóri Mitt hlutskipti sem leikstjóri hefur af ýmsum orsökum orðið það að taka æði oft að mér að setja upp ný íslensk verk þar sem ég feta ekki í fótspor fyrri leikstjóra. Þetta hefur haft bæði kosti og galla. Ég hef orðið að byggja á eigin hug- kvæmni og sýna ákveðið sjálfstaíði sem er sannarlega harður skóli en gefur líka mikið í aðra hönd, það fann ég á námskeiðinu í Svíþjóð á dögunum. En vissulega hef ég líka hugsað um að það væri þægilegt að fá til uppsetningar „tjómakökur" eins og Shakespeare, Strindberg, Ibsen og aðra „klassíkera" sem hægt væri að velta sér uppúr. I mínum huga er leikhús í grófum dráttum, leikari og áhorfandi. Það er leikstjórum nauðsyn að hafa í sér eðli leikarans. Fram eftir mínum ferli var ég fyrst og fremst leikari og um þrítugt var ég komin með góð hlutverk og góða dóma, en þá fór ég í auknum mæli að sinna leikstjórn sem ég heillaðist af. Reynsla mín sem leikari hefur orðið mér mjög heilladijúg í því starfi en kannski hefur leikstjórnin orðið til þess að ég hef fjarlægst leikarann um of. Ég þyrfti kannski að komast nær honum á nýjan leik. Gagnrýni Það er vissulega lærdómsríkt að vinna við stórt leikhús og reyna að svara þeim kröfum sem þar eru gerðar. Þjóðleikhúsið gerir strangar kröfur og liggur eðlilega undir strangri gagnrýni, en það er líka nauðsynlegt að geta létt af sér þessu oki og unnið utan hússins. Það sem háir listrænni starfsemi leikhússins nú er að eiga ekki lítið leiksvið. Það er nauðsynlegt að vinna við minna svið þar sem verk- stjómin er ekki eins umfangsmikil, þá er álagið minna og maður kemst í meira návígi við leikara og áhorf- endur, það er uppörfandi. Hitt fínnst mér kannski óréttlátt að við sitjum ekki við sama borð gagnvart gagnrýninni. Leikhúsfólk fær betri dóma fyrir verk sín utan hússins en innan. En okkur er kannski um að kenna, við svömm aldrei gagn- rýni, hversu óréttlát sem hún er. Leiðréttum aldrei misskilning eða rangfærslur. í hópi þeirra sem skrifa gagnrýni á leikhúsverk er eðlilega margs konar fólk. Einu sinni bar mikið á misskildum höfundum sem oft lögð- ust á verk annarra höfunda og rifu þau niður en hófu kannski leikstjór- ann upp til skýjanna. Seinna fóm leikstjórar að skrifa gagnrýni og lögðust þá stundum af sömu grimmd á aðra leikstjóra en vom fullir af góðvilja í garð höfunda. Ekki var betra þegar menn komu eftir langdvalir í útlöndum og hófu upp hástemmt hrós um leikhúslíf hér á landi sem þeir höfðu þó haft mjög stopular spumir af. Þóttust kannski vera að uppgötva efnilega leikara sem í fjarveru þeirra höfðu kannski unnið sína stærstu leik- sigra. Smánarlaunaflokkur? Ég er á þeirri skoðun að áhrif gegnrýnenda hafí dvínað með ámn- um en um leið verður leikhúsið að veija æ meira fé í auglýsingar í íjölmiðlum. Þar er sjónvarpið hættulegur áhrifavaldur. Arið 1984 fóm 17 prósent af heildarútgjöldum Þjóðleikhússins í laun, þar er átt við fastráðna leikara og leikstjóra, lausráðna leikara, aukaleikara og aðkeypta leikstjóra. Það er tímanna tákn að nú er orðið nauðsynlegt að auglýsa leiksýningu í sjónvarpi þó það sé í rauninni aðeins stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu sem ber slíkar auglýsingar, og þó varla. Slíkar auglýsingar koma óhjákvæmilega niður á annarri starfsemi leikhús- anna og svo er hitt að vond auglýs- ing fremur en leiksýningin sjálf getur ráðið úrslitum um aðsókn, slíkt er óeðlilegt. Þeir leikarar sem áður fengu greitt í hlutfalli við það að þeir vom burðarásar í sýningum hússins, vom í heiðurslaunaflokki, sitja að vísu í þeim flokki áfram en nú væri meira réttnefni að kalla hann smánarlaunaflokk. Leikhúslífið er álag Sem leikstjóri hef ég ekki látið hafa áhrif á mig þó mér líki ekki við fólk. Ef leikarinn passar í hlut- verk vel ég hann án tillits til per- sónulegra kynna. Þó verð ég að játa að ég hef haft tilhneigingu til að sniðganga manninn minn af ákveðnum orsökum. Við viljum lifa af sem fjölskyldufólk. Leikhúslífíð er mikið álag sem erfitt er að vera undir svo við höfum vísvitandi reynt að vera ekki saman í verkefnum. Hafí það orðið svo að vera hefur þó samvinna okkar gengið ákaflega vel, það ber að taka fram. Kannski stofnum við fijálsan leikhóp í ell- inni. Þó erfitt sé að bæði hjónin vinni við leikhús held ég að enn erfiðara sé ef aðeins annar aðilinn gerir það. Ég myndi ekki vilja leggja það á nokkurn mann utan leikhússins að búa með mér, það er því ekki nema eðlilegt að leikhúsfólk veljist saman. Vera mín í Svíþjóð í haust hefur orðið til þess að vekja aðdáun mína á ýmsu sem þar er að finna í þjóð- lífínu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í návígi við norræna menningu, ég hef sótt menntun mína aðallega til Frakklands og Þýskalands svo óneitanlega hefur hringurinn víkkað. Kurteisi og gestrisni Svía eru mér ofarlega í huga, þeir létu mér ^ í té fé og mannafla. í sex vikur fékk ég að leika mér með vélar og leikara í rándýru stúdíói, Það er lífsreynsla sem ekki gleymist og kemur mér vonandi að gagni í mínu landi. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.