Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBIABIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986
31
áform Sigríðar, móður Kömmu,
fóru út um þúfur, en heim til íslands
kom hún með sólargeislann sinn,
Kömmu, árið 1925.
Kamma ólst því upp við kröpp
kjör eins og þorri fólks á þessum
árum. Móðir hennar giftist síðar
Siguijóni Jónssyni, sem reyndist
Kömmu vel.
Kömmu gekk mjög vel í skóla
og var látin ganga menntaveginn.
Hún útskrifaðist úr Verslunarskól-
anum árið 1941. Hugurinn stóð til
frekara náms en af því gat ekki
orðið. Ung giftist hún Sveini Ein-
arssyni frá Miðdal og brátt stækk-
aði fjölskyldan. Þau voru mjög
glæsilegt par og eignuðust fimm
böm. Öm, Sigríði, Valgerði, Örlyg
og Einar. Bamabömin em þrettán.
Kamma og Sveinn slitu samvistum.
Síðar giftist Kamma Sigvalda
Thordarson, arkitekt, en missti
hann eftir skamma sambúð. Þau
eignuðust einn son, Sigvalda. Á
þessum ámm vann Kamma utan
heimilis m.a. hjá Hagtryggingu og
síðar í Domus Medica.
Kamma var ein af þessum kon-
um, sem við íslendingar getum
verið stoltir af — þær em drottning-
ar hvort sem þær búa í heiðarkotum
eða höllum. Það sópaði að henni
hvar sem hún fór. Hún var glæsileg
kona, glaðleg og vingjarnleg við
alla og framkoman með þeirri fágun
sem 'éinkennir heimskonuna. Mjög
trygglynd og hreinlynd en þung á
bámnni ef móti henni var gert. Hún
var jafnframt ákaflega létt í lund
og skemmtileg. Betri gengdamóður
var ekki hægt að hugsa sér.
Kamma varð þeirra gæfu aðnjót-
andi að kynnast eftirlifandi eigin-
manni sínum Jóni Benediktssyni,
bónda í Höfnum árið 1971. Næstu
árin urðu mikil hamingjuár í lífi
þeirra. Þau vom öil sumur fyrir
norðan í Höfnum á Skaga. Þar var
mikil náttúmfegurð og í Höfnum
undu þau sér vel við að nytja jörð-
ina. Veiða sel og silung, sinna
varpinu og nýta rekavið.
Það var mikil upplifun fyrir lítinn
ömmustrák, Eggert, að fá að vera
þama í sveitinni hjá þeim í Höfnum
í þijú sumur. Að fylgjast með dýra-
lífinu, sjá selina skjóta upp forvitn-
um kollunum, sjá ungana vappa
eftir fjömnni á vorin og fyigjast
með bústörfum. Þá var amma
Kamma óþreytandi að segja litlum
snáða frá undmm náttúmnnar. I
Höfnum var oft glatt á hjalla á
sumrin og þröngt á þingi, því bömin
og bamabömin vom mörg auk
annarra gesta. Þannig liðu mörg
góð ár.
Á vetuma vom Kamma og Jón
í bænum og þá vann hún í Domus
Medica við góðan orðstír. Alltaf var
gaman að koma til þeirra hjónanna
á Háaleitisbrautina.
En lífið er hverfult og enginn
má sköpum renna. Fyrir rétt ári
síðan, þegar vorið var á næsta
leyti, tók að draga ský fyrir sólu.
Kamma var orðin veik, banvænn
sjúkdómur var sestur að í þessari
glæsilegu og lífsglöðu konu. í ein-
víginu við þennan vágest birtist
okkur sálarþrek og kjarkur
Kömmu. Aldrei sýndi hún örvænt-
ingu eða uppgjöf þótt sjúkdómurinn
tæki hana heljartökum. Jón hjúkr-
aði henni heima af mikilli umhyggju
þar til eigi var umflúið að hún færi
á sjúkrahús og bömin hennar sex
og stúpdóttir Jóns reyndu að gera
allt til að létta henni lífið. SaVnfelld
sjúkrhaúsvist tók við um miðjan
desember. Þrek hennar þvarr dag
frá degi. Átakanlegt var að horfa
upp á hve hart sjúkdómurinn lék
Kömmu en reisn sinni hélt hún til
hinstu stundar.
Nú er Kamma laus úr viðjum
þessa þungbæra sjúkdóms. Minn-
ingamar streyma fram um allar
skemmtilegu samverustundimar á
síðastliðnum sautján árum.
Eiginmanni hennar, bömum og
öðmm ástvinum votta ég innilega
samúð. Megi hin eilífa hvíld verða
henni góð.
Guðrún Eggertsdóttir
t
Eiginkona mín,
SVAVA ERLENDSDÓTTIR,
Jöklaseli 3,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars kl.
15.00.
Hjalti G. Jónathansson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR BJARNADÓTTUR
fyrrverandi saumakonu,
Dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og annarra á Dvalarheimilinu Ási,
Kristjáns Jóhannssonar læknis og starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans.
Baldur Magnússon, Jónfna Þorsteinsdóttir,
Bjaml Rúnar Baldursson,
Þorsteinn Baldursson,
Einar Baldursson,
Jón Baldur Baldursson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR,
Presthúsum,
Mýrdal,
Sigríður Finnbogadóttir,
Guðrún Finnbogadóttir,
Vilborg Finnbogadóttir Hauge,
Matthildur Finnbogadóttir,
Magnús Finnbogason,
Þóranna Finnbogadóttir,
Þorgerður Finnbogadóttir,
Hrefna Finnbogadóttir,
Einar Reynir Finnbogason,
Kjerulf Hauge,
Baldur Sigurðsson,
Unnur Erlendsdóttir,
Geir T ryggvason,
Einar Klemenzson,
Kristrún D. Guömundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuorð:
SvendAage
Andersen
Fæddur 14. júní 1902
Dáinn 13. mars 1986
Þóíokkarfeðrafold
fallialltsemlifír
enginn getur mokað mold
minningamaryfir.
(Bjami Jónsson frá Gröf)
Dauðinn gerir sjaldan boð á
undan sér. Hversu vel sem við
þykjumst undir hann búin kemur
hann okkur jafnan í opna skjöldu.
Hann er hinn kaldi veruleiki, stað-
reynd sem enginn fær um flúið.
Þetta er aðeins smákveðja frá
afa stelpu til Svend Aage Andersen.
Ég ætla ekki að fara út í það að
lýsa ævi hans og starfi, það þekkja
allir sem honum kynntust, heldur
þakka, því hann var mér ekki bara
afi heldur líka allra besti vinur og
kunni þá aðdáanlegu list flestum
betur að vera vinur. Það var ein-
staklega notalegt að dvelja í návist
hans. Hann þurfti ekki að segja
neitt eða gera neitt til að vera góður
afi. Það andaði frá honum ljúf-
mennskan, enda voru þau ófá böm-
in sem kölluðu hann Svend afa.
Það er skrítin tilhugsun að eiga
aldrei eftir að heimsækja afa aftur
og smella kossi á kinn hans og
ræða um daginn og veginn.
Með þessum línum kveð ég elsku
afa minn, sem var mér svo kær. Ég
hefði svo gjaman viijað fá að njóta
samvista við hann lengur.
Að lokum bið ég góðan guð að
styrkja Fríðu ömmu í hennar sorg,
en eftir eigum við minningu um
góðan og heilsteyptan mann. .
„Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem)
Helga María
FERMINGARGJÖFIN í ÁR!
SKRIFSTOFUVÉLAR h.f.
NÝJA 4RA LITA
REIKNI
FRÁ SILVER
SilverReed EB50 boðar upphaf
nýrra tíma í gerð skólaritvéla.
Hún er full af spennandi
nýjungum, ótrúlega fjölhæf
og lipur. Fjórir litir, margar
leturstærðir, teiknihæfileikar,
reiknikunnátta og tenging við
heimilistölvu eru aðeins brot af
athyglisverðum eiginleikum bessa létta
og fallega töfratækis sem alls staöar fær
frábærar móttökur meðal skólafólks sem
fylgjast vill með nýjum og skemmtilegum tímum.
SilverReed EB50 er hönnuð fyrir unga fólkið
og framtíðina.
ótrúlegt verð:
AÐEINS KR. 12.900
mmu ii ui uy reynio sjair snini biiverKeea tB50
Hún á eftir aö gera skólastarfið bráðskemmtíleg
y.W \CHP,
Hverfisgötu 33 — Sfmi 20560
■ 4 litir
■ fslenskt leturborð
■ Þijár leturstærðlr
■ Belnt letur/hallandl letur
■ SJálfvlrk undlrstrikun
■ 16 stafa lelðréttingargiuggl
■ Teiknlng á skffurltum. súlurttum og
■ cetur vélrttað upp og nlður.
■ Tenglst vlð helmlllstölvur sem telknarl
■ Relknar og setur upp helstu relknlaðferðlr
■ cengur Jafnt fyrlr rafhlöðum og 220v (straumbreytlr fytglr)
■ Létt og þæglleg að grfpa með sér hvert sem er.
Helstu söluaöilar auk Skritstotuvóla hf: Akranes: Bókaversl. Andrósar Nielssonar
Akureyri: Bókval
Blönduós: Kaupfól. A-Húnvetninga
Borgames: Kaupfél. Borgnesinga
Egilsstaðir: Fjölritun s/f
Grindavlk: Bókabúð Grindavíkur
Hafnarfjörður: E. Th. Mathiesen Reykjavlk: Penninn, Hallarmúla
Húsavlk: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Seyöisfjörður: Kaupfél. Hóraðsbúa
Isafjörður: Bókaversl. JónasarTómassonar Selfoss: Vöruhús K.Á.
Keflavík: Stapafell Siglufjörður: Aðalbúðin
Neskaupstaður: Enco h/f Vestmannaeyjar: Kjami h/f
Ólafsfjörður: Versl. Valberg
J'