Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 58
M.
MORGPNBLAÐIjD, SUNNUDAGUR23. MARZ1986
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
ísland og alþjóðastofnanir:
Gagnsemi og
kostnaður
— utanferðir á kostnað skattborgara
Land okkar er miðsvæðis — í þjóðbraut þverri — milli hins gamla
og nýja heims. Samgöngu- og fjölmiðlatækni nútímans hefur nánast
eytt fjarlægðum, sem aðskildu lönd og álfur; fært þjóðir heims í
túnfót hverrar annarrar. Við getum ferðast til „fjarlægra" heims-
horna nánast á örskotsstundu. Við getum séð á sjónvarpsskjá á
heimilum okkar atburði hinum megin á hnettinum á sömu stundu
og þeir gerast. Það er því um tómt mái að tala, hvort heldur okkur
líkar betur eða verr, að hengja hatta okkar á ímyndaða einangrun
lands eða þjóðar. Við erum staðsett í þjóðaþröng. Það hefur sína
galla. Það hefur einnig sina augljósu kosti.
Hugmyndir um einangrun ís-
lenzkrar þjóðar eru tímaskekkja.
Við höfum margt að sækja til
annarra. Einnig sitt hvað að gefa
öðrum. Menningarleg, viðskiptaleg
og fjölþætt annars konar samskipti
og samvinna við umheiminn, þar á
meðal um öryggismál okkar, eru
hluti af velferð okkar, fullveldi og
lífskjörum á líðandi stund. Sókn
okkar til betri lífskjara, sem hafin
hlýtur að verða senn ef tekst að
tryggja stöðugleika og jafnvægi í
efiiahagslífi okkar og þjóðarbúskap,
kemur til með að byggjast að dijúg-
um hluta á samstarfi okkar og
annarra þjóða á vettvangi íjármála,
tækni, þekkingar og markaðsmála.
ísland og
alþjóðastofnanir
Þrátt fyrir framansagt eigum við
að gæta hófs í útgjöldum á sam-
skiptavettvangi við aðrar þjóðir. í
þeim efnum, sem öðrum, er munur
á, hvort vaðið er í ökkla eða eyra,
eins og sumum sýnist vera nú.
Allavega er komin fram þingsálykt-
unartillaga, flutt af tveimur norð-
lenzkum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokks, Halldóri Blöndal og Birni
Dagbjartssyni, svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að beita sér fyrir athugun
á nauðsyn aðildar íslands að al-
þjóðastofnunum og samtökum, sem
ísland er nú aðili að, með það fyrir
augum að aðild verði sagt upp þar
sem unnt þykir og ýtrasta spamað-
ar gætt um þátttöku í starfsemi
þeirra stofnana sem þjóðinni er tví-
mælalaus hagur að áframhaldandi
tengslum við.“
I greinargerð er vitnað til íjár-
laga yfirstandandi árs. Þar er sér-
stakur gjaldaliður, Alþjóðastofnanir
(03-401), sem gerir ráð fyrir 70
m.kr. útgjöldum. Auk hans er hér
og þar í fjárlögum fjárframlög til
alþjóðastofnana og vegna þátttöku
Islands í alþjóðasamstarfi. Loks er
„ótalið og ómælt það fé sem varið
er til utanfara opinberra starfs-
manna á vegum ýmissa stofnana
ríkisins og ráðuneyta í nafni al-
þjóðasamvinnu".
Enn segir í greinargerð með til-
lögunni:
„Aðild okkar að ráðum og nefnd-
um, stjómum og stofnunum heims-
ins er oft illa skilgreind og án sýni-
legs tilgangs og markmiða. Ekki
er að sjá að svonefnd alþjóðasam-
vinna, sem einhvem tíma hefur
verið tekin upp, geti hætt. Endi-
mörk vaxtar em ekki fyrirsjáanleg
í þessum efnum. Með þessari tillögu
er því beint til ríkisstjómarinnar
að nú verði staldrað við á alþjóða-
samvinnu-brautinni og athugað
hvert hún leiðir okkur, hvort allir
þessir 47 liðir, sem taldir em upp
í fjárlagalið 03-401 (Alþjóðastofn-
anir), em skynsamlegir, nauðsyn-
legir eða æskilegir og verðir fjár-
veitinga."
Dæmisaga af UNESCO
Flutningsmenn tillögunnar vitna
til þess að bæði Bandaríkjamenn
og Bretar hafa sagt sig úr UNES-
CO. Þeir segja það umhugsunarefni
„að þessar tvær vinaþjóðir okkar
skuli ekki telja þessa stofnun verða
fjárveitinga og jafnvel verri en ekki
til þess að túlka þau menningar-
og uppfræðslusjónarmið, sem vest-
rænar þjóðir .vilja helzt að aðrir fái
að kynnast. Þvert á móti hefur
viðgengist í kringum forstjóra
stofnunarinnar hin versta spilling
og siðleysi fyrir utan ótrúlegt skrif-
stofubákn og starfsmannahald",
segja þessir þingmenn og em sýni-
lega ekki að skafa utan af hlutun-
um. Og það er meira blóð í kúnni
hjá þeim tvímenningum:
„I umræðum um tillögu flutn-
ingsmanna þessarar tillögu við
afgreiðslu íjárlaga í vetur var reynt
að slá á þá strengi að ekki mætti
hætta þátttöku í UNESCO vegna
þess að íslendingur væri þar framá-
maður í einhverri undimefnd. Slík
er lítilþægnin, að sé landinn gjald-
gengur og nothæfur til vinnu í
alþjóðanefndum, nægi það til að
afsaka og réttlæta fjárútlát til hinna
undarlegustu alþjóðastofnana sem
enginn veit hvort ísland hefur hið
minnsta gagn af, né geti lagt eitt-
hvað af mörkum til gagns." Svo
mörgvóm þauorð.
Utanferðir á kostnað
skattborgara
Loks segir í greinargerð þing-
mannanna tveggja:
„Það hafa oft verið gerðar til-
bAÐ ER EKKI AÐ ASTÆÐULAUSU....
• . . . að fagmaðurinn velur AIWA,
AIWA eru einfaldlega topp-tæki.
Nú bjóðum við AIWA V-800 sam-
stæðuna á sérstöku tilboðsverði.
Verö áöur kr. 69.000.- nú aöeins kr. 58.900,-
Okkar kjör, 25% út, eftirstöðvar á átta mánuðum.
NÚ GETUR PÚ EIGNAST
AIWA
D i» / i i r
ixaaiooær nr.
1 1
ím ■‘•'1
5 1
Ar:.i —*— - ■ . m~- • ms -
Félag umbótasinna:
Óska eftir
samstarfi
við Vöku og
vinstri menn
Á AÐALFUNDI Félags umbóta-
sinna í Háskóla Islands í fyrra-
dag var ákveðið að vísa frá bréfi
sem borist hefur frá Félagi
vinstri manna um samstarfs-
möguleika, en óska þess i stað
eftir viðræðum við Vöku, Félag
lýðræðissinna og vinstrimenn um
samstarf allra fylkinga.
Gylfi Ástbjartsson formaður Fé-
lags umbótasinna sagði í samtali
við Morgunblaðið, að bréf hefðu
verið send báðum fylkingunum
ásamt greinargerð þar sem fram
kemur hvers vegna samstarfs sé
óskað. Hann sagði helstu forsend-
umar fyrir þessari ákvörðun annars
vegar vera staðan í lánamálum og
hinsvegar minnkandi álit stúdenta
og annarra á störfum Stúdentaráðs.
„Við teljum þörf á samstöðu ef
frumvarp verður lagt fram um lána-
málin sem er okkur óhagstætt, aúk
þess teljum við að samstarf fylking-
anna sé nauðsynlegt til að auka álit
á Stúdentaráði og störfum þess, en
margt bendir til þess að það sé með
minna móti, kjörsókn hefur t.d.
sjaldan verið minni en í síðustu
kosningum."
Gylfi bjóst við að svars væri að
vænta frá Félagi vinstrimanna og
Vöku í dag.
Ármúla 38 og Garðabæ. Símar 31133 og 651811
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!