Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986
47
Ein tillaga af mörgum
Árið 1977 stofnaði húsameistari ríkisins til starfshóps meðal arkitekta embættisins, sem hafði með
höndum úttekt á og tillögng-erð um húsnæðismál Alþingis, miðað við nýtingu á lóðum þess i miðborg-
inni. Mynd þessi sýnir eina hugmynd af mörgum, sem settar voru fram. þessi hugmynd gerði ráð fyrir
að öll timburhús á lóðunum yrðu rifin og byggt á þeim lóðum sem við það losna.
í niðurlagi þess rits eru „undir-
strikuð nokkur meginsjónarmið til-
lögugerðarinnar":
„1 Núverandi Alþingishús verði
þungamiðja þinghaldsins, svo
sem verið hefur.
2 Flest núverandi hús svæðisins
verði gerð upp og notuð fyrir
starfsemi Alþingis.
3 Byggðar verði nýbyggingar í
skörð milli núverandi húsa á
lóðum Alþingis og byggt upp
einskonar Alþingishverfi í stað
einnar meiriháttar byggingar.
4 Framkvæmdum verði skipt í
áfanga með tilliti til þarfa og
Ijármögnunargetu..."
Framangreindar hugmyndir vóru
lítt eða ekki framkvæmdar.
Á þinginu 1980-81 er enn sam-
þykkt þingsályktun um framtíðar-
húsakost Alþingis, svohljóðandi:
„í tilefni af hundrað ára afmæli
Alþingishússins ályktar Alþingi að
fela forsetum þingsins að gangast
fyrir samkeppni um gerð og skipu-
lag viðbótarbyggingar fyrir starf-
semi þingsins á svæði sem takmark-
ast af Templarasundi, Kirkjustræti,
Tjamargötu og 'Ijöminni. Verði
samkeppnin við það miðuð að heim-
kynni Alþingis skuli áfram verða í
núverandi þinghúsi svo og í bygg-
ingum í næsta nágrenni þess. —
Forsetum Alþingis er falinn undir-
búningur þessarar samkeppni, þar
með talin öflun forsendna fyrir gerð
útboðsgagna, í samráði við húsa-
meistara ríkisins og skipulagsyfir-
völd.“
Nýbygg-ing- í
tveimur áföngum
Forsetar þingsins hafa nú aug-
Nýbygging Aiþingis:
Samkeppni
um gerð
og skipulag
lýst samkeppni um gerð og skipulag
nýbyggingar fyrir starfsemi þings-
ins. Keppnin fer fram eftir sam-
keppnisreglum Arkitektafélags Is-
lands. Skiladagur er 12. maí nk.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti Sameinaðs þings, gerði grein
fyrir þessari samkeppni á blaða-
mannafundi fyrir skemmstu, en
hann er jafnframt formaður dóm-
nefndar, sem forsetar þingsins
skipa, ásamt forstöðumanni borgar-
skipulags og þremur arkitektum.
Fyrirhugað er að dómnefnd ljúki
störfum í júnímánuði í ár.
Ráðgerð er nýbygging í tveimur
áföngum. Fyrri áfanga er ætlað að
hýsa starfsemi þingnefnda, þing-
flokka, skrifstofu Alþingis, bóka-
safn þingsins, skjalasafn þess,
mötuneyti, ræðuritun, tölvuvinnslu,
sjónvarpsupptöku og útgáfu Al-
þingistíðinda. Síðari áfangi er ætl-
aður fyrir skrifstofur þingmanna,
sextíu talsins. Gert er ráð fyrir að
nýbyggingin verði tengd hinu aldna
þinghúsi með neðanjarðargöngum
(sunnan þess og til vesturs). Fyrri
áfangi er ráðgerður við Kirkju-
stræti; sá síðari við Tjamargötu.
Hið aldna þinghús við Austurvöll
var teiknað af einum kunnasta
húsameistara Dana á þeirri tíð,
Ferdinand Meldahl, sem var for-
stöðumaður Listaháskólans í Kaup-
mannahöfn. Yfirsmiður var kunnur
danskur byggingarmeistari, F.
Bald. Steinsmiðir vóru frá Borgund-
arhólmi og múrarar frá Kaup-
mannahöfn. Vel var til byggingar-
innar vandað og vel tókst til í alla
staði.
Flestir íslendingar fagna því að
fundir Alþingis verða áfram í þessu
aldna, söguríka húsi. íslenzkir arki-
tektar og fagmenn á öðrum sviðum
byggingarlistar fá nú verðugt en
vandasamt verkefni, þar sem tillit
þarf að taka til margs, meðal ann-
ars hins aldna þinghúss, friðaðra
húsa í nágrenni og annars um-
hverfis í miðborginni. Vonandi tekst
þeim eins vel og hinum dönsku
fagmönnum, sem komu við sögu
er Alþingishús af íslenzkum steini
var reist við Austurvöll fyrir meir
en hundrað árum.
Alþingi fær oft á baukinn hjá
okkur, óbreyttum, þegar íslend-
ingseðlið segir mest til sín í bijósti
okkar. Engir myndu þó bregðast
verr við en við, ádeilendur oftar en
ekki, ef sagan frá 1800 endurtæki
sig, og Alþingi yrði lagt niður. Við
viljum hafa þennan homstein lýð-
raeðis og þingræðis. Við viljum eiga
„nöldrið okkar". Og við vonum
sannarlega að Alþingi fái nýbygg-
ingu við hæfi. En við áskiljum okkur
allan rétt til að gagnrýna hana,
eins og annað sem þinginu tengist!
Morgunbladið/Júlíus
Verðgæsla almennings
Margs ber að
gæta við innkaup
Verðlagsstofnun og verkalýðs-
hreyfingin hafa tekið höndum
saman um hert verðlagseftirlit í
landinu og hvetja landsmenn alla
til að taka þátt í verðgæslunni.
Þegar ASÍ og Verðlagsstofnun
kynntu sameiginlegt átak fyrir
helgina sýndu þeir Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, og
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri,
tvær „innkaupakörfur**: í báðum
voru sömu vörutegundir en vöru-
merki mismunandi og verð
greinilega mjög mismunandi,
eins og sést á körfum þeirra
Ásmundar og Georgs. Niðurstað-
an er sú, að við innkaup ber
margs að gæta og rétt að velta
hverjum hlut fyrir sér áður en
hann fer í körfuna. Það gæti
nefnilega verið hagkvæmara
fyrir fjölskylduna að leita í næstu
hillu.
Nýr skóli
kominn út
1. TÖLUBLAÐ Nýs skóla, fram-
haldsskólablaðs Heimdallar, er
komið út. I blaðinu, sem dreift er
í alla framhaldsskóla, eru m.a.
greinar um Lánasjóð íslenskra
námsmanna, frjálst útvarp o.fl.
ásamt opnuviðtali við Davíð Odds-
son borgarstjóra. Einnig eru
fréttapistlar úr framhaldsskólun-
um í Reykjavík og aðrir fastir liðir.
Ritstjóri Nýs skóla er Steingrímur
Sigurgeirsson en ásamt honum
eiga sæti í ritnefnd þau Laufey
Johannessen, Amór Bjömsson,
Ólafur Stephensen og Stefán Jón
Friðriksson. Blaðið fæst án endur-
gjalds á skrifstofu félagsins að
Háaleitisbraut 1.
fram hver á fætur öðrum og var sungið undir stjóm Daða Þórs
til fyrirmyndar hvað allt gekk vel Einarssonar skólastjóra Tónlistar-
og hratt fyrir sig. í byijun var skólans og ýmis atriði fóru fram
við undirleik Hafsteins Sigurðsson-
ar. Væri freistandi að neftia fleiri
nöfn, en það skal ekki gert. Það
er gæfa okkar í Stykkishólmi að
eiga gott og fómfust kennaralið
og hinn góði andi sem mér finnst
einkenna skólann er þvf að þakka.
Ég hefí undanfarin 35 ár verið í
forsvari fyrir bamastúkuna og
hefi fengið svo jákvæðan og góðan
stuðning kennara að allt hefír
gengið vel. Þeir finna það líka að
með því að styðja hver annan
verður ýmsu þokað áleiðis í rétta
átt.Þetta er þakkarefni.
Ég hafði líka mikla ánægju að
horfa á og fylgjast með árshátíð-
inni og var ekki annað að sjá á
áheyrendum en það sama væri upp
á teningnum hjá þeim. Þetta var
vinaleg samkoma. Þökk nemend-
um og kennurum.