Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 53
MORGUflBLAPIP, SUNNUDAGUR^. MABEÁ?fl6,
20 ár framkvæmdastjóri sósíal-
demókrataflokksins áður en hann
varð utanríkisráðherra í fyrrahaust,
er talinn einhver útsmognasti
stjómmálarefur Svía og olnboga-
rými hans mun aukast nú þegar
foringinn er fallinn. Andersson mun
ekki hafa verið alls kostar ánægður
með afstöðu Palmes í kafbátamál-
inu og talið hann of linan. Hann
hefur orðið stöðugt ráðríkari á síð-
ustu mánuðum og Rússar munu lík-
lega komast að raun um að hann
verður harðari í hom að taka en
Palme.
Palme hafði ætlað sér að fara til
Sovétríkjanna og sú heimsókn átti
að mark upphaf fyrstu „þíðu“ í
sambúð Svía og Rússa i þrjú og
hálft ár. Ekki er vitað hvort Carls-
son eða einhver annar fari í hans
stað.
Um Feldt segir ISconomist að
hann sé talinn ágætur hagfræðing-
ur á sænska vísu og hallist að því
að kapítalistar verði að vera ánægð-
ir, ef takast eigi að „mjólka" þá.
Mörgum fannst hann ganga of
langt í niðurskurði í síðasta fjár-
lagafrumvarpi, en hann hefur lagt
hart að sér að útskýra fyrir trúuðum
flokksmönnum að viðunandi arður
sé forsenda Qárfestinga og aukinn-
ar atvinnu, segir blaðið.
Kafbátamálið
Þegar Carlsson tók við stjómar-
taumunum við lát Palmes lagði
hann á það áherzlu að þótt hann
yrði ávallt reiðubúinn að beijast í
mikilvægum málum vonaði hann
að það mætti takast án þess að það
vekti persónulega úlfúð. Líta mátti
á þetta sem óbeina gagmýni á
Palme, sem var sakaður um að
vera of mikið gefinn fyrir að Ieita
uppi mál, sem yllu ágreiningi sósíal-
demókrata og mótheija þeirra, þótt
hann reyndi vissulega að varðveita
einingu í flokki sínum. Þetta varð
til þess að ýmsir fengu andúð á
honum.
Carlsson leggur hins vegar
áherzlu á að hann muni reyna að
tryggja samstöðu í sem flestum
málum og tclur að slík viðleitni sé
hvergi nauðsynlegri en í utanríkis-
og vamarmálum. Agreiningur
stjómarinnar og andstöðuflokka
hennar var hvergi meiri en í þessum
málafiokkum í valdatíð Palmes.
Þótt Ingvar Carlsson forsætis-
ráðherra hafi að baki alhliða stjóm-
málareynslu og fengizt við flest
mál hefur hann lítil afskipti haft
af utanríkisstefnunni. Á því sviði
má búast við að mest reyni á hann,
ekki sízt vegna stöðugs ágangs
sovézkra kafbáta við strendur Sví-
þjóðar.
Palme reyndi að binda enda á
þennan yfirgang Rússa með því að
tala við þá, en var ekki alltaf sjálf-
' um sér samkvæmur. Nú mun koma
í ljós hvort Carlsson nær betri
árangri í kafbátamálinu. Economist
telur að einhver árangur kunni að
hafa náðst með því að tala við
Rússa, því að þeir virðist a.m.k.
vilja ræða landhelgismál á Eystra-
salti.
Sænski sjóherinn var óánægður
með hvemig Palme hélt á kafbáta-
málinu. Verið getur að Carlsson
verði jákvæðari í garð sjóhersins,
en yfirlýsingar hans um óbreytta
stefnu benda til þess að hann muni
halda áfram viðræðum við Rússa.
Innanlands verður erfiðasta próf-
raun Carlssons sambúð sósíaldemó-
krata og verkalýðshreyfingarinnar,
sem er stirð um þessar mundir.
Síðan stjómin felldi gengið fyrir
íjórum árum til að bæta samkeppn-
isaðstöðu stórfyrirtækja hefur hag-
ur þeirra batnað, en stjómin hvetur
til hófstillingar í launakröfúm svo
að unnt verði að halda verðbólgu í
skefjum. Stefha verkalýðsfélaga
hefur orðið hófsamari slðan Palme
var myrtur, en sýnt þykir að Carls-
son þurfí á öllum stjómmálahæfi-
leikum sínum að halda til að tryggja
að ekki sjóði upp úr.
GH
5%
Guðrún A. Eiríks-
dóttir — Minning
Fædd 9. ágúst 1891
Dáin 16. mars 1986
Það fækkar frændum frá Votu-
mýri á Skeiðum, bömum Hallberu
Bemhöft og Eiríks Magnússonar.
Þau áttu 11 böm sem upp kom-
ust og em nú aðeins tveir bræður
eftir, þeir Magnús á Skúfslæk og
Jón í Skeiðháholti, báðir háaldraðir.
I dag kveð ég kæra frænku,
Guðrúnu Ágústu Eiríksdóttur. Hún
fæddist 9. ágúst 1891 og hafði
verið við góða heilsu allt til hinsta
dags.
A þeim tíma er Gústa var að
alast upp, um aldamót, var það
Góður drengur er fallinn í valinn
og skilur eftir tómarúm í hjörtum
okkar sem kynntumst honum.
Sigurður Halldórsson fæddist í
Bartakoti í Selvogi 18. mars 1903
og andaðist í Landspítalanum, eftir
örstutta legu, 15. mars síðastliðinn
eða aðeins þremur dögum fyrir 83.
afmælisdaginn sinn.
Sigurður var sonur hjónanna
Halldórs Þ. Magnússonar útvegs-
algengt að bammargar Qölskyldur
létu eitthvað af bömum sínum til
fósturs annarstaðar. Sigríður
Magnúsdóttir föðursystir Gústu var
barnlaus og bjó við góð efni með
manni sínum, Guðna Ámasyni,
snikkara á Stokkseyri, hún var ljós-
móðir. Þau fengu Gústu til fósturs
er hún var 5 ára gömul. Einnig tóku
þau að sér Sigurð ísólfsson fyrrver-
andi organista í Fríkirkjunni, og eru
þau því uppeldissystkini. Miklir
kærleikar voru með þessu fólki og
bjó það lengi saman á Óðinsgötu 8
hér í bæ. Á ég margar góðar minn-
ingar þaðan frá því er ég var dreng-
ur ungur. Það var gaman að koma
Sigurður var mikill fjölskyldu-
maður en starfsins vegna var hann
oft lengi íjarri sínum nánustu en
þegar hann kom í land ríkti hátíðar-
stemmning á heimili þeirra. Síðustu
árin var Sigurður mest heima við
og þá voru það afabömin hans þtjú
sem oft styttu honum stundimar
og glöddu hjarta hans. Þau verða
nú að sjá á eftir ástkæmm afa sín-
um.
Ég bið Guð að varðveita sálu
þessa góða manns:
Guðni Kristinsson
á Óðinsgötuna þar var gott viðmót
og léttur andi. Var þar margur
snúðurinn innbyrtur úr Bemhöfts-
bakaríi er var í næsta húsi.
Gústa fór ung til Danmerkur og
var þar um tíma við nám í sauma-
skap og síðar fór hún til að kynna
sér ýmislegt er varðaði hannyrðir.
Hún rak og átti um 30 ára skeið
Hannyrðaverslun Reykjavíkur sem
var á sinni tíð þekkt hér í borg og
vom víst fáar konur sem ekki áttu
áteiknaðan púða frá Gústu. Allt sem
hún gerði var gert af mikilli ná-
kvæmni og ekki látinn frá sér hlutur
sem ekki var í lagi.
Kynni mín af Gústu frænku hafa
verið frá bamæsku en vom þau
nánust er faðir minn, Sigtryggur
og Gústa byggðu húsið Eskihlíð 5,
en þar bjuggu þau foreldrar mínir
og hún á sitthvorri hæð saman í
nær 40 ár. Sambandið var náið og
gott og kærleikur systkinanna eftir-
breytniverður, og ótalin sporin milli
hæða.
Gústa var skarpgreind og fram-
kvæmdasöm kona, sem hafði
ákveðnar sjálfstæðar skoðanir sem
byggðust á heiðarleika og sann-
gimi.
Gústa eignaðist einn son, Bjam-
þór, með Karli Torfasjmi er var
lengi borgarbókari. Bjamþór er
gjaldkeri á Borgarspítalanum og er
giftur Rögnu Wendel hjúkmnar-
konu. Þau eiga saman tvö böm,
Guðrúnu Ágústu og Karl. Og em
bamabamabömin tvö.
Að lokum þakka ég og fjölskylda
mín Gústu fyrir samfylgdina gegn-
um árin. í huga mínum geymist
minnig um góða og heilsteypta
konu.
Vilhjálmur Sigtryggsson
Blémmtofa
Friðfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
.^^pglýsinga-
síminn er 2 24 80
Minning:
Sigurður Halldórs-
son sjómaður
Fæddur 18. mars 1903
Dáinn 15. mars 1986
bónda og Guðrúnar Baldvinsdóttur,
en þau bjuggu fyrst í Bartakoti og
síðar á KIöpp í Selvogi. Þrettán ára
byrjaði Sigurður að stunda sjó-
mennsku á opnum bát með föður
sínum og lauk starfsferli hans ekki
fyrr en hann hafði náð 77 ára aldri.
Þá hafði Sigurður stundað sjóinn í
64 ár samfleytt. Um 1930 flutti
Sigurður suður, fyrst til Hafnar-
fjarðar og síðan til Reykjavíkur.
Lengst af starfaði hann hjá bróður
sínum Baldvini Halldórssjmi skip-
stjóra á Óla Garða og sfðan á Bjama
riddara. 64 ár em löng starfsæfi
við svo erfitt starf sem sjómennskan
er en Sigurður unni starfi sínu
mjög. Hann bjó yfir mikilli reynslu
sem sjómaður. Hann sigldi öll
stríðsárin og lenti þá í mörgum lífs-
háskanum en lét aldrei bilbug á sér
finna. Aðaleinkenni Sigurðar vom
glaðværð oggóðmennska. Hann var
dugandi sjómaður og gaf yngri
mönnum ekkert eftir enda var hann
alla tíð mjög eftirsóttur starfskraft-
ur. Á sjómannadaginn 1974 var
Sigurður heiðraður af Sjómanna-
dagsráði.
Síðustu árin starfaði hann á
skuttogaranum Snorra Sturlusyni.
8. október 1944 kvæntist Sigurður
eftirlifandi eiginkonu sinni Ólafíu
Þorvaldsdóttur. Eignuðust þau eina
dóttur, Þómnni, en auk þess ól
Sigurður upp dóttur Ólafíu, Dag-
björtu Þyri.
pó eijö Þaö s/<///(j
Hvernig væri að breyta til um páskana? Sleppa allri matseld og
umstangi og stinga af?
Þá er Hótel Borgarnes rétti staðurinn,
friðsæll staður í fögru umhverfi.
Á hátíðamatseðiinum er fuglakjöt ríkjandi, svo sem kalkún, önd,
gæs, rjúpa, svartfugl og lundi, ásamt annarri villibráð.
Þið eigið sannarlega skilið að láta einu sinni dekra við ykkur og
koma svo hvíld og endurnærð til starfa aftur eftir hátíðar
- OG verðið kemur á óvart.
VERIÐ VELKOMIN
Uppiýsingar í símum 93-7119 og 7219