Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 52
£2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 „ungra gáfumanna", sem hinn gamalreyndi leiðtogi gerði hand- gengna sér. Upp frá þessu var talið líklegt að bæði Palme og Carlsson yrðu leiðtogar sænskra sósíaldemó- krata með tímanum. Carlsson fetaði dyggilega í fótspor Palmes og stjómmálaferill þeirra er svo keim- líkur að Carlsson hefur stundum verið kallaður eftirmynd Palmes. Carlsson fékk eins árs leyfi frá Karl Gústaf konungur ræðir við hinn nýja forsætisráðherra Svía. sóknamála. Hann hefur einnig farið með svokölluð „framtíðarmálefni" og verið umhverfísráðherra. Líklega var það vegna ágætra skipulagshæfíleika Carlssons að Palme fól honum að koma á fót svokölluðu „framtíðarráðuneyti" og stjóma því. Undanfarin þtjú ár hefur hann einbeitt sér að því að rannsaka þróun efnahags- og at- vinnumála í öðmm löndum í því skyni að kanna á hvem hátt stjóm sósíaldemókrata geti bezt stjómað sænsku þjóðinni á komandi ámm. SVIPMYND Á SUNNUDEGI/lngvar Carlsson Hvemig- reynist arftaki Palmes? Ingvar Carlsson, sem - var einróma kjörinn leiðtogi sænskra sósíal- demókrata þegar Olof Palme var myrtur og tekur formlega við starfi forsætisráðherra nú um helgina, segist ætla að fylgja sömu stefnu og fyrirrennari sinn, en yfirbragð sæn- skra stjómmála mun líklega breytast nokkuð þegar hann tekur við stjómartaumunum og breytingamar geta orðið varanlegar. N ýi forsætisráðherrann verður við völd a.m.k. fram að næstu þing- kosningum, sem eiga að fara fram 1988, ef hann verður endurkjörinn leiðtogi sósíaldemókrata á þingi flokksins á næsta ári. Hann tekur við völdunum á sorgarstundu í sögu Svía, en einnig á stundu einstæðrar þjóðareiningar. Hann nýtur mikillar velvildar nú í upphafí valdaferils síns og kannski getur sá velvilji enzt honum þangað til hann hefur treyst sig í sessi. Carlsson hefur viðurkennt að nauðsynlegt sé að auka öryggiseft- irlit um hríð vegna morðsins á fyrirrennara sínum, en er sammála Palme um að stjómmálamenn megi ekki einangrast frá almenningi. Það er því ljóst að á sama hátt og Palme mun hann ekki óska eftir lögreglu- vemd þegar hann er ekki að sinna skyldustörfum. Síðan Carlsson tók við hinu vandasama starfi sínu hefur hann sýnt mikið sjálfstraust og stefnu- festu og vakið með því aðdáun samheija jafnt sem mótheija. En hann hefur verið þjálfaður til að taka við þessu hlutverki í 19 ár og hefur gegnt starfí varaforsætisráð- herra í flögur ár. Langur undirbúningur Carlsson hefur lengi verið valda- mikill að tjaldabaki og átt mikinn þátt í að móta stefnu sænskra jafn- aðarmanna. Um hann gegnir sama máli og alla fyrirennara hans: hann var valinn leiðtogaefni á unga aldri og þjálfaður til að taka við forystu- hlutverkinu, ef nauðsynlegt reynd- ist. Frammistaða hans á blaða- mannafundum síðan Palme var veginn bendir til þess að hann sé allvel í stakk búinn til að taka það aðsér. Verkalýðshreyfingin og flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð hafa allt- af viljað að leiðtogar þeirra veljist ungir til forystu og gegni forystu- hlutverkinu áratugum saman. Stofnandi flokksins, Hjalmar 1 Branting, varð leiðtogi sænskra jafnaðarmanna 29 ára gamall og gegndi því starfí í 36 ár. Upphafs- maður flokksins í núverandi mynd, Per Albin Hansson, var leiðtogi hans í 21 ár, þar af í 14 ár sem forsætisráðherra. Tage Erlander, sem hefur verið . kallaður faðir sænska velferðarrík- isins, var flokksleiðtogi í 23 ár og forsætisráðherra allan þann tíma. Þegar Olof Palme var skotinn til bana hafði enginn forsætisráðherra í Vestur-Evrópu verið eins lengi við völd og hann. Þótt furðulegt megi heita hafa því aðeins Qórir menn verið leið- togar sænskra sósíaldemókrata í 97, ára sögu flokks þeirra. Eftir þeirri reynslu að dæma verður Ingvar Carlsson leiðtogi flokksins langt fram á næstu öld, nema því aðeins að pólitísk tilræði færist í vöxt á næstu áratugum. Langlífí sænskra jafnaðar- mannaleiðtoga hefur ýtt undir þá skoðun að þeir séu fulltrúar jafn- vægis, öryggis og stöðugleika. Þetta hefur gert flokknum kleift að vera við völd í hálfa öld, að nokkrum árum undanskildum. Eðlilegt gat talizt að Carlsson væri valinn arftaki Palmes, þar sem hann var náinn vinur hans og bandamaður í þijá áratugi og hægri hönd hans frá því sósíaldemókratar komust aftur til valda 1982, en meira máli skipti að hann gerþekkir verkalýðshreyfinguna og er talinn manna hæfastur til að varðveita einingu hennar. Hann segist ekki muna eftir því að hann og Palme hafí nokkum tíma orðið ósammála í mikilvægu máli. En óvíst er hvort Carlsson getur haft eins góða stjóm á sam- starfsmönnum sínum og Palme og af þeirri ástæðu kann andrúmsloftið í sænskum stjómmálum að breytast nokkuð. Carlsson verður líklega ekki eins valdamikill og Palme var og áhrif annarra forystumanna kunna að aukast. í skugga Palmes Carlsson, sem er 51 árs að aldri, hefur starfað fyrir jafnaðarmanna- flokkinn í 28 ár, fyrst sem formaður æskulýðshreyfíngar flokksins, síð- an sem þingmaður og loks sem ráðherra. Hann gerði aldrei ráð fyrir því í alvöm að til þess mundi koma að hann yrði flokksleiðtogi og forsætisráðherra, þótt hann væri ungur valinn til að taka við æðstu forystustörfum. Hann var átta áram yngri en Palme og taldi því að hann yrði lfklega álitinn of gamall þegar Palme drægi sig í hlé og yrði því trúlega aldrei eftir- maður hans. Um hinn nýja leiðtoga er sagt að hann sé menntamaður fram í fíngurgóma, ágætur skipuleggjandi og rökfastur ræðumaður, að hann búi yfír kímnigáfu og sé jrfírlætis- laus og að auðvelt sé að ná tali af honum. Ingvar Carlsson er fæddur 9. nóvember 1934 og er sonur Olofs og Idu Carlsson frá Boraas í Vest- ur-Svíþjóð, helztu miðstöð vefnað- ariðnaðar Svía. Faðir hans var verkamaður i vefnaðarverksmiðju í bænum og Ingvar starfaði þar um tíma, en innritaðist í háskólann í Lundi, þar sem hann fékk áhuga á stjómmálum og stefnu jafnaðar- manna, og lauk prófí í stjómvísind- um og hagfræði. Að loknu háskólanámi var hann valinn aðstoðarmaður Erlanders forsætisráðherra 1958 og hóf störf á einkaskrifstofu hans eins og Palme hafði gert fímm áram áður. Hann var því einn svokallaðra Carlsson tekur við. Á blaðamannafundi daginn eftir morðið á Palme. störfum til að stunda nám við Northwestem- háskólann í Evans- ton, Illinois, og kynutist fátækt í Bandaríkjunum eins og Palme þegar hann stundaði þar einnig nám. Hann varð aftur aðstoðarmað- ur Erlanders 1961 og gegndi starfí formanns æskulýðshreyfíngar sós- íaldemókrata til 1967. Hann var kjörinn á þing í fyrstá sinn 1964 og varð yngsti þingmaðurinn í sögu Svía. Þremur áram síðar skipaði Erlander hann aðstoðarráðherra. Þegar Palme myndaði fýrstu rík- isstjóm sína 1969 skipaði hann Carlsson menningar- og mennta- málaráðherra. Carlsson tók við því starfi af Palme sjálfum og var yngsti ráðherra í sögu Svíþjóðar. Eins og sjá má er samlíkingin við Palme ekki út í hött: báðir urðu þeir leiðtogar æskulýðshreyfíngar- innar á unga aldri, báðir lærðu við bandaríska háskóla, báðir vora einkaritarar Erlanders og báðir hófu þeir ráðherrastörf í mennta- málaráðuneytinu. Síðan varð Carlsson húsnæðis- og skipulagsráðherra 1973 og ein- beitti sér að orku- og efnahagsmál- um. Á áranum 1971 til 1974 var hann formaður Stokkhólmsdeildar sósíaldemókrataflokksins og síðan 1972 hefur hann átt sæti í fram- kvæmdastjóm flokksins. Eftir ósigur sósialdemókrata fyrir borgaraflokkunum í kosning- unum 1976 einbeitti Carlsson sér að því að skipuleggja sigur flokks- ins í næstu kosningum. Þegar flokkurinn komst í stjóm 1982 eftir sex löng ár í stjómarandstöðu varð hann varaforsætisráðherra og tók að sér stjóm skipulags- og rann- Litlaus Carlsson er einn helzti hugsjóna- fræðingur og kenningasmiður sænskra sósíaldemókrata. Þess vegna hefur hann fengið viðumefn- in „vitri öldungurinn" og „ræstinga- konan“ Hann er kvæntur Ingrid, f. Melander, sem er bókavörður, og þau eiga tvær dætur á þrítugsaldri. Hann er mikill göngugarpur og bregður sér oft á skíði. Hann er ekki eins svipmikill stjómmálamaður og Palme var og er raunar talinn hálflitlaus. Hann nýtur heldur ekki eins mikillar hylli almennings í Svíþjóð, en er sagður góðlátlegur og glettinn í vinahópi. Gamall samstarfsmaður hans, Anders Ferm, aðalfulltrúi Svía hjá Sameinuðu þjóðununm, segir að hann sé stundum stríðinn og færi sér í nyt ágæta eftirhermuhæfi- leika. „Stundum hringdi hann, breytti um rödd og þóttist kvarta yfír einhveiju. Við ræddum málið, en svo gat hann ekki stillt sig um að hlæja. Ha, ha, ha, sagði hann. Þettaer Ingvar!" Palme og Carlsson vora ólíkir um margt. Palme virtist mikill vinstri- sinni, e.t.v. vegna þess að honum var oft mikið niðri fyrir. Samstarfs- menn Carlssons telja hann hins vegar dæmigerðan, evrópskan „miðju-krata". Öfugt við Palme er hann lítið sem ekkert þekktur er- lendis, enda era innanlandsmál honum hugleiknust og hann hefur einbeitt sér að þeim. Ef að líkum lætur mun hann einbeita sér að efnahagsmálum í hinu nýja starfí sínu og reyna að auka atvinnu og hagvöxt og draga úr verðbólgu. Brezká vikuritið The Economist telur að líklega verði helzta breyt- ingin þegar hann tekur við sú að pólitísk völd hans og áhrif verði minni en Palmes. Persónuleg áhrif Palmes í ríkisstjóm sósíaldemó- krata höfðu aukizt jafnt og þétt þegar hann féll frá og enginn virtist geta ógnað völdum hann. Nú fá skeleggir valdamenn á borð við Sten Andersson utanríkisráðherra og Kjell-Olof Feldt fjármálaráð- herra líklega meira svigrúm en áður að dómi blaðsins. Palme hafði sérstakan áhuga á utanríkismálum og mótaði stefnuna á því sviði. Andersson, sem var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.