Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 75. tbl. 72. árg. Marcos styður Aquino - gegnupp- reisnaröflunum Manilla, AP. FERDINAND Marcos, fyrrver- andi forseti Filippseyja skoraði í gær á hermenn landsins að fylkja sér um Corazon Aquino forseta. Sagði Marcos þetta í útvarpsvið- tali á Hawai, sem útvarpað var um útvarpsstöð á Filippseyjum. Nefndi hann eftirmann sinn í embætti ávallt „Frú Cory Aquino" og sagði: „Hafið ekki áhyggjur af mér. Eg hef engin áform um að hefja borgarastríð i landinu." „Eg er reiðubúinn til þess að láta jafnvel andstæðingi mínum í té aðstoð, svo lengi sem hún vinnur að því að hindra vinstri sinnaða uppreisnarmenn í að ná völdum á Filippseyjum," sagði Marcos enn- fremur. Marcos viðurkenndi, að hann ætti miklar eignir á Filippseyjum, en neitaði því að hafa stolið fé frá rík- inu. „Hverjar svo sem syndir mínar kunna að vera gagnvart landi mínu og guði, þá er þjófnaður á almann- afé ekki þar á rneðal," sagði Marcos. Frakkland: Meiri að- haldssemi í nkis- fjármálum Ootmarsum, Hoilandi, AP. FRAKKAR hyggjast taka upp meirí aðhaldssemi í ríkisfjármál- um en meira fijálsræði varðandi fjármagnsflutninga bæði til og frá Frakklandi. Eiga þessar efna- hagsráðstafanir að taka gildi samtímis því, sem gengi franska frankans verður lækkað eftir helgina. Gert var ráð fyrir, að Edouard Balladur, hinn nýi Qármálaráðherra Frakklands, myndi gera grein fyrir þessum ráðstöfunum og nauðsyn gengisbreytingar frankans á fundi fjármálaráðherra 8 ríkja í Vestur- Evrópu, en fundur þessi hófst í Ootmarsum í Hollandi í gærmorgun. Annað aðalmál fundarins var að ræða breytt viðhorf í efnahagsmál- um í kjölfar þeirrar stórfelldu lækk- unar, sem orðið hefur á olíuverðinu að undanfomu. Þá átti einnig að ræða verzlunarviðskiptin við Japan og vaxandi vanskil ýmissa landa þriðja heimsins, sem eiga æ erfiðara með að standa undir vaxandi skulda- byrði sinni. Lækkun franska frankans yrði til þess að auka samkeppnishæfni fran- skra útflutningsvara og gæti einnig flýtt fyrir þeim áformum ríkisstjóm- ar Jacques Chiracs forsætisráðherra að koma á verulegri vaxtalækkun í Frakklandi. Síðasta samræming innan ev- rópska peningakerfisins (EMS) átti sér stað í júlí 1985. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hryðjuverk gegri Banda- ríkjunum færast í vöxt Tveir látast og 150 særast í sprengingu á dansstað í Vestur-Berlín Vestur-Beriín, Lundúnum, París og Mexíkóborgf. AP. SPRENGJA sprakk á dansstað í Vestur-Berlín í fyrrinótt og létust tveir, en yfir 150 særðust, 30 af þeim alvarlega að sögn lögregiu. Bandarískir hermenn sækja þennan dans- stað mikið og var annar af þeim sem létust bandarískur og 44 þeirra sem særðust. í nafnlausum símtölum við fréttastof- ur hafa tvenn hryðjuverkasasamtök, vestur-þýsk og arabísk/vestur-þýsk, lýst ábyrgð af sprengingunni á hendur sér. Þá halda arabísk hryðjuverkasamtök í Líbanon því fram, að þau beri ábyrgð á flugslysinu i Mexíkó, þar sem 166 manns létu lífið. Að sögn franska utanríkisráðuneytisins hefur tveimur líbýskum sendiráðsmönnum verið vísað úr landi, auk tveggja Norður-Afríkumanna, vegna grunns um aðild að hryðjuverkum í Evrópu. Sendiráð Líbýu i Frakk- landi segir þessar fregnir ósannar. Flugvél frá indverska flugfélaginu Air India var snúið við til Lundúna i gærmorgun vegna sprengjuhótunar, en engin sprengja hafði fundist í vélinni er síðast fréttist. Sprengingingin átti sér stað á I kílómetra fjarlægð frá miðborg dansstaðnum La Belle í nokkurra I Vestur-Berlínar, í þeim hluta borg- arinnar, sem Bandaríkjamenn her- sitja. Vestur-þýski innanríkisráð- herrann, Friedrich Zimmermann, sagði að svo virtist sem árásinnni væri beint gegn bandamönnum þeirra og sennilega stæðu alþjóðleg hryðjuverkasamtök að baki henni. Sprengjan var heimatilbúin, 3-5 kílógrömm að stærð. Um 500 manns voru á dansstaðnum þegar sprengjan sprakk. Yfir 6 þúsund bandarískir hermenn hafa aðsetur í Vestur-Berlín. í samtali við fréttastofu í Berlín, lýstu samtök sem kalla sig Arabísku frelsisfylkinguna gegn Bandaríkj- unum, ábyrgð á hendur sér vegna árásarinnar og í Lundúnum var sagt í nafnlausu símtali við frétta- stofu að Hoger Meins hryðjuverka- hópurinn, stæði á bak við sprengju- árásina, en í hvorugu símtalinu voru nánari skýringar gefnar á ástæðunum fyrir árásinni. Holgeir Meins hópurinn þóttist einnig standa á bak við morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svfþjóðar, en lögregla þar í landi hefur ekki álitið það trúlegt. í tilkynningu sem barst frétta- stofum i Beirút, er því haldið fram að sjálfboðaliði frá Arabísku bylt- ingarherdeildunum og Egypsku byltingarmönnunum, hafi flutt með sér sprengju, sem grandaði flugvél- inni frá Mexicana flugfélaginu í Mexíkó í byijun vikunnar með 166 manns innanborðs. Talsmaður flug- félagsins sagði að í nafnlausum símtölum hefðu einnig þrír aðrir aðilar lýst á hendur sér ábyrgð á slysinu, en ekki væri hægt að taka þessar kröfur alvarlega, fyrr en rannsókn hefði leitt í ljós orsakir slyssins. Búist er við niðurstöðum rannsóknarinnareftir 4-6 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.