Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 , Morpinblaðið/Bjami. ÍHafnarfirði Eldsnemma í gærmorgun voru bátaeigendur í Hafnarfirði komnir á stjá niðri við höfn til að huga að bátum sínum. Agæti yfirtekur Pökk- unarstöð Þykkvabæjar ítölsku vínin ekki tek- in úr sölu AÐ lokinni athugun á ítölskum vínum hjá Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins er ekkert, sem bendir til að þau innihaldi ban- vænan tréspira eins og fram hefur komið í sumurn vinum fra Ítalíu. ÁTVR mun því hvorki stöðva sölu ístalskra vína, né eyðileggjaþau. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, hefur tréspíarans til þess aðeins orðið vart í vínum, sem flutt hafa veri’ð frá ítölsku verksmiðjunum í tönkum og tappað á flöskur annar staðar. ÁTVR kaupir öil sín vín átöppuð frá Ítalíu. Landlæknisembættið mun í þessari viku kanna stöðu mála í þeim lönd- um, sem tréspírans hefur orðið vart og er framhald málsins undir niðurstöðum þess komið. Evrópubandalagið: Skrifstofu- stjóri sjávar- útvegsdeild- ar heimsæk- ir Island ÞANN 10. apríl næstkomandi er væntanlegur hingað til lands skrifstofustjóri sjávarútvegs- deildar Evrópubandalagsins. Hann mun ræða við hérlenda ráðmenn um ísienzkan sjávarút- veg og viðhorf þeirra til banda- lagsins. Ljóst er að tollamál á saltfiski á Spáni og í Portúgal verða meðal umræðuefna. Skrifstofústjórinn er írskur að nafni Eamonn Gallagher og að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, kem- ur hann fyrst og fremst hingað til almennra viðræðna um samskipti íslands og EB með hliðsjón af við- skiptum með fisk svo og til að kynnast íslenzkum sjávarútvegi. Þórhallur sagði, að í þessu sam- bandi væri mikilvægasta málið, sem að okkur snéri, úrlausn mála á tollum á saltfiski á Spáni og í Portúgal. Tollar þessir hefði tekið gildi 1. júlí 1985 en væru enn ekki komnir til framkvæmda meðal annars vegna tollfrjáls innflutn- ingskvóta þessara landa. Óvissa ríkti um framhaldið og reynt yrði að leysa þá óvissu á allan hátt, meðal annars í viðræðum við Gal- lagher. SAMKOMULAG hefur orðið um að Ágæti yfirtaki rekstur Pökk- unarstöðvar Þykkvabæjar hf. Sölusamtök islenskra matjurta- framleiðenda (SÍM), sem rekur sölufyrirtækið Ágæti, hefur gert samning við stjórn Pökkunar- stöðvarinnar um kaup á pökkun- arstöð fyrirtækisins, með fyrir- vara um samþykki hluthafafund- ar í Þykkvabænum. Vegna auk- innar hagkvæmni við rekstur pökkunarinnar mun Ágæti lækka verð á kartöflum á næs- tunni. Gestur Einarsson framkvæmda- stjóri Ágætis sagði í gær að frá því Ágæti tók til starfa 1. desember síðastliðinn hefðu umsvifín aukist verulega og annaði pökkunarstöð Ágætis í Reykjavík ekki lengur allri sölunni. Pökkunarstöðin í Þykkvabæ væri aftur á móti ekki fullnýtt. Tækjakostur þessarra tveggja stöðva væri einnig ólíkur, þannig að hagkvæmt yrði að láta þær vinna saman og myndi það aftur skila sér í lækkuðu heildsölu- verði kartaflna á næstunni. Pökk- unarstöðin verður áfram rekin í Þykkvabæ og munu verkefni henn- ar aukast eftir eigendaskiptin, að sögn Gests. HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur ekki gert reikning á Samband ungra jafnaðarmanna Pökkunarstöð Þykkvabæjar hef- ur undanfama mánuði selt í gegn um Þykkvabæjarkartöflur hf. í Garðabæ. Nú fara allar kartöftum- ar í gegn um Ágæti en Gestur sagði að Þykkvabæjarkartöflur og allir aðrir sem annast sölu eða dreifmgu kartaflna gætu fengið pakkaða og Árroðann hf. vegna vinnu tæknideildar stofnunarínnar við teikningar húss þeirra að vöru frá Ágæti til sölu. Gestur sagði að mikið átak hefði verið gert í vömvöndun og gæða- málum kartaflna, sem neytendur hefðu væntanlega tekið eftir. Þar hefðu bændur, pökkunarstöðvar, dreifingaraðilar og kaupmenn lagt hönd á plóginn. Laugavegi 163. Teiknikostnað- urínn er áætlaður um 2 milljónir kr. en byggingaraðilar hafa greitt inn á teikningamar. Guðmundur Gunnarsson for- stöðumaður tæknideildar Hús- næðisstofnunar sagði í gær að um hefði verið samið að verkið yrði unnið samkvæmt gjaldskrá arki- tekta og verkfræðinga og greiðslur átt að fara fram eftir því sem verkinu miðaði. Hann sagði að verkinu yrði skilað endanlega á næstunni og reikningur þá jafn- framt gerður. Bjóst hann við að hann hljóðaði upp á 2 milljonir kr. Búið væri að borga meira en þriðj- ung kostnaðarins en þó innan við helming og yrði gengið frá eftir- stöðvunum á næstunni og bjóst hann við að sá hluti reikningsins sem ekki fengist greiddur í pening- umfæriávíxla. Guðmundur sagði að Húsnæðis- stofnun teiknaði Qölda íbúðarhúsa og hefði þetta umrædda verk verið tekið með sömu kjörum og önnur hliðstæð verk hjá stofnuninni. Þegar húsið var nær fullhannað hefðu forsendur hins vegar breyst, og íbúðunum breytt í skrifstofur! en ekki hefði verið talin ástæða til að hætta við verkið. Sovéska sendiráðið í Reykjavík: Gulko ekki nógu góður til að tefla á Reykjavíkurskákmótinu Boris Gulko er fyrrverandi skákmeistari Sovétríkjanna „GIILKO var ekki boðið sérstaklega til Reykjavíkurmótsins,“ sagði ritari í sovéska sendiráðinu, en Morgunblaðið spurði hann hvers vegna sovéska stórmeistaranum Boris Gulko hefði verið meinuð þátttaka í Reykjavíkurskákmótinu. — En það hefur flogið fyrir, ástæða fyrir því að Gulko kom að Gulko hafi viljað koma. „Það er ákveðið í íþróttaráði sovéska skáksambandsins hveijir eru sendir á mót og að þessu sinni var ákveðið að senda þá frægu Tal og Geller auk Salovs. Ég veit það ekki en kannski hefur Gulko ekki beðið um að fá að fara.“ — Það var þá engin pólitísk ekki? „Égheldekki." — Veistu það ekki fyrir víst? „Ég hef ekki nýjustu upplýsing- ar frá skáksambandinu. En við reynum alltaf að senda okkar sterkustu skákmenn á Reykjavík- urmótin. Til dæmis varð sá yngsti sem hingað kom, Salov, stórmeist- ari eftir þátttöku sína hér.“ — Er Gulko ekki sterkur skák- maður? „Ekki svo mjög. Hann er neðar- lega á FIDE-listanum.“ — Kom hann ekki þess vegna? — „Ég held það. Og svo var honum ekki boðið sérstaklega. fslenska skáksambandið bauð Karpov og Kasparov, sem ekki gátu komið, og bað um einhveija tvo eða þijá aðra og ég held að skáksamband okkar hafi ákveðið að senda þá sterkustu. Ég talaði við Þorstein Þorsteinsson og hann lýsti ánægju sinni yfir því að fá Tal og Geller til mótsins," sagði sendiráðsritarinn. Boris Gulko er fyrrverandi skákmeistari Sovétríkjanna og var í ólympíusveit Sovétmanna 1978. Hann hefur átt í útistöðum við sovésk stjómvöld undanfarin ár og ekki fengið að tefla á skák- mótum erlendis þrátt fyrir ítrek- aðar óskir um það. Hann hefur í sjö ár reynt að fá að flytjast úr landi. Alþýðuflokkshúsið við Laugaveg: Teikningarnar kosta tvær milliónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.