Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 4
MfflqyNBI^AÐIÍ), 8UNNUDAGUR 6. APfftL 198g ,
ísafjörður:
Skipverjum á togaranum Nuuk
meinuð landganga að nóttu til
ísafirði.
BÆJARFÓGETINN á ísafirði, Pétur Hafstein, hefur sett landgöngn-
bann á alla skipshöfn togarans Nuuk frá Grænlandi frá klukkan 8
að kvöldi til 8 að morgni vegna samskiptaöðugleika lögreglu við
grænlenzka sjómenn, sem sótt hafa dansstaði bæjarins.
Að áliti lögreglunnar á ísafirði var sjálfur á dansleiknum og þegar
voru það skipverjar af skipinu, sem
veittust að lögreglumönnum, er
þeir reyndu að handtaka einn
Grænlendinganna eftir dansleik
laugardaginn 15. marz síðastliðinn.
Það vekur athygli að þótt tveir
Grænlenzkir togarar væru í höfn-
inni var engin athugun gerð á því,
hvaðan viðkomandi sjómenn voru
og engin skýrsla tekin af fólki á
vettvangi vegna óspektanna, sem
voru milli ísfirðinga og Grænlend-
inganna
Bæjarfógeti segir í brefi til
Gunnars Jónssonar, umboðsmanns
sumra grænlenzku togaranna, að
að höfðu samráði við dómsmálaráð-
herra hafí hann ákveðið að setja
fyrmefnt bann á togarann Nuuk,
öðrum til viðvörunar og gildi það í
næstu tvö skipti sem togarinn komi
til löndunar á Isafirði.
Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við skipstjórann á Nuuk,
Karl Andreasen, frá Klakksvík í
Færeyjum og fyrsta stýrimann og
afleysingarskipstjóra, Finnboga
Hansen frá Götu í Færeyjum. Þeir
voru báðir mjög undrandi á þessari
aðgerð bæjarfógetans og sögðust
hafa haldið að lögreglumennimir,
sem birtu þeim ákvörðunina, væm
að spauga því þeir þekktu þá af
góðu einu eftir 6 ára viðkomu hér
með grænlenzk fiskiskip. Skipstjór-
inn sagðist reyndar vera búinn að
koma hér marg oft undanfarin ár,
því hann hefði verið skipstjóri á
Islandsmiðum í þremur þorskastríð-
um með togarana Skálaberg og
Jóhannes Patursson og sér hefði
alltaf fundizt að ísafjörður væri
eins og hans heimahöfn. Hann full-
yrti, að hann þekkti sína skipveija
nóg^u vel til að vita að þeir væm
engir slagsmálahundar og hafi
komið til átaka, þyrfti að kanna
betur upptök þeirra. Stýrimaðurinn
hann hélt til skips strax að afloknu
ballinu, var allt vandræðalaust.
En það sem er ef til vill athyglis-
verðast við þetta allt saman, er að
enginn þeirra, sem hugsanlega
hefði getað tekið þátt í aðförinni
að lögreglunni, er nú um borð, þeir
flugu til Grænlands strax og skipið
kom til hafnar núna vegna venju-
legra áhafnaskipta, en í staðinn
komu menn frá Grænlandi, sem
ekkert vita um hvað málið snýst,
en það fyrsta sem þeir fengu að
vita, þegar þeir komu út flugvélinni
var að þeir mættu ekki fara
í land á ísafirði eftir klukkan 8 um
kvöldið.
Skipstjómn sagðist ekki treysta
sér til að halda mönnunum um borð
aðra nótt á þessum forsendum, þess
vegna færi hann frá bryggju um 8
leytið. ísfirzku iðnaðarmennirnir
verða þá sendir í land, en skips-
höfnin verður að ljúka þeim verk-
um, sem eftir eru frá hendi iðnaðar-
mannanna og mun togarinn liggja
úti á ytri höfninni á meðan eða sigla
norður undir Grænuhlíð.
„Það er hart,“ sagði hann, „eftir
19 daga erfiðan túr á Dombankan-
um í vitlausu veðri að mega ekki
slappa af í tvo sólarhringa vegna
smá árekstra." Hann vissi að oft
henti slíkt milli sjómanna og lög-
reglu í öllum hafnarbæjum án þess
að það hefði slíkar afleiðingar og
þótt ljótt væri að segja það, fyndist
sér þetta allt lykta af kynþáttafor-
dómum og því ólíklegt að hann
kæmi oftar með skipið til ísafjarðar,
þar sem svona mál þekktust ekki
hjá þeim togurum, sem lönduðu í
Reykjavík.
Bjarni Garðarsson, yfirverkstjóri
á höfninni, sem sér um afgreiðslu
togarans, sagði að þetta hefði
komið sér mjög á óvart því gott
samstarf hefði alltaf verið við skips-
hafnir grænlenzku skipanna og
skipveijamir sýnt af sér prúð-
mennsku í hvívetna.
Lögregluvarðstjóri á ísafirði, sem
leitað var til með upplýsingar, neit-
aði að ræða málið og vísaði á full-
trúa fógeta, þar sem fyrirmælin
hefðu komið þaðan.
Ólafur Ólafsson fulltrúi bæjar-
fógeta sagði fréttaritara að málið
snerist fyrst og fremst um það að
störfum lögreglunnar væri sýnd
tilhlýðileg virðing.
Lögreglan, sem væri mjög fálið-
uð, gæti ekki tekizt á við stóra hópa
slágsmálamanna. í þessu sérstaka
tilviki hefði verið gerð tilraun til
að handtaka þann Grænlendinginn,
sem var sýnu verstur, en þá hefðu
félagar hans komið honum til hjálp-
Aðspurður um hvernig lögreglan
vissi að viðkomandi sjómenn væm
af togaranum Nuuk, en ekki hinum
grænlenzka togaranum, sagði
hann, að þeir hefðu farið um borð
í Nuuk eftir slagsmálin.
í lögregluskýrslu, sem fylgir
bréfi fógeta gera lögreglumennirn-
ir, sem á vettvang fóru, kröfu til
þess, að Grænlendingum verði
meinuð landganga á meðan dans-
leikir standa yfír á ísafirði, eða að
fjölgað verði verulega í lögreglunni.
„Þar sem íslendingamir sjá að
Grænlendingamir fá næstum að
vaða hér uppi með alls konar látum
án þess að við gerum nokkuð í
málinu, gerir það okkar vinnu mjög
erfiða," segir í lokaorðum lögreglu-
skýrslunnar.
Úlfar
Ný bók um ísland
NÝLEGA kom út í Þýskalandi bók-
in „Iceland. Volcanoes, Glaciers,
Geysers,“ eftir Ulrich Miinzer, jarð-
vísindamann við háskólann í
Miinchen.
Bókin er gefin út samtímis á ensku
og þýsku og eru báðar útgáfur hennar
nú fáanlegar hér á landi. Dr. Gylfí
Þ. Gíslason ritaði formála bókarinnar.
Hún skiptist í sjö meginkafla og er
prýdd yfir 120 litmyndum sem Ulrich
Múnzer hefur flestar tekið sjálfur á
fjiilmörgum ferðum sínum hingað til
lands á síðustu 15 árum. Bókin er í
stóru broti, um 190 blaðsíður að stærð
og er mjög til hennar vandað í alla
staði.
(Fréttatilkynning)
Nauðsynlegt til að halda
uppi lögum og* reglu
„ÉG get að sjálfsögðu ekki látið fjárhagslega hagsmuni, hvorki bæjarfé-
lagsins né einhverra annarra aðila á ísafirði, hafa áhrif á ákvarðanir af
þessu tagi. Hér er fyrst og fremst spurningin um það hvort unnt sé að
halda uppi lögum og reglu í bænum og þetta er aðgerð, sem ég taldi
nauðsynlega í því skyni. Það eru engin önnur sjónarmið, sem geta haft
áhrif á slikar ákvarðanir," sagði Pétur Kr. Hafstein, bæjarfógeti á ísafirði,
aðspurður um ástæðu landgöngubanns á skipveija á grænlenzka togaran-
um Nuuk, sem hann hefur fyrirskipað.
„Tildrög þess, að þetta landgöngu- halda því fram að sökin sé fremur
bann var sett á,“ sagði Pétur, „voru
þau, að aðfaranótt 15. marz kom til
átaka milli skipveija af grænlenzka
togaranum Nuuk og Islendinga að
loknum dansleik í bænum. Þegar lög-
reglan hugðist skerast í leikinn bund-
ust Grænlendingamir samtökum um
að hindra hana í starfi og komust
þannig óáreittir til skips án þess að
lögreglan fengi nokkuð að gert. Þetta
er ekki í fyrsta sinn, sem kemur til
átaka milli grænlenzkra sjómanna og
íslendinga og ég er þá alls ekki að
Grænlendinga en Islendinga. Hins
vegar er það mjög alvarlegt mál þegar
lögreglan er hindruð í starfi og það
er af því tilefni, sem bannið er sett.
Ég hafði um það samráð við umboðs-
mann grænlenzku togaranna hvað
gera skyldi, gerði honum grein fyrir
því, að þessi atburður yrði til þess að
gripið yrði tii alvarlegra ráðstafana
með hvaða hætti, sem þær yrðu. Það
gat vissulega komið til álita að setja
miklu víðtækara landvistarbann, en
það var ekki gert. Niðurstaðan, að
setja skipveija af Nuuk í landgöngu-
bann að nóttu til í tvö næstu skipti,
sem skipið kæmi til hafnar, var tekin
í góðu samráði við umboðsmanninn.
Síðan gerist það að áhafnaskipti verða
og mér skilst að það sé fyrst og fremst
það, sem valdi óánægju. Ég tel engu
að síður að bannið eigi rétt á sér og
gildi eins og til var stofnað. Ég get
að sjálfsögðu ekki fylgzt með áhafna-
skiptum á skipunum og þetta bann
er fyrst og fremst sett á þetta tiltekna
skip í því skyni að vera til viðvörunar
og koma í veg fyrir það, eftir því, sem
hægt er, að atburðir af þessu tagi
endurtaki sig. Ákvörðun um þetta
bann var tekin að höfðu samráði við
dómsmálaráðuneytið og með hliðsjón
af lögum um eftirlit með útlendingum
og lögreglusamþykkt fyrir ísafjarðar-
kaupstað," sagði Pétur Kr. Hafstein.
Þjóðviljinn notar nafn Þróttar
til að spinna pólitískan lygavef
— segir Tryggvi Geirsson formaður Knattspy rnufélagsins Þróttar
„MEÐ þessum skrifum er Þjóðviljinn að spinna pólitískan lygavef
og notar í því sambandi nafn Knattspyrnufélagsins Þróttar. Það
er algerlega út í hött að Knattspyrnufélagið Þróttur sé á barmi
gjaldþrots," sagði Tryggvi Geirsson formaður Knattspyrnufélags-
ins Þróttar er hann var spurður álits á frétt sem birtist í Þjóð-
viljanum þar sem því er haldið fram að félagið sé á barmi gjald-
þrots vegna hárra skulda þess við íþróttabandalag Reykjavíkur.
Haft er eftir Gunnari Gunnarssyni fyrrverandi formanni hand-
knattleiksdeildar Þróttar að styrkur Reykjavíkurborgar nægji
ekki fyrir aðstöðugjöldum í íþróttahúsum borgarinnar.
„Það lýsir kannski best þeirri Það er ljóst að rekstur íþróttafé-
lygi er fram kemur í skrifum Þjóð-
viljans að þar er talið að þetta sé
vegna hárrar skuldar við íþrótta-
bandalag Reykjavíkur, en hið
rétta í því máli er að Þróttur er
algerlega skuldlaus við íþrótta-
bandalagið og hefur verið það í
marga mánuði," sagði Tryggvi.
„I dag er Þróttur með best
reknu íþróttafélögum í Reykjavík.
Skuldir félagsins eru ekki það
miklar að við forsvarsmenn fé-
lagsins höfum af því neinar
áhyggjur. Ný aðalstjóm tók við
hjá félaginu fyrir ári og þá yfirtók
stjómin nokkrar skuldir frá fyrr-
verandi stjómum handknattleiks-
deildar. En í þeirri deild hafði
verið mjög léleg stjómun nokkur
undanfarín ár. Stjóminni hefur
gengið vel að greiða þær niður.
laga almennt er ekki neinn gróða-
vegur og hefur aldrei verið."
Hvað varðar húsaleigustyrki
Reykjavíkur vildi Tryggvi taka
fram að þeir vom á síðasta ári
hærra hlutfa.ll af húsaleigu en
verið hefur áður, eða rúm 50%.
Hann sagði að sér væri kunnugt
um fullan vilja borgaryfírvalda að
þessi styrkur verði hækkaður í
að minnsta kosti 80% áður en
langt um líður. Þá sagðist hann
vita að stjóm íþróttabandalags
Reykjavíkur undir forystu Júlíus-
ar Hafstein væri að vinna að
þessum málum og nýlokið væri
áukaþingi íþróttabandalags
Reykjavíkur þar sem Ijallað var
um styrkjakerfi íþróttafélaganna
í Reykjavík.
Þróttur reisti í samvinnu við
Æskulýðsráð Reykjavíkurborgar
félagsmiðstöð og vallarhús við
Holtaveg sem er eign Knatt-
spymufélagsins. Húsið er um 800
fm og svo til skuldlaust. Tryggvi
sagði að Þróttur hafi verið braut-
ryðjandi í samstarfi við borgina í
sambandi við Æskulýðsmiðstöðv-
ar og hafa önnur félög komið í
kjölfarið.
„Að lokum vil ég segja að það
er stórkostlegt siðleysi að gera
öðrum upp gjaldþrot án þess svo
mikið sem að kanna sannleik
málsins, en tii þess hefði blaða-
maður Þjóðviljans aðeins þurft
eitt símtal. Þessi skrif eru Þjóðvilj-
anum til skammar," sagði Tryggvi
Geirsson.
Morgunblaðið hafði einnig
samband við Júlíus Hafstein for-
mann íþróttabandalags Reykja-
víkur. Hann sagði að þessi frétt
Þjóðviljans endurspeglaðist af
borgarstjómarkosningunum sem
framundan væm. „Það er óheiðar-
legt af Þjóðviljanum að nota rang-
ar upplýsingar um starfsemi
íþróttafélaga til að villa um fyrir
kjósendum," sagði Júlíus. „Ég
athugaði stöðu Þróttar gagnvart
íþróttabandalagi Reykjavíkur í
dag. í ljós kom að við síðasta
uppgjör í lok síðasta árs átti
Knattspymufélagið Þróttur inni
tæpar 100 þúsund krónur hjá
íþróttabandalaginu. Styrkir
Iþróttabandalagsins til Þróttar á
síðasta rekstrarári voru um 750
þúsund krónur, en á sama tíma
tóku þeir út húsaleigu fyrir 670
þúsund krónur. Þetta eru því hrein
ósannindi sem komu fram í Þjóð-
viljanum, enda ber Þjóðviljinn sig
ekki eftir því við íþróttabandalag-
ið eða forsvarsmenn þess að fá
upplýsingar um hvort staðhæfing-
ar þeirra aðila sem rætt er við séu
réttar eða rangar."
Júlíus Hafstein sagði að Knatt-
spymufélagið Þróttur hefði sent
íþróttabandalagi Reykjavíkur
bréf þann 26. nóvember sl. til
þess að upplýsa bandalagið um
hugsanlegar framkvæmdir fé-
lagsins á svæði félagsins árið
1986. í niðurlagi bréfsins segir
að félagið eigi í framkvæmdasjóði
950 þúsund krónur til greiðslu á
20% hlut félagsins í framkvæmd-
inni. Júlíus sagði að íþróttafélag
sem ætti tæpa milljón í sjóði væri
aldeilis ekki gjaldþrota.
„Það er mjög miður að fjöl-
miðlamenn sem taka slík viðtöl
skuli ekki kanna það eftir réttum
leiðum hvort ummæli viðmælenda
þeirra geti staðist. Ég get ekki
lesið annað út úr fréttinni en að
Þjóðviljinn sé að blása upp mál
vegna komandi borgarstjómar-
kosninga. Þetta er bara siður
kommúnista að segja ósatt og
halda að þeir geti komist upp með
það.“
„Knattspyrnufélagið Þróttur
hefiir fengið mikinn og góðan
stuðning á undanförnum ámm
eins og reikningar og styrkveit-
ingar borgarinnar sýna. Reykja-
víkurborg hefur borgað 80% af
öllum framkvæmdum á félags-
svæði Þróttar. Samstarf stjómar
Þróttar og stjórnar íþróttabanda-
lagsins er með miklum ágætum.
Styrkir borgarinnar til reksturs
og framkvæmda íþróttafélaganna
verða um 32 milljónir á þessu ári
fyrir utan tugmilljóna rekstur á
öðmm íþróttamannvirkjum borg-
arinnar sem koma félögunum til
góða. Mér er til efs að nokkurt
bæjarfélag standi jafn vel að
íþróttamálum og Reykjavíkur-
borg,“ sagði Júlíus Hafstein að
lokum.