Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
31
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
Hrútur (20. mars-19.
apríl) og Tvíburi (21.
maí-20.júní).
í dag fjöllum við um samband
Hrúts og Tvíbura. Eins og áð-
ur, er einungis tekið mið af
því dæmigerða fyrir merkin.
Þar sem allir eru samsettir úr
nokkrum stjömumerkjum gela
aðrir þættir einnig haft áhrif
og sett strik í reikninginn.
Eiga vel saman
Þessi merki eru um margt lík
og eiga því ágætlega saman.
Hress merki
Hrútur og Tvíburi eru hress
og jákvæð merki. Þau vilja líf,
spennu og fjölbreytileika. Þau
eru glaðlynd og hafa jákvæð
áhrif hvort á annað sem og
umhverfið. Einkennandi fyrir
samband þeirra er bjartsýni,
hreyfanleiki og hugmynda-
auðgi.
Unglingar
Við skulum ímynda okkur tvo
hressa og lífsglaða unglinga
sem rölta niður Laugaveginn á
góðum vordegi. Unglingar og
vor vegna þess að hér eru tvö
vormerki. I bijósti þeirra lifir
vorandi, tilhlökkun yfir ævin-
týrum sumarsins sem er fram-
undan. Samband þeirra ein-
kennist því af stórhug og til-
hlökkun, af því að möguleik-
amir virðast óþtjótandi. Líkt
og unglingar að vori vilja þau
vera fijáls til að kanna hið
óþekkta. Vanabindin og hvers
konar höft eiga því ekki vel við.
Tilfinningar og
hugsun
Það sem skilur á milli þeirra
er að Hrúturinn er tilfinninga-
merki en Tvíburinn hugar-
merki. Hrúturinn laðast að
því sem höfðar til tilfinning-
anna. Hann er einlægur, lifandi
hreinn og beinn, veður áfram
af tilfinningahita og krafti.
Hann er lítið fyrir miklar
vangaveltur og málalengingar,
vill framkvæma og drífa í mál-
um. Tvíburinn er aftur á móti
töluvert fyrir heilabrot. Hann
getur setið og (þotið um) tím-
unum saman og rætt allt milli
himins og jarðar. Hann er
opinn en hann skortir tilfinn-
ingahita og einlægni Hrútsins.
Að vissu leyti er Tvíburinn
kaldur tilfinningalega eða var
um sig þegar mikill tilfinninga-
hiti er annars vegar. Það atriði
gæti leitt til árekstra milli hans
og Hrútsins sem þarf mikla
athygli, hlýju og tilfinninga-
hita. Tvíburar eiga það til að
velta málum fram og til baka
og snúa bæði á sjálfa sig og
aðra með snjöllum röksemda-
færslum. Hrútur getur fengið
nóg af slíku og ásakað Tvíbura
fyrir það að vera of mikið loft
en of lítil framkvæmd. Einnig
er hætta á því að upp komi
afbrýðisemi milli þessara
merkja. Tvíburinn er oft á tíð-
um töluverður daðrari en er
sjálfur lítið fyrir afbrýðisemi.
Hrúturinn á það til að vera
afbrýðisamur, ekki af þvi að
hann vill eiga aðra, heldur af
þvi að hann vill athygli og ótt-
ast höfnun. Þegar Tvíburi eyðir
tíma og orku í að tala við alla
aðra en Hrútinn og er sSðan
hálf volgur í ástalífinu er hætt
við léttum eldglæringum.
Fjör
Ifyrir utan framangreind atriði
má búast við skemmtilegu, lif-
andi og líflegu sambandi. Hætt
er við að viðkomandi aðilar
fari úr einu í annað, ferðist
mikið og lifi athafnasömu fé-
lagslífi. Það er a.m.k. eins gott
að svo sé því hvorugir eru mikið
fyrir lognmollu.
X-9
SToPPH&O/
'&itsrjáp/
///)///*//&"6/a /
/.oa6JSA/AÉrPO//A
ASÁX J//ZA//?/ /
© ins Klng F**lurt» SrwHcat*. Inc. World rlflhl* r*»*rv*d.
DYRAGLENS
Jek EITTHVAD VARlD l'
3 PESSA /VlyND UM STíZÍÐ
/lE> ISI2 V
Norður ♦ D ▼ - ♦ 4 ♦ 85 -
Vestur Austur
♦ 10 ♦ -
▼ 109 II ▼ -
♦ G ♦ D
♦ - Suður ♦ - ▼ - ♦ - ♦ KG104 ♦ D76
::::::::::::::::::
LJOSKA
TOMMI OG JENNI
\A/ / V "v rrr i /—:—:—sr
(40 gú LOFTAR EUO
\þ£S£AKl /HJÓlK-
oRkönnuí
1 KANNSK/ LOFTAR.
\ /Uús HENN/ EKK!..
Hl, H>.‘
HÚN E R.
full af
EÞ/K/
^ 1 7~. X.—t
FERDINAND
□ L II J:: Lr— ; — °——t-=—r~v
li—■ „ . - .
SMÁFÓLK
UFT ME MIGHER.. UJHEN
HALLEV'S COMET C0ME5
BY, I UíANT TO SEE IT...
Lyftu mér hærra ... Mig Allt í lagi, réttu mérMkinn.
langar til að sjá Halley-
halastjörnuna þegar hún fer
hjá...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Tl
Það er kannski ástöða til að
skoða lokastöðuna í spili gær-
dagsins aðeins nánar en tök
gáfust á í gær. Það er ekki á
hveijum degi sem menn sjá
sjálfsmorðsþvingun í einum lit.
Ef einhver er í vafa um hvað
sjálfsmorðsþvingun er, þá er það
kastþröng sem sagnhafi kallar
yfir sig sjálfur með því að taka
vinningsslag.
Suður er sagnhafi í fjórum
spöðum og er í þessari stöðu
staddur í blindum og má engan
slag gefa. -m
Hann verður að taka tromp-
drottninguna til að vestur fái
ekki á spaðatíuna. Austur hendir
tíguldrottningunni, en suður má
ekkert spil missa! Ef hann hendir
lauffjarkanum getur hann ekki
svínað laufínu nema einu sinni
og drottning austurs verður því
slagur. Og ekki dugir að hendar
lauftíunni og spila síðan laufátt-
uni úr blindum, því þá getur
austur einfaldlega lagt á og
tryggt sér slag á sjöuna.
Þessi staða kom næstum þvf'
upp á Islandsmótinu í sveita-
keppni um páskana, þ.e.a.s.
spilið gaf tilefni til þess, en
vömin þróaðist á annan veg. En
næstum því“ er alveg nógu
gott, þegar um er að ræða svo
sjaldgæfa og fallega stöðu.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á IBM-mótinu í Vín í Austurríki
í janúarmánuði kom þessi staða
upp í skák Austurríkismannanna
Fauland og Braun, sem hafði
svartogáttileik:
. 21... .Hd2! og hvítur gafst upp,
því svarti hrókurinn á d2 er frið-
helgur og því fær hvítur ekki varið^
f2 reitinn.