Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 23 og öðrum tilfallandi gögnum sem eru þó engan veginn nógu góð.“ Hvaða áhrif hefði það á náttúru landsins að refir yrðu vemdaðir með lögum og refa- veiðar lagðar niður? Páll: „Aftur er stórt spurt og þá eins og oft áður fátt um svör. Þó held ég að það hefði ekki afgerandi áhrif á varpfiigla ef marka má, að á land- námsöld var hér á landi gnægð af fugli og refastofn sem hafði sannarlega notið vemd- ar. Á hinn bóginn tel ég að það beri að fara afar varlega í öll friðunarmál og alls ekki friða refi á ákveðnum svæðum án þess að skipuleggja um leið eins viðamiklar rannsóknir og framast er unnt. Ég teldi það t.d. algert glapræði að friða refi á Hom- ströndum án þess að fylgjast náið með þeim áhrifum sem yrðu í kjölfarið. Það yrði að fylgjast með mörgum þáttum, t.d. breyting- um á §ölda grenja, og fjölda yrðlinga, sem og flæði refa út af friðunarsvæðinu og áhrif vert, að sambærilegur fjöldi refa er ekki á Austfjörðum þótt landslag sé þar ekki ósvip- að og á VestQörðum. Þá er og refakjörlendi á Sléttu og Langanesi, Snæfellsnesi og Reykjanesskaga. Refir em miklu stijálli á hálendinu, enda em fæðumöguleikar þar mun minni en þar sem sjávarsíðan býður fram nægtarbúr sitt. Þó em refir víða á hálendinu." Hvað segir refasérfræðingur um allar sögumar um fluggáfur skolla? Páll. „Ja, ég get að minnsta kosti fullyrt að hann er greindari á okkar mælikvarða en minkur þó að það segi kannski ekki mikið. Hins vegar er hann fljótur að læra og getur verið mönnum erfiður ef hann verður fyrir slæmri reynslu af þeirra völdum. Þá er ég sann- færður um að yrðlingamir geta lært að ótt- ast manninn án þess að hafa nokkum tfma séð hann. Það sést á því að fullorðnir refir sé talið að litblind dýr sjái betur í myrkri en önnur. Svo rammt kveður að trausti því sem refurinn setur á þefskyn sitt, að missi hann fæðubita úr kjaftinum, þefar hann bitann upp á ný þótt hann liggi við hliðina á honum og bókstaflega blasi við.“ Hefur íslenski refurinn einhver sérkenni sem refir sömu tegundar í öðmm löndum hafa ekki: Páll: „Það er rétt, þetta er sama tegundin allt í kring um norðurheimskautið þótt einstaklingar geti verið býsna ólíkir að stærð og litarhætti. Helsti munurinn liggur í lifnaðarháttunum, en nær alls staðar utan Islands lifa refir fyrst og fremst á læmingj- um, en sem kunnugt er, em miklar sveiflur í stofnstærð þeirra og refimir fylgja þeim í þeim efnum. í góðum læmingjaárum eiga refir að jafnaði 9—12 yrðlinga, en þegar hmn læmingjastofnsins verður, hrynur refa- stofninn einnig og þá fer yrðlingafjöldinn niður á núll. Hér á landi em engir læmingj- Páll að leik við taminn ref norður á Ströndum. Refur þessi hagaði sér í einu og öllu eins og undirgefinn hundur, en féll samt fyrir hendi byssumanns sem mun hafa fengið 540 krónur fyrir skottið. þess á fjölda refa í nágrannabyggðunum. Það yrði að fylgjast með lífríkinu til þess að athuga hvort refafjölgun hefði áhrif á það o.s.frv. o.s.frv. Svona rannsóknir á frið- unarsvæði þyrfti að framkvæma og Hom- strandir er kjörið svæði til slíks, því sauðfé er þar ekkert, en talsvert af ref.“ En hvar er mest af ref og á hverju lifa þeir úr því að flestir éta aðeins lambakjöt af hræjum? Páll: „Refir éta næstum því hvað sem kjafti kemur. Alls konar hræ em þar ofarlega á lista. Við sjávarsíðuna éta þeir bæði fuglahræ og selshræ, á Aust- fjarðahálendinu t.d. hreindýrahræ. En þeir em líka duglegir að veiða sér til matar. Þeir ná sér í bjargfugl, bæði múkka og svartfugl við sjóinn og æðarfuglinn er ekki síður vinsæll. Þeir em miklir tækifæris- sinnar, þannig éta þeir rauðmaga sem ijarar undan í pollum, þangflugur og lirfur þeirra, skelfisk og marfló, sem og hagamýs og krækiber á haustin. Inn til landsins er rjúpan aðalfæðan á vetuma, en farfuglar ýmiskon- ar á sumrin. Heiðagæsin, egg hennar og ungar, er t.d. aðalfæðan að sumrinu inni á hálendinu. Um útbreiðsluna er það að segja, að þétt- leiki refa er mestur á vestan- og norðan- verðum Vestfjarðakjálkanum, þar virðist vera jjeirra kjörlendi en á móti er athyglis- fara í mikið uppnám þegar þeir ramba fram á nýja slóð eftir mann. Ef yrðlingamir em með, læra þeir að þetta sé lykt sem ber að varast og þá komum við að því sem allt snýst um hjá refnum, þ.e.a.s. lyktinni. Við lifum í sjónheimi, en refir hins vegar í heimi lyktarinnar. Mín rejmsla er sú, að refir sjái kyrrstæða hluti afar illa þótt þeir séu fótviss- ir í urðinni, þannig hefur refur rölt fram hjá mér þar sem ég sat utan í steini aðeins 3 metra frá honum. Hann áttaði sig ekki á mannskepnunni þótt hann horfði til mín. Vindur stóð af honum þannig af þefskynið sveik hann. Þetta næma þefskyn er svo mikilvægt, að jafnvel blindir refir geta lifað og dafnað. Blindur refur var skotinn á Amarvatnsheiði fyrir nokkmm ámm. Hann var á leið í grenið með heiðargæs í kjaftin- um. Frægasta dæmið er þó rauðrefur einn á Bretlandseyjum sem fylgst var með frá því hann var yrðlingur. Hann var blindur og fékk hálsól með rafeindabúnaði og vís- indamenn fylgdust með öllum ferðum hans. Þessi refur lifði í 2 ár og veiddi sér til matar eins og aðrir refir. Hann beitti þef- skyninu. Að vísu endaði hann ævina undir bn. Við þetta má bæta, að refir em litblindir og er það sjóninni ekki til bóta, þótt reyndar ar og refastoftiinn því jafnari. Hér er got- stærðin 5,6 yrðlingar að jafnaði og á því em litlar breytingar frá ári til árs. Þá heijar hundaæði á refi víða erlendis í kjölfar læmingjaskorts, en hundaæði er landlægt í öllum löndum þessarar refategundar að ís- landi, Norðurlöndum og Svalbarða undan- skildum." En hvað með íslenska refinn gagnvart þeim refum sem aldir em hér í refabúum, en sleppa gjaman og lifa villtir: Páll: „Hér er aðallega um bláref að ræða, hann er uppmnninn í Alaska og Grænlandi en hing- að kominn frá Noregi, þar sem hann á 50 ára ræktunarsögu. Þessir blárefir em sama tegund og íslenski refurinn en með ræktun- inni hefur hann stækkað mikið og feldurinn ber annan lit en feldur villtra blárefa. Og vegna uppmna síns em þessir refir fijósam- ari en þeir íslensku. Það er skemmst frá því að segja, að það er að verða allmikið um þessa búrrefi, einkum á Reykjanesskaga og þeir em fljótir að aðlagast náttúmnni. Þá geta þeir átt afkvæmi með villtum ís- lenskum refum og því er blóðblöndun hafin og ekki séð fyrir hvaða áhrif þetta kann að hafa á íslenska refastofninn, sérstaklega þar sem honum er haldið niðri með veiðum. Við emm farnir að fylgjast með þessu nokkrir eins og hægt er, tökum blóð- og vefjasýni úr íslenskum refum og með þeim hætti er ætlunin að reyna að fylgjast með blönduninni." Vendum okkar kvæði í kross og ræðum aðeins um minkinn, er einhver von til þess að honum verði eytt? Páll: „Það er hæpið, hann er geysi algengur og veiðamar megna varla að halda honum niðri. Við getum tekið tvær tölur sem dæmi um ársveiði, 1980 vora 5000 dýr unnin, en 1984 aðeins 3500 dýr, þannig að dregið hefur úr veiðum. Þetta segir samt litla sögu um stofnstærð- ina, það hafa engar merkingar verið á minkahvolpum og engar athuganir á aldurs- dreifingu minka þannig að óvíst er með afföll. Þó er líklegt að veðurfar hafi mikil áhrif á tímgun minka. Til dæmis mun fijó- semi hafa verið mikil meðal minka eftir hinn milda vetur 1984—85. En veiðin er breytileg eftir áram, eins og tölumar sem ég nefndi áðan gefa til kynna, en engin fullnægjandi skýring er til á því. Þótt dýri þessu verði seint eytt, virðist hafa reynst unnt að halda því niðri á vissum svæðum með skipulögðum veiðum. Til dæmis má nefna Mývatn, þar hefur slíkt tekist með ágætum.“ En hvaða skaða veldur minkurinn? Páll: „Það hefur í rauninni aldrei verið metið tölulega, en minkurinn getur verið býsna harðskeyttur í þéttum fuglavörpum svo sem lunda- og æðarvörpum. Annars er minkur- inn mest í fiski þegar á heildina er litið og gerir hugsanlega skaða með því að éta laxa- og silungaseiði, auk þess sem hann getur spillt fuglalífi meðafram ám og vötnum. Þar sem hann er við sjávarsíðuna er hann tals- vert í sprettfiski og marfló að vetrinum en snýr sér meira að fugli að sumrinu. Af þessu sést, að minkur og refur keppa ekki alvar- lega innbyrðis um viðurværi. Satt best að segja, þá em gífurleg verkefni framundan varðandi minkarannsóknir, en spurning þó hvað hægt sé að gera þar sem embættið er í íjársvelti." Engir peningar? Páll: „Nei, engir pening- ar á fjárlögum til rannsókna. Það virðist hafa verið stefna fjármálaráðuneytisins um árabil að leyfa ekkert nýtt, aðeins að hjakka áfram í sama farinu. Mér skilst á forstöðu- mönnum ýmissa stofnana, og öðmm sem reynslu hafa af viðskiptum við „kerfið", að eina leiðin til að gera eitthvað nýtt sé að hliðra við peningum, því að úteltir fjárlaga- liðir fá að standa um aldur og ævi, þótt nýir liðir og brýnir fái ekki náð fyrir augum Qár- málaráðuneytisins. Þetta kallast „aðhald í fjármálum". Því miður hefur veiðistjóraemb- ættið enga fjármuni til að hliðra, en rann- sóknir kosta peninga. Við þetta má bæta, að tækjabúnaður sá, sem ég þarf til rannsókna er með fullum tollum og rúmlega það. Fyrir nokkmm áram gengust Sameinuðu þjóðimar fyrir því að svokallaður „Flórens-sáttmáli" var undirrit- aður af vel flestum þjóðum innan þeirra vébanda. ísland var ekki þar á meðal. Sátt- máli þessi er ætlaður sem lyftistöng vísinda- legra rannsókna meðal vanþróaðra ríkja, m.a. með niðurfellingu tolla á rannsóknar- tækjum, enda er það viðurkennt að öflug rannsóknarstarfsemi sé ein af undirstöðum þess að þjóðir komist í tölu „þróaðra" rílq'a. Sennilega telja ráðamenn á íslandi að við séum svo háþróuð að þessu leyti, að óþarfi sé fyrir okkur að undirrita sáttmálann. Það em a.m.k. engin teikn á lofti um að við gemm það á næstunni. Að mínu viti heitir þetta að spara eyrinn og kasta krónunni, því að rannsókmr af þessu tagi koma þjóð- félaginu til góða með tímanum og borga þá þann kostnað sem í þær er lagður,“ sagði veiðistjóri að lokum. — gg. Hljóðkútar — púströr — pústklemmur Allt í pústkerfið Ath. Opið laugardaga frá kl. 10.00-14.00. ®naust h.t íIðumúla 7-9 Sími 82722.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.