Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 38

Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 38
 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hundrað þúsund erlendir ferðamenn: ísland er lifandi kennslubók — í náttúrufræði og jarðfræði, segir flutnings- maður tillögu um úrbætur í ferðaþjónustu Laiigleiðina í eitt hundrað þús- und erlendir ferðamenn (97.443) lög'ðu leið sina til íslands árið 1985. Þessi tala, ein út af fyrir sig segir það sem segja þarf um þýðingu ferðaútvegs í íslenzkum þjóðarbúskap. Við mættum og gjarnan hugleiða, hvað það er sem þessir nærri hundrað þúsund útlendingar telja efnirsóknar- vert hér og þess virði að fljúga með ærnum kostnaði yfir Atl- antsála til að sjá og reyna. Vera má að við gerðum okkur þá betur ljóst en áður, að við förum oft- lega yfir lækinn að sækja vatnið þegar orlofi er eytt í útlöndum. Staða ferðamála Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) hefur mælt fyrir tillögu til þingsá- lyktunar um úrbætur í íslenzkri ferðaþjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir því að samgöngumálaráðherra láti „kanna hvaða aðstöðu vantar í tengslum við ferðaþjónustu víðs vegar um landið, svo sem gistiað- stöðu, veitingaþjónustu, samgöng- ur, leiðsögn og leiðamerkingar, eftirlit, aðgang að áhugaverðum stöðum, upplýsingaþjónustu og hreinlætisaðstöðu. Gera skal úttekt í hveijum landshluta fyrir sig og áætlun um úrbætur í samræmi við Andlit íslands gagnvart umheiminum Hátt í hundrað þúsund erlendir ferðamenn sóttu landið heim á liðnu ári, flestir flugleiðis, auk þess sem mikill aragrúi ferðalanga millilendir á Keflavíkurflugvelli á leið sinni milli Evrópu og N-Ameríku. Fyrstu kynni þessa fólks af landinu verða gjarnan í flughöfninni á Keflavíkurflug- velli. Hún er það andljt íslands gagnvart umheiminum, sem mótar fyrstu kynnin. Hér við bætist að um áttatiu þúsund íslendingar fara utan ár hvert, flestir um þessa sömu flughöfn. Aðstaða öll til nauðsynlegrar þjónustu í gömlu flughöfninni var lítt til sóma, vægt orðað. Það var því meir en tímabært að reisa nýja. Myndin sýnir hvar hin nýja flughöfn rís. niðurstöður hennar," segir í tillögu- greininni. Kostnaður við fram- kvæmdina greiðist úr ríkissjóði. I greinargerð kemur fram, eins og áður hefur verið fjallað um hér í þingbréfi, að tala erlendra ferða- manna hér á landi hefur meir en sjöfaldast á einum aldarfjórðungi. Þrettán þúsund eriendir ferðamenn sóttu okkur heim árið 1960. Þeir vóru tæplega 97.500 árið 1985. Var nokkur að tala um nauðsyn nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkur- flugvelli? Móttakan þar er „andlit íslands út á við“, ekki aðeins gagn- vart erlendum ferðamönnum hér, sem flestir koma flugleiðis, heldur ekki síður í augum þess aragrúa fólks sem millilendir á Keflavíkur- flugvelli á ferðum milli hins gamla og nýja heims. Það skiptir að sjálf- sögu máli (það gerir allt kynningar- starf), hverja mynd þetta fólk geymir í huga sínum af landi okkar og hvaða sögu það ber því til sinna heimahaga. Fieiri og f leiri gestkomendur í greinargerð með tillögu sinni segir þingmaðurinn m.a.: „í fyrrgreindri skýrslu (um lík- IFRIŒ) TIL SVISS sumarið 1986 í júní — júlí — ágúst bjóðum við eftirfarandi: Flug og bíl frá kr. 18.100.- í 2 vikur. Flug og lestarmiða frá kr. 17.100.- 2 vikna lúxusferð 19. júlí. Dvöl í ferðamannabænum Interlaken. Hringið eða komið við á skrifstofunni í Borgartúni og leitið nánari upplýsinga. Næg bílastæði. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34 105 Reykjavík. Sími (91)83222. Svissnesk sérþekking. JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 8. apríl Þjálfari Þóroddur Þórhallsson. Innritun og upplýsingar í síma 83295, alla virka daga frá kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.