Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 55 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson Förum oft á skíði — segja Margrét og Kolbeinn Morgunblaðið/VIP • Margrét Scheving og Kolbeinn Marteinsson bíAa þess að kennsla í skíðaskólanum hefjist. MARGRÉT Scheving, 10 ára, og Kolbeinn Marteinsson, 12 ára, voru bœði í skíðakennslu hjá Fram um páskana. Þau sögðust fara oft á skíði en hefðu farið í skíðakennsiuna til að verða ennþá betri í iþróttinni en þau eru nú þegar. Bæði komu þau með rútunni upp í Eldborgargil og eru orðin alvön því vegna þess að þau koma oft í Bláfjöll þó að þaö hafi verið fyrst núna um páskana sem þau koma á Framsvæðið. Margréti þykir skemmtilegast í bruni og stökki en Kolbeini í svigi og stökki. Ég spuröi krakkarna hvort brun gæti ekki verið hættulegt. „Jú, brun getur verið dálítið hættulegt," svaraði Margrét, „hann Jón rútubílstjórinn okkar brákaðist í bruni í gær. Hann keyrði okkur samt uppeftir í dag, hann er svo ofboöslega harður." „Enda er hann frændi minn," bætti Kolbeinn viö. Þau Margrét og Kolbeinn voru ekki alveg ákveðin í hvort þau tækju þátt í svigmótinu sem fram átti að fara sama dag og þau voru tekin tali, en daginn eftir átti að fara fram mót fyrir krakk- ana í skíðakennslunni og þar ætluðu þau ekki að láta sig vanta. Morgunblaðið/Bjarni • Anægjusvipurinn leynir sór ekki hjá þessari ungu og efnilegu skíðakonu. Morgunblaðið/Bjarni # Hann er greinilega til í allt og ákveðinn í ad komast óhindradur í mark þessi vel búni skíóamaó- ur. Hann og fjöidamargir aðrir ungir skíðamenn tóku þátt f svígmóti Fram fyrir 12 ára og yngri um páskahelgina. Góður árangur f byrjendaflokki — á svigmóti Fram 12 ára og yngri UNGT skíðafólk úr Fram lát ekki frekar en aðrir skfðamenn hið dýrlega veður um páskana ónotað heldur renndi sár af miklum móð þessa helgi. Skfða- kennsla var flesta daga auk ýmissa móta sem sniðin voru fyrir unga sem aldna, byrjendur og lengra komna. Unglingafþróttasíðan leit inn hjá Frömmurum f Eldborgargili á föstudaginn langa en þá fór fram svigmót fyrir 12 ára og yngri. Fjölskyldu- stemmning Á þessu móti ríkti sannkölluð fjölskyldustemmning, krakkarnir renndu sér af miklum móð niður brekkurnar en foreldrarnir stóöu niðri við markið og hvöttu krakk- ana sína, sáu um tímamælingar og annað sem tilheyrir mótum sem þessum og létu gamanyrði fjúka. Að sögn Gunnars V. Andrés- sonar, eins af forsvarsmönnum skíðadeildar Fram, er reynt aö byggja starf deildarinnar þannig upp að öll fjölskyldan sé með og dagskrá páskahelgarinnar, sem endaði með fjölskyldumóti á páskadag, var þar engin undan- tekning. f fjölskyldumótinu var engin tímataka heldur dregið um verðlaun sem voru páskaegg og áttu því allir þátttakendur jafna möguleika á verölaunum. Noregsferð Þó að páskarnir séu hápunktur skíðatímabilsins hafa krakkarnir í Fram ekki setið aðgerðalausir í vetur og beðið eftir þessari miklu helgi. Þeir áhugamestu æfa 4 sinnum í viku og um áramót fóru krakkarnir í æfingaferð til Noregs þar sem var skíðað frá 9—4 alla daga ferðarinnar. Að sögn eins fararstjórans í þeirri ferð hefði álagið sem var á krökkunum í þessari ferð verið kallað þræl- dómur ef þau hefðu verið í vinnu. Þau voru þó mjög sátt viö allt þetta, enda er fátt skemmtilegra en að renna sér á skíðum í góðu færi við fyrsta flokks aðstæður. Eftir þessa ferð hafa þeir krakkar sem í hana fóru haldið vel saman og eiga Frammarar nú harðsnú- inn hóp ungra skíðamanna auk þess sem félagsstarfið hefur vaxið í kjölfar ferðarinnar. Páskaegg í verðlaun Á svigmótinu á föstudaginn langa var hart barist enda til páskaeggja að vinna og sáu krakkarnir súkkulaðieggin í hill- ingum. Keppt var í nokkrum flokkum og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Úrslit íflokkunum urðu: 6ÁRAOGYNGRI SEK. 1. Brynjar Bragason 41,35 2. Þorbjörg Gunnarsd. 42,46 3. Kriatján Benediktsson 47,99 7-8 ÁRA: 1. Dagný Einaradóttir 38,36 2. Kjartan Þórisson 40,83 3. Jóhanna K. Claessen 42,97 9—10 ÁRA BYRJENDUR: 1. Kári Sigurbjömsson 39,34 2. Elfn H. Jónsdóttir 52,32 3. Ema K. Gylfadóttir 54,37 9-10 ÁRA PILTAR, LENGRA KOMNIR 1. DavíA Jónsson 38,83 2. Ingl R. Júlfusson 46,75 3. Ágúst Gunnarsson 48,30 9-10 ÁRA STÚLKUR, LENGRA KOMNAR 1. Bargllnd Bragadóttir 51,13 11-12 ÁRA BYRJENDUR: 1. Hanna B. Kjartansddttlr 40,75 2. Gylfl P. Harðarson 41,14 3. Ámi G. Magnússon 44,13 11-12 ÁRA, PILTAR, LENGRA KOMNIR 1. Slgurður Nikulásson 41,12 2. Hörður M. Gytfason 42,76 3. Brynjólfur Ðaldursson 43,70 11—12ÁRA, STÚLKUR, LENGRA KOMNAR 1. Vala Svavarsdóttir 43,06 2. Lára Jónsdóttir 46,65 3. Erla B. Ólafsdóttir 54,96 Mjög góður árangur í byrj- endaflokki 11—12 ára krakka vakti sérstaka athygli á þessu móti. Betri tímar náðust í þess- um flokki en í sömu aldursflokk- um hjá þeim lengra komnu. Þess ber þó að gæta að byrjendur voru þeir flokkaðir sem ekki höfðu tekið þátt í mótum áöur þó svo að þeir hafi e.t.v. lagt stund á skíði í langan tíma. Þetta skyggir þó ekki á mjög góðan árangur þessara krakka. Handbolti: Urslitakeppnin er að hefjast NU um helgina fer fram úrslita- keppnin f íslandsmótum yngrl flokkanna í handknattleik og um næstu helgi lýkur þeirri keppni. Á Selfossi keppir 4. flokkur kvenna og f Seljaskóla keppir 2. flokkur kvenna til úrslita. Keppnin hefst f dag klukkan 11.40 f Seljaskóla en klukkan 13 á Selfossi og stendur fram eftir degi. í 2. flokki karla fer úrslitakeppnin fram í Vestmannaeyjum og hefst keppnin klukkan 10 þar og úrslita- leikurinn verður klukkan 11 árdeg- is. Um næstu helgi verður síðan leikið til úrslita í 3. flokki kvenna í Keflavík, 5. flokki karla á Akranesi, 4. flokki karla í Garðabæ og 3. flokki karla í Seljaskóla í Reykjavík. Það verður sem sagt nóg um að vera hjá yngri kynslóöinni í handknattleik þessar tvær helgar áður en knattspyrnuskórnir verða teknir út úr skáp og handbolta- skórnir settir þar í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.