Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6.APRÍH986 54 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson • Hér sjéum vift hluta af þeim 65 krökkum sam tóku þátt f skfóanámskeiði Vfkings. Krakkarnir eru hress og sprak enda búnir að fá stóran skammt af frfsku fjallalofti. Alveg frábært — segja krakkarnir á skíðanámskeiði Víkings Erfiðast að beygja — segir Ingibjörg 7 ára INGIBJÖRG, 7 ára, var með mömmu sinni f Bláfjöllum um páskahelgina eins og svo marg- ir aðrir. Þegar unglingaiþrótta- sfðan hitti hana var hún nýkom- in og bara búin aó renna sér eina ferö. „Mér finnst þessi brekka ekki nógu skemmtileg, hún er svo brött. Þessi er kannski betri, ég ætla að prufa hana næst," sagði Ingibjörg og benti í átt að brekku þarna rétt hjá. Af hinum fjölmörgu atriðum, sem skíðamenn þurfa aö kunna skil á til að komast heilir á höldnu niður brekkurnar, fannst Ingi- björgu erfiðast að beygja en hún lét það samt ekki aftra sér frá að þjóta skíöastafalaus niður hverja brekkuna á fætur annarri. HÚN var vígaleg hún Bjarney H. Ólafsdóttir með voldugan hjálm á höföinu þegar ég spjall- aði viö hana f Bláfjöllum á föstu- daginn langa. „Ég er oft á skíðum, ég var í gær. Ég, pabbi, mamma og bróð- ir minn förum oft í bílnum okkar á skíöi. í gær fór ég í Víking, þar er æðislegt," sagöi Bjarney þeg- „Fyrr var oft f koti kátt, krakk- ar léku sarnan" eru Ijóölfnur sem hvert mannsbarn á íslandi hefur sennilega kyrjað oft og mörgum sinnum. Það voru ein- mitt þessar Ijóölfnur sem um- sjónarmaöur unglingaíþrótta- sfðunnar heyrði þegar hann ásamt Ijósmyndara nálgaðlst skfðaskála Vfkings aö kvöldi ar hún var spurð út í skíðaiðkun sína. „En hvers vegna ertu með þennan hjálm," spurði ég hina hressu skíðakonu. „Nú, auðvitað til að ég meiði mig ekki þegar ég dett á haus- inn,“ svaraði hún hálfhneyksluð á fáfræði minni og við svo búið kvaddi hún mig og tók stefnuna í átt að næsta hól. föstudagsins langa. Þaö voru 65 krakkar á aldrinum 6—14 ára sem sungu þetta lag og önnur af miklum krafti og var greini- legt að kátt var f koti. Krakkarnir voru þarna á árlegu skíðanámskeiði Vikings sem stóð í 5 daga. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir og fylgst með fjörugri kvöldvöku voru krakkarn- ir spurðir hvað dagar á skíöa- námskeiði fælu í sér. Tæmdum sjoppuna „Við skíðum frá 9 á morgnana til 9 á kvöldin. Okkur er skipt í hópa, það er guli hópurinn, brúni hópurinn o.s.frv. og hver hópur hefur einn kennara. „Krakkarnir í gula hópnum bera af" hrópaði ein rödd, „nei, brúna, nei, bláa" heyrðist þá úr öllum áttum. „Heldurðu að þú sért kominn hingað til að sofa" fékk sá að heyra sem fór að trúa mér fyrir að honum þætti nú frekar hart að vera vakinn á hverjum morgni klukkan 8 og það í sjálfri páskavi- kunni. Þegar krakkarnir eru búnir að borða morgunmat hefjast skíða- æfingarnar, svo sem brun, svig, stórsvig og stökk fram af hengj- um af fullum krafti. Þessar æfing- ar og keppnir sem eru fléttaðar inní eru teknar uppá myndband og horfa krakkarnir síðan á þau til aö sjá hvað betur megi fara hjá þeim. „Einn daginn þoldu kennarnir ekki lengur við fyrir svitafýlu og drifu allt liðið í sund í Hveragerði og við notuðum tækifæriö til að tæma sjoppuna (leiöinni," sagði ein rödd í hópnurn. Það var auðheyrt á krökkunum að þau voru ánægð með skíðaað- stöðuna „brekkurnar eru frábær- ar, það er búiö aö vera rosalegt færi, það hafa ekki orðið nein slys og við höfum lært mjög mikið," eru dæmi um umsagnir þeirra. Nokkurpör En það er ekki síður gaman á kvöldin á þessum skíðanám- skeiðum hjá Víkingi því á hverju kvöldi voru kvöldvökur með leikj- um, söngvum, gríni og glensi. í gær komu Jellý-systur hingað og tóku með okkur lagið og í framhaldi af því stofnuðu Tobbi og Doddi „Jellý-brothers" og tóku lagið „It’s a Long Way to Tipparary" mjög falskt" vorum við gestirnir fræddir á. „Nei láttu ekki svona þetta eru toppsöngv- arar," sagði þá einhver sem er hlýtttilTobba og Dodda. „Það eru sagðar draugasögur á hverju kvöldi og Nunnan í Vals- skálanum er skemmtilegasta sagan. Tóta er sennilega sú sem segir mögnuðustu draugasög- urnar og hefur hún framkallað margan kaldan svitadropann. „Heyrðu, þú mátt til með að láta koma fram aö ástin blómstr- ar hér í skálanum og nokkur pör hafa skotið upp kollinum og eru Haddi og Erla par skíðanám- skeiðsins." Á þennan skemmtilega hátt hljómuðu sögurnar sem krakk- arnir sögðu mér um kvöldævin- týri skíðanámskeiðsins. Mjög heimilislegt Þegar krakkarnir voru spurðir þeirrar fáránlegu spurningar hvort þau fengju aldrei heimþrá var svarið það að þeim hefði tekist að gera umhverfið allt mjög heimilislegt og því til stað- festingar sögðust þau ekki finna nokkurn hlut sem á þyrfti að halda f hvert skipti. Nokkrir krakkanna hafa þurft að skreppa í bæinn á meðan á námskeiðinu hefur staðið annað- hvort til að fermast eða að fara í fermingarveislur, en þau hafa verið mætt strax daginn eftir með fermingargreiðsluna í hár- inu og ný skíði undir hendinni. Það væri hægt að halda lengi áfram að segja frá krökkunum á skíðanámskeiði Vfkings og hvað þau tóku sér fyrir hendur þessa 5 daga sem námskeiðið stóð en ég læt einn þátttakandan hafa síðasta oröið „það er bara eitt orð yfir þetta, þetta er frábært". Morgunblaflið/Bjarni • Það getur reynt á hláturtaugarnar að taka þátt f kexkappáti að minnsta kosti ar Frank Hall mjög kátur á svipinn þegar hann tekur þátt f einu slfku á kvöldvöku á skíðanámskeiðinu. Bjarney M. Ólafsdóttir: Vel útbúin skíðakona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.