Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Borgarhlutamiðstöð fyrir Breiðholtshverfi er smám saman að rísa í Mjódd- inni. Verður þar fjöldi verslana, fyrirtækja og stofnana. Mjóddin er auðvit- að ekki eingöngu ætluð Breiðholtsbúum. Hún ætti líka að verða aðgengileg fyrir Kópavogsbúa því ætlimin er að gera göng undir Reykjanesbraut fyrir vegfarendur. í lok þessa árs þegar Reylganesbraut verður breikkuð í sex akgreinar og tengist Keflavíkurvegi liggur Mjóddin einnig vel við þeim sem búa í Garðabæ og Hafnarfirði. Þegar hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir risið af grunni í Mjódd- inni. Lengst hafa starfað þar veit- ingahúsið Broadway og Bíóhöllin, sem eru í sömu byggingu eða í 4 ár. Landsbankinn reisti útibú skammt frá þar, sem er einnig rekin tækni- og skipulagsdeild bankans. í Mjóddinni er 7 hæða íbúðarhús. Upphaflega átti að innrétta þar þjónustuíbúðir en horfíð var frá þeirri hugmynd, svo úr varð venjulegt Qölbýlishús. Kirkja hefur þegar risið í suður- hluta Mjóddarinnar og er ætlunin að vígja hana með haustinu. í kringum hana er gert ráð fyrir skrúðgarði sem má nýta til sam- komuhalds og skemmtana.' Þungamiðja Mjóddarinnar verð- ur verslunar- og þjónustulq'ami, sem er milli 16 og 17 þúsund fermetrar að grunnfleti. Verða einstaka einingar hans tengdar saman með yfírbyggðri göngugötu og verður þar ijölbreytt starfsemi. Stærsta einingin í kjamanum er stórmarkaður Víðis, sem þegar hefur tekið til starfa. Fljótlega verður hafín bygging á tveim hæðum ofan á Víðishúsið, önnur hæðin mun hýsa verslanir en sú þriðja skrifstofur. Ætlunin er að taka þetta rými í notkun næsta haust. Vestan megin við Víði er gert ráð fyrir byggingu Pósts og síma og útsöluverslun Afengis- verslunar ríkisins. Sökkull að hús- inu hefur verið steyptur, en óráðið er hvenær næsti áfangi hefst. Ráðgert er að úfibú Pósts og síma, sem nú er við Amarbakka, flytjist í þetta húsnæði og þjóni neðra Breiðholti og Seljahverfí. í skipulagstillögum er gert ráð fyrir skiptistöð almenningsvagna við Álfabakka þ.e. við norðurenda verslunar- og þjónustukjamans. Gert er ráð fyrir, að vagnar á öllum leiðum tengdum Breiðholti geti verið samtímis á skiptistöðinni. Ætlunin er að skiptistöðin geti einnig þjónað vögnum, sem ganga til og frá Kópavogi, Hafnarfírði og Mosfellssveit, þó ekkert hafí verið ákveðið um það. Við skipti- stöðina er gert ráð fyrir byggingu SVR. Mun hún tengjast göngu- götu. Einnig er gert ráð fyrir yfír- byggðu torgi í framhaldi af yfír- byggingu göngugötunnar. Göngu- leiðir frá skiptistöðinni að vögnun- um verða einnig með léttum þök- um. Hafín verður undirbúnings- vinna að húsbyggingu SVR á þessu ári og í sumar verður byijað að vinna við skiptistöðina en ekki er reiknað með að hún verði komin í gagnið fyrr en á næsta ári. Lóð, sem er sunnan við bygg- ingu SVR, hefur ekki enn verið úthlutað en við hlið hennar er lóð, sem Þýsk-íslenska verslunarfélag- ið hefur keypt en ætlunin er að þar verði til húsa verslanir með byggingavörur. Þar við hliðina á verður einnig verslunarhúsnæði. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar verður þar til húsa og skrif- stofur verslunarinnar. Þá mun fyrirtækið Raftækni reka þar raf- tækjaverslun. Hinir tveir aðilamir, sem þama eiga byggingarrétt, eru Búsport og Gissur Þorvaldsson og segja enn óráðið hvaða fyrirtæki verða rekin í þeirra húsnæði. í næsta húsi við verslunar- húsnæðið verður Apótek Breið- holts, sem flytur af Ámarbakkan- um og ritfangaverslunin Penninn með starfsemi sína. Má búast við að í húsinu verði einnig nokkrir læknar með stofur sínar. Stefnt er að því að hægt verði að flytja inn fyrir næstu áramót. Við austurenda verslunar- og þjónustukjamans er einnig versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Þar mun verslunin Vogue reka vefnað- arvömverslun af stærri gerðinni. Verslunarbankinn flytur útibú sitt við Amarbakka í þetta húsnæði. Verslunin Fálkinn á þama líka rými. Ifyrst um sinn hyggjast þeir leigja það út og verður það tilbúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.