Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Borgarhlutamiðstöð fyrir Breiðholtshverfi er smám saman að rísa í Mjódd- inni. Verður þar fjöldi verslana, fyrirtækja og stofnana. Mjóddin er auðvit- að ekki eingöngu ætluð Breiðholtsbúum. Hún ætti líka að verða aðgengileg fyrir Kópavogsbúa því ætlimin er að gera göng undir Reykjanesbraut fyrir vegfarendur. í lok þessa árs þegar Reylganesbraut verður breikkuð í sex akgreinar og tengist Keflavíkurvegi liggur Mjóddin einnig vel við þeim sem búa í Garðabæ og Hafnarfirði. Þegar hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir risið af grunni í Mjódd- inni. Lengst hafa starfað þar veit- ingahúsið Broadway og Bíóhöllin, sem eru í sömu byggingu eða í 4 ár. Landsbankinn reisti útibú skammt frá þar, sem er einnig rekin tækni- og skipulagsdeild bankans. í Mjóddinni er 7 hæða íbúðarhús. Upphaflega átti að innrétta þar þjónustuíbúðir en horfíð var frá þeirri hugmynd, svo úr varð venjulegt Qölbýlishús. Kirkja hefur þegar risið í suður- hluta Mjóddarinnar og er ætlunin að vígja hana með haustinu. í kringum hana er gert ráð fyrir skrúðgarði sem má nýta til sam- komuhalds og skemmtana.' Þungamiðja Mjóddarinnar verð- ur verslunar- og þjónustulq'ami, sem er milli 16 og 17 þúsund fermetrar að grunnfleti. Verða einstaka einingar hans tengdar saman með yfírbyggðri göngugötu og verður þar ijölbreytt starfsemi. Stærsta einingin í kjamanum er stórmarkaður Víðis, sem þegar hefur tekið til starfa. Fljótlega verður hafín bygging á tveim hæðum ofan á Víðishúsið, önnur hæðin mun hýsa verslanir en sú þriðja skrifstofur. Ætlunin er að taka þetta rými í notkun næsta haust. Vestan megin við Víði er gert ráð fyrir byggingu Pósts og síma og útsöluverslun Afengis- verslunar ríkisins. Sökkull að hús- inu hefur verið steyptur, en óráðið er hvenær næsti áfangi hefst. Ráðgert er að úfibú Pósts og síma, sem nú er við Amarbakka, flytjist í þetta húsnæði og þjóni neðra Breiðholti og Seljahverfí. í skipulagstillögum er gert ráð fyrir skiptistöð almenningsvagna við Álfabakka þ.e. við norðurenda verslunar- og þjónustukjamans. Gert er ráð fyrir, að vagnar á öllum leiðum tengdum Breiðholti geti verið samtímis á skiptistöðinni. Ætlunin er að skiptistöðin geti einnig þjónað vögnum, sem ganga til og frá Kópavogi, Hafnarfírði og Mosfellssveit, þó ekkert hafí verið ákveðið um það. Við skipti- stöðina er gert ráð fyrir byggingu SVR. Mun hún tengjast göngu- götu. Einnig er gert ráð fyrir yfír- byggðu torgi í framhaldi af yfír- byggingu göngugötunnar. Göngu- leiðir frá skiptistöðinni að vögnun- um verða einnig með léttum þök- um. Hafín verður undirbúnings- vinna að húsbyggingu SVR á þessu ári og í sumar verður byijað að vinna við skiptistöðina en ekki er reiknað með að hún verði komin í gagnið fyrr en á næsta ári. Lóð, sem er sunnan við bygg- ingu SVR, hefur ekki enn verið úthlutað en við hlið hennar er lóð, sem Þýsk-íslenska verslunarfélag- ið hefur keypt en ætlunin er að þar verði til húsa verslanir með byggingavörur. Þar við hliðina á verður einnig verslunarhúsnæði. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar verður þar til húsa og skrif- stofur verslunarinnar. Þá mun fyrirtækið Raftækni reka þar raf- tækjaverslun. Hinir tveir aðilamir, sem þama eiga byggingarrétt, eru Búsport og Gissur Þorvaldsson og segja enn óráðið hvaða fyrirtæki verða rekin í þeirra húsnæði. í næsta húsi við verslunar- húsnæðið verður Apótek Breið- holts, sem flytur af Ámarbakkan- um og ritfangaverslunin Penninn með starfsemi sína. Má búast við að í húsinu verði einnig nokkrir læknar með stofur sínar. Stefnt er að því að hægt verði að flytja inn fyrir næstu áramót. Við austurenda verslunar- og þjónustukjamans er einnig versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Þar mun verslunin Vogue reka vefnað- arvömverslun af stærri gerðinni. Verslunarbankinn flytur útibú sitt við Amarbakka í þetta húsnæði. Verslunin Fálkinn á þama líka rými. Ifyrst um sinn hyggjast þeir leigja það út og verður það tilbúið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.