Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna I . .... ...... ........ .......... ......................................; - »■: - nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Rekstra r ráðg jaf i óskast til starfa hjá Rekstrartæknideild ITÍ. Starfið felst einkum í aðstoð við einstaklinga og fyrirtæki. Aðalsvið: ★ Stefnumörkun (undanfari vöruþróunar) ★ Markaðsmál. ★ Námskeiðahald ★ Arðsemisútreikningur. ★ Fjármögnun Leitað er að iðnaðarverkfræðingi eða við- skiptafræðingi sem getur unnið sjálfstætt og er reiðubúinn að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum í íslensku atvinnu- lífi. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf þarf að skila til Iðntæknistofnun- ar íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást hjá stofnuninni. Nánari upplýsingar gefur Hauk- ur Alfreðsson deildarstjóri í síma (91) 687000. Hlutverk löntœknistofnunar er aö vinna aö tækniþróun og aukinni fram- leiöni í ískenskum iðnaöi meö því aö veita einstökum greinum hans og iönfyrirtækjum sórhæföa þjónustu á sviöi tækni- og stjórnunarmála og stuöla aö hagkvæmnri nýtingu íslenskra auölinda til iönaöar. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku, Ólafsfirði. Umsóknarfrestur er til 24. apríl 1986. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480. Ölgerðin Óskar að ráða menn til sumarafleysinga í nýjum og fullkomnum vélasal. Upplýsingar gefur Lárus Berg á staðnum að Grjóthálsi 7-11. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRfM SSON Innkaupafulltrúi Fyrirtækið er eitt af stærstu byggingavöru- fyrirtækjum landsins. Starfið er í innflutningsdeild og felst í um- sjón með erlendum pöntunum, bréfaskrift- um, telexviðskiptum ásamt toll- og verðút- reikningum og öðrum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi þekk- ingu og reynslu af innkaupum, hafi tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og sé með góða kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Vinnutimi er frá kl. 9.00-17.00 eða 8.00-16.00 eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur ertil 9. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Liðsauka hf.t frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - 101 Fteyk/avik - Simi 621355 Ég leita að nýju starfi Ég er menntaður til og hef mikla kunnáttu og reynslu af bókhaldi, ársuppgjörum, skattamálum, fjármálastjórn, mannaforráð- un, stjórn og skipulagi stórra verkefna á þessu sviði. Ég er reyndur fundarstjóri, ræðumaður og leiðbeinandi á námskeiðum. Hef samband við þá sem leggja inn nafn og símanúmer á augld. Mbl. merkt: „Starf — 3430“ fyrir 15. apríl. ístess hf. óskar aö ráða: Forstöðumann gæðaeftirlits og vöruþróunar Forstöðumanni gæðaeftirlits og vöruþróunar er ætlað að hafa umsjón með eftirliti og rannsóknum á gæðum hráefna og fullunn- inna vara, bera ábyrgð á framleiðslustjórnun með tilliti til efnasamsetningar og efna- og eðlisfræðilegra eiginleika fóðursins og taka þátt í og stjórna verkefnum á sviði vöruþró- unar.. Nauðsynlegt er að væntanlegur starfsmaður hafi háskólapróf og víðtæka þekkingu á fóð- ur- og lífefnafræði, hafi reynslu af næringar- og efnarannsóknum og hafi góða tungumála- kunnáttu. Frekari þekking verður veitt með námi og þjálfun í Noregi og Hollandi. Verksmiðjustjóra Vekrsmiðjustjóra er ætlað að hafa umsjón með daglegum rekstri fóðurverksmiðjunnar og stjórna viðhaldi véla og tækja. Leitað er að manni með vélstjórapróf eða sambærilega menntun og reynslu í meðferð véla og verkstjórn. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að fara í a.m.k. tveggja mánaða námsdvöl í Noregi sem stefnt er að hefjist í byrjun júní nk. Vélgæslumenn Um er að ræða tvær stöður sem fela í sér vaktavinnu að hluta. Æskilegt er að umsækj- endur hafi reynslu af meðferð véla og tölvu- búnaðar. Gert er ráð fyrir að starf hefjist í júní/júlí nk. með starfsþjálfun í Noregi. ístess hf. er fóöurfyrirtæki, sem stofnaö var í maí 1985. ístess hf. er ætlaö aö framleiöa hið viðurkennda TESS fiskfóöur sem er mest notaöa fóöriö í laxeldi í Evrópu. Auk þess mun fyrirtækiö framleiöa TESS loö- dýrafóöur og íblöndunarefni og hafa á boöstólnum tækjabúnaö til fiskeldis og loödýraræktar. Fyrirtækiö veitir einnig ráögjöf um hvaöeina er lýtur aö þessum atvinnugreinum og markmiö þess er aö stuöla meö framleiöslu sinni aö ráðgjöf aö sem hagkvæmustum rekstri hjá hverjum einstökum viöskiptavini. Markaössvæöi ístess hf. er ísland og Færeyjar og hefur fyrirtækiö nú selt fiskfóöur á þessum mörkuöum í tæpt eitt ár. Þaö fóöur hefur veriö framleitt hjá T. Skretting as. i Noregi sem er stærsti framleiöandi á sinu sviöi á Norðurföndum. Nú er komiö aö næsta skrefi í uppbyggingunni, sem er bygging fullkominnar fóöurverksmiöju í Krossanesi viö Akureyri. Stefnt er aö því aö hún taki til starfa í október nk. Vegna þess þarf nú að bæta viö starfsmönnum. Boðiö er uppá krefjandi störf í fyrirtæki sem hefur aö markmiöi aö þjóna sem best mikilvægum og vaxandi atvinnu- greinum á íslandi og i Færeyjum. Skriflegar umsóknir um framangreind störf skulu sendar ístess hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri, fyrir 23. apríl nk. Istess h.f. Glerárgata 30 600Akureyri Island ® (9)6-26255 Næg vinna Okkur vantar nú þegar kvenfólk í snyrtingu og pökkun. Unnið eftir bónuskerfi. Fæði og húsnæði á staðnum. Sláðu til. Upplýsingar í síma 97-8200. Fiskiðjuver KASK, Höfn, Hornafirði. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Meinatæknir óskast til litningarannsókna við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Starfsreynsla við litningarannsóknir æskileg. Uppl. veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði í síma 29900. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á taugalækninga- og lyflækningadeildir Landspítalans svo og á kvenlækningadeild 21 A. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29900. Hjúkrunardeildarstjóri óskast við geðdeild Landspítalans deild 12 að Kleppi. Upplýsing- ar veitir hjúkrunarforstjóri geðdeildar Landspítalns í síma 29900. Aðstoðardeiidarstjóri óskast við geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast við geðdeild Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarframkvæmd- arstjóri í síma 84611. Starfsmaður óskast til frambúðar við tauga- rannsóknastofu augnlækningadeildar Landspítalans. Starfið er m.a. fólgið í töku heila- og taugarita. Sjúkraliðamenntun æski- leg en ekki skilyrði. Upplýsingar veittar í síma 29900(459). Reykjavík 7. apríl 1986 Verslunarstörf Framtíð Óskum að ráða sem fyrst dugmikið og áreið- anlegt starfsfólk til afgreiðslustarfa í verslan- ir okkar, Skeifunni 15 og Laugavegi 59 (Kjörgarði). í boði eru eftirfarandi störf: ★ Á kassa. Heilsdags- og hálfsdagsstöður. ★ Önnur afgreiðslu- og þjónustustörf m.a. við uppfyllingu í matvörudeild. Heilsdags- og hálfsdagsstöður. Við leitum að fólki, sem hefur góða og örugga framkomu og á létt með að veita viðskipta- vinum okkar sem besta þjónustu. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Starfsmannahald, Skeifunni 15. Múrarar — verkamenn Óskum eftir múrurum og handlöngurum til vinnu í Reykjavík og Keflavík. Upplýsingar daglega í síma 76010 og í símum 36467 og 45393 á kvöldin. Skrifstofustarf Endurskoðunarskrifstofa óskar eftir starfs- manni. Starfið er fólgið í vélritun, vinnu við diskettuvél o. fl. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist augld. Mbl. fyrir 12. apríl merktar: „Starf —7913". Uppeldisfulltrúar Svæðisstjórn Reykjanessvæðis um málefni fatlaðra óskar að ráða uppeldisfulltrúa til starfa á sambýli sem tekur til starfa innan tíðar. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðis- stjórnar eða forstöðumaður hins nýja sam- býlis á skrifstofutíma í síma 651692. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA reykjanessvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.