Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Fanna skautar faldi háum Qallið allra hæða val kvað Jónas. Og; Þú stóðst á tindi Heklu hám Ekki að furða þótt manneskju, sem alin er upp við hástemmda Ijóðatexta um að háu Qöllin okkar eigi vart sína líka með ívafi af fyrirlitningu á flatri ásjónu ann- arra landa verði klumsa í skíða- brekku í Sviss þegar spurt en „Hvers vegna getum við ekki fengið svona langar og erfiðar skíðabrekkur heima á Fróni?“ Og ekkert annað svar finnst en: „Fjöllin eru einfaldlega ekki nægilega há á Islandi." Þama í Montana-Crans, þar sem Mont Blanc og Matterhom blasa við í yfir 4000 metra hæð handan dalsins og skíðabrekkumar eru þéttsettar brautum og skíðalyft- um frá jökli í 3000 metra hæð og niður í bæinn í 1500 metra hæð, rennur upp fyrir manni að jafnvel hæsti tindur íslands, Hvannadalshnjúkur, nær rétt upp fyrir 2000 metra. Allt er vfst afstætt. Og ijöllin okkar urðu í ljóðum síðustu aldar svona há af viðmiðun við lága Danmörku. Þá auðvitað enginn vandi að hreykja sér hátt. Kannski verða fjöllin okkar ekki svo há þegar sjóndeild- arhringurinn víkkar og viðmiðun- in hækkar - en fögur eru þau. Þau hafa heldur engan skóg til að milda skarpar línur. í skíðaferð f Sviss um páskana vom það raunar fremur trén en langar skíðabrekkur Qallanna sem vöktu aðdáun. { hverri ferð upp í skíðakláfunum með útsýni niður yfír gömlu háu grenitrén er hægt að gleðjast yfír öllum þessum heilbrigðu tijám. Úr hveijum toppi teygjast nýir sprotar upp í loftið, og grenikögglar prýða upp á efstu greinar. Svona heilbrigð tré í endumýjun og fullum vexti em orðin sjaldgæf sjón í menguð- um iðnaðarríkjum Evrópu. Rúnn- aðir toppar sem ekki senda upp vaxtasprota em fyrstu sjáanlegu merkin um að tréð sé hætt að endumýja sig og sé að deyja. Greinamar fara svo að slúta, eitt og eitt tré í ijóðrinu að gulna. Engu verður bjargað úr því. Tíma- spursmál hvenær það fellur. Og þetta em trén sem skaffa mann- fólkinu súrefnið. Nú er maður farinn að gleðjast yfir svo heil- brigðum tijám í vexti, í stað þess að hneykslast áður yfir þeim fáu sem illa fóm. Allt er afstætt. Ekki að furða þótt Svissaramir í Montana hiki við að leyfa að höggvin verði renna í skóginn í hlíðinni fyrir stórsvigsbrautina vegna heimsmeistarakeppninnar á skfðum, sem á næsta ári á að verða þama í Montana-Crans. Jafnvel hún líður hjá. Kannski er það fyrir áhrif af heilbrigðu tijánum að manni þykir ennþá vænna um að vera á hæð í miðjum nútfma skíðabæ á hóteli sem er umkringt sínum eigin skógi. Heitir líka Hotel du Parc og nýtur þess að hafa verið eitt af þremur fyrstu þremur hótelun- um í þessum mikla ferðamannabæ á því herrans ári 1892. Átti þvf kost á að velja besta staðinn með fjallasýn af hveijum svölum og einkaskógi í kring. Hótelið ber aldurinn vel, en vitanlega hefur verið byggt við og endumýjað. Manni þykir gaman að ímynda sér að allt þetta skáparými í tiltölu- lega litlu herbergi sé frá þeim tíma þegar fólk ferðaðist með glæsi- brag og stíl í jámbrautum með stór ferðakoffort. Nútíma ferða- maður stingur fáum hagkvæmum flíkum ofan í litla tösku til hag- ræðis í flugferðum og verður bara hlægilegur við að reyna að drag- ast með þungan farangur. Enda engir burðarmenn lengur til hjálp- ar. Og þá verða stóm skápamir í hótelherberginu bara forvitnilegt gamalt skraut. En fomt fjöl- skylduhótel, sem setur metnað sinn í 4—5 rétta góðan mat og efnir til svissnesks „raklets“ (með hvítvfni og ostabráð) og glæsilegs hlaðborðs fyrir gesti sína til há- tíðabrigða á páskum, hefur sinn stíl. Ekki síst þar sem virðulegur eigandi er á stjákli og býður gestinum góðan daginn með handabandi á hveijum morgni. Og á matseðlinum er eigið vín úr vínekrum eigendanna niðri á botni Róndalsins, þar sem vínviðurinn breiðir sig á stöllum á móti end- urskininu frá jöklunum á sumrin. Baðar sig í sterkri sól og raka frá bráðnandi skíðasnjónum, sem er að leggja upp í ferðina niður f Genfarvatn og svo áfram úr vatn- inu niður með fossandi Rónfljóti í Miðjarðarhafið. Það kann að vanta eitthvað af nútímanum í svona hótel, sem þó hefur sjón- varp, útvarp og mínibar á hveiju herbergi, en fjarskalega er það miklu ánægjulegra en Sheraton- amir, Hiltonin og öll þau stöðluðu glæsihótel, sem maður vaknar í og gæti verið staddur hvar sem er í heiminum. Pjölmargt ferðafólk kvartar undan slíkri einhæfni nema í við- skiptaferðum. Kannski væri ráð að taka af því mið þegar á að draga að ferðafólk til íslands og byggja upp hótel til þess. Verði umbúðimar svo staðlaðar sem boðið er upp á er fólk ekkert að elta þær til ísiands. Ferðamátinn til og frá landinu um flughöfnina stendur að vísu væntanlega til bóta. En á meðan þessi gamla flugstöð ræður ekki við afgreiðsl- una, því í veröldinni em allar flugvélar látnar fara á sama tíma? Laugardaginn fyrir páska upp- lifðu hundmð manna þessa brott- för frá íslandi, á leið í paskafrí. Mæting kl. 6 að morgni og hímt í hráslaganum sem leggur inn um farangursopið. Örfáir geta sest. Farangurinn fer á bandinu út. Líklega út í áætlunarbflinn til Keflavíkur. Nei, hann hefur þá bara farið út í rigninguna og ein taska í skafl. Loks ekið af stað til Keflavíkur. Þijár eða fjórar flugvélar að fara á sama tíma. Langar biðraðir myndast. Þegar farangurinn loks kemur úr öðmm bfl hefst staðan. Ein stúlka er að afgreiða heila Amarflugsvél. Mér sýnist tveir vera að afgreiða hinar, enda ganga raðimar heldur skár. Klukkan að verða átta þegar loks er komist að með farangurinn og flugið sem á að fara kl. 8.15. Töskumar skráðar inn, gjöra svo vel og fara sjálf með skíðin út á vagn og segja karlinum hvert þau eiga að fara. Ætli flugvélin verði ekki farin eftir þessa tveggja tfma hrakninga í morgunsárið. Nei, brottför verður að seinka vegna tafa við afgreiðslu, enda eftir að hlaða vélina. Enn hvergi hægt að setjast niður, enda mikið kraðak af fólki að bíða eftir brottför flög- urra véla. Ekki gott í eftii. Flug- stjórinn tekur til sinna ráða eftir að komið er í loftið. Þá er hann orðinn æðsti stjómandi. Hann semur við þá farþega sem höfðu ætlað til Amsterdam um að fá að fljúga beint til Sviss og skila þeim í bakaleiðinni, enda fáir. Enn mglingur. Sumir á leið til Sviss höfðu hringt og látið vita af seink- uninni frá Keflavík. Einhveijir em famir með hópnum áleiðis til skíðasvæðanna þegar vinafólkið kemur til að heilsa upp á þá. En samt líklega skásti kosturinn í stöðunni. Ekki að furða þótt hann Askenasy blessaður gæfist upp á tíðum ferðalögum fyrir fótaferð- artíma frá svona landi og eiga oft að leika sama kvöldið. Húsnæðið stendur víst til bóta með nýrri flugstöð. En skyldi skipulagið batna? Ætli maður haldi áfram að standa hrollkaldur upp á end- ann — klukkan sex að morgni — og skjálfa í tvo tíma ef maður bregður sér af eylandinu? Ekki gott að segja. Þá væri nú gott að fá heitan kakóbolla til að taka úr hrollinn, ef einhver úr bændasamtökunum sem ku eiga umframmjólk vildu nú flóa hana og selja manni bolla, eins og þeir gera í skíðaskálunum í fjöllunum i Sviss. Ef menn hafa nennu til að hita mjólkina og afhenda með kókósskammti, þá mætti eflaust nýta mjólkina betur. Fólk virtist æst í að kaupa sér svona heitan kakóbolla í skíða- skálunum í Sviss. Ekki veit ég hvort það var erindið hans Súper- manns (Christofers Reevs) í skál- ann þar sem ég gekk í fangið á honum í dyrunum utan af sólpall- inum — eflaust vegna þess að allir aðrir viku úr vegi eða hlupu til að taka af honum mynd. En Gáruhöfundur þekkti hvorki Sú- permann úr kvikmyndum né á fæti eða fann neinn titring við að lenda í fanginu á honum. Kannski eru svona heitir kakóbollar hollir fyrir Súpermenn úr bíó og væri þá ekki ónýtt fyrir íslenska að- dáendur ofurmenna að reyna líka. En til hvers er maður nú að leggja þetta á sig. Piet Hein hefur uppi réttlætingu ferðalaga (þýð. Helgi Hálfdanarson): Að leggja af stað í langa ferð er leiðust raun sem mér er gerð; en lífið heimtar þetta af þeim sem þykir gott að koma heim. RIKISUTVARPIÐ /auglýsir j LAUS TIL UMSÓKNAR NOKKUR TÆKNISTÖRF , hjáhuóðvarpiogsjónvarpi , í ÞESSI STÖRFÁAÐ RÁÐA- A) TÆKNIMENN MEÐ PRÓF í RAFEINDAVIRKJUN EÐA HLIÐSTÆÐA MENNTUN. B) AÐSTOÐARFÓLK TIL ÝMISSA STARFA í TÆKNIDEILDUNUM. ÆSKI- legt er að umsækjendur um störf aðstoð- ARFÓLKS HAFI EINHVERJA REYNSLU ER TENGIST TÆKNISTÖRFUM EÐA T.D. STÚDENTSPRÓF AF , TÆKNIBRAUT. UM FRAMTÍÐARSTÖRF ER AÐ RÆÐA OG MUN ÞESSUM STARFSMÖNNUM VEITT STARFSÞJÁLF- UN HJÁ RÍKISÚTVARPINU. FREKARI UPPLÝSINGAR GEFA FORSTÖÐUMENN TÆKNIDEILDANNA EÐA STARFSMANNASTJÓRI RIKISUTVARPSINS í SÍMUM 22260 OG 38800 UM- SÓKNARFRESTUR ER TIL 24. APRÍL N K OG BER AÐ SKILA UMSÓKNUM TIL RÍKISÚTVARPSINS SKULAGÖTU 4 EÐA SJÓNVARPSINS, LAUGAVEGI 176’' Á EYÐUBLÖÐUM SEM FÁST Á BÁÐUM STÖÐUM ' IMfJf RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA LANDS MANNA Húseigendur Með hækkandi sól fer í hönd tími við- halds og viðgerða. Meistarafélag húsa- smiða vill benda þeim sem hugsa til framkvæmda á nokkur góð ráð. Leitið til þeirra sem reynslu hafa og bera ábyrgð á sínu verki. Gerið skriflegan samning um það sem vinna á og hvernig það á að greiðast. Varðandi kaupgreiðslur þá koma þrjár aðferðir helst til greina. í fyrsta lagi tímavinna, þá þurfa aðilar að gera sér grein fyrir því hvað útseldur tími kostar. I öðru lagi þá er til mælingataxti sem hefur fast verð á flestu því sem kemur fyrir í viðgerðar- og viðhaldsvinnu. í þriðja lagi tilboðsvinna, þá þarf að til- greina það vel og skrifa niður hvað vinna / a. Meistarafélag húsasmiða veitir fúslega allar upplýsingar í síma 36977 frá mánu- degi til föstudags á milli kl. 13 og 15. Meistaraf élag húsasmiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.