Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 24
T 24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRlL 1986 +1 Skökk bofð fískar á dis bcjr isk og fjólublátt landslag Rigningin lemur utan gluggana á Kjarvalsstöðum, Valtýr Pét- ursson listmálari stendur við einn þeirra og horfir óræðum augum út f gegnum dropana. Óli. K. Ijósmyndari gefur fyrirskipanir eins og þrautþjálfuðum ljósmyndara er einum lagið og myndar í gríð og erg. „Langar að sjá hvernig þú tekur þig út hérna hjá regndropunum," segir hann og fer svo eins og hvítur stormsveip- ur inn í salinn að mynda nokkur af hinum 84 málverkum sem hanga þar á veggjum. Þessari stœrstu einkasýningu Valtýs tíl þessa er nú rétt ólokið, síðasti sýningardagurinn í dag. Við fylgj- um i humátt á eftir inn í salinn. Eitt málverkið er áberandi 8tær8t, mynd sem Valtýr hefur málað af vinnustofu sinni vestur í bæ, vinnustofan er greinileg fyrirmynd fleiri verka þarna inní, þarna eru skökk borð, fiskar á disk, hlutlægar myndir með abstrakt ívafi. Við staðnæmumst við mynd frá Normandi, „ég málaði þessa þegar ég var þarna á ferð sl. haust. Hvers vegna? Staðurinn hafði mikil áhrif á mig, það var hér sem 300 þúsund manns komu að landi en aðeins 300 komust lifs af. Og það var mikið af draugum þarna." Varþað? „Nei, nei, ég veit það ekki. En svo sagði að minnsta kosti karl sem bjó þarna á ströndinni." í kringum okkur eru myndir af húsum, bátum, og fjólubláu landslagi, beint á móti er sterk- rauður karfi á dökkbláum grunni, rauðvín í karöflu og tveim glösum íbaksýn." - Hvað er orðið um abstrakt myndirnar? „Ég held ég hafi verið búinn að tæma mig (bili, langaði að fást við eitthvað annað. Annars er þetta nú dálítið abstrakt, hvar sést t.d. fjólublátt landslag? Þessi mynd hérna er t.d. eiginlega öll abstrakt þó jökullinn sjáist þarna í baksýn. Og fleiri myndir eru alveg á mörkunum." - Fylgir engin tómleikatilfinn- ing því að taka niður svona stóra sýningu? „Nei, nei, það er nóg framund- an hjá mér, ég er bókaður fram í tímann, strax þegar þessi sýning er búin þarf ég að fara að huga að annarri sem verður haldin er- lendis. En það liggur afar vel á mér að hafa komið þessarí sýn- ingu af, þetta er hálfgert krafta- verk, það er voðalegt átak að halda svona sýningu. Undanfarið ár hef ég unnið á hverjum degi, um helgar jafnt sem aðra daga, vinn oftast á morgnanna frá 9-2, ég get því með sanni sagt: „það er langt sfðan það var helgi hjá mér" eins og Halldór Laxness sem var vanur að segja: „það er langt síðan það var sunnudagur hjá mér" þegar hann var að koma frásérbók." - Vinnur alla dagá segirðu, breytirðu ekkert út af um helgar? „Nei, ég lendi stöku sinnum á helgarkennderíi, en ég er farinn að taka því mjög rólega, varð konfirmerað gamalmenni fyrir mánuði." - Þú ert búinn að vera á lista- mannalaunum í eitt ár. Ertu ánægður með afraksturinn? „Já, þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ starfslaun eftir 40 ára stríð. Ég hef fengið listamannalaun stöku sinnum, en árslaun nýtast vel, það tekur alltaf smá tíma að koma sé í gang. Styttri tími nýtist varla held ég." - Þú hefur unnið fyrir þér með ýmsum hætti, ég man eftir þér og konu þinni þegar þið voruð fararstjórar á Grænlandi. „Já, ég var fararstjóri í 18 ár og kona mín lengur, hún er eigin- lega nýhætt þessu. Eg fór mína fyrstu ferð í kringum 1953. Ég hef unnið fyrir mér með ýmsu móti, þvælst víða, keyrði um tfma sendiferðabíl og svo hef ég skrifað í Moggann í 35 ár, ég hef verið í allskyns snatti." - Enmálverkið, erskemmtileg- ast að eiga við það? „Já, það hlýtur nú eiginlega að vera það.því ég hef fengist mest við það. Eg man varla eftir mér öðru vísi en með blýant í höndun- um." - Kannski alltaf ákveðinn í að verða málari þegar þú yrðir stór? „Nei, nei, það var margt annað sem ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór, einhvern tíma var ég til sjós og þá ætlaði ég að verða skipstjóri þegar ég yrði stór. Ég hef gengið með ýmislegt annað í maganum en alltaf endað í mál- verkinu. Maður ræður nefnilega afskapiega litiu um það sem maður ætlar að verða þegar maður er orðinn stór." - Hvað rekur þig til að mála? „Það veit ég ekki, lfklega ein- hver metnaður að byggja upp mynd, það er stundum mjög erfitt, ég þarf oft að vinna sömu mynd- ina upp aftur og aftur. Mest hef ég málað á veturna þar sem ég var lengi leiðsögumaður á sumr- in." - Þið hjón voruð mikið á Græn- landi. „Já, bæði í Kulusuk og í Nars- assuak. Við kynntumst mörgu skemmtilegu fólki, fáum send jólakort frá sumum ennþá." - Þú hefur aldrei verið farar- stjóri f sólarlandaferðum. „Menn segja allt annað þegar þeir eru staddir hér i rígningunní miðri." Moi^unblaðið/Ól.K.M. „Nei, ég hef engan áhuga á að vera með fulla Islendinga í útlönd- um." - Viltu heldur vera með fulla útlendinga á Grænlandi? „Það var nú eiginlega aldrei neinn fuljur á Grænlandi, nema Danir og íslendingar." - Hvernig kunnir þú við Dan- ina, það er sagt að þama séu margir hrokafullir menn sem líta niður á Grænlendingana. „Það er eins og gengur, flestir ágætismenn, þó eru líklega um 90% þeirra alkóhólistar. Þeir lifa hátt, eru gjálífismenn, en ágætir inn við beinið. Svo eru auðvitað nokkrir drullusokkar og hroka- gikkir eins og gengur." - Hvernig ferðamenn leggja leið sína til Grænlands? „Það er skemmtilegur hópur, fólk á öllum aldri. Einu sinni var með mér f ferð 92 ára gamall maður." - Ogvarhannífullufjöri? „Já, já, hann sá bara dálftið illa. Eitt sinn komum við að á, vatnið í henni var næstum mannhæðar hátt, en sá gamli óð út f þar sem hann sá ekki vatnið! Honum varð þó ekki meint af, hann var við hestaheilsu, hafði auðgast rétt upp úr aldamótum og m.a. gengið á skíðum með Nansen! Það kom margt skemmtilegt fyrir í þessum ferðum. Eitt sinn var verið að gera við einhvern lyftara f Narsassuak, með okkur í förinni var pínulítill karl, sem horfði á þegar menn voru að reyna að skrúfa einhverjar skrúfur og gera við þetta. Karlinn fór að skipta sér af þessu og sýndi hvern- ig ætti að fara að. Þegar hann var spurður hvernig hann vissi hvað ætti að gera kom f Ijós að hann hafði fundið upp þennan lyftara og grætt á því stórfé. Grænlandsferðin var liður í heims- reisu, því hann ætlaði að sjá heim- inn áður en það yrði um seinan. Og eitt sinn var með okkur maður sem minnti mig á sir Alec Guinnes. Ég spurði hvort þetta væri hann, „nei" var svarið „þú ert að ruglast á mér og bróður mínum". Seinna frétti ég svo að Sir Alec Guinnes ætti engan bróður, og hann hefur víst aldrei vitað hver faðir hans var." Við höfum gengið hring í saln- um á spjallinu og erum komin aftur fram í forstofuna þar sem Óli var að mynda fyrir stundu en er nú allur á bak og burt. Rigning- in er óstöðvandi. - Valtýr, eitthvað spaklegt um rigninguna í lokin. „Það er ágætt að fá rigningu núna, því vorið er komið í loftið. Annars er hægt að segja fátt gott um rigninguna, það er hægt að segja margt gott um ísland, en ekkert gott um veðrið á ís- landi." - Menn segja þó sumir að þeir sakni íslensku rigningarinnar þegar þeir eru erlendis. „Það er hægt að segja allt f útlöndum, menn segja annað þegar þeir eru staddir hér í rign- ingunni miðri." VJ. ¦H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.