Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 21
MORfíUN'BLADIÐ, SUNNUDACUR 6. APRÍL l¥86
Þróun hugmyndanna
Ténlist
Jón Ásgeirsson
A síðustu tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands voru flutt
aðeins tvö verk, það fyrra var
A-dúr píanókonsertinn eftir Liszt
og seinna verkið tíunda sinfónían
eftir Sjostakóvits. Stjómandi
hljómsveitarinnar var Frank Ship-
way og einleikari Martin Berkof-
sky. Franz Liszt og Dimitri Sjos-
takóvits voru báðir boðberar nýrra
hugmynda en byggðu samt verk
sín á sterkum undirstöðum þeirrar
verktækni, sem menn höfðu aflað
sér á löngum tíma. Eitt af því sem
einkennir tónsmíðatækni Liszts,
mætti kalla ummyndun stefja,
frekar „tematíska" úrvinnslu.
Þessa aðferð telja margir sagn-
fræðingar að rekja megi til
„Wanderer" fantasíunnar, eftir
Schubert, þannig að grundvallar-
gerð sinfóníska ljóðsins, sem Liszt
er almennt talinn upphafsmaður
að, sé að fínna hjá Schubert. Auk
nýjunga í formskipan átti Liszt
mikinn þátt í nýrri hljómskipan,
sem Wagner nýtti sér og er meðal
annars hinn frægi „Tristan"
hljómur Wagners mjög líklega
tekinn úr sönglagi, er Liszt samdi
nokkru fyrr en Wagner lauk við
óperuna Tristan og ísolde. Lag
þetta heitir Die Lorelei (Heine),
samið 1841 og sýnir í litlu dæmi
þróun þeirra hugmynda er leiddu
til al-krómatískra vinnubragða og
til upplausnar á tóntegundakerf-
inu, hálfri öld síðar. Ekki er nóg
með að ný-sinfónísk vinnubrögð
og hljómskipunamýjungar hafi
verið framlag Liszts, því hann átti
og mikinn þátt í ýmsum nýjungum
varðandi skipan hljómsveitarinnar
og auk þess að vera ótrúlega
mikill píanóleikari, var hann boð-
beri nýrra viðhorfa til tónrænnar
túlkunar. Mörgum samtíðar-
manna hans þótti hann fara offari
og í ákafa sínum væri hann stað-
inn að því að glamra með inni-
haldslausa tækni sína. Þessar
andstæður koma vel fram í A-dúr
konsertinum, því hann er ýmsit
há alvarleg og mjög fallega
spunnin tónræn ihugun eða, eins
og undir lokin, æðisgengin „glam-
urlæti". Martin Berkofsky lék
konsertinn á köflum mjög fallega
en á það stundum til að fara
offari, sem hlustandinn fínnur að
er píanóleikaranum eiginlegt. Á
þann hátt fær flutningur Berkof-
sky hið „rétta Liszt yfírbragð",
þar sem tilfínningamar eru
spenntar til ystu marka, eru ýmist
yfírmáta viðkvæmar eða fíngerð-
ar eins og „ímyndaður blómailm-
ur“, sem svo er feykt burt með
þrumandi krafti náttúruaflanna".
Allt þetta má heyra í leik Berkof-
sky og það ósvikið. Stjómandi
Frank Shipway
tónleikanna var Frank Shipway.
Leiddi hann hljómsveitina af ör-
yggi og í seinna verkinu, þeirri
tíundu eftir Sjostakovits, náði
hann að laða það best afram í
samvinnu við spilarana, að flytja
þessa sinfóníu á einkar áhrifamik-
inn hátt. Í efnisskrá var mjög lítið
greint frá hvers konar verk sú
tíunda er en aðeins vikið að endur-
minningum tónskáldsins, þeim er
Volkov gaf út undir nafninu
„Testimony". Á bls. 107, segir
tónskáldið frá því hversu honum
hafi verið óljúft að láta líta svo út
sem hann væri að hylla Stalín í
verkum sínum. „Ég gat ekki
samið hyllingaróð um Stalín, ég
einfaldlega gat það ekki. Ég vissi
hvað ég átti yfír höfði mér, þegar
ég samdi þá Níundu. En ég samdi
lýsingu á Stalín í næstu sinfóníu
minni. Ég samdi hana strax eftir
lát Stalíns og enginn hefur enn
getið upp á því, um hvað þessi
sinfónía fjallar. Hún er um Stalín
og Stalín-árin. Annar þáttur,
skersóið, er í grófum dráttum tón-
Martin Berkofsky
Að tjaldabaki. Sjostakóvits á tali við son sinn Maxim. „Listamaður
á sviði er sem hermaður í orrustu. Engu skiptir hversu hörð
hríðin er, það verður ekki aftur snúið.“
ræn andlitsmynd af Stalín. Auð-
vitað eru ýmis önnur atriði í verk-
inu en þetta er grunnur þess.“
Það er með tónlist eftir Sjostako-
vits, eins og marga aðra góða
listamenn, að þar eru spengdir
saman fleiri efnisþættir en aðeins
tónrænir og þó þeir einir séu
býsna listilega felldir í eitt sam-
fellt tónaljóð, verður tónmálið enn
stærra og voldugra þegar reynt
er að skilja manninn, sem samdi
þessi verk. Um elleftu sinfóníuna,
sem samin er undir áhrifum af
Ungversku byltingunni, 1956,
segir Volkov í formála Testemony.
„Sinfónían er um þjóðir og þjóð-
höfðingja og tengsl þeirra.
Annar þáttur verksins túlkar á
hrottalegan hátt og af nátturu-
legri nákvæmni aftöku vamar-
lauss fólks. Listrænt lost. í fyrsta
sinn á ævi minni, yfírgaf ég tón-
leika með hugann við örlög ann-
arra en mín eigin. Allt til dagsins
í dag, er þetta megin styrkurinn,
sem ég sæki i tónlist, eftir Sjost-
akóvits." Hvað sem líður skáld-
legu innihaldi verksins, var flutn-
ingur þess mjög áhrifamikill og
ber þar að þakka mikilhæfum og
vel kunnandi stjómanda, Frank
Shipway, og hljómsveitinni, bæði
sem samvirkur hópur og einstakl-
ingar, í mörgum fallega leiknum
einleiksstrófum, fyrir eftirminni-
lega tónleika. Yfirskrift gagn-
rýninnar er Þróun hugmyndanna,
en þessi fyrirsögn var valin til að
Ieggja áherslu á, að listsköpun
verður aldrei stýrt og þó menn
hafí ýmsar skoðanir og jafnvel láti
þær uppi, má það aldrei verða til
þess að hefta þann sem leitar og
sér annað merkilegt sér til upp-
byggingar. Liststýring Sovét-
manna er eitt hrikalegasta slysa-
dæmið í allri menningarsögu
mannkyns og eftir því sem lengra
líður, verða þeir sem þar stóðu
fremstir í flokki aumkunarverðari,
því þeir afrekuðu í raun ekki
annað en að hefta um stund þróun
hugmyndanna, svo að nú standa
skapandi listamenn Sovétrílqanna
í svipuðum sporum og þeir sem
beygðu sig undir föðurlega leið-
sögn kirkjunnar á miðöldum.
Jón Ásgeirsson
Fossvogur—
Raðhús
LMKVS
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744
Höfum fengið til sölu einstaklega fallegt og vandað
raðhús við Hjallaland í Fossvogi. Innb. bílsk. Teikn. og
frekari uppl. á skrifst.
MAGNUS AXELSSON
MK>B0RG=±^
Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæð.
S: 25590 — 21682 — 18485
Ath.: Opið virka daga frá kl. 10-19.
Opið sunnudaga frá kl. 13-17.
Hvammsgerði. 3ja herb. sérh.
Verð: Tilboð.
Markarflöt Gb. 130 fm sérh.
Verð 2,8 millj.
Á Flötunum. Glæsil. einb.hús í
Garðabæ. Húsið er óvenju-
vandað. Verð: Tilboð.
Rauðás. Fallegt fokh. enda-
raðh. V. 2,5 millj.
2ja herb.
Krummahólar. Góð íb. á 6. hæð
m. bilskýli. V. 1650 þús.
Gaukshólar. 65 fm. V. 1750 þ.
LyngmóarGb. m/bilsk.V. 2,1 m.
Leirutangi Mos. 2ja-3ja herb. í
parh. V. 1850 þús.
3ja herb.
Rauðarárstígur. Falleg íb. á
jarðh. Verð: Tilboð.
Grenimelur. Góð 95 fm íb. V.
2,2 millj.
4ra-5 herb.
Ljósheimar. Góð íb. V. 2,4 millj.
Asparfell. 4ra-5 herb. falleg
íbúð m. bílsk. Ákv. sala. Laus
• fljótl. V. 2,8 millj.
Óldugata. 90 fm góð ib. V. 2,2 m.
Blikahólar. 110 fm m. bílsk. V.
2,6 millj.
Kríuhólar. 125 fm. V. 2,3 millj.
Stærri eignir
Túngata Álftan. Stórglæsil.
einb.hús m. bílsk. V.: Tilboð.
Grófarsel. Fokhelt einb.hús.
Vel staðsett. Skemmtil. teikn.
Uppl. á skrifst.
Rauðalækur. Sérh. jh. V. 2,5 m.
Vantar
Höfum kaupanda að góöu ein-
býli í vesturbæ eða Seltjarnar-
nesi ca. 150-200 fm I skiptum
fyrir góða sérh. á Melunum.
Höfum kaupanda að raðhúsi á
Seltj. í skiptum fyrir góð sérh.
í Norðurmýri.
Höfum kaupanda að góðu
raðh. í Fossvogi í sklptum fyrir
4ra herb. ib. á sama stað m.
bílsk.
Annað
Söluturn í Austurbæ. Vaxandi
velta. Uppl. á skrifst.
Sérh. á Akureyri. Skipti á eign
í Rvk. kemur til greina. Verð:
Tilboð.
Óskum eftiröllum gerðum ibúða
á söluskrá vegna góðrarsölu.
Sverrir Hermannsson hs. 14632
Brynjólfur Eyvindsson hdl. — Guðnl Haraldsson hdl.
.--------r——————— —--—m —!--------—
ÆflNCIA8rOÐIN
ENGIHJALLA 8 * ^46900
Aerobic I
hjá Soffíu og Sjöfn. Hörku
leikfimi, eykur þol og styrk
með dúndur músík. Kennt
2—3 í viku. 4ra vikna byrj-
enda- og framhaldsflokkar
og opnir tímar. Frjáls
mæting í tækjasal innifal-
in. Aerobic hentar öllum.
Kvennaleik-
fimi hjá Soffíu
Styrkjandi, vaxtamótandi
og frískandi ieikfimi 2x i
viku. 4ra vikna námskeið.
Vigtun, mæling. Byrjendur
og púl.
Líkamsrækt í tækjasal
Frábær aðstaða til líkamsræktar. Styrkjandi,
grennandi og hressandi æfingar í vel búnum
tækjasal. Ótal möguleikar. Komdu og fáðu æf-
ingakerfi við þitt hæfi. Frjáls mæting. Mánaðar-
kort fyrir karla og konur á öllum aldri.
"m
1 Nudd
t > • > Nudd er nauðsyn. Parta- | og heilnudd. Pantið tíma.
^ta r , 1
Slokun
Þægilegir Ijósalampar,
vatnsgufa, nuddpottar. Þú
slakar vel af hjá okkur eftir
erfiðið.
Byrjaðu strax
Komdu þér i form fyrir
sumarið!
Innritun t ÖIÍ námskeiðin » sím-
um 46900 - 46901 - 46902
eftirkl. 14.00.
ÆflNOASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 • ^46900