Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 53
MO,RGUNBLADIÐ,9UNNUDAGURí6.APRÍL1986 53 Björn Gríms- son — Minning Fæddur 15. maí 1891 Dáinn 26. mars 1986 Björn Grímsson fæddist að Möðruvöllum í Héðinsfirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Ástu Gísladóttur frá Hrauni í Tungusveit og Grími Bjömssyni bónda frá Stór- holti í Fljótum, ásamt eldri systkin- um sínum, Sigurlaugu Soffíu og Grími. Björn missti móður sína þegar hann var þrettán ára gamall og föður sinn þegar hann var fimmtán ára. Eftir lát foreldra sinna fór Bjöm til föðursystur sinnar að Böggvisstöðum í Svarfaðardal en vera hans þar varð ekki löng því stuttu síðar lést frænka hans. Þegar Björn Grímsson var að alast upp í Héðinsfirði þá var þar blómleg byggð á þeirrar tíðar mælikvarða, en nú er þessi byggð löngu komin í eyði. Fyrir nokkmm ámm samdi Björn nákvæma landlýsingu Héð- insfjarðar, þar sem skrásett era öll ömefni sveitarinnar og umhverfis. Einnig skráði hann greinargóða lýs- ingu á öllum bæjum, sem vom í byggð í uppvexti hans. í Héðinsfírði var gott land undir sauðfjárbú og góð silungsveiði í HéðinsQarðar- vatni sem hefur ós til sjávar. En þetta var einangmð byggð með erfíð, veglaus fjöll á tvo vegu sem aðeins vom fær gangandi mönnum. Önnur leiðin lá til Siglufjarðar en hin til Ólafsfjarðar. Héðinsfjörður er stuttur og opinn svo að í norðan- átt brýtur úthafsaldan á ströndinni við botn fjarðarins. Sjóleiðin úr Héðinsfírði varð því ekki farin langtímum saman þegar svo stóð á. Þama ólst Björn Grímsson upp sem drengur, þar sem erfíðleikar frá náttúmnnar hendi urðu til þess að móta þrautseigt fólk, sem aldrei gafst upp en bauð erfíðleikunum birginn. Bjöm Grímsson var einn úr þeim hópi. Hann þráði strax á unga aldri að fá að ganga í skóla til þess að afla sér menntunar. En efnin vom engin og leiðin því erfið. En drengurinn sem klifrað hafði ein- stigi í hinum bröttu fjöllum Héðins- fjarðar var ekkert á því að gefast upp. Hann gekk í þá vinnu sem hægt var að fá á sjó og landi og sparaði saman aura svo draumurinn mætti rætast. Svo þegar Bjöm var tvítugur þá heldur hann til Reykja- víkur og sest í Verslunarskólann. Þetta var haustið 1911. Hann út- skrifaðist svo úr Verslunarskólan- um vorið 1913. Birni þótti alla ævi vænt um þennan skóla. Hann hafði opnað honum víðari sýn út í lífíð og þar kynntist hann mönnum sem urðu vinir hans og hann dáði. Meðal þeirra vom tveir kennarar við skól- ann, þeir Þorsteinn Erlingsson og Jón Ólafsson. Eftir skólanámið stundaði Björn vinnu sem til féll en þetta vom erfíð ár og atvinnumöguleikar minni en nú em á landi hér. Þann 29. sept. 1917 kvæntist Bjöm Vilborgu Soffíu Lilliendahl en þau unnu þá bæði á Akureyri á vegum hins mikla athafnamanns Ottos Tuliniusar, en þetta var á uppgangsárum hans. Ungu hjónin settust svo að á Akureyri og eignuð- ust hús við Aðalstræti 17, þar sem þau bjuggu lengst af síðan og ólu þar upp stóran bamahóp. Þau eign- uðust átta börn en misstu eitt. Hin sjö em öll á lífi og hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum okkar þjóð- félags við góðan orðstír. Þegar ég settist að á Akureyri árið 1926 bar fundum okkar Bjöms Grímssonar fljótlega saman og ég t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÓLAFS EINARSSONAR, Espigerði 12. Ása Friöriksdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Fúegi, David Fiiegi, Einar Ólafsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, Friðrik Björnsson, Herdís Gunngeirsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar, GUNNARS EINARSSONAR frá Hjörsey. Matthildur S. Maríasdóttir, Marfa Einarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttlr, Margrót Einarsdóttir, Haukur Elnarsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Anna Jóna Einarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elsku litlu dóttur okkar og systur, ÖNNU LÍSU ÓLAFSDÓTTUR, Stífluseli 1. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild Landspítalans. Anna Jóhanna Stefánsdóttir, Ólafur Jóhann Pálsson, Eygló og Aldfs. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og módur okkar, ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Kárhóli, Reykjadal. IngiTryggvason, Haukur Þór Ingason, Þorsteinn Ingason, Steingrímur Ingason, Unnstelnn Ingason. kynntist þeim hjónum og kom oft á heimili þeirra. Þau vom bæði mjög gestrisin og þangað var skemmtilegt að koma. Þetta vom frekar erfíð ár atvinnulega séð en áttu þó eftir að versna þegar heims- kreppan mikla gekk í garð árið 1930. Björn Grímsson var mjög fjölhæfur maður og sinnti henn á þessum ámm margvíslegum störf- um eða öllu sem til féll. Hann stund- aði einnig kennslu heima hjá sér og tók að sér bókhald fyrir menn. Eftir verslunarskólanámið stund- aði Björn sjálfsnám um margra ára skeið og öðlaðist mikla menntun á mörgum sviðum gegnum það nám, m.a. var hann afburða reiknings- maður. Á þessum ámm var Bjöm mjög virkur í verkalýðshreyfing- unni á Akureyri og vann ýmis störf í hennar þágu. Hann var sósíalisti af sannfær- ingu og lagði mikið á sig fyrir þá hugsjón. Á skólaámnum í Reykja- vík komst hann fyrst í kynni við jafnaðarstefnuna. Einn af skóla- bræðmnum var Guðmundur Jóns- son ættaður ofan úr Borgarfirði, síðan lengi bókhaldsmaður hjá Völundi. Hann hafði ungur heillast af hugsjóninni um bræðralag manna og kynnti fyrstur manna Bimi Grímssyni þessa lífsskoðun. Á milli þessara manna myndaðist ævarandi vinátta sem aldrei bar skugga á. Þegar Bjöm var á ferða- lagi í Reykjavík gisti hann jafnan hjá Guðmundi. Þegar þrengja tók að fólki á kreppuámnum vann Björn Gríms- son ötullega að því að stofnað var á Akureyri Pöntunarfélag verka- lýðsins til að halda niðri vömverði. Þetta féiag gerði mikið gagn á þeim tíma þegar mest þurfti á því að halda. Björn stjórnaði þessu félagi um mörg ár. Síðar var hann fenginn til að standa fyrir Pöntunarfélagi á Húsavík og vann við það í 5 ár, en þá var félaginu hætt. Þá fluttu þau hjónin aftur til Akureyrar og stofn- aði Bjöm þá litla verslun sem hann rak í viðbyggingu sem hann reisti við hús þeirra hjóna í Aðalstræti 17. Árið 1963 fluttu hjónin svo frá Akureyri hingað til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin hjá Hörpu dóttur sinni og manni hennar, Ásbirni Magnússyni. Björn hafði þó ekki alveg lagt árar í bát þó vinnudagur- inn væri orðinn langur, því fyrst eftir að hann flutti suður leysti hann af í sumarfríum við verslunar- störf. En árið 1970 fengu Björn og kona hans pláss á dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu í Reykjavík og fluttu þangað. Þar lést Soffía þ. 13. sept. 1974. Missir Björns var mikill því hjónaband þeirra hafði alla tíð verið elskulegt og farsælt. Þegar ég skrifa þessi kveðjuorð sé ég í huganum fyrir mér Bjöm Grímsson eins og ég sá hann fyrst þegar við hittumst norður á Akur- eyri fyrir 60 ámm. Hann var þá glaður og reifur, meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel, frekar grannholda, frjálslegur í fram- göngu með liprar og fjaðurmagnað- ar hreyfíngar, enda mikill íþrótta- maður framan af ævi, stundaði og kenndi glímu og til skamms tíma iðkaði hann sund og reglulegar lík- amsæfíngar. Björn var bjartsýnis- maður sem trúði á möguleika lífsins og landsins, sem hafði fóstrað hann. Það var víðs íjarri hans hugsun að gefast upp þegar erfíðleikar birtust á sjónarsviðinu. Erfiðleikar væm til að yfirstíga þá. Það var kjörorð þeirrar kynslóðar sem Bjöm til- heyrði og lagði upp í lífsgönguna á morgni þessarar aldar. Hún var borin til að ryðja nýja vegi og byggja bjartari framtíð fyrir kom- andi kynslóðir í þessu landi. Nú hefur Björn Grímsson, einn úr hópi brautryðjendanna, kvatt okkur samferðamennina, sem stöndum eftir á ströndinni og óskum honum góðrar ferðar og fararheilla. Það er alltaf gott að ganga til hvíldar eftir langan vinnu- dag og rísa svo upp til nýrra starfa næsta dag. Þannig hugsa ég mér þessa síðustu ferð vinar míns, Bjöms Grímssonar. Hann var merk- ur maður og drengur góður sem gott og lærdómsríkt var að kynnast. Hafi hann mikla þökk fyrir störf sín í þágu góðra málefna. Ég þakka honum samfylgdina. Jóhann J.E. Kúld Faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. MED. SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrverandi landlæknir, lést laugardaginn 5. apríl s.l. Sigrún Erla Sigurðardóttir, Páll Ásmundsson, Svanhildur Ása Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Guðrún Sigurðardóttir og barnabörn. Farmtdi býður listunnendum ferðirá hina árlepfu liMahátíð í Vúmrbmvf \0 Nú er lag að heimsækja höfuðborg tónllstarlnnar. Áþessum tlma Iðar hún af llfl og fjörl. Wlener Festwochen er I miðjum klfðum og hver stórvlðburðurinn á llstasviðlnu rekur annan. Á þessum tíma fyllast tónlistarhailir Vfnarborgar af perlum listasögunnar. Óperur á borð við Tannhauser, La Gioconda og Manon Lescaut, margir ballettar og stórhljómsveitir undir stjórn frægra hljómsveitarstjofa. Nær hálfnuð er saga ... Þú getur gengið um sögusvið miðalda í þessari töfrandi borg, sótt fjölda leiksýn- inga, notið veitinga- og kaffihúsa heims- borgarinnar, teygað eðalvín með vínbænd- um Grinzing, trallað með jassgeggjurum og verslað fyrir verð sem kemur þér þægilega á óvart. Spennandl skoðunarferðlr um Austurrfki, Ungverjaland og Tékkóslóvakfu. Frá Vínarborg gefst þér tækifæri til að heimsækja og skoða fjölda heillandi staða. Litið er inn f hús meistara Haydn í dagsferð til Burgenland og Rohrau. Siglt á Dóná f dagsferð til Wachau. í 2ja daga ferðum gefst tækifæri til að sjá hinar einstæðu borgir Salzburg, Budapest og Prag. Hafðu samband við Faranda og fáðu nánari upplýsingar. Við útvegum aðgöngumiða á listviðburðina. ffaiandi Vesturgötu 5, sfml 17445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.