Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
Menntaskólinn í Reykjavík:
Stúlkur allsráð-
andi í stjórn
skólafélagsins
„Strákarnir farnir að treysta
okkur betur,w segja þær
I PYRRADAU gerðist það, að eitt
helsta vígi gamalla hefða hérlend-
is, Menntaskólinn í Reykjavík, féll
fyrir þremur stúlkum. I kosning-
um til stórnar skólafélagsins varð
það í fyrsta skipti, að stúlkur
hlutu kosningu i öll embættin
þijú, inspector scolae, scriba scol-
aris og questor scolaris. Þá var
einnig kosin stúlka í embætti
hringjara skólans, inspector
platearum.
Aðeins tveir mega keppa um
embætti formanns skólafélagsins,
inspector scolae, og eru þeir valdir
úr 5. bekk. Að þessu sinni var í
framboði Ragnheiður Traustadóttir
og piltur á móti henni.
„Þetta var jöfn og skemmtileg
kosning, ég hlaut 367 atkvæði en
mótframbjóðandi minn 317. Þetta
fór allt saman fram í bróðemi og
við erum ágætir kunningjar," sagði
Ragnheiður og var hógværðin upp-
máluð. „Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem stelpa er inspector, það gerðist
líka snemma á kvennaáratugnum,
bæði 1975 og 1977. 1975 var quest-
orinn rejmdar líka kvenkyns, en
þetta er í fyrsta skipti sem stelpur
hreppa öll embættin."
Til embættis scriba, ritara og
questors, gjaldkera, getur hver sem
er boðið sig fram, sé hann nemandi
í 4. bekk skólans.
Fimm buðu sig fram til embættis
scriba en kosningu náði Helga Sverr-
isdóttir með 30% atkvæða. Þrír vildu
taka að sér kassa skólafélagsins en
náð fyrir augum kjósenda hlaut
Margrét Ásgeirsdóttir, fékk hún 305
atkvæði en sá keppinautur hennar,
sem fékk næstflest atkvæði, fékk
160.
„Þetta var mjög skemmtilegt,"
Okurmálið:
segir Helga. „Við Margrét erum
nánast óaðskiljanlegar vinkonur og
fórum hálfpartinn út í þetta saman,
svo ég er himinlifandi yfir því, að
við hlutum báðar kosningu."
En hvaða skýringu hafa þær
stjómarstöliur á því, að nú sitja
konur einar í stjóm skólafélags
þessarar gamalgrónu og formföstu
menntastofnunar?
„Ætli það sé ekki vegna þess, að
stelpur em famar að beita sér meira
í félagslífinu — og strákamir famir
að treysta þeim betur," segja þær.
„Við þekkjum marga stráka sem
kusu stelpur í öll embættin. Það er
farið að skipta meira máli hvemig
fólk stendur sig en hitt, hvers kyns
það er.“
Ekki hyggjast embættismennimir
breyta miklu, telja þess ekki þurfa,
„en við ætlum að standa okkur vel
og bregðast ekki þeim sem kusu
okkur," segja þær. Og eftir þetta
stutta spjall er blaðamaður þess
fullviss, að Skólafélagi Menntaskól-
ans í Reykjavík verður vel stjómað
næsta vetur.
-----» ♦ •
V er zlunarbankinn:
Aðalfundur
í dag
Aðalfundur Verzlunarbanka ís-
lands hf. verður haldinn í dag í Súlna-
sal Hótels Sögu og hefst kl. 14. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa verður
lögð fram tillaga um útgáfu jöfnun-
arhlutabréfa og nýjar samþykktir
fyrir bankann í samræmi við nýja
bankalöggjöf.
Dæmdur í fjórfalda
fjársekt að upphæð
176 þúsund krónur
ANNAR tveggja dóma, sem
kveðnir hafa verið upp í Sakadómi
Akraness í okurmálinu, hefur
verið birtur hinum sakfellda og
hlaut sá lágmarks sekt, fjórfalda
þá upphæð sem hann er talinn
hafa hagnast um, umfram hæstu
löglegu vexti. Samtals nemur fjár-
sektin rúmum 176 þúsund krón-
um, en auk þess var ákærða gert
að greiða sakarkostnað, og komi
fimm mánaða varðhald verði sekt
ekki greidd.
í forsendum dómsins segir meðal
annars að talið sé sannað að ákærði
hafi látið Hermanni G. Björgvinssyni
í té peninga og jafnframt veitt við-
töku peningum, ávísun dagsettri
fram í tímann. Vextir af þessum
viðskiptum námu rúmum 44 þúsund
krónum umfram hæstu lögleyfða
vexti á því tímabili er um ræðir,
samkvæmt útreikningi Seðlabanka
íslands. Með því var talið að ákærði
hefði gerst brotlegur við okurlögin
frá 1960.
Dóminn kvað upp Ásmundur Vil-
hjálmsson fulltrúi í Sakadómi Akra-
ness. Ákærði tók ekki til vamar 1
málinu og hefur sætt sig við niður-
stöðu þannig að hann mun ekki
áfrýja til Hæstaréttar. Málið verður
nú sent ríkissaksóknara, sem tekur
afstöðu til þess fyrir sína hönd, hvort
hann sættir sig við niðurstöðuna.
Dómur hefur ekki verið birtur
hinum aðilanum, sem dæmdur hefur
verið í Sakadómi Akraness vegna
okurmálsins. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hlaut hann einnig
fjórfalda fjársekt, en viðurlög við
okurbrotum eru ijársektir sem skulu
ekki vera lægri en fjórfaldar og ekki
hærri en tuttuguogfimmfaldar af
ágóðanum.
Vinsældalisti
rásar 2
ÞRJÚ ný lög eru á vinsældalista
rásar 2 sem valinn var á fimmtu-
dagskvöldið. Gaggó Vest er enn á
listanum en fellur úr 5. sæti í það
10.
1. (1) La-líf... Smartband.
2. (3) Little Girl... Sandra.
3. (2) Waiting For the Moming ...
Bobbysocks.
4. (4) Absalute Beginners ... David
Bowie.
5. (7) Move Away... Culture Club.
6. (8) Kiss... Prince.
7. (-) A Different Comer... George
Michael.
8. (17) Goodbye Is Forever ...
Arcadia.
9. (21) Önnur sjónarmið ... Edda
Heiðrún Backman.
10. (5) Gaggó Vest ... Gunnar
Þórðarson. jir!: > ; . j
Alræði ungmeyjanna. Stjórn Skólafélags MR, talið frá vinstri: Helga Sverrisdóttir scriba scolaris, Ragn-
heiður Traustadóttir inspector scolae og Margrét Ásgeirsdóttir questor scolaris.
DAIHATSU
sýning
Frá kl. 1-5
Allir gæðabílarnir frá Daihatsu.
Daihatsuumboðið s. 685870-681733