Morgunblaðið - 12.04.1986, Page 4

Morgunblaðið - 12.04.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 Seiðaeldi í Ölfusi — sjókvíar í Eiðsvík ÍSLENSKA fiskeldisfélagið hf„ sem fengið hefur lóð undir fiskeldis- stöð við Eiðsvik á milli Geldinganess og Gufuness i Reykjavik, hefur verið með tilraunaeldi á 5 þúsund laxaseiðum í sjókví á víkinni frá því i fyrrasumar. Eldið hefur gengið vel að sögn Eyjólfs Friðgeirs- sonar framkvæmdastjóra íslenska fiskeldisfélagsins hf. Jafnframt er fyrirtækið með seiðaeldisstöð að Læk í Ölfusi. Fynrtækið er búið að reisa 1. ári af 5 aðilum. í stjóm eru Erling áfanga seiðaeldisstöðvarinnar á Læk en það er grunneining fyrir nokkuð stóra eldisstöð. Nú eru um 500 þúsund seiði þar í eldi. Eyjólfur sagði að fyrirhugað væri að vera með framhaldseldi í Eiðsvík, aðal- lega í sjókvíum. í sumar yrði kvíun- um Qölgað í 6 en stefnt væri að því að auka starfsemina smám saman á næstu árum. íslenska fískeldisfélagið er hluta- Magnússon stórkaupmaður, sem er formaður, Karl Samúelsson pípu- lagningarmeistari og Eyjólfur Frið- geirsson fískifræðingur, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri fé- lagsins. Vömkaup hf. er einnig meðal stofnenda. Nokkrir þeirra sem hlutu styrki úr Menningarsjóði f ár. Frá vinstri talið: Karólina Eiríksdóttir tón- skáld, sem tók á móti styrknum fyrir hönd íslensku tónverkamiðstöðvarinnar, Guðbergur Bergsson rithöfundur, Ásgerður Búadóttir listvefnaðarkona, Gfsli J. Ástþórsson rithöfundur, Einar Hákonarson listmálari, Sveinn Björnsson listmálari og Þorsteinn Gunnarsson leikari. Styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði: félag sem stofnað var fyrir tæpu Hættan af erlendum menning- aráhrifum aldrei meiri en nú — sagði Matthías Johannessen formaður Menntamálaráðs þegar hann afhenti viðstöddum styrkþegum viðurkenninguna STYRKJUM að upphæð 1.050 þúsund krónum var úthlutað úr Menningarsjóði til samtals 36 aðila í gærdag. Áttá listamenn hlutu 60 þúsund króna dvalarstyrki hver, fimm hlutu ferðastyrki að upphæð 40 þúsund hver og níu 20 þúsund króna ferðastyrki. Þá skiptu þrfr aðilar með sér 80 þúsund króna tónlistarstyrk, og ellefu manns var veitt 10 þúsund króna styrkur vegna fræðistarfa. Morgunblaðið/RAX Matthías Johannessen formaður Menntamálaráðs afhendir Guðbergi Bergssyni rithöfundi dvalarstyrkinn. Fékk bjartsýnis- verðlaun Brostes KJARTAN Ragnarsson leikari og leikhöfundur fékk í gær „bjartsýnisverðlaun", Brastes 1986, sem veitt eru af fyrirtæk- inu P. Breste A/S í Kaupmanna- höfn. Kjartan mun taka við verðlaun- unum í Kaupmannahöfn 3. júnf í sumar. Verðlaunin nema nú 30 þúsund dönskum krónum, eða sem svarar til 146 þúsund íslenskra króna. í fréttatilkynningu frá stjóm „bjartsýnissjóðs" Brastes segir að forseti íslands, sem er vemdari sjóðsins, hafí fagnað valinu á Kjart- ani Ragnarssyni, gömlum sam- starfsmanni og vini frá Leikfélagi Reykjavíkur. Matthías Johannessen formaður Menntamálaráðs afhenti styrkina og sagði meðal annars við það tækifæri: „Því fé sem varið er til íslenskrar menningar, lista og vísinda er vel varið, ekki síst nú á dögum þegar erlend flölmiðlastarfsemi verður æ áleitnari með hveiju ári sem líður. Erlend menningaráhrif eru af hinu góða ef þau verða til að örva sjálf- stæða og skapandi íslenska menn- ingu. Það er hættan á eftiröpun sem ber að varast, en hún hefur aldrei verið meiri en nú.“ Matthías sagði það ekki síður hlutverk einkafyrirtækja, en ríkis og sveitarfélaga, að styðja fjárhagslega við bakið á íslenskri menningu. „Það væri fyrirtækjum okkar til fram- dráttar og virðingarauka að láta eitthvað af arði sfnum af hendi rakna til þess fólks sem er útvörður menn- ingar og lista í landinu." Matthías sagði að furðu gegndi hve lítið inn- lend einkafyrirtæki skeyttu um að styrkja listir í landinu og sagðist hafa vakið máls á því við Gunnar J. Friðriksson formann Vinnuveit- endasambands íslands að þar væri breytingar þörf. „Gunnar tók ábend- ingu minni mjög vel. Hann hyggst bera hana undir forystumenn fyrir- tækja og vænti ég þess að hreyfíng komist á málið, listamönnum til ein- hverra hagsbóta og uppörvunar og fslenskrí menningu til framdráttar," sagði Matthías. Loks má geta þess að formaður Menntamálaráðs sagði að það væri sín skoðun að Alþingi íslendinga þyrfti að marka Menningarsjóði nýja og ákveðnari stefnu með endurskoð- un laga um Menntamálaráð, starf- semi þess og tengsl við Hið íslenzka þjóðvinafélag. Eftirtaldir hlutu styrki Menningar- sjóðs að þessu sinni: 8 dvalarstyrkir hver að upphæð kr. 60.000.00 ÁsgerðurBúadóttir, listvefnaður, Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, EinarHákonarson, listmálari, Guðbergur Bergsson, rithöfundur, Kristján Davíðsson, listmálari, Rut Ingólfsdóttir, fíðluleikari, Sveinn Bjömsson, listmálari, Þorsteinn Gunnarsson, leikari. 5 ferðastyrkir hver að upphæð kr. 40.000,00 Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli J. Ástþórsson, rithöfundur, Hafsteinn Austmann, listmálari, Nína Björk Ámadóttir, skáld, Steinar Sigurjónsson, rithöfundur. 9 ferðastyrkir hver að upphæð kr. 20.000.00 Hafliði Vilhelmsson, rithöfundur, Hallgrímur Helgason, listmálari, Jóhann Sigurðarson, leikari, Jón Bjömsson, rithöfundur, Magnús Tómass., myndlistarmaður, Ólafur Ormsson, rithöfundur, Theodór Júlíusson, leikari, Þorsteinn Þorsteinsson, þýðandi, Þómnn Sigurðard., leikritahöfundur. 3 tónlistarstyrkir samtals að upp- hæð kr. 80.000.00 íslensk tónverkamiðstöð kr. 40.000.00 Þor (Þorv. Ingi Jónss.) kr. 20.000.00 Ingibjörg Þorbergs 20.000.00 11 vísinda- og fræðimannastyrkir hver að upphæð kr. 10.000.00 Einar H. Einarss., Skammadalshóli, Guðmundur Finnbogason, Hvoli, Ingólfur Jónsson frá Prestbakka, Jón Gíslason, póstfulltrúi, Jón Guðmundsson, Fjalli, Skúli Helgason, Reykjavík, Torfi Jónsson, fyrrv. lögreglum. Valgeir Sigurðsson, Þingskálum, Þórður Jónsson, Hveragerði, Þórður Kárason, fyrrv. lögreglum. Þórður Tómasson, Skógum. Menntmálaráð, sem skipað er af Alþingi, er skipað þessum mönnum: Matthíasi Johannessen formanni, Áslaugu Brynjólfsdóttur varafor- manni, Sólrúnu Jensdóttur ritara, Einari Laxness og Gunnari Eyjólfs- syni. Framkvæmdastjóri Menningar- sjóðs er Hrólfur Halldórsson. Greiðsla áskriftargjalda með greiðslukortum Morgnnblaðið fyrst íslenskra dagblaða til að taka upp slíka þjónustu MORGUNBLAÐIÐ hefur nú ákveðið að stiga það framfaraskref að gefa áskrifendum blaðsins kost á aukinni þjónustu við greiðslu áskriftargjalda með greiðslukortum. í framtíðinni geta þeir handhafar greiðslukorta, sem þess óska, greitt áskriftargjöldin með slikum kortum. Á þennan hátt geta áskrifendur losnað við það umstang, sem felst i núverandi innheimtukerfi og hefur Morgunblaðið gert samning þar að lútandi við islenzku greiðslu- kortafyrirtækin. Morgunblaðið er fyrst íslenzkra dagblaða til að veita þjónustu af þessu tagi. Síðastliðið haust bauð Morgun- blaðið auglýsendum að greiða fyrir auglýsingar með greiðslu- kortum. Þeirri þjónustu var mjög vel tekið af viðskiptavinum blaðs- ins og vegna þeirrar reynslu, sem komin er á þau viðskipti, hefur verið ákveðið að bjóða áskrifend- um upp á sambærilega þjónustu. Áskriftargjöld verða innheimt með hefðbundnum hætti fyrir apríl, um leið munu blaðberar bjóða áskrifendum að breyta greiðslufyrirkomulagi sínu. Askrifendur geta síðan bæði feng- ið blaðberum samninginn útfyllt- an eða komið honum með öðrum ■ hætti á skrifstofu Morgunblaðsins eða hringt og tilkynnt kortnúmer sitt og sent samninginn síðar. Þrátt fyrir þessa nýbreytni munu blaðberar halda innheimtuþóknun sinni óbreyttri frá því, sem nú er. Ennfremur verður öðrum áskrif- endum en þeim, sem greiða blað- berum, sent bréf, þar sem þeim verður gefínn kostur á því að greiða fyrir áskriftina með greiðslukorti. Eftir að gengið hefur verið frá samningi um greiðslu áskriftar- gjalda með greiðslukorti verða gjöldin færð mánaðarlega inn á reikning viðkomandi korthafa. Samningurinn gildir svo lengi sem viðkomandi óskar að vera áskrif- andi Morgunblaðsins og greiða áskrift með þessum hætti. Greiðsla er skuldfærð í lok mánað- ar fyrir yfirstandandi mánuð. Þjónusta þessi hefur verið þróuð af Morgunblaðinu og Visa, en Morgunblaðið hefur samið bæði við Visa og Eurocard um viðskipti þessi. Möguleikar eru á greiðslu áskriftargjalda með öðrum greiðslukortum náist samningar þar að lútandi við viðkomandi fyrirtæki. Þær upplýsingar, sem fram þurfa að koma í samningi um millifærsluheimild af þessu tagi, eru nafn, heimili, póstnúmer og póststaður áskrifanda, nafnnúm- er, sími, kortnúmer og gildistími. Þeir samningar, sem berast Morg- unblaðinu fyrir 15. maí, verða sendir til afgreiðslu með uppgjöri fyrir maí til greiðslu á áskrift fyrir mánuðinn. Morgunblaðið er langstærst ís- lenzkra dagblaða og býr yfír tækni, sem gerir greiðslu áskrift- argjalda með þessum hætti mögu- lega. Það er ábyrgðarhlutur þegar tækni og möguleikar eru fyrir hendi til viðskipta sem þessara, að láta blaðbera, oftast af yngstu og elztu kynslóðinni, við inn- heimtu áskriftargjalda bera á sér mikið fé. Framundan er víðtæk kynning á greiðslufyrirkomulagi þessu, bæði meðal áskrifenda og blað- bera og Morgunblaðið vonast eftir góðri samvinnu við framkvæmd þessa mikilvæga máls, sem til hagræðingar hlýtur að teljast, bæði fyrir blaðið og áskrifendur þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.