Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
Hef flutt
lækningastofu mína frá Skólabrú í Hafnarstræti 5,
(Mjólkurfélagshúsið).
Gengið inn frá Tryggvagötu. Viðtalstími óbreyttur.
Stefán Ólafsson,
háls-, nef- og eyrnalæknir
Hluti af Samtökum um heimsmet eða heimsmetaklúbbnum
að hafa sett metið.
eftir
Heimsmet í appelsínu-
rekstri með kylfu
AkureyrL
SAMTÓK um heimsmet eða
heimsmetaklúbburinn nefnist
hópur krakka á Opnu vikunni í
Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki. Eins og nafnið ber með
sér er starfið fólgið i því að seta
heimsmet og eitt hefur þegar
verið sett!
Heimsmetið sem hópurinn setti
á þriðjudaginn var nokkuð sérstætt.
Lagt var upp frá Sauðárkróki og
leiðin lá inn í Varmahlíð og til baka.
En hvemig var farið? Jú, fótgang-
andi og voru appelsínur með í för
og einnig „bandýkylfa". Leikurinn
fólst sem sagt í því að reka appel-
sínu á undan sér með kylfunni alla
ieið. Það voru um 30 krakkar sem
tóku þátt í að setja metið og tók
ævintýrið ekki nema 5 klukku-
stundur og 16 mínútur. Vegalengd-
in er um 50 kflómetrar.
„Nei, ætli það. Ekki nema við
tökum okkur til og rekum appelsín-
una næst inn á Akureyri," var
svarið er blaðamaður Morgunblaðs-
ins ræddi við nokkra úr heimsmeta-
kiúbbnum — og spurði hvort þeir
hygðust nokkuð slá þetta nýsetta
heimsmet sitt. Þeir sögðu reyndar
ýmsar hugmyndir í gangi um
heimsmet, t.d. hefði verið rætt að
setja heimsmet í því að ausa vatni
með fingurbjörgum!
Bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Fundur um gáma-
útflutninginn
BÆJARYFERVÓLD I Vest-
mannaeyjum inunu í næstu viku
boða til fundar með fulltrúum
verkalýðs- og sjómannafélaga í
Eyjum auk annarra fulltrúa sjáv-
arútvegs þar vegna mikils út-
flutnings á fiski í gámum frá
Eyjum. Akvörðun um fundar-
tíma verður tekin af bæjarráði á
mánudag.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
forseta bæjarstjómar Vestmanna-
eyja, er útflutningurinn í gámunum
verulegt vandamál gagnvart físk-
vinnslustöðvum og fískvinnslufólki.
Til vinnslu berst minni afli en ella
og minni vinna er fyrir fólkið. Hann
sagði, að ekki yrði hægt að stöðva
útflutning á ferskum físki, þar sem
augljóst væri, að hann yki tekjur
sjómanna og útgerðar og hefði
hreinlega bjargað mörgum. Skýr-
ingu yrði að fá á því hvers vegna
ekki væri hægt að fá hærra verð
fyrir fískinn hér heima, þar sem
ljóst væri að mikill hluti útflutts
afla færi til vinnslu erlendis. Enn-
fremur hefði það komið fram hjá
einum bæjarfulltrúa, að þetta
breyttist ekki fyrr en komið yrði á
fiskmarkaði f Vestmannaeyjum.
Stjórnarformaður Byggung:
Ljúkum því sem við
erum byrjaðir á
Hafa afhent rúmlega 100 íbúðir síðan í desember
„VIÐ reiknum með því vera að
byggja alveg fram á árið 1988 og
ljúka þvf sem við erum byijaðir
á,“ sagði Arni Þór Araason, sem
tók við stjóraarformennsku í
Byggung á aðalfundi félagsins í
síðastliðnum mánuði af Þorvaldi
Mawby, sem fluttur er til Banda-
ríkjanna. Flogið hefur fyrir að
undanförau, að Byggung verði
lagt niður.
„Hins vegar höfum við ekki viljað
taka nýjar lóðir eins og markaðurinn
er. Við viljum sjá hvað gerist á
næstunni. Við ljúkum þvf sem við
erum með og gerum svo dæmið upp,“
sagði Ámi. Hann bætti því við, að
aðalvandinn væri sá, að lán úr Bygg-
ingasjóði ríkisins greiddust seint og
illa auk þess sem erfiðlega gengi að
innheimta hjá mörgum kaupendum.
Ámi sagði, að sögusagnir hefðu
verið um það, að alit að tvö hundruð
íbúðir væru óseldar hjá félaginu, en
sannleikurinn væri sá, að um tuttugu
íbúðir af 270 væru óseldar í Selási
og örfáar á Granda og Seltjamamesi.
Þær hefðu verið að seljast ein og ein
og reiknaði hann með, að þær seldust
á næstu mánuðum. Dálítið væri hins
vegar óselt af skrifstofuhúsnæði á
Nesinu en samningar stæðu nú yfír
um sölu þess.
Um þann orðróm, að framkvæmd-
um í Selási hefði verið hætt, sagði
Guðmundur Karlsson, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Byggung, að þær hefðu
gengið rólega undanfarið vegna þess,
að félagið bauð út frágang á tveimur
húsum og nú er verið að fara yfir
tilboðin og kanna hvort hagstæðara
sé að taka þeim eða halda áfram á
sömu braut og hefur verið farin til
þessa.
„En það er fráleitt að við höfum
hætt framkvæmdum í Selási," sagði
Guðmundur. „Við skiluðum einu
stigahúsi þar í desember og öðru í
febrúar og munum svo skila stigahús-
um í júní og júlí. Þá afhentum við
29 íbúða hús á Austurströnd á Sel-
tjamamesi í desember og 14 íbúðir
nú í aprfl. Á Granda afhentum við
15 íbúða stigahús í desember, annað
eins í febrúar og síðan munum við
enn afhenda nú í aprfl og maí.“
Morgunbladið/Skapti Hallgrfmsaon
Hvað er
það
sem er
Svarið er auðvelt, KJÚLLETTUR eru með því
ódýrasta á boðstólum í dag ef ekki það ódýrasta.
KJULLETTUR eru fitulitlar og því tilvaldar fyrir
þá sem þurfa að hugsa um línurnar.
Og síðast en ekki síst eru KJÚLLETTURNAR
fljótleg máltíð, þú tekur þær úr frystinum og
steikir frostnar í ca. 5 - 10 mín. og þá er herra-
mannsmáltíð tilbúin.
ísfugl
Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Sími: 666103
Fáðu þér KJÚLLETTUR þú hefur þrjár góðar ástæður